Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2000, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 10.02.2000, Blaðsíða 9
SSISSUHQBK] FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 2000 9 Hús fyrir alla aldurshópa Rætt við Einar Skúlason æskulýðsfulltrúa á Akranesi Myndir BG um við aðra krakka. Margir vita hvar húsið Amardal- ur er á Akranesi og hvaða starf- semi það hefur að geyma. En hvað er svona merkilegt við þetta fallega hús og fólkið sem kemur þar saman á hverjum degi? Einar Skúlason hefúr unnið í Amardal í 13 ár og veit sitthvað um sögu hússins og gang æskulýðsmála síðastliðin ár. I ársbyrjun 1980 var opnuð fé- lagsmiðstöð í Arnardal, aðallega ætluð unglingum í 8. til 10. bekk til afþreyingar í frítímum. “Markmið Arnardals í upphafi var að ná ung- lingum inn af götunni, ná til krakka sem að væru kannski ekki í skipu- lögðum tómstundum eins og íþróttum eða tónlistarskóla og fá þá inní starfið. En svo æxlaðist það bara þannig að allir vildu koma í Arnardal, sama hvort þeir höfðu aðrar tómstundir eða ekki” segir Einar í samtali við útsendara Skessuhorn og lumar svo einnig að; “þetta heíúr gengið mjög vel, eins og ætlunin var -að tæma göturnar”. “Það var æskulýðsnefnd Akraness sem í upphafi stóð að því að stofna hér félagsmiðstöð, sem upphaflega var kölluð æskulýðsmiðstöð, en hefur þróast í að vera kölluð félags- miðstöð” segir Einar. Æskulýðs- nefndin var svo lögð niður árið 1987 og sameinaðist íþróttadeild- inni og fékk sameinað nafn; íþrótta- og æskulýðsnefhd. 1998 voru svo íþrótta- og æskulýðsmálin aðskilin aftur og tilheyra æskulýðsmálin nú félagsmáladeild. Arnardalur er nú rekinn undir stjórn æskulýðs- og fé- lagsmáláráðs. Einar byrjaði starf sitt árið 1987 sem forstöðumaður, allt til ársins 1994 þegar hann tekur yfir daglegum rekstur æskulýðsmála. Hús fyrir alla aldurshópa Flúsnæði Arnar- dals er ekki ein- göngi notað sem félagsmiðstöð fýrir 8. til 10. bekk. Þegar tíðindamann bar að garði var anddyri hússins fullt af barnavögn- um. Svo virðist sem fólk á öllum aldri komi þar saman. “Já húsið er notað til ýmissa hluta”, segir Einar, það er reynt að nýta það eins og tækifæri gefst til, t.d. mömmu- klúbba. I kvöld nýtir FVA húsið, skátarnir eru stundum hér með samkomur, íþróttafélögin halda hér m.a. víd- eókvöld og skól- arnir halda hér Amardalur. stundum bekkjakvöld. Á sumrin er vinnuskólinn gerður út frá Arnar- dal, einnig skólagarðar, leikjanám- skeið og reiðnámskeið.” Foreldrarölt Einar segir að mikið samstarf sé á milli Arnardals og grunnskólanna. “I gegnum skólana næst samstarf við foreldra”, segir Einar. Aðspurð- ur segist Einar telja hið svokallaða foreldrarölt vera afar jákvætt mál. Flann telur foreldra verða mikið meðvitaðri um útivist unglinganna með þessum hættu. “Foreldraröltið gerir það að verkum að foreldrar hittast, rölta hér um bæinn og ræða saman. Foreldrar tala þar saman og ráðfæra sig og fá þannig hugmynd- ir um að það er ekki æskilegt að unglingur á grunnskólaaldri sé úti til tólf eða eitt á kvöldin, -það er ekki heil brú í því”. “I raun vil ég meina að ástandið hér á Akranesi, hvað útivist varðar hjá þessum aldri, sé mjög gott”. Lítið hús með stóra sál Saga Arnardalshússins er löng og merkileg. Það var byggt upphaflega sem íbúðarhús, var svo notað sem elliheimili og nú sem félagsmið- stöð. “Þetta er gamalt hús með al- veg sérstaka sál og sögu”, segir Ein- ar. Flúsið er ekki stórt en hann seg- ir það ekkert verra. “Unglingarnir vilja ekki endilega hafa svo stórt hús, þeir vilja hafa nálægðina hvert við annað, og ef við þurfum stóra sali þá höfum við þá í báðum skól- unum”. Einar segir að eftir helgar- heimsóknir í stór félagsheimili úti á landi séu krakkarnir strax farnir að líta á viðkomandi húsnæði sem stofhun, tala um að það sé eins og skóli. “Mér finnst unglingar á Akra- nesi aldrei líta á Arnardal sem stofnun því að koma þangað er eins og að koma í stórt einbýlishús. Eg hef það á tilfinningunni að ungling- unum líði vel hérna” segir Einar og segist líka vilja hafa það þannig að krökkunum líði vel í Arnardal og geti þar eitt frítíma sínum í samvist- Skólinn fyrst “Það er alveg ofsalega gott að vinna hérna og nánast allir sam- starfsaðilar hér í bænum hafa sýnt skilning og velvilja gagnvart starf- seminni enda er þetta góður vinnu- staður”. Einar segir mottó Arnar- dals vera; “þú kemur ef þú vilt og ferð ef þú vilt, en ef þú skráir þig í klúbb eða námskeið þá ætlumst við til þess að þú mætir”. Þetta eru einu kröfurnar sem settar eru. “Við erum ekki að segja -þú átt að koma í Arnadal. Þú kemur ef þú villt, hef- ur nennu, vilja og löngun til, og þú ferð ef þú vilt. Við viljum ekki vera að ná í krakkana inná heimilin, við viljum kynna þeim það tómstunda- starf sem Arnardalur hefúr uppá að bjóða. Skólinn, heimilið, skyldur heimafýrir, íþróttir og það sem þau binda sig til kemur á undan þessu. Svo ef þau hafa tíma þá náttúrlega koma þau”, segir Einar Skúlason að lokum. BG GríSafsrór xkip ■lögiu að Gnmáartarigaböfo í síiustu viku. Þemjkip Highland Trrtst er yfir'SpO me, Framkvænrdir við vegagerðyftr Fróíúrheiði eru hafiiar. Myndin er tekinfrd brekkumn upp d heiðina að sunnanverðu og niður ú nýtt vegárstæði. MyndrGE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.