Skessuhorn - 13.01.2000, Qupperneq 8
8
FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 2000
akUsunu..
Málþroskaskimun þrigg-
ja og hálfs árs bama
Hverjir voru fyrstir?
Eftir áramótín verða öll böm á
Islandi, þegar þau mæta í lög-
boðna þriggja og hálfs árs skoð-
un á heilsugæslustöð, athuguð
með sérstakri málþroskaskimun
sem hlotíð hefur nafnið EFI. I
raun má segja að þar fari bamið í
sitt fyrsta samræmda próf.
EFI málþroskaskimunin er búin
til af talmeinaffæðingunum Elmari
Þórðarsyni, Friðriki Rúnari Guð-
mundssyni og Ingibjörgu Símonar-
dóttur. Málþroskaskimunin hefur
verið stöðluð á Islandi svo athugun-
in á heilsugæslustöðvum ætti að
gefa góða mynd um stöðu barnsins
í málþroska, svo ffamarlega að það
mæti á réttum tíma.
I byrjun desember sóttu starfandi
heilsugæsluhjúkrunarfræðingar
námskeið um notkun skimunarinn-
ar. Margar stofhanir og einstakling-
ar, þ.m.t. heilbrigðisráðherra, hafa
lagt verkefninu lið en það hófst árið
1996.
Sérstök markaðsdeild var stofn-
uð í Járnblendifélaginu um síðustu
áramót. Markaðsdeild mun bera
ábyrgð á framleiðslustýringu og
hafa ákvörðunarvald um það hvað
er framleitt á hverjum tíma. Jafn-
ffamt hefur markaðsdeild á sinni
könnu öll innkaup á hráefni og
öðrum aðföngum til framleiðsl-
unnar. Markaðsdeildin mun einnig
hafa með höndum öll samskipti við
viðskiptavini og sjá um að koma
vörunni í þeirra hendur. Deildin
mun stýra öllum skipaflutningum
fyrir Jámblendifélagið.
250.000 kr. styrkur hefur verið
veittur úr friðlýsingarsjóði til
merkingar á ffæðslustíg frá Kalm-
ansvík að Blautós við Akranes. Fyr-
irhugað er að koma fyrir skiltum
“Atvinnuástand hefur verið gott
í haust og vetur og sumarið var
einnig með besta mótí,” sagði
Einar Karlsson formaður Verka-
Iýðsfélags Stykkishólms að-
spurður um ástand í atvinnumál-
um í Stykkishólmi.
Nokkur fólksfækkun hefur verið
í Hólminum að undanförnu en svo
virðist sem atvinnuástandinu sé
ekki um að kenna. Að sögn Einars
em horfurnar nokkuð góðar næstu
mánuðina a.m.k. en oft hefur gætt
atvinnuleysis í Stykkishólmi á út-
mánuðum effir að skelvertíð lýkur.
Hér á Vesturlandi veittu starfs-
menn heilsugæslustöðva aðstoð við
stöðlun skimunarinnar auk þess
sem Skólaskrifstofa Vesturlands
hefur styrkt verkefnið frá upphafi.
Að sögn starfsmanna skrifstofunnar
vonast þeir til að þroskamatið muni
stuðla enn frekar að samstarfi leik-
Að sögn Bjarna Bjarnasonar,
framkvæmdastjóra hefur fram-
leiðsla á hreinsuðu kísiljámi aukist
verulega hjá Járnblendifélaginu
undanfarin ár. “Svona sérhæfing í
ffamleiðslu kallar á sterk tengsl við
kaupandann og gæðakröfurnar eru
meiri. Einnig er mikilvægt að geta
þróað vömna í samvinnu við ein-
staka kaupendur til að koma til
móts við þarfir þeirra. Það er með-
al annars til að bregðast við þessum
breyttu áherslum í framleiðslunni
sem markaðsdeildin er stofnuð, “
sagði Bjarni Bjarnason. K.K.
með upplýsingum um fuglalíf og
sögu strandlengjunnar fyrir göngu-
fólk. Undirbúningur hefst á næstu
vikum og gera áætlanir ráð fyrir að
verkinu ljúki í vor. K.K.
