Skessuhorn - 13.01.2000, Page 14
14
FIMMTUDAGUR 13. JAjSÍUAR 2000
joí33Unu._
íþróttamaður Akraness árið 1999
Kolbrún Yr í annað sinn
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir
sunddrottning var valinn íþrótta-
maður Akraness árið 1999, ann-
að skiptið í röð. Venju samkvæmt
hlaut hún Friðþjófsbikarinn sem
Helgi Daníelsson gefur. Afhend-
ingin fór fram í íþróttahúsinu að
Jaðarsbökkum þann sjöunda jan-
úar síðastliðinn. I öðru sæti var
knattspymumaðurinn Alexander
Högnason og í þriðja sæti varð
knapinn Karen Líndal Marteins-
dóttir.
Þetta var í níunda sinn sem
Iþróttamaður Akraness var kjörinn.
Kjörið fer þannig fram að hvert fé-
lag tilnefnir einn mann frá sínu fé-
lagi og að þessu sinni tilnefndu tólf
félög fulltrúa.
Badmintonmaður Akraness:
Hólmsteinn Valdimarsson
Iþnóttamaður boltafélagsins Bmna:
Arnar Geir Magnússon
Iþróttamaður fatlaðra:
Emma Rakel Björnsdóttir
Fimleikamaður Akraness:
Valgerður Valsdóttir
Frjálsíþróttamaður Akraness:
Sigurkarl Gústavsson
Hestaíþróttamaður Akraness:
Karen Líndal Marteinsdóttir
Karatemaður Akraness:
Eydís Líndal Finnbogadóttir
Knattspymumaður Akraness:
Alexander Högnason
Kylfingur Akraness:
Stefán Orri Olafsson
Körfuknattleiksmaður Akraness:
Brynjar Sigurðsson
Skotmaður Akraness:
Stefán Gísli Orlygsson
Sundmaður Akraness:
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir
Breyting var frá hefðbundinni
dagskrá þar sem öllum Islands-
meisturum var afhent viðurkenning
frá íþróttanefnd. Alls eignaðist
Akranes 24 Islandsmeistara í sex
greinum á liðnu ári. Akranesbær gaf
þeim listaverk eftir Jónsínu Olafs-
dóttir. Islandsmeistararnir eru:
Frá Golfklúbbi Akraness:
Bjami Þór Hannesson,
Haukur Dór Sigurdórsson,
Hróðmar Halldórsson,
Stefán Orri Olafsson og
Sveinbjörn Hafsteinsson
Frá Badmintonfélagi Akraness:
Aðalsteinn Huldarsson,
Haraldur Hinriksson,
Hólmsteinn Valdimarsson,
Stefán Jónsson,
Hjalti H. Jónsson,
Pavel Ermolinski,
Karítas Olafsdóttir og
Frá vinstri Amar Geir Magmísson, Emma Rakel Bjömsdóttir.; Sigurkarl Gústavsson, Kolbnín Yr Kristjánsdóttir, Stefán Orri Olafsson,
Eydís Líndal Finnbogadóttir og Alexander Högnason. Fremri röð frá vinstri Hólmsteinn Valdimarsson, Valgerður Valsdóttir, Karen
Líndal Marteinsdóttir, Brynjar Sigurðsson. A myndina vantar Stefán Gísla Orlygsson skotveiðifélaginu.
Hróðmar Halldórsson.
Frá Hestamannafélaginu Dreyra:
Karen Líndal Marteinsdóttir.
Frá Sundfélagi Akraness:
Anna Lára Armannsdóttir,
Elín María Leósdóttir,
Guðgeir Guðmundsson og
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir.
Frá UMF Skipaskaga:
Sigurkarl Gústafsson.
Frá Þjóti:
Asgeir Sigurðsson,
Emma Rakel Björnsdóttir,
Krístin Anna Erlingsdóttir og
Sverrir Haraldsson.
-SB
Brjáluð ef ég vinn ekki
Segir Kolbrún Yr Iþróttamaður Akraness
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir
sundkona á Akranesi hefur vakið
mikla athygli undanfarin misseri.
Sundið á hug hennar allan og á
seinasta ári átti hún mikilli vel-
gengni að fagna. Nú seinast var
hún kjörinn Iþróttamaður Akra-
ness og þykir vel að titlinum
komin. Blaðamaður Skessuhoms
hitti þessa efinilegu sundkonu að
máli og athugaði hvað hún hefur
verið að bardúsa. Hún er bros-
hýr og ósköp hógvær og segist
alveg eins hafa átt von á því
að vera kosin íþróttamaður
ársins Við hefjum spjallið
sem beinist fljótt að nýliðnu
ári
“Fyrri partur ársins var
mjög góður þar sem allt gekk
upp en svo fór þetta dalandi,”
segir Kolbrún Ýr. “Þetta er
tímabil sem kemur alltaf,
maður slappar af og dettur út í
smá stund.” Aðspurð um hvað
hafi verið eftirminnilegast á
liðnu ári segir Kolbrún Ýr að
smáþjóðaleikarnir í Lichtenstein
hafi staðið upp úr. “Engin spurn-
ing. Það var bara svo gaman, þarna
var fólk frá aldrinum þrettán og
upp í þrítugt. Maður var með stór-
um og góðum hópi. Persónulegir
sigrar voru að ná þeim lágmörkum
sem ég þurfti og í 200 m baksundi á
smáþjóðaleikunum náði ég góðum
tíma.
