Skessuhorn - 10.02.2000, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANPI - 6. tbl. 3. árg. 10 ■ febrúar 2000 Kr. 200 í lausasölu
Deilt um jarðboramir í Skorradal
Fómarlömb ástandsins í dalnum
Segir formaður Eflingar
Deilur hafa risið vegna fyrirhug-
aðrar jarðhitaleitar í Skorradal.
Fyrir er í dalnum hitaveita á veg-
um hreppsins en stéttarfélagið
Efling sem er eigandi að 17
hektara landspildu í landi
Hvamms ætlar að bora þar til-
raunaholu.
“Þetta er styrjöld sem er okkur
ekki að skapi en við virðumst vera
fómarlömb sem lendum á milli í
því ástandi sem rxkir þarna í daln-
um,” segir Halldór Björnsson for-
maður Eflingar. “Það voru á sínum
tíma boraðar tilraunaholur í okkar
landi á vegum hreppsins. Þá kom í
ljós góður hitapunktur og við vor-
um jákvæðir fyrir því að láta bora
en gerðum kröfur um vatn fyrir
okkur sjálfa og óskuðum eftir því
að hreppsnefndin léti af væringum
við okkur og afgreiddi fyrirliggj-
andi skipulag fyrir okkar land. I því
sambandi má geta þess að þá vor-
um við búnir að vinna málaferli
sem höfðu staðið í fimm ár vegna
kaupanna á þessu landi. Hrepps-
nefhd hafnaði þessum kröfum og
boraði hinum megin við vatnið.
Það vam höfum við hinsvegar ekki
getað nýtt þótt við vildum þar sem
okkar nágrannar hafa lýst því yfir
að ekki fari einn sentímeter af hita-
veimleiðslum hreppsins í gegnuin
þeirra land. Við erum þessvegna
einangraðir frá heita vatninu og
tókum því ákvörðun um að bora í
okkar landi. Okkar staða er sú að til
þess að við getum leigt orlofshúsin
út allt árið verðum við að geta boð-
ið upp á heitan pott. Þegar við ætl-
uðum að fara að byrja á þessum
framkvæmdum byrjaði atgangur-
inn aftur og hreppsnefnd ætlar að
stoppa okkur af á þeim forsendum
að framkvæmdin sé skipulagsskyld
og við þurfum starfsleyfi. Við gef-
umst hinsvegar ekki upp og ætlum
í holuna. Borinn er væntanlegur
uppeftir á fösmdag. Flutningurinn
á honum kostar milljónir og það
gemr orðið dýrt spaug ef menn
ætla að gera eitthvað vanhugsað í
þessum málum” segir Halldór.
Ekki tilraunahola
“Það er alrangt að við höfum
sýnt einhverja tilburði til að meina
Eflingu að bora í sínu landi,” segir
Davíð Pétursson oddviti Skorra-
dalshrepps. “Það sem málið snýst
um er að þeir ætla út í þessar fram-
kvæmdir án nokkurs samráðs við
okkur. Skorradalshreppur kostaði
tilraunaboranir í landi Eflingar og
við viljum að sjálfsögðu að þeir
gangi frá rannsóknarþættinum
gagnvart okkur áður en farið verð-
ur í framkvæmdir. Þá viljum við
líka að það sé tryggt að okkar hola
Iendi ekki í uppnámi. Þeir tilkynna
ekki um sínar fyrirætlanir fyrr en
með bréfi dagsettu 3. febrúar en
hafa að öðru leyti ekki leitað eftir
neinu samráði við okkur. Þess má
og geta að í ársbyrjun 1999 lét
Skorradalshreppur endurhanna og
gera kostnaðaráætlun um lögn yfir
Skorradalsvatn frá Stóru -
Drageyri að Hvammi. Samkvæmt
kostnaðaráætlun átti sú lögn að
kosta um 12 milljónir króna. Leit-
að hefur verið leiða til fjármögnun-
ar, meðal annars til Byggðastofn-
Oskammfeilin framkoma segir oddviti
unar en lausn ekki fengist enn.
Þetta er Eflingu kunnugt um,” seg-
ir Davíð.
Davíð telur að ekki sé um tdl-
raunaboranir að ræða. “Rannsókn-
imar hafa þegar farið ffam og vora
kostaðar af hreppnum. Þeir kalla
þetta tilraunaboranir til að losna
við ffamkvæmdaleyfið. Þetta er að
sjálfsögðu ekkert annað en borun á
heitavatnsholu. Það verður ekki
annað sagt en að þetta er ákaflega
óskammfeilin framkoma,” segir
Davíð Pétursson oddviti.
-GE
„Kusinan t pylsuendanum , lettklœddir a þorrabloti Grundfiröinga um stdustu helgi.
Mynd: GA
Bjartmar
Samvinna
SAog O
Höfða?
Klafi, vaxandi höfii