Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2000, Page 2

Skessuhorn - 16.03.2000, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 I i Borgarnesi: Borgarbraut 49 Simi: (Borgarnes og Akrones) 430 2200 Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. 430 2200 Framkv.stjóri: Magnús Mognússon 852 8598 Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 852 4098 Vefdeild: Bjorki Mór Korlsson 899 2298 Blaðomenn: Petríno Ottesen 899 /358 íþróttafréttaritari: Jónas Freysson (James Fryer) Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir 430 2200 Siljo Allonsdóttir 431 4222 Fjórmól: Sigurbjörg B. Olafsdóttir 431 4222 Prófarkarleslur: Ásthildur Magnúsdóttir og Mognús Mognússon Urnbrot: Skessuhom / TölVert Prentun: ísafoldorprentsmiðja hf skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is vefsmidja@skessuhorn.is auglysingar@skessuhorn.is auglysingar@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskrlftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði verð í lausasölu er 200 kr. 430 2200 Gísli Einarsson, ritstjóri. Hætta ber leik þá hæst stendur. Það vissi Hekla gamla og slakaði á eftir að hafa gubbað í nokkra daga. Hún var búin að fá nóg í bili og eins og margir aðrir hugsaði hún fyrst og fremst um eigin dag. Hún virti að vettugi óskir þeirra sem vildu hafa gosið sem mest og best og láta það vara sem lengst. Nýafstaðið Heklugos var nefnilega eitthvert mesta gleði- efhi sem þjóðinni hefur hlotnast um langa hríð enda var því fagnað vel og innilega í fjölmiðlum og hvar sem menn komu saman fleiri en einn í hóp. Eg verð að viðurkenna að ég er að því leyti afbrigðilegur að ýmislegt vekur hjá mér meiri gleði og ánægju en náttúruham- farir. Hugsanlega er ég einhverskonar pervert. Að sjálfsögðu fylgist ég með hverskonar náttúruhamförum með óttabland- inni virðingu fyrir ógnarkrafti náttúruaflanna. Þó þykir mér það skjóta skökku við að sjá í blöðum myndir af fólki sem tel- ur sig nokkurn veginn heilt á sönsum lyfta glösum og skála fyrir því að Hekla gamla skuli vera farin að blása eldi og eimyrju út í loftíð. Eg er ekki fjarri því að í þeim hópi hafi mátt sjá andlit með ánægjubros sem oftar en ekki hafa grett sig og geiflað yfir fjölbreyttustu umhverfisspjöllum. Sjálfsagt eru náttúruspjöll ekki náttúruspjöll ef það er náttúran sjálf sem sullar niður á sig og sóðar sig út. Nauðgun er jú ekki nauðgun ef hún er framkvæmd með vilja og í fullu samráði við þann sem í hlut á hverju sinni. Auðvitað ber að geta þess að ég er viðkvæm sál með af- brigðum og úr hófi ffarn. Það er því sjálfsagt ekki að marka þó mér hafi fundist það óviðeigandi að horfa upp á fullorðið fólk haga sér líkt og það væri á landsleik þegar það fylgdist með innantökum og vindverkjum hins aldna eldfjalls. Grand- varir og greindir menn stöppuðu og klöppuðu og hvöttu gamla greyið áffarn með ópum og óhljóðmn. Það er heldur ekki laust við að að mér setji ónotakennd þegar verið er að fagna sambærilegum atburðum og hafa strá- fellt fjölda Islendinga. Mér eru enda móðuharðindin á 18. öld enn í fersku barnsminni. Það er því ekki laust við að mér þyki umrædd fagnaðarlæti óviðeigandi gagnvart því fólki sem misst hefúr heimili sín eða jafiivel ástvini sína í náttúruhamförum af einhverju tagi. Ekki síður gagnvart minningu þess fjölda fólks sem fallið hefúr fyrir hendi móður náttúru í gegnum tíðina. Þá er og rétt að rifja það upp að eitt virkasta gossvæði landsins er í Búrfellshrauni skammt ofan Hafúarfjarðar. Þar hafa verið umtalsverð eldsumbrot eftír að land byggðist og ekki ómögulegt að slíkt geti aftur gerst og vona ég að enginn verði til að skála fyrir því. Auðvitað verður fólk að hafa sjálfdæmi í því hverju það skemmtir sér yfir en hvenær verður farið að skála fyrir skips- sköðum, snjóflóðum, flugslysum eða ákeyrslum? Gísli Einarsson viðkvæm sál Húsið er að mestu óskemmt að utanverðu effrd eru taldar skemmdir á og við eldhús- gluggann en eldurinn er talinn hafa komið upp í eldhúsi staðarins. Mynd MM Eldur í Knudsen Aðfaramótt síðastliðins laugar- dags kom upp eldur í veitinga- og skemmtistaðnum Knudsen í Stykkishólmi. Töluverðar skemmdir urðu á húsinu. Að sögn Iögreglunnar í Stykkis- hólmi em skemmdir þó stað- bundnar og einkum á eldhúsi. Það var laust fyrir klukkan fimm sem vegfarandi varð eldsins var og gerði slökkviliði staðarins viðvart. Slökkviliðsmenn komu skjótt á vettvang og gekk slökkvistarf vel. Á fundi skipulagsnefndar þann 7. mars s.l. var fjallað um tillögur