Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2000, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 10.02.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 2000 gSESSUH&M! WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgornes og Akrones) 430 2200 Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgnrnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandí: Skessuhorn ehf. 430 2200 Framkv.stjóri: Magnús Magnússon 852 8598 Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 852 4098 Vefdeild: Bjarkí Mór Karlsson 854 6930 Blaðamenn: Bryndís Gylfadóttir 892 4098 Soffia Bæringsdóttir 862 8904 Iþróttafréttaritari: Jónas Freysson (James Fryer) Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir 430 2200 Silja Allansdóttir 431 4222 Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 431 4222 Prófarkarlestur: Agústa Þorvaldsdóttir og Magnús Magnússon Umbrot: Skessuhorn / TölVert Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt tll áskrlfenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði verð í lausasölu er 200 kr. 430 2200 skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is vefsmidja@skessuhorn.is auglysingar@skessuhorn.is auglysingar@skessuhorn.is bakhald@skessuhorn.is Gemmér ey Gísli Einarsson, ritstjóri. Nú stendur yfi r tími kaupóðra, sjálfar útsölurnar. Allt milli him- ins og jarðar er hægt að fá á niðursettu verði með viðbótar afslætti og afelætti ofan á það. Allt sem kostaði formúur í gær er einskis virði í dag. Allt kostar nánast ekki neitt og sumt alls ekki neitt ef einhver nennir að hirða það. Kjólar, pils, garðsláttuvélar, hrærivélar, brjóstahöld, skíðastafir, ferðatölvur, kettir og hvað annað sem nöfn- um tjáir að nefha. Meira að segja eyjar, sem reyndar er nýjung. Þetta með eyjarnar kom reyndar ekki fyrr en litlu stúlkunni með háu tónana henni Björk Guðmundsdóttur fór að langa í eina eyju- na. Flún vaknaði upp í herbergiskitrunni sinni í Lundúnum í síðustu viku og réði sér allt í einu ekki fyrir löngun í Elliðaey. Hún reiknaði það út í skyndi að með því að nurla saman smáaurum, selja einn eða tvo gatslitna pelsa og slá lán hjá vinum og ættingjum gæti hún kannski verslað eins og eitt stykki ey af honum Elliða. Kaupmaðurinn Davíð Oddson brást skjótt við og skellti eyjuni á útsölu og af því þetta var hún blanka Björk þá var svo sem í lagi að gefa 100% afslátt eða að minnsta kosti leyfa farandsöngkonunni litlu að nota hana eins og hún vildi svo lengi sem hún hefði lyst á því. Einhverjir nöldurseggir eins og Grímur grænn vinstra megin byrjuðu um leið að nöldra yfir því að það væri óþarfi að gefa það sem stelpan væri tilbúin að borga fyrir. Davíð svaraði því hinsvegar réttilega að það væri fádæma ókurteisi að reita smáaura af aumingja stúlkukindinni sem hefði gert svo ofboðslega mikið fyrir Island og væri einhver mesta og besta landkynning ff á því Páll Oskar tók þátt í Júróvision. Eflaust hefur hann átt við það þegar hún neitaði að taka við bjart- sýnisverðlaunum Bröstes nema það væri undir fjögur augu, það er að segja hennar og Bröstes. Eða þegar hún danglaði í Ijósmyndara héraðsfféttablaðs í Bandaríkjahreppi. Hvorutveggja voru þetta rammíslensk viðbrögð sem báru yfirbragð höfðingja og kappa Is- lendingasagnanna enda hefðu