Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 10.02.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 2000 SKESSÖHÖ2H Krístnihald undir Jökli Jón Prímus í mildu uppáhaldi Segir Oskar Hafsteinn Oskarsson nýráðinn sóknarprestur í Olafsvík Næstkomandi sunnudag, klukk- an tvö, fer íiram innsetningarat- höfn í Olafsvíkurkirkju, þar sem nýr sóknarprestur sr. Oskar Haf- steinn Oskarsson verður settur inn í embætti. Blaðamaður Skessuhoms heimsótti Oskar og konu hans Elínu Unu Jónsdóttur fyrir stuttu þar sem þau vom að koma sér fyrir á prestssetrinu í Ólafsvík. Óskar er með yngri sóknarprest- um landsins, aðeins 27 ára gamall og nýútskrifaður úr Guðfræðideild Háskólans. “Já menn tala ekki um nýja prestinn heldur nýfædda prest- inn,” segir Óskar og hlær. “Eg út- skrifaðist síðasta vor en kláraði námið ffá Selfossi. I fyrra vorum við hjónin orðin óþreyjufull að komast úr höíúðborginni. Þær eru sterkar í okkur landsbyggðartaug- arnar og því fórum við bæði ffá ókláruðu námi og fluttum á Sel- foss.” Elín Una var á lokasprettinum í íslensku í Háskólanum en Óskar átti aðeins eftir lokaritgerðina í guðfræði og ákvað að ljúka henni með annarri vinnu. Þau réðust bæði sem kennarar við Sandvíkurskóla á Selfossi . Óskar söðlaði hinsvegar um síðastliðið vor og gerðist blaða- maður hjá Sunnlenska fréttablaðinu og var í því starfi þar til kom að því að flytja til Ólafsvíkur. Jón Prímus Þau Öskar og Elín Una eiga bæði sínar rætur á Suðurlandi, hann er frá Laugarvatni en hún er úr Oskar Hafsteimi Óskarsson og Elín Una Jónsdóttir ásamt heimilistíkinni Úu sem heitir að sjálfiögðu i höfuðiS á einni aðalpersónunni í Kristnihaldi undirjökli. Mynd:Gi Hrunamannahreppnum en hvorugt þeirra þekkti til í Ólafsvík að heitið gæti. “Eg var að vísu á trillu sem gerði út héðan í tvo mánuði þegar ég var um tvítugt en annars hef ég trúlega þekkt svæðið mest í gegnum Jón prímus,” segir Óskar og vitnar þar í einn þekktasta kollega sinn úr heimsbókmenntunum sr. Jón Prím- us sóknarprest í Kristnihaldi undir jökli. Sr. Jón þótti sem kunnugt er ekki sinna prestverkum sem skildi. “Ég hugsa að ég fari nú ekki að dæmi hans og negli aftur kirkju- dyrnar,” segir Óskar. “Annars kann ég ekki við að jafna mér við þetta stórmenni því ég er afleitur við- gerðarmaður. Annars var það nokk- uð skemmtilegt að þegar ég flutti lokapredikunina við guðfræðideild- ina þá vitnaði ég í Jón Prímus en Kristnihaldið hefur lengi verið mikil uppáhaldsbók hjá mér. Þá átti ég hinsvegar ekki von á því að ég myndi lenda hér við rætur jökuls- ins. Það var líka mitt fyrsta verk eft- ir að ég fékk veitingu fyrir þessu brauði að lesa bókina aftur.“ Góðar móttökur Öskar og Elín Una segjast hafa fengið góðar móttökur hjá sóknar- börnunum í Ólafsvík þegar þau komu á staðinn. “Fjöldi fólks kom að aðstoða okkur við að bera inn búslóðina og við fengum fjöldann allan af blómum og gjöfum þannig að móttökurnar gátu ekki verið betri. Aðstæður fyrir prest hér í Ólafsvík eru líka afar góðar. I prestakallinu eru tvær fallegar kirkj- ur Ólafsvíkurkirkja og Brimilsvalla- kirkja. I Ólafsvík er einnig gott saffiaðarheimili og vel búið að öll- um hlutum. Ég þykist hka skynja að hér sé mikill metnaður í fólki að standa vel að öllu sem tengist kirkjustarfinu. Ég hlakka því virki- lega til að takast á við þetta starf,” segir Óskar. Kem að góðu búi Aðspurður um áherslur í starfi segist hann vilja halda vel utan um barna- og æskulýðsstarfið ásamt helgihaldinu. “Ég kem að ágætu búi og mér skilst að safnaðarstarfið hafi verið öflugt í tíð sr. Friðriks Hjart- ar. Ég ætla hinsvegar að kynnast þessu í rólegheitum og í samstarfi við fólkið en það er grunnurinn að þessu öllu saman. Það sem er hins- vegar brýnast er að fara aftur af stað með fermingarfræðsluna sem hefur legið niðri í allmargar vikur.” Við messu í Ólafsvíkurkirkju næstkomandi sunnudag mun pró- fasturinn sr. Ingibergur Hannesson setja Óskar inn í embættið og þjóna sjálfur ffam að predikun en þá tek- ur Óskar við. “Það er mjög gaman að mitt fyrsta embættisverk verður að