Skessuhorn - 13.01.2000, Síða 10
10
FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 2000
SSESSliHöSM
Bjart er yfir Borgarfirði
Penninn
Bjart er yfir Borgarnesi segir
Völvan í Vikunni nú um áramótin.
Þetta leiðir hugann að stöðu Borg-
arness, Borgarbyggðar og Borgar-
fjarðarsvæðisins í heild á þessum
tímamótum.
Atvinnulífið í Borgarnesi og ná-
grenni hefur á undanfömum ámm
gengið í gegnum verulegar breyt-
ingar sem ekki sér fyrir endann á.
Slíkt er ekki þrautalaust og fylgja
oft erfiðar ákvarðanir. Þessu ræður
miklu gífurlegur samdráttur í hefð-
bundnum landbúnaði sem hefur
verið uppistaðan í atvinnulífi á
svæðinu. Einnig ræður nokkm að
umhverfi fyrirtækjarekstrar hefur
verið að breytast og samkeppni á
öllum sviðum að aukast. Eins og
annars staðar hefur atvinnulífið hér
þurft að bregðast við.
Samhliða breyttum aðstæðum í
atvinnurekstri hefur þróun byggðar
á Islandi verið með þeim hætti að
fólkið flytur til höfuðborgarsvæðis-
ins. Ymsar skýringar hafa komið
fram á þessari þróun sem finna má í
skýrslum. Borgarbyggð hefur þó
náð að halda sínum íbúafjölda á síð-
ustu ámm. Fram hefur komið að
þeir þættir sem helst era aðkallandi
til að bæta búsetuskilyrði á Borgar-
fjarðarsvæðinu eru aukin fjöl-
breytni starfa, að boðið sé upp á
tekjuhærri störf og að samgöngur á
vegum og í fjarskiptum verði áffam
bætt. Allt em þetta þættir sem em
mikilvægir bæði fyrir heimilin og
fyrirtækin en um leið fyrir rekstur
sveitarfélaganna.
Hvers er þá að vænta á þessum
tímamótum? Þótt undirritaður sé
ekki mikil áhugamaður um Völvu-
spár er hann eigi að síður að hugsa
um að leyfa sér að trúa Völvunni nú
um áramótin um að bjart sé yfir
Borgarnesi og jafnvel gott betur og
segja að það sé bjart yfir Borgar-
firði. Þar má nefna nokkur atriði:
Atvinnureksturinn hefur
gengið í gegnum þrengingar og
endurskipulagningu sem gefur
mönnum alltaf ný sóknartækifæri.
Leiða má að því líkur að nú sé at-
vinnurekstur í Borgamesi að kom-
ast út úr orrahríðinni og uppbygg-
ing eigi að vera framundan. Sveitar-
félagið hefur sett fjármuni í að styð-
ja við atvinnurekstur á svæðinu á
umliðnum árum sem því miður
hefur ekki skilað sér sem skyldi.
Sveitarfélagið tekur ekki lengur
þátt í atvinnulífinu með beinum
hætti en hefur það verkefni að
skapa sem hagstæðust skilyrði fyrir
ffekari uppbyggingu. Borgarbyggð
á um 10% hlut í nýstofnuðu eignar-
haldsfélagi á Vesturlandi sem ætlað
er að fjárfesta í atvinnulífmu á
grundvelli arðsemissjónarmiða. Þar
hefur skapast ný leið fyrir stofnun
og stækkun fyrirtækja á Vesturlandi
í samstarfi sveitarfélaga við fjárfesta
og Byggðastofnun.
Ferðamannaþjónusta
hefur vaxið hratt á Borgarfjarðar-
svæðinu síðustu ár. Þar verður eftir-
spumin ömgglega upp á við með
bættum samgöngum, auknum ffí-
tíma og fjárráðum fólks. Fullyrt er
að allar grunnforsendur séu til stað-
ar til að ná langt í þjónustu við
ferðamenn á komandi ámm. Ferða-
mannaþjónusta byggir mikið á
frumkvæði bænda og kemur þá
gjarnan í stað hefðbundins land-
búnaðar. Gera verður þó ráð fyrir
að í framtíðinni verði einnig stærri
einingar í þjónustu við ferðamenn á
svæðinu með víðtækara framboði
margskonar afþreyingar.
Háskólastofhanir, bæði á
Bifröst og á Hvanneyri hafa verið
að eflast og eiga eftir að gera það
enn frekar. Slík starfsemi er at-
vinnuskapandi, auk þess sem hún
færir tækifæri út í atvinnulífið á
svæðinu. Eðlilegt er að ríkisvaldið
styðji við háskólana með því að færa
til þeirra verkefni stofnana á vegum
ríkisins sem tengist sérsviðum skól-
anna. Umræður um stórfellda upp-
byggingu stofnana landbúnaðarins í
Reykjavík vekur furðu í þessu sam-
bandi.