hvorki Hallgerður langbrók né Olöf ríka leikið þetta effir með sama þokka. Betri landkynningu er að minnsta kosti ekki hægt að hugsa sér. Einhverjir skammsýnir menn kunna líka að benda á að nær væri að gefa launafólki eitthvað gott í skóinn, tildæmis skjólstæðingum hans Guðmundar Bjarkarpabba. Davíð var hinsvegar búinn að segja að það væru ekki til peningar handa þessu liði og þar við situr. Það er líka sérdeilis heimskulegt að vera að hygla fátæklingum því það eru litlar líkur á að þeir geti nokkurn tíma endurgoldið greiðann. Eg styð að sjálfsögðu háæruverðugan forsætisráðherra heilshugar í þessu eins og flestu öðru sem honum dettur í hug. Eg fagna þessu fordæmi og reikna með að aðrir sem eiga skilið eyjar fái sömu fýr- irgreiðslu. Mig langar tildæmis í Breiðafjarðareyjarnar flestar eða Vestmannaeyjar. Þó myndi ég líklega helst velja mér Viðey. Þar er líka ágætis húskofi sem gæti nýst mér og væri ekki ónýtt að fá í kaupbæti. Það getur svo sem vel verið að einhver haldi því fram að ég sé ekki eins þarfur og merkilegur og hún Björk en það er mikill misskilningur. Eg er alveg stórmerkilegur. Eg hef gert afskaplega mikið fýrir land og þjóð og skil eftir mig ómetanleg menningar- verðmæti að mínu mati. Hvað landkynningu varðar þá kann að vera að ég syngi ekki eins hátt og mikið og ungfrúin góða en það hvern einasta útlending sem ég hitti töffa ég upp úr skónum. Þeir sem eru síðan með eitthvert óþarfa röfl geta bara fengið Kanaríeyjar og verið þar! Gtsli Einarsson eyjamaður Helga Halldórsdóttir Þorvaldur Tómas Jónsson Tveir Borgfirð- ingar á þingi Nokkuð langt er orðið síðan Borgfirðingar hafa átt fulltrúa á hinu háa Alþingi. Þessa dagana er hlutur þeirra hinsvegar óvenju góður því tveir varaþingmenn úr Borgarfirði sitja á þingi um skeið, þau Helga Halldórsdóttir Sjálf- stæðisflokki sem kom inn fyrir Sturlu Böðvarsson og framsóknar- maðurinn Þorvaldur Tómas Jóns- son sem situr á þingi í stað Ingi- bjargar Pálmadótmr. GE Gróði hjá G. Runólfcsyni Guðmundur Runólfsson hf í Grundarfirði birti í síðustu viku afkomutölur ársins 1999. Rekstrartekjur á árinu námu alls 669,2 milljónum kr. og hækkuðu þær um 18,4% frá árinu áður. Að meðtöldum innlögðum eigin afla og veiðarfærasölu til eigin nota nam heildarvelta félagsins 945,2 milljónum kr. Samkvæmt rekstrar- reikningi nam hagnaður ársins 14f,5 milljónum kr. samanborið við 40,2 milljónir kr. árið á undan. Hagnaður fýrirtækisins fýrir af- skriftir og vexti var 155,1 milljónir kr. samanborið við 137,5 milljónir kr. árið á undan. Veltufé frá rekstri jókst úr 95,4 milljónum kr. í 189,7 milljónir kr. Bókfært eigið fé í árs- lok nam 427,1 milljón kr. en þar af nemur hlutafé 88,1 milljón kr. Arð- semi eiginfjár á árinu 1999 var um 51,43%. Meðalfjöldi starfa á síð- asta ári var 86 og launagreiðslur og launatengd gjöld námu 210,7 millj- ónum kr. GK Nýr hafiisögu- bátur á Akranes Til stendur að Akraneshöfn fái nýjan hafnsögubát á þessu ári og bárust tvö tilboð í smíði nýja báts- ins. Annað frá Damen Shippyard í Hollandi sem hannaði og seldi Þorgeir og Ellert efni í síðasta bát. Hitt var frá Þorgeir og Ellert. Munurinn á tilboðunum var 13 milljónir. Tilboð Damen hljóðaði uppá 42 milljónir króna með 18 vikna afhendingarfresti og reikna má með 2 milljóna