Markmiðið er Ólympíu-
leikamir
Kolbrún segir mikinn tíma fara í
æfingar, jólafríið hafi farið meira og
minna í æfmgar og nú æfir hún alla
daga nema sunnudaga og fer tvisvar
í viku á morgunæfingar og þrisvar í
viku í þrek áður en að æfing hefst.
”Þetta er mikil vinna og ef maður
vill ná árangri þá þarf maður að
vinna vel”.
Akveðin segir hún Olympíuleik-
ana næsta á dagskrá og að ná lág-
markinu “Mig vantar aðeins
herslumuninn. Eg fer út núna í jan-
úar til Danmerkur að keppa og þar
ætla ég að ná því. Eg bíð bara eftir
að klára þetta. Það er nóg að gera í
öllum undirbúningi”.
Þegar Kolbrún Ýr er spurð hvort
hún sé á leiðinni út vill hún ekki
gera mikið úr því”. Mig er farið að
vanta keppni hérna heima sem
verður til þess að maður tekur
þessu sein sjálfsögðum hlut. Ef
maður vinnur ekki verður maður
alveg brjálaður. Jú mig langar að
prófa að fara út og það var stefhan
en það að fara ein út hljómar ekki
eins vel. Eg hef alltaf haft svo góð-
an stuðning hér, þjálfarinn minn er
í sambandi við kanadískan þjálfara
og þetta verður bara að koma í
ljós.”
Verð að vera með í öllu
Kolbrún Ýr er á annarri önn í
Fjölbrautaskóla Vesturlands á hag-
fræðibraut og hún segist ætla að
byrja á stúdentinum en að öðru
leyti sé framtíðin óráðin. Sundið
taki mikinn tíma og nóg sé um að
vera. Þegar blaðamaður furðar sig á
hvernig henni takist að samræma
félagslíf, æfingar og skóla hlær hún:
“Það er ótrúlegt hvernig þetta
gengur, reyndar segir mamma að
ég megi læra aðeins meira. Eg er
bara þannig manneskja ég verð að
vera með í öllu. Eg dembi þessu
öllu saman einhvern veginn og allt
reddast”segir Kolbrún.
Dýrt
Kolbrún hefur verið að keppa
mikið undanfarið og farið á mörg
mót erlendis. Kostnaðurinn
við ferðalögin er mikill og
hún segist ekki hafa fengið
nóg af styrkjum. ”Eg þurfti til
dæmis að fara út með þjálfar-
anum mínum og borga það
með styrk frá alþjóða Olymp-
íunefhdinni”, segir Kolbrún.
“Það er ekki nóg þegar mað-
ur fer víða og keppir mikið.
Þetta er í annað sinn sem ég
er kosin íþróttamaður ársins
og hef ekki fengið styrk þó
fordæmi sé fyrir því. Eg er
heppin að eiga góða foreldra, þau
hafa stutt vel við bakið á mér, borg-
að það sem þarf en það er hvimleitt
að þurfa að sníkja pening vilji mað-
ur gera eitthvað.”
Meðan ég hef áhuga
Arangurinn í sundinu hefur ekki
látið á sér standa enda hefur þessi
unga stúlka lagt hart að sér. Segist
hafa fengið mikinn stuðning heima
fyrir enda komin af miklu keppnis-
fólki.
“Einhverntímann verður maður
að hætta”, segir hún hálf annars
hugar. “Maður fær alltaf smá leiða
en það líður hjá. Mér er stundum
bent á það í góðu að ég sé eiginlega
orðin þjóðareign. Meðan ég hef
áhuga þá held ég áfram segir Kol-
brún Ýr Kristjánsdóttir. SB
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir
Sigurvegarar í sveitakeppni Bridgehátíðar Vesturlands.
Fjölmenn
Bridgehátíð
Bridgehátíð Vesturlands fór fram
um síðustu helgi á Hótel Borgar-
nesi. Keppendur voru ríflega 100
talsins víðs vegar að af landinu.
Besti árangur Vestlendinga var
þriðja sæti í sveitakeppninni sem
fram fór á laugardeginum. Þetta
var sveit Kaupfélags Borgfirðinga
skipuð þeim Sveinbirni Eyjólfssyni,
Jóni Viðari Jónmundssyni, Guð-
mundi Olafssyni og Hallgrími
Rögnvaldssyni. Þeir Guðmundur
og Hallgrímur náðu einnig besta
árangri heimamanna í tvímenn-
ingskeppninni og lentu þar í 7.-8.
sæti ásamt hjónunum Rúnari
Ragnarssyni og Dóru Axelsdóttur.
Sigurvegarar í sveitakeppninni
varð sveit Keiluhallarinnar með
152 stig, í öðru sæti var sveit Páls
Valdimarssonar með 150 stig og
KBB sveitin var í því þriðja, eins og
áður sagði, með 146 stig.
Sigurvegarar í tvímenningi urðu
Þorsteinn Joensen og Rúnar
Gunnarsson, í öðru sæti Halldór
Már Sverrisson og Ingi Agnarsson
og í þriðja sæti Sigfás Þórðarson og
Gunnar Þórðarson.
MM
Sigurvegarar i tvimenningskeppni Bridgehátíðar Vesturlands asamt statfsfólki mótsins.
Myndir MM