Höfuðborgarsvæðið
tútnar út í ofþenslu sem leiðir til
hækkandi lóðaverðs, húsnæðis-
verðs, launakostnaðar o.s.frv. Þetta
á að geta leitt til þess að áhugi fyr-
irtækja á að líta út fyrir svæðið fari
vaxandi. Með tilkomu Hvalfjarðar-
ganga er Borgarfjörður á allan hátt
orðinn vænlegur kostur í þessu
sambandi og má reyndar sjá að
áhrif þessa er þegar farið að gæta á
Akranesi.
Samfélagsþjónusta hefur
umtalsverð áhrif á val fólks til bú-
setu. Borgarnes og nágrenni bíður á
margan hátt upp á góð búsetuskil-
yrði að þessu leyti. Leikskólar,
grannskólar, íþróttamannvirki og
heilbrigðisþjónusta svo dæmi séu
tekin. Þar má þó gera betur. Nú em
uppi áform um stækkun grunnskól-
ans í Borgarnesi. Verið er að skoða
Stefán Kalmansson
hvort raunhæft verði að koma á
kennslu á framhaldsskólastigi í
Borgarnesi. Unglingar úr Borgar-
byggð sem fara í framhaldsnám
munu þó áfram þurfa að sækja
menntun sína út fyrir sveitarfélagið
að töluverðu leyti.
Stundum ræða menn það sín á
milli að meira vanti af jákvæðum
fréttum úr héraðinu. Of mikið fari
fyrir fréttum af ágreiningi á kosm-
að ffétta sem sýni að hér sé gott
mannlíf. Þetta snýst um hvaða
ímynd við viljum að aðrir hafi af
okkur. Hér getum við líklega flest
tekið okkur á. Það þýðir ekki að öll
vandamái þurfi að vera úr sögunni.
Vandamál eiga að vera til að sigrast
á þeim; vera ögrandi viðfangsefni til
að takast á við en þau mega ekki
vera óyfirstíganleg. Leyfum okkur
að vera jákvæð, horfa fram á við og
setja okkur heilbrigð markmið til
góðra verka.
Borgamesi 10. janúar árið 2000
Stefán Kalmansson, bæjarstjóri
Fjölskylduferð í Akrafjallið
Penninn
Ég hafði fyrir löngu ákveðið að
eyða nýliðnum árþúsundaskiptum í
fjallinu. Foreldrar mínir og bróðir
urðu mér samferða. Við höfðum
ætlað að keyra upp með Berjadalsá
og ganga í vestur meðfram fjallinu
en skyndilega þegar stundin rann
upp var tíminn of naumur og veður
ótryggt þannig að við keyrðum upp
afleggjarann að bænum Reyn og
gengum upp á næstu syllu f hlíðum
Akrafjalls þar sem útsýni var gott
yfir Skagann og til Reykjavíkur.
Við komum okkur fyrir og virt-
um fyrir okkur útsýnið og dýrðina,
það var einstök upplifun. Aðra eins
sjón höfðum við ekki séð. Við
kveiktum á kerti og stjörnuljósum
og skutum upp flugeldum til að
fagna nýju ári. Opnuðum kampa-
vín, skáluðum og tókum myndir.
Þetta var einstök stund á sérstökum
stað.
En í þann mund sem við vomm
að fara að tygja okkur til baka kom
til okkar huldumaður sem hvorki
kynnti sig né tók undir nýársóskir
heldur hellti hann sig yfir okkur
með það hvað við væmm að gera
þarna. Hann talaði til foreldra
minna eins og þau væra óvita ung-
lingar og nefndi meðal annars að
við Skagamenn æddum inn á og
yfir annarra manna lóðir án þess að
spyrja einn né neinn. Það minnsta
sem við hefðum geta gert væri að
biðja um leyfi. Að lokum skipaði
hann okkur að taka saman draslið
okkar og hundskast burt á stond-
inni.
Stund sem átti að verða sérstök
og eftirminnileg breyttist í eitthvað
allt annað. Foreldrar mínir sem era
á sjötugs aldri höfðu aldrei fengið
annað eins framan í sig og urðu
mjög hvelft við þessa óvæntu heim-
sókn huldumannsins sem við áttuð-
um okkur loks á að væri bóndinn á
staðnum sem átti þetta land.
Mín voru mistökin og að sjálf-
sögðu hefði ég átt að biðja um leyfi
til þess að fá að vera þarna á þess-
um merku tímamótum. Það var
eins gott að ég var ekki að gifta
mig.
Þetta var skrýtinn endir á annars
góðri stund þar sem allir um allan
heim voru að fagna sérstökum
tímamótum, ffiður og sátt samein-
aði fólk og allir óskuðu öllum alls
hins besta. Það var eins og skratt-
inn sjálfur hefði heimsótt okkur.
Við tókum saman og keyrðum
sem leið lá til baka en viti menn
þegar við vorum komin að fjósinu
var komin upp gaddavírsgirðing,
og maðurinn sem var að reka okk-
ur út af lóðinni nú búinn að loka
okkur inni. Hvernig átti að skilja
þetta. Eg vippaði mér út úr bílnum
og losaði gaddavírinn svo við kæm-
umst áfram og svo branuðum við
niður á Akranes þar sem við voram
ömggari með okkur.