króna flutnings- kostnaði. Hinsvegar hljómaði til- boð Þorgeirs og Ellerts uppá 51.5 milljónir ef tveir bátar yrðu byggð- ir en til stóð að Hafnfirðingar yrðu í samfloti. En annars bát á 57.9 með 20 vikna afhendingartíma. Það er fyrst og fremst verðmunur- inn sem ræður því að tilboði Damen verður tekið. Nýr hafharbátur verður „einu númeri“ stærri en sá sem er í notk- un núna en með tvöföldun á tog- krafti. Nýr bátur yrði þannig með um 12 tonna togkrafti. Það er gert til þess að standa betur að vígi við þjónustu við Grundartangahöfn, þar sem skipin fara stækkandi og ferðum fjölgandi. Fyrirhugað er að selja gamla bátinn en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um það. SB Norðurál Gæðin aukast, hærra verð Undanfarna mánuði hafa gæðin í framleiðslunni í Norðuráli aukist. Allur málmur er nú seldur með hærra verði en áður. Að sögn Ragn- ars Guðmundssonar þýðir það að starfsemenn hafa náð góðum tök- um á framleiðslunni. ,Járninni- haldið í málminum er lágt núna, sem setur söluvöruna upp um tvo gæðaflokka. Fyrir vikið er málmur- inn seldur á hærra verði. Alverð er mjög hátt um þessar mundir eða um 1700 dollarar á tonnið. SB Samið við Gámaþjónustum Bæjarráð Borgarbyggðar hefur undirritað samning við Gámaþjónustu Vésturlands um sorphirðu og rekstur gámaþjónustu í sveitarfélag- inu næstu tvö árin. Sam- komulagið er undirritað með fýrirvara um samþykki bæjar- stjórnar. GE Sr. Ólafur hættir Sr. Olafur Jens Sigurðsson sóknarprestur í Ingjaldshóls- prestakalli hefur sagt starfi sínu lausu. Búist er við að nýr prestur taki við embættinu í byrjun maí. GE Sorpið í Fíflholt A næstu dögum verður byrjað að flytja allt heimil- issorp úr Stykkishölmsbæ á urðunarstaðinn í Fíflholtum. Mugsanlegt er að sveitarfélög á Snæfellsnesi hafi með sér samstarf um sorpflutningana og er það mál til umfjöllunar í víðkomandi sveitarstjórnum. GE Slys um borð í Haraldi Maður slasaðist um borð í togaranum Haraldi Böðvars- syni miðvikudaginn 2. febrúar síðastliðinn. Vír slóst í mann- inn þegar var verið að hífa inn trollið. Rifbeinsbromaði mað- urinn og fékk áverka á nýru og lífur. Betur fór en á herfðist og útskrifaðist hann af sþítala á þriðjudaginn. Læknar telja að hann múni ná sér að fullu en ékki er vitað hve langan tíma það tekur. SB Leki í Sturlaugi Leki kom upp í skipinu Smrlaugi H. Böðvarssyni að- faramótt sunnudags þegar skipið var að leggja í túr ffá Akranesi. Þegar vart var við lekann var þegar snúið í land og skipið sett í slipp strax um kvöldíð. Lekinn reyndist smá- vægilegur en hann tengdist hliðarskrúufnum. Gert var ráð fýrir að Sturlaugur væri kom- inn úr slipp í gær, miðvikudag, eftir að blaðið fór í prentun og færi þá fljótlega á miðin aftur. SB Loðnan lætur bíða eftir sér Engin veiði hefur verið hjá nótabámnum í tólf daga á loðnumiðunum. Loðnan er ekki komin upp í grunninn en menn em vongóðir um að úr fari að rætast. Viðar Karlsson skipstjóri á Víkingi AK segir að illa hafi gengið hjá þeim og verið sé að bíða eftir grunngengi loðn- unnar. „Það spáir illa núna næsm daga en ég geri nú ráð fýrir að þetta fari að ganga. Við fengum ágætt á þriðju- daginn og lönduðum þvf. Nú bíðum við eftir vestanátt og loðnunni," segir Viðar. SB

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.