Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 10.02.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 Rekstur Dvalarheimilisins Höfða Halli eða lýðhjálp? Spyr Asmundur Olafsson framkvæmdastjóri Þó að reikningar ársins 1999 fyr- ir Dvalarheimilið Höfða liggi ekki endanlega fyrir, bendir þó flest til þess að reksturinn verði miUi 5 og 10 miUjónum króna innan ramma fjárhagsáætlunar. Asmundur Olafsson fram- kvæmdastjóri Höfða segir í sam- tali við Skessuhom að þegar unnið sé að fjárhagsáætlun fyrir DvalarheimUið sé hlutur sveitar- félaganna í rekstrarkostnaði kaU- aður haUi. “Þetta er að sjálfsögðu ekkert annað en lýðhjálp. Eg hef ekki heyrt að rekstur menningar og menntamála, skóla, íþróttahúsa og fleiri nauðsynlegra stofnana sé skil- greindur sem hallarekstur, öðru nær” segir Asmundur, og bætir við “Dvalarheimilið Höfði hefur nú verið rekið í 22 ár og langflest árin hefur það verið rekið innan ramma fjárhagsáædana.” Komum vel út Dvalar- og hjúkrunarheimilum er ædað að reka sig samkvæmt þeim lögum sem Alþingi setur um mál- efni aldraðra, og þar kemur skýrt ffam hvert þjónustustig þeirra eigi að vera. Asmundur segir að eignar- aðilar langflestra þessara heimila hafi þessi lög að leiðarljósi og ædist til þess sama af stjórn og starfsfólki. “Svokallaður hallarekstur er ekki meiri á Höfða en á öðrum samsvar- andi heimilum, er líklega nálægt meðaltali, en ef miðað er við hlut- fall daggjalda og þann aðbúnað og húsnæði sem boðið er uppá hér þá komum við vel út í öllum saman- burði við önnur heimili. Þetta er staðreynd sem íbúar sveitarfélag- anna sunnan Heiðar eru stoltir af’ segir Asmundur. Nú hefur bæjarstjórn Akraness tekið þá ákvörðun að veita Dvalar- heimilinu Höfða ekkert framlag fyrir árið 2000 heldur skuli það rek- ið fyrir daggjöld ffá ríkinu ein- göngu en forsvarsmenn bæjarins vilja meina að það framlag hafi ver- ið alltof lágt í gegnum árin. Ás- mundur segir að ef nægt fjármagn sé ekki fyrir hendi til þess að fram- fylgja þessum lögum Alþingis um þjónustustig, þá verða stjórnmála- menn einfaldlega að axla þá ábyrgð sem þeim er fengin á ákvarðana- töku um grundvallarreglur samfé- lagsins, þar á meðal hvar skuli minnka þjónustuna og hvar skuli skera niður. Aðspurður um rekstur heimilis- ins næsta ár segir Asmundur að þær 5 til 10 milljónir sem líklega verða eftir ffá síðasta ári verði reiknaðar inní fjárhagsáætlun ársins 2000, og bætir við, “Vonandi fáum við á Höfða, eins og önnur hjúkrunar- Ásmundur Olafsson framkvæmdastjóri HöfSa heimili fjármagn vegna fjáraukalaga til þess að mæta halla 2000, en það liggur ekki ljóst fyrir enn”. Þannig telur Asmundur að rekstur Dvalar- heimilisins þetta árið ætti að koma sæmilega út, án stórfelldra aðgerða eða niðurskurðar, en hvað tekur við árið þar á effir treystir hann sér ekki til að segja til um. BG Klafi tekur til starfa Guðmundur Eiríksson ráðinn framkvæmdastjóri Hagræðing í heilbrigðiskerfinu Rætt um samvinnu milli Sjúkrahússins á Akranesi og Dvalarheimilisins Höíða íslenska járnblendifélagið og Norðurál á Grundartanga hafa sameiginlega stofhað fyrirtækið Klafa til að annast starfsemi við Grundartangahöfh. Guðmundur Eiríksson hefur verið ráðinn ffamkvæmdastjóri en harm hefur til margra ára starfað sem tækni- legur framkvæmdastjóri hjá Lofforku Borgamesi ehf. Höfnin á Grundartanga var upp- haflega gerð í lok 8. áratugarins til að mæta þörfum Islenska járn- blendifélagsins. Eigendur hafnar- innar eru sveitarfélög á Vesturlandi. Árið 1997 var hafist handa við stækkun Grundartangahafnar vegna byggingar álvers Norðuráls. Stækkun hafnarinnar lauk árið 1998 og þjónar hún öllum hafhar- þörfum beggja fyrirtækjanna. Grundartangahöfn er nú meðal bestu stórskipahafha landsins og geta 60.000 tonna skip lagst að nýja viðlegukantinum við góðar aðstæð- ur. Sjóflutningaþörf Norðuráls við 60.000 tonna framleiðslu nemur 220 þúsund tonnum á ári en í fram- tíðinni er áætlað að hún geti orðið allt að einni milljón tonna á ári. Ar- legir flutoingar Járnblendifélagsins um Grundartangahöfn nema nú um 530 þúsund tonnum. Heildar- flutoingar beggja fyrirtækjanna um höfnina gætu numið um 1,5 millj- ónum tonna innan nokkurra ára. Klafa er ætlað