skíra ungan pilt úr Ólafsvík, þan- nig að það er varla hægt að byrja á betri hátt,” segir Óskar að lokum. GE Heimsókn í 1. bekk Grundaskóla Um orðadæmi, klemmuval og sitthvað fleira Um daginn brá blaðamaður Skessuhorns sér í heimsókn í Grundaskóla og heilsaði þar uppá krakkana í 1. SRR. Þegar komið var inní bekkinn sitja nemendur og kennari í samræðum “inná teppi”(eitt horn í stofunni er teppa- lagt, þar koma kennari og nemend- ur saman á vissum tímum og ræða málin). I þetta skipti er kennarinn, Sigríður Ragna, að láta krakkana hafa lítið spjald með mynd á. Hún segir þeim að efdr myndinni eigi þau að gera sögu og teikna svo mynd við. Og þá er hafist handa, hver sest í sitt sæti og byrjar að skri- fa. Fljótlega sést að stór hluti hóps- ins er nokkurnveginn alveg læs og skrifandi. Markmið 1. bekkjar segir Sigríður vera að kynna nemendum ritmál, hugtök og samskiptareglur. ”Börnin hafa náð misgóðum tökum á lestri og skrift og þess vegna eru notaðar mismunandi aðferðir við að aðstoða hvern og einn”. Hugtökin plús og mínus eru kynnt, en að mestu notuð í orðadæmi sem lögð eru fyrir munnlega eða á blaði fyrir bömin,”orðadæmi em afar mikið notuð og ef þeim er þannig beitt, þá em bömin þess vegna farin að deila og margfalda án þess að þau viti af því”, segir Sigríður. Hún nefhir einnig að mikil áhersla sé lögð á samskipti, hópvinnu og og góða samvinnu, sem sé undirstaðan að svo mörgu í framtíðinni. Sigríður segir kennslu hafa breyst mikið í gegnum árin, nám nemenda er byggt meira á getu hvers og eins, ekki hópsins í heild. Meira er lagt í fjölbreytni kennsluaðferða og virkni nemandans. Þá skiptir sam- starf kennara innan hvers árgangs miklu máli. Krakkarnir fara í svo- kallað klemmuval á hverjum föstu- degi þar sem þau velja hvað þau vilja gera. “Klemmuval brýtur dálít- Nafn: Valdís Rut Jónsdóttir. Foreldrar: Jón Bjarni og Vilborg. Systkin: Alda Karen. Hvað frnnst þe'r skemmtilegast að gera í skólanum? Það er skemmti- legast að læra. Ertii búin að ákveða hvað þú vilt verða þegar þú ert orðin stór? Nei, en örugglega læknir. ið upp, gefur meiri fjölbreytni”seg- ir Sigríður. Stöðvaþjálfun segist hún nota þónokkuð við kennslu. “Þá set ég fyrir mismunandi verk- efni á hvert borð, skipti bekknum í hópa sem vinna á einu borði í viss- an tíma og skipta svo um borð. Ég læt börnin líka púsla reglulega, það þjálfar fínhreyfingu og þolinmæði”, segir Sigríður. “Einnig fá þau að Nafn: Arnór Freyr Símonarson. Foreldrar: Símon Hreinsson og Inga Dís Sigurðardóttir. Systkin: Hilmar Þór. Hvað er skemmtilegast að gera í skól- anum? Frímínútur eru skemmti- legastar. Hvað er gert í frímínútum? Fót- bolti, og fullt fleira. Hvað viltu verða þegar þú ert orðinn stór? Veit ekki. kubba með sérstökum kubbum hér frammi í holi, þá kubba þau oft tvö til þrjú úr hverjum bekk saman”. Þessa dagana segir Sigríður að séu álfadagar. “Við höfum alltaf eitthvað þema, sem stendur yfir í nokkrar vikur, þá lesa börnin mikið af bókum tengt viðkomandi efni og Nafh: Dagmar Elsa Jónasdóttir. Foreldrar: Jónas Geirsson og Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir. Systkin: Trausti Geir. Hvað er sketnmtilegast að gera í skól- anum? Að læra, vera í frímínútum og borða nesti. Hvað er skemmtilegast að gera í klemmuvali? Að perla. Hvað langar þig að verða þegar þú ert orðin stór? Hestakona. Hvað sagðirðu áðan að trwður ætá að segja þegartekm ertfmanni mynd? “Gæji” svo er kennslan einnig tengd við efnið. Næsta þema á dagskrá er hk- aminn, bygging og starfsemi, hvað er hollt og hvað er óhollt fyrir hann”. -BG Nafin: Daníel Magnússon. Foreldrar: Magnús Guðmunds- son og Jóhanna Magnúsdóttir. Systkin: Birgir, Lárus og Unnur. Hvað er skemmtilegast í skólanum? Allt sem gert er í klemmuvali. Hvað er gert í klemmuvali? Það er valið hvað við viljum gera og leik- um okkur í því. Farið þið í einhverjar íþróttir í skól- anum? leikfimi. Ertu búinn að ákveða hvað þú vilt verða þegar þú ert orðinn stór? Já, kannski bæjarstjóri eða lögga, eða forseti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.