Við geram okkur alveg grein fyr-
ir að við voram í órétti og bóndinn
í rétti en hins vegar er spurning
hvernig fólk kemur fram og gagn-
vart foreldram mínum fannst mér
þetta viðurstyggilega truntuleg
framkoma þrátt fyrir allt. Af öllum
stöðum áttum við ekki von á því-
líku skítkasti þarna við rætur Akra-
fjalls á slíkum tímamótum.
Abúendum á Reyni hefur verið
sent afsökunarbréf með blómum.
Gleðilegt ár.
Jón Sverrisson.
Dægurlagakeppni
áKróknum
Hin árlega Dægurlagakeppni
Kvenfélags Sauðárkróks er nú
hafin. Þegar hefur verið auglýst
eftir lögum í keppnina en henni
mun ljúka með úrslitakvöldi á
Sæluviku Skagfirðinga föstudag-
inn 5. maí n.k.
Ollum laga- og textahöfundum
landsins er heimil þátttaka. Að-
eins verða teldn til greina verk
sem ekki hafa verið flutt opinber-
lega né gefin út áður. Verkin skulu
vera á hljóðsnældum/diskum og
textar á íslensku.
Þátttakendur skili verkum sín-
um inn undir dulnefhi ásamt þátt-
tökugjaldi kr. 1.000 pr. lag. Rétt
nafn og heimilisfang skal fylgja
með í vel merktu og lokuðu um-
slagi.
Síðasti skilafrestur er 2. febrúar
2000. Miðað er við að þátttöku-
gögn séu póstlögð í síðasta lagi
þann dag. Póstfang er “Dægur-
lagakeppni Kvenfélags Sauðár-
króks”, Pósthólf 93, 550 Sauðár-
krókur.
Dómnefhd mun velja tíu lög til
að keppa á úrslitakvöldi þann 5.
maí og mun þá sérstofnuð hljóm-
sveit flytja lögin ásamt söngvumm
sem höfundar velja. Sérskipuð
dómnefnd ásamt áheyrendum
munu velja sigurlag. Vegleg verð-
laun verða veitt.
Dægurlagakeppnin er árlegur
viðburður á Sæluviku Skagfirð-
inga. Keppnin hefur áunnið sér
fastan sess í þjóðlífinu sem helsti
vettvangur fyrir fjölmarga tón- og
textahöfunda sem vilja koma
verkum sínum á framfæri.
(Fréttatilkynning)
Leifs
I tilefni af væntanlegum há-
tíðahöldum til að minnast landa-
funda Leifs heitins Eiríkssonar er
rétt að birta hér ævisögu Leifs
eftir Stefán Jóhannesson en hún
er varðveitt í Skinnhandriti óút-
gefin.
Fá í æsku afrek vann
Ofi af vtni hreifur.
Ameríku óvartfann
Eiríksstaða Leifur
Þegar seggur sat við skál
sitt með sterkast blandið.
Nöldraði hann nú er mál
nafn að finna á landið.
Oll voru keröld orðin tóm
upp var sötruð bleyta
vældi hcmn þá með veikum róm
Vínland skal það heita.
Sár og þyrstur sigla vann
svo til Grænlands aftur
úrþvt ritar orð um hann
ekki nokkur kjaftur.
Begga
litla
Frá því var sagt í frétttum í síð-
ustu viku að strokufanginn ill-
ræmdi, Beggi litli, hefði verið
handtekinn í Reykjavíkurhreppi.
Eftir fjögurra tíma varðhald kom
þó í Ijós að sá handtekni var alls
ekki Beggi litli heldur þriggja
barna móðir úr Grafarvoginum
sem var úti að viðra hundinn
sinn. Hún var að vísu lítil en
veigamikil atriði greindu hana frá
umræmdum Begga.
I framhaldi af umræddri
handtöku hefur Heygarðshornið
fregnað að Tina Turner hafi af-
iýst fyrirhugaðri tónleikaferð til
íslands. Hún mun óttast að verða
handtekin sem Kio Briggs!
Megrunar-
fæði
Jónína Benediktsdóttir leikfim-
ipía er með fasta útvarpsþætti í
Ríkisútvarpinu þar sem hún segir
fólki hvernig það eigi að lifa af.
Sjálfsagt líður flestum mun betur
eftir að hafa hlustað á Jónínu en
þó mun síðasti þáttur hennar hafa
valdið mörgum bóndanum van-
líðan fremur en hitt. Þar réði téð
Jónína fólki frá því að láta ofan í
sig ket af öðrum skepnum en
hænsnfuglum og ekki síst ef það
ætlaði að gera sér einhverja von
um að fækka aukakílóunum. Lífs-
reyndur sauðfjárbóndi í Dölun-
um tók hinsvegar undir orð Jón-
ínu og sagði að ekki væri til betra
megrunarfæði en kjúklingar þar
sem þeir hafi valdið þvílíkum
innantökum að menn hafi engu
haldið niðri svo vikum skipti.