að anna þörfum beggja fyrirtækjanna fyrir uppskip- un hráefha og útskipun afurða en áður sinntu félögin þessum verkum hvort í sínu lagi. Klafi er í jafnri eigu beggja fyrirtækjanna. Aætlanir gera ráð fýrir hagræði af samstarfi um höfnina. Klafa er einnig ætlað að þjónusta aðra skipaumferð um Grundartangahöfh en til þessa hef- ur slík þjónusta ekki staðið sjófar- endum til boða. Eigendur hafnar- innar vænta þess að hafharfyrirtæk- ið muni leiða af sér aukna vöruveltu um Grundartangahöfn og upp- byggingu á hafhtengdri starfsemi á Grundartangasvæðinu. Nafnið Klafi er sótt í jarðarnafn- ið Klafastaðir en verksmiðja Járn- blendifélagsins og hluti Norðuráls standa í landi Klafastaða. Klafi er gegnt orð í íslenskri tongu og teng- ist flutoingum á margan hátt. Þan- nig er sá hluti aktygja sem leggst um háls dráttardýrs nefndur klafi en orðið klafi er einnig notað um hífingarbúnað fyrir vörubretti við útskipun svo og í merkingunni kaðlar, keðjur og tóg. Nýráðinn framkvæmdastjóri Klafa er Guðmundur Eiríksson en hann var áður tæknilegur fram- kvæmdastjóri hjá Loftorku í Borg- arnesi. Stjórn Klafa skipa Ragnar Guðmundsson frá Norðuráli og Bjarni Bjarnason frá Islenska járn- blendifélaginu. MM Formanni bæjarráðs Akraness og bæjarstjóra var falið að koma á fundi nú í vikunni með for- manni stjómar Sjúkrahúss og heilsugæslu Akraness og fram- kvæmdastjóra og formanni stjórnar Dvalarheimilisins Höfða til að ræða mögulega samvinnu þessara stofhana. Markmiðið er að ná fram hag- ræðingu í rekstri. Mál þetta hefur áður verið í um- ræðu en hefur legið í dvala síðast- liðna mánuði. Ætiunin með þess- um fundi er að vekja aftur upp um- ræðu um hagkvæmni þessarar sam- vinnu ojg hvort grundvöllur sé fyrir henni. I framhaldi af því mun koma í ljós hvort umræður haldi áfram. Sjúkrahúsið og Höfði eru í sam- bærilegum rekstri en á liðnum árum hefur ekki verið um að ræða rekstrarsamstarf milli þessara stofhana. Þrýst hefur verið á báða aðila að halda rekstri sínum innan ramma fjárhagsáætlunar og fjárlaga undanfarin ár en það hefur gengið erfiðlega. Gísli Gíslason bæjarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að þeir þættir sem verið væri að tala um væru rekstraratriði eins og inn- kaup, rekstur stoðdeilda og fleira. Hvað væri raunhæft í þessu biði skoðunar þeirra sem bera ábyrgð á rekstri stofhananna. BG Nýfæddir Vesdendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru færðar hamingjuóskir. 4. feb. kl:04:41-Meybam. - Þyngd: 4135 - Lengd: 54,5 cm- Foreldrar: Helga Georgsdóttir ogjón Þórðarson, Borgamesi. Ljósmóðir: Helga H'ósk- uldsdóttir. l.feb. kl 22:15- Meybam. -Þyngd: 3855 - Lengd: 51 cm - Foreldrar: Ingibjörg B Guðmundsdóttir og Stefán Ragnar Pálsson, Olafivík. Ljósmóóir: Lóa Kristinsdóttir. 3.feb. kl 22:50-Meybam. - Þyngd: 4235 - Lengd: 58 cm. Foreldrar: Sig- rún Elísabet Amardóttir og Albert Jónsson, Eyjanesi Hrútaftrði. Ljós- móðir: Margrét Bára Jósefidóttir. 25. jan. kl 11:08- Meybam. - Þyngd: 3015 - Lengd: 50 cm- Foreldrar: Friða Ingimarsdóttir og Óskar Kristinsson, Akranes. Ljósmóðir: Sólveig Kristinsdóttir. 6. feb. kl:05:05 - Meybani. - Þyngd: 3700 - Lengd: 53 cm - Foreldrar: Elsche Oda Apel og Ingi Hjörtur Bjamason, Hvammstanga. Ljósmóðir: Margrét Bára Jósefsdóttir. 5. feb. kl:05:l 6 - Meybam. - Þyngd: 3305 - Lengd: 51 cm - Foreldrar: Anna Björk Markúsdóttir og Anton Agnarsson, Akranes. Ljósmóðir: Mar- grét Bára Jósefsdóttir. 24jan. kl 20:14- Sveinbam. — Þyngd:3150 - Lengd: 53 an. Forel- drar: Sylvia Dröfn Björgvinsdóttir og Ingi Magnús Ómarsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. Akranes: Varanleg spenni- stöð Akranesveita hefur fengið vil- yrði fýrir því að afmörkuð verði lóð fyrir varanlega spennistöð að Höfðaseli á Akranesi. Að sögn Þorvaldar Vestmann hjá Akranes- veitu hefur bráðabirgðaspenni- stöðin verið þar í nokkur ár og tími kominn að reisa varanlega spennu- stöð. „Ætlunin er að auka starf- semi og koma fýrir bættum búnaði og við gerum ráð fýrir að steypt verði upp í sumar en ekki hefur verið ákveðið hvenær búnaðurinn verður fluttur. Það gæti eins verið á næsta ári,“ segir Þorvaldur Vest- mann SB

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.