Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2000, Side 6

Skessuhorn - 24.02.2000, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 2000 S2ESSUHÖBK1 Heitt vatn fundið á Hvammi í Skorradal Afturhaldsbröltinu lokið segir Haukur Engilbertsson á Vatnsenda Heilsubaðstaður að fyrirmynd Baden Baden í Hólminum Eigum milda möguleika á þessu sviði segir Sæþór Þorbergsson hótelstjóri Mikill áhugi er fyrir því í Stykkis- hólmi að nýta heita vatnið sem streymir upp úr borholunni við Flofsstaði enn ff ekar en til að kynda bæinn og sundlaugina góðu. Tölu- verð umræða hefur verið um hvort mögulegt sé að koma á fót heilsu- baðstað eftir að ljóst var að vatnið hefði lækningarmátt gagnvart húð- sjúkdómum. Akveðið hefur verið að skipa nefnd á vegum Stykkishólms- bæjar til að kanna möguleika á nýt- ingu vatnsins og leggja fram tállög- ur þar að lútandi. I nefndinni verða fulltrúar frá Fosshótel Stykkis- hólmi, Sundlaug Stykkishólms og St. Fransiskuspítala. Að sögn Sæþórs Þorbergssonar hótelstjóra á Fosshótel Stykkis- hólmi hefur komið í ljós að efna- innihald vatnsins úr borholunni við Hofsstaði er nánast það sama og í vatninu í hinum þekkta heilsubað- stað Baden Baden í Þýskalandi. “Nefndinni er ætlað að kanna hvaða möguleika við eigum á þessu sviði og móta einhverjar hugmynd- ir. Það mun auðvelda þá vinnu mjög og flýta verkinu að við höfum fyrirmyndina í Baden Baden og við munum væntanlega byrja á að kynna okkur hvernig þeir gera hlut- ina. A þessu stigi er hinsvegar ómögulegt að segja til um hugsan- legt umfang eða gerð slíkrar starf- semi hér. Við teljum þó að okkar möguleikar séu mjög miklir og grunnurinn er þegar fyrir hendi. Sjúkrahúsið hefur verið að styrkja sig mjög í endurhæfingu og við höfum húspláss þannig að það er þó nokkuð til að byggja á,” sagði Sæ- þór. GE Sœþór H Þorbergsson hótelstjóri Síðastliðinn laugardag hélt Fjölbrautaskóli Veswrlands sína árlegu árshátíð. Gestir skörwðu sínu fegursta og voru síðkjólar og smókingföt áberandi. Kvöldið hófst með borðhaldi og skemmtiatriðum en Land og synir héldu svo uppi fjörinu ffam eftir nótw. Þema kvöldsins að þessu sinni var alþýðulýðveldið Kína og voru skreytingar í auswrlenskum stíl. Ekki var annað að sjá en að allir skemmw sér konunglega á þessum hápunkti mermingarlífs Fjölbrautaskófans á Akranesi.______________________________________________________ BG Kínversk árshátíð Bormenn í Skorradal komu nið- ur á heitt vaw í landi Eflingar í Hvammi aðfararnótt mánudags. Að sögn verkstjórans á staðnum var vamið um 60 gráðu heitt á þessu dýpi en hitastigið fer hækk; andi eftir því sem neðar dregur. A mánudag var borinn kominn á um 400 metra dýpi og var ætlunin að bora eitthvað lengra áður en holan yrði rannsökuð. Eins og komið hefur fram í Skessuhorni hafa boranirnar sem eru á vegum stéttarfélagsins Efl- ingar vakið hörð viðbrögð hrepps- nefndar í Skorradal sem telur að hreppurinn eigi rannsóknarvinnu sem lagt var í fyrir nokkrum árum á þessum stað. Þá óttast hrepps- nefnd að borhola sveitarfélagsins sé í uppnámi vegna þessara fram- kvæmda. Ekki eru þó allir íbúar sveitarfélagsins ósáttir við fram- kvæmdir Efhngar. Eigendur jarð- anna Dagverðarness og Vamsenda sem liggja að Hvammi hafa fagnað þessum borunum. Þessir aðilar hafa ekki viljað nýta sér vam úr borholu hreppsins en á báðum jörðunum eru þéttar sumarhúsa- byggðir. Haukur Engilbertsson bóndi á Vamsenda sagði í samtali við Skessuhorn að vel kæmi til greina af sinni hálfu að nýta vaw frá borholunni í Hvammi. “Ég fagna því að afturhaldsbrölti hreppsnefndarinnar skuli nú lokið og vona að þetta verði til þess að það verði aftur búandi hér í sveit- arfélaginu,” sagði Haukur. GE

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.