Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 10.02.2000, Blaðsíða 5
SHSSUHÖBKI FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 2000 5 AF HRÖFNUM OG FLEIRI FUGLUM Þegar ég réðist að steikinni í hádeg- inu síðastliðinn sunnudag, dásamandi það hversu kjötið sé nú miklu betra af heimaslátruðu, en hinu sem út úr Evrópusambandsvottuðum sláturhús- um kemur, kveikti ég á útvarpinu til þess að hlusta á fréttirnar. Síðasta lag fyrir fréttir var óvenju bærilegt þennan daginn, en íslensk einsöngslög er sú tegund tónlistar sem ég nota hvað síst til að rífa mig upp í ærlegt stuð. Fyrst var sagt frá síðustu stórsókn Rússa í Tsétséníu og ég svona mitt á milli sósu og sultu, fór að pæla í hvort þetta stríð þætti ekki bæði göfugra og geðslegra ef þarna væri á ferð her frá Nato, því soldátar úr þeirri skúffu hafa alltaf réttlætið sín megin. Auk þess væru þetta þá „strákarnir okkar" og við íslendingar gætum bætt við þjóðarstoltið upp á hvern einasta dag sem stríðið stendur, ekki veitir af eftir hrakför handboltalandsliðsins til Króatíu. Síðan komu fréttir af hækkandi gengi hlutabréfa í ýmsum fyrirtækjum, og lækkandi gengi í öðrum, þeim frétt- um var hleypt hindrunarlítið inn um annað eyrað og út um hitt, enda á ég ekki hlut í nokkru fyrirtæki, nema Af- urðasölunni í Borgarnesi. Gengi þess guðsvolaða fyrirtækis er orðið svo lágt að hluthafar þurfa ekki að hafa áhyggjur af frekari lækkun. Þegar ég fór að syrgja þessa fortöp- uðu fjármuni, datt ég ofaní svo ægi- legt þunglyndi að ég þurfti að bæta á mig tveimur skeiðum af Ora baunum og fjórum skífum af Evrópusambands- vottuðum rauðrófum til að rífa mig upp úr depurðinni. En svona eins og til að auka mér gleði fór fréttamaðurinn að tala við Össur Skarphéðinsson. Mér finnst alltaf svo gaman að Össuri, við erum líka svolítið skyldir, en þessa málsgrein ætla ég að strika út áður en ég skila handritinu til blaðsins. Ég gæti meira að segja hugsað mér að styðja Össur til formennsku í Sam- fylkingunni, ef ég væri þeirrar ógæfu njótandi að vera krati, sem verður vonandi aldrei og hefur mér þó aldrei verið sérlega annt um mannorð mitt. Og nú fór Össur alveg með sig út og suður, hann vill láta friða hrafninn. Össur álítur væntanlega að flest sé líkt með Samfyikingunni og hrafninum, hvortveggja sé í bullandi útrýmingar- hættu. Rétt er það, margt eiga þessi tvö fyrirbrigði sameiginlegt. Fyrst er til að taka sönginn, þ.e. krunkið, afskaplega lítið ómfagurt og innihaldslítið. Síðan afkomuatferlið, hrafninn leggst á skepnur jafnt lifandi sem dauðar, krat- arnir nærast á Alþýðubandalaginu og leyfa því ekki einu sinni að deyja fyrst. Og nú klikkar Össur, það er alveg yfirdrifið af hröfnum í landinu, reyndar krötum líka, hvorugur stofninn er í út- rýmingarhættu 10.000 stykki er hæfi- leg tala af hvorum. Það er giskað á að stofnstærð hvors um sig sé um 13.000 fuglar núna. Nei mér er nóg að horfa út um eld- húsgluggann minn til að sjá að það er nóg til af hröfnum. Þarna svífa þeir í tugatali yfir næsta bæ hér við hliðina, í þeim eina tilgangi að ergja og pirra hundinn á bænum. Ágætis hundur sem heitir eftir gengnum marskálki á Balkanskaga, og sá var nú enginn krati. Sjálfur hef ég þurft margan sum- ardaginn langan, að hlaupa heyrúllu frá heyrúllu sveittur og bölvandi til að loka götum sem hrafninn hefur sett á plastið. Þá finnast mér hrafnarnir al- veg nógu margir. Og ef við nágrann- arnir, hundurinn Tító og ég, fáum fyrir hjartað í næstu framtíð , þá er það hröfnunum að kenna, öðrum ekki, Bjartmar Hannesson. iðii SKQGRÆKT RKISINS Skógarvörður Skógrækt ríkisins óskar eftir að ráða