Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2000, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 10.02.2000, Blaðsíða 15
 FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 2000 15 Kjöldregnir í Þunkví Halifaxar svívirtir Það fór illa fyrir hetjum vorum Haliföxum í leik helgarinnar gegn Sameinaðri Þurrkví (Torquay United), en þær máttu sæta stórtapi 4-0 fyrir heima- mönnum. Ekki náðist í þjálfar- ann, Markús Liljuson (Mark Lillis), eftir Ieikinn en verið er að slæða nærliggjandi fjörur. Að þessu sinni var grafarþögn í rútinni á leiðinni heim til Halifax. Heyra hefði mátt saumnál detta í heysátu þar til hinn geðþekki og prúði Halifaxari, Jónas Pétursson (Jamie Paterson), sem rekinn var útaf á 66. mínútu fyrir karlmann- legar tæklingar, hóf upp raust sína: Nú er hún Snorrabúð snautleg rúst sæmdin erþrotin en kjarkurinn búinn. Sérhver í Halifax halur er lúinn soltin vor kráka situr á þúst soltin á svívirtri þiíst. Það foru þeir Böddi (Bedeau), Logi (Brandon), Villi (Williams) og Hallur (Healy) sem skoruðu mörk Þurrkvíunga á 14., 38., 56. og 61. mínútu. Til að bæta gráu ofan á svart var Jónas svo rekinn útaf á 66. mínútu, og ekki að furða þar sem hann er keppnismaður mikill og rann hon- um staðan í skap. Lái honum hver sem vill. BMK Skrifað hefur verið undir samning á milli Akraneskaupstaðar og Öryggisþjðnustu Vesturlands um vó'ktun á eignum bœjarbúa. Að sögn Gísla Gíslasonar bœjarstjóra þá hefiir Akraneskaupstaður verið að miklu leyti laus við stórtjón, en þó nokkuð hefur verið um smátjón, sem geta reynst þungbœr því safiiast þegar saman kemur. Litið er þvífrekar á samninginn sem jýrirbyggjandi aðgerðir af hálfu bæjaryf- irvalda. Vramkvœmdastjóri Öiyggisþjótrustu Vesturlands, Arinbjörn Kúld, segir viðbrögð viðþessu nýja fýrirtaki hafi veriðfrábær í Borgamesi en öllu lakari á Akranesi. Amyndinni handsala Arinbjöm og Gísli satnkomulagið. BG Kxr u/tujifiKir þJULiLUKcnuur u í icruvsmun í íoií i jrjuizurn ijtr m-vurn. Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum Grundfirðingar sigruðu Um síðustu helgi var haldið vel heppnað héraðsmót í frjálsum íþróttum í Stykkishólmi. Mótið sem var á vegum HSH var mjög fjölmennt og alls kepptu þar um 220 krakkar. Allir þátttakendur yngri en 12 ára fengu verðlauna- peninga en í eldri flokkunum var keppt um sæti. A mótinu voru með- al annars sett ný hérðasmet og Is- landsmet. Stemmingin á mótinu var einnig mjög góð og fjölmargir foreldrar mættu á svæðið og studdu börnin sín með lófaklappi og köll- um. Það voru að lokum Grundfirð- ingar sem stóðu uppi sem sigurveg- arar í heildarstigakeppninni. Mótsstjóri var Kjartan Páll Ein- arsson en Búnaðarbankinn í Stykk- ishólmi gaf verðlaunin. Stígin UMEG 228,5 stig Snæfell 160,0 stig Víkingur 106,0 stig Reynir 49,5 stig Umf Staðarsveit 35,5 stig Umf Eldborg 28,5 stig ÍM 26,5 stig GE/Sigrún Olafsdóttir Myndir: Sigrún Olafsdóttir Aðalfundur hestamannafélagsins Skugga verður haldinn fimmtudaginn 17. febrúar í Félagsheimili Skugga á Vindási og hefst |Í klukkan 20:30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Fulltrúi frá Sjóvá Almennum kemur og ræðir um tryggingamál hrossa. ‘ I Félagar mæti stundvíslega. Nýir félagar velkomnir. K o - í '■ m - I Stjórnin EPSON deildin í körfubolta Skallagrímur • Haukar sunnudaginn 13. febrúar kl. 20.00 ? íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi Styðjum okkar menn til sigurs Áfram Skallagrímur Stund milli stríða Landshlutabundið skógræktarverkefni, Vesturlandsskógar, óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Starfssvæðið tekur til Kjósarsýslu, Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, Snæfells- og Hnappadalssýslu og Dalasýslu. I o i Starfið felst í að hafa umsjón með og bera fjárhagslega og framkvæmdarlega ábyrgð I á starfsemi Vesturlandsskóga. Veita upplýsingar og ráðgjöf og annast daglegan rekstur. Óskað er eftir starfskrafti með skógfræðimenntun. Umsóknum með upplýsingum um nám og fyrri störf skal skila til formanns stjómar Vesturlandsskóga Skúla Alexanderssonar, Hraunsási 1,360 Hellissandi, fyrir 1. mars 2000. Skúli veitir nánari upplýsingar - sími hans er 436 6619.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.