“Það lítur út fyrir meiri stöðug-
leika nú en oft áður. Menn ætla að
fara í bolfisk þegar skelinni lýkur
og einnig sjá menn ffam á betri
tíma í rækjunni en sú vinnsla hefur
legið niðri um tíma. Það kann hins-
vegar að versna verkefnastaðan hjá
iðnaðarmönnum þar sem stómm
verkefnum er að ljúka en ég sé þó
ekki annað en að það sé nóg að gera
í framkvæmdum hér allsstaðar í
kring. Eg get því ekki annað en
verið nokkuð bjartsýnn á nánustu
framtíð að minnsta kosti,” sagði
Einar. GE
skóla, skólaskrifstofu og heilsu-
gæslustöðva á Vesturlandi. A næst-
unni mun Skólaskrifstofan standa
fyrir kynningu á EFI-málþroska-
skimun handa leikskólastjórum á
þjónustusvæði þess. Utgefandi
EFI-málþroskaskimunarinnar er
Landlæknisembættið. MM
Fjarvinnslan
frestast
Eins og greint hefur verið
frá í Skessuhorni eru uppi
hugmyndir um að koma á
fót fjarvinnslustöð í Búðardal
á vegum Islenskrar miðlunar
hf. Gert var ráð fyrir að
endanleg ákvörðun lægi fyrir
í desember en það hefur
dregist þar sem ný verkefni
Islenskrar miðlunar fara
til fjarvinnslustöðvanna í
Hrísey og á Olafsfirði
en næsta skref er að tryggja
verkefni fyrir Búðardal.
Hugmyndir um fjarvinnslu-
stöð í Búðardal em því enn
í fullu gildi og ef af verð-
ur munu þar skapast allt að
10 - 12 ný störf.
GE
Gámastöðvum
lokað?
Bæjarstjórn hefur falið
umsjónarmanni sorpmála og
bygginga og skipulagsfulltrúa
Akraness að leita eftir
samkomulagi við verktaka
sorphirðu um fyrirkomulag
á losun og flutningi pappírs-
gáma þannig að kostnaður
verði á sömu einingarverðum
og almennu sorpi sem flutt
er í Fíflholt. Náist ekki
samkomulag gerir fjárhags-
áætlun Akranesbæjar fyrir
árið 2000 ráð fyrir því
að gámastöðvum verði lokað
K.K.
Nýtt hverfi
á Sandi
Snæfellsbær er að láta
skipuleggja nýtt íbúðahverfi á
Hellissandi til að mæta auk-
inni eftirspurn eftir lóðum
undir íbúðarhúsnæði í sveitar-
félaginu. Lítið hefur verið um
húsbyggingar í Snæfellsbæ á
síðustu árum en að undan-
förnu hefur mikið verið spurt
um lóðir og vilja bæjaryfirvöld
vera undir það búin að mæta
aukinni eftirspurn. Eitthvað
er þó enn til af óráðstöfuðum
lóðum í Ólafsvík samkvæmt
upplýsingum frá bæjarskrif-
stofum Snæfellsbæjar.
GE
Janúar 2000, í fréttum er þetta helst:
American Online og Time
Warner hafa sameinast. Nýja fyrir-
tækinu er ætlað að leiða byltingu í
upplýsinga- og fjarskiptatækni.
Innan vébanda þess eru fyrirtæki á
borð við AOL, Time, CNN,
CompuServe, Warner Bros og
Netscape.
Steve Case, forstjóri AOL, sagði
í dag að samruninn myndi leiða til
frekari þróunar og útbreiðslu Nets-
ins. “Þessi samruni mun leiða til
næstu netbyltingar,” sagði Case.
Júní 1999, í fréttum er þetta helst:
Skessuhorn og Vefsmiðja Vestur-
Undirbúningur vegna fegurðar-
samkeppni Vesturlands árið 2000
er að hefjast en keppnin verður
haldin á Akranesi þann 25. mars
nk. Að sögn Silju Allansdóttur
framkvæmdastjóra keppninnar lof-
ar þátttaka góðu en enn er þó hægt
lands hafa sameinast. Nýja fyrir-
tækinu er ætlað að leiða byltingu í
upplýsinga- og fjarskiptatækni.