skógarvörð á Vesturlandi. Umdæmið tekur til Gullbringu- og Kjósarsýslu, Reykjavík, Vesturland og Vestfirði að Hrútafjarðarbotni. Starfið felst í að hafa umsjón með og bera fjárhagslega og framkvæmdalega ábyrgð á starfsemi og eignum Skógræktarinnar í umdæminu. Veita upplýsingarog ráðgjöf. Óskað er eftir einstaklingi með skógfræðimenntun. Umsóknum með upplýsingum um nám og fyrri störf skal I skila til aðalskrifstofu Skógræktar ríkisins, Miðvangi 2- 4, 700 Egilsstaðir, fyrir 18. febrúar 2000. Nánari upplýsingar veitir Jón Loftsson skógræktarstjóri, Egilsstöðum sími 471-2100 orrafolót t prautartungu 2000 Dann 19. febpúar œtla menn aé klófa f) opra \ félagsfieimilinu Brautarfungu í Lundarreylgadal. KoU<ur verður Kristján Fredriksen. Hljómsveitin Bingó sór um trumbusláttinn og skemmtiatriði verða fieimatrugguð samkvœmt áralangri Lfó. Mið averö er kr. 3000,-. h úsið opnar kl. .21 og kefst korðkald kl. 21.30. Panta f, arf miða \ síma 435 1391 fg rir 14. fekrúar. Miðarnir verða seldir fimmtudaginn 17'. febrúar frá kl. 30-21.30 HngmtnnafÉtagíS Bagrennmg Fjarkönnurt Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 /ASON hdl. Fax: 437-1017 Togg. fasteigna- og skipasali Nýtt á söluskrá Hrafnaklettur 9, Borgarnesi. Raðhús ásamt bílgeymslu (samtals 159 ferm). Stofa, borðstofa og hol parketlagt. 4 herb., 3 parketlögð og eitt dúklagt, skápar í tveimur herb. Eldhús með ljósri viðarinnréttingu, korkur á gólfí, flísar á veggjum. Baðherbergi flísalagt, bæði sturta og kerlaug, ljós innrétting. Forstofa flísalögð, geymsla dúklögð en þvottahús með máluðu gólfí og skápum. Lóð ffágengin með steyptum sökklum undir garðskála. Verð: kr. 10,9 millj. Laus er til umsóknar hjá Landmælingum íslands staða sérfræðings í fjarkönnun. Starfð mun fyrst um sinn heyra beint undir forstjóra. Um er að ræða nýtt verkefni sem ráðist er í samkvæmt tillögum nefndar umhverfisráðherra um stefnumótun í fjarkönnun. Með fjarkönnun er átt við mælingu á rafsegulgeislun frá lofthjúpi jarðar og yfirborði jarðar, úr flugvél eða gervitungli, úrvinnslu mælinganna og myndræna framsetningu þeirra. Með þessu verkefni er markmiði að stuðla að samvinnu stofnana og aukinni notkun f jarkönnunargagna til umhverfisvöktunar sem er liður í framkvæmd umhverfisstefnu. Ábyrg ar- og starfssvið: - Vinna að undirbúningi stofnunar fjarkönnunar- stofu sem ætla er að vera sameiginlegur vett- vangur ríkisstofnana og sveitarfélaga sem nota eða hyggjast nota fjarkönnunargögn. - Öflun og grunnúrvinnsla gervitunglamynda. - Samskipti við erlendar stofnanir og fyrirtæki sem vinna við miðlun upplýsinga og gagna á sviði fjarkönnunar. Hæfniskröfur: - Háskólamenntun á sviði raunvísinda. - Eiga auðvelt með samskipti við anna fólk. - Reynsla af fjarkönnun og úrvinnslu fjarkönnunar- gagna. - Góð almenn tölvuþekking og tungumálakunnátta. Leita er eftir duglegum og samviskusömum ein- staklingi sem er tilbúninn að takast á við að byggja upp málaflokkinn fjarkönnun hér á landi. Æskilegt er að umsækjendur séu búsettir á Akranesi eða í nágrenni. Umsóknir merktar starfi er greini frá menntun og reynslu skulu berast til Landmælinga íslands fyrir 1. mars 2000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvör un hefur verið tekin. Ráðið verður í starfið frá og með 1. apríl 2000 eða síðar eftir samkomulagi og eru laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. ^ § Nánari uppl ýsingar gefur Magnús Guðmundsson g forstjóri. Hs LANDMÆLINGAR ÍSLANDS Stillholti 16-18 • 300 Akranes Sími: 430 9000 • Fax 430 9090 • Netfang: lmi@lmi.is • Veffang: www.lmi.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.