Innan vébanda þess eru auk
Vefsmiðjunnar og fréttablaðsins
Skessuhorns, útgáfuþjónusta, aug-
lýsingastofa, markaðsráðgjöf, Vest-
urlandsvefurinn, hugbúnaðargerð,
útvarpsfréttastofa og fasteignaum-
sýsla.
Gísli Einarsson, ritstjóri Skessu-
horns, sagði í dag að samruninn
myndi leiða til frekar þróunar og
útbreiðslu Netsins. “Þessi samruni
mun leiða til næstu netbyltingar”
sagði Gísli.
að bæta við keppendum. Þátttak-
endur þurfa að vera stúlkur á aldr-
inum 18-25 ára og vera barnlaus-
ar. Vildi Silja hvetja alla sem hefðu
ábendingar um stúlkur sem til
greina kæmu að hafa samband við
sig í síma 869 1016. GE
Markaðsdeild stoíh-
uð í Jámblendinu
Styrkur til merk-
ingar fræðslustígs
----------HHI--------
Nokkuð bjart yfir
atvmnumálunum
Segir Einar Karlsson formaður
Verkalýðsfélags Stykkishólms
-BMK/MM
Eimskip flytur
fyrir Norðurál
Samið til þriggja ára
Norðurál og Eimskip hafa gert
með sér samning um að Eim-
skip annist allan inn- og útflutn-
ing fyrir Norðurál, ef firá er tal-
inn flutningur á súráli. Samn-
ingurinn er til tveggja ára en
ákvæði eru um heimild tíl fram-
lengingar samningsins eftir það.
Eimskip mun taka við þessum
flutningum 1. mars næstkom-
andi. Samningurinn hljóðar upp
á tæplega milljarð króna.
Ragnar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri fjármála og stjórn-
unarsviðs Norðuráls segir samn-
inginn hafa verið gerðan í fram-
haldi af verðfyrirspurn sem Norð-
urál sendi út í lok nóvember til sjö
fyrirtækja.
“Sex aðilar svöruðu og reyndist
tilboð Eimskips hagkvæmast og
var ákveðið að ganga til samninga
við Eimskip um flutninga fyrirtæk-
isins,” sagði Ragnar Guðmunds-
son.
Aætlað er að flutt verði að með-
altali 140 þúsund tonn á ári á
samningstímanum. Árieg fram-
leiðsla Norðuráls er um 60 þúsund
tonn af álhleifum en til þeirrar
framleiðslu eru notuð rúmlega 30
þúsund tonn af rafskautum og
verða álhleifar og rafskaut flutt í
gámum til og frá landinu í reglu-
legum áætlunarsiglingum. Flutn-
ingarnir sem um ræðir eru aðallega
útflutningur á áli frá Grundar-
tanga til Rotterdam í Hollandi og
innflutningur á rafskautum frá
Neuss í Þýskalandi. Eftir stækkun
álversins verður árleg framleiðsla
Norðuráls um 90 þúsund tonn af
álhleifum. Vegna stækkunar verk-
smiðjunnar á Grundartanga er
gert ráð fyrir innflutningi á um 25
þúsund tonnum af byggingarefni,
vélum og tækjum á árunum 2000
og 2001. Eftir að siglingar hefjast
er gert ráð fyrir að gámaskip Eim-
skips muni hafa vikulegar viðkom-
ur á Grundartanga.
“Við erum mjög ánægðir með
þennan samning og reglulegar
komur gámaskipa á Grundartanga
opna ýmsa möguleika. Það má því
búast við frekari uppbyggingu á
þjónustu við Grundartangahöfh,”
sagði Ragnar Guðmundsson.
KK.
Þáttakendur í fegurðarsamkeppni Vesturlands 1999.
Leitað að fögr-
um fljóðum