að ramma- og deiliskipulagi Flata- hverfis á Akranesi. I báðum tdllög- um er gert ráð fyrir fjölbreyttum húsagerðum innan hvers íbúðar- reits. Þá er gert ráð fyrir að bygg- Bæjarstjóm Borgarbyggðar býr sig nú af krafti undir hugsanlega fólksfjölgun í sveitarfélaginu. Akveðið hefur verið að deiliskipu- leggja ný hverfi í Bjargslandi norð- an og austan við núverandi byggð. Að sögn Stefáns Kalmanssonar bæjarstjóra er ekki hægt að deiliskipuleggja allt svæðið í einu þar sem ekki liggur endanlega fyrir hvar þjóðvegur 1 mun liggja um Borgarnes í framtíðinni. Stefán segir að það verði væntanlega ekki ljóst fyrr en seint á þessu ári. Af þeim sökum verður fyrst unhið Bifreið rann til í hálku og lenti á vegriði við Brúarnesti í Borgarnesi síðastliðinn þriðjudag. Hjón sem voru í bílnum sluppu ómeidd en bifreiðin er talin ónýt að sögn lög- reglunnar í Borgarnesi. Óheppnin elti fólldð áffam því kona sem fór af stað til að ná í hjónin varð fyrir því Húsið var mannlaust þegar eldur- inn kom upp og nærliggjandi hús vora ekki talin í hættu. Meðfylgj- andi mynd var tekin síðari hluta laugardags en þá vora lögreglu- menn enn að rannsaka orsök bran- ans og ljósmyndara var því meinað- ur aðgangur að húsinu. Upptök eldsins lágu þá ekki fyrir. Vel þjálf- að slökkvilið er talið hafa varnað því að þetta virðulega hús í hjarta bæjarins hafi gjöreyðilagst í brun- anum. MM ingar myndi skjól á norðurhluta svæðisins. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Kanon-arkitekta um að fullgera rammaskipulag Flatahverfis og deiliskipulag fyrir 4-6 hektara svæði. PO rammaskipulag fyrir svæðið í heild og deiliskipulag fyrir einstakar göt- ur. Aðspurður sagði Stefán að þörfin fyrir nýjar byggingalóðir væri sýni- lega fyrir hendi: “Það hefur verið sótt um lóðir að undanförnu sem hafa verið óhreyfðar áram saman og búið er að úthluta öllum lóðum í 36 íbúða hverfi sem skipulagt var síðasdiðið sumar. Við viljum því vera undir það búin að mæta þeirri þörf sem kann að skapast í náinni framtíð." að velta bifreið sinni við Háumela. Hún slapp einnig ómeidd en bif- reiðin er talin ónýt. Töluvert hefur verið um um- ferðaróhöpp við bensínstöðvarnar í Borgarnesi í vetur, ekki síst við Hyrnuna. GE Óli Jón kærir Óli Jón Gunnarsson fyrrver- andi bæjarstjóri í Borgarbyggð og núverandi bæjarstjóri Stykk- ishólms hefúr stefnt Borgar- byggð vegna meintra vanefnda á ráðningarsamningi. Óla Jóni var sagt upp störfum í Borgar- byggð í framhaldi af því að slitnaði upp úr meirihlutasam- starfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn síðastliðið vor. Samkvæmt upp- lýsingum Skessuhorns snýst mál Ola Jóns um túlkun á fyrr- nefndum ráðningarsamningi. GE Mikil hreyfing á fasteignum Mikil sala hefur verið á fast- eignum t Grandarfiði að und- anförnu. Fólk er ýmist að stækka eða minnka við sig og einnig er mikið af fyrirspumum ffá fólki sem hefur áhuga á að kynna sér búsetuskilyrði í Grundarfirði. (ViknblaðiS Þeyr sagðifrá) Tuttugu rnörk í þremur leikjum Skagamenn hafa verið á skot- skónum í vorleikjunum að und- anförnu. I síðustu þremur leikj- um hefur liðið skorað tuttugu mörk en aðeins fengið þrjú á sig. Fyrst unnu þeir Víking 5 -1 í æfingaleik og síðan vannst góð- ur sigur, 9-1, á Selfyssingum í deildarbikarkeppninni. Nú um síðustu helgi unnu þeir gulu síð- an ÍR 5-1 f æfingaleik. Hálfdán Gíslason er marka- hæstur úr þessum þremur leikj- um með fjögur mörk og Alex- ander Högnason hefur skorað 3. GE Akur byggir blokk Trésmiðjan Akur á Akranesi hefur hafið jarðvinnu vegna byggingar fjölbýlishúss við Jað- arsbraut. Magnús H. Ólafsson arkitekt hannaði húsið sem verður á sex hæðum og í því verða 22 íbúðir. Aædað er að afhenda húsið á tímabilinu júnf - ágúst árið 2001. Ibúðir verða afhentar fullfrágengnar án gólf- efna. Að sögn Halldórs Stefáns- sonar er þegar búið að festa átta íbúðir í húsinu. Þama er um að ræða nýbreytni í byggingu fjöl- býlishúsa á Akranesi, húsið er fleiri hæðir en áður hefur þekkst og íbúðir þess verða stærri, þriggja herbergja íbúðir era 98 m2 og fjögurra her- bergja era 127 m2. Lyfta verð- ur í húsinu. PO Áfengisleyfi Á fundi bæjarráðs Akraness þann 9. mars s.l. var tekið fyrir bréf frá bæjarritara þar sem hann óskar efdr afstöðu bæjar- ráðs urn hvort veitt skuli leyfi ril áfengisveitinga fyrir veitinga- staðinn H. Barinn á Akranesi, þrátt fyrir athugasemdir frá bygginganefnd og slökkviliðs- stjóra. Bæjarráð óskar eftir greinargerð slökkviliðsstjóra og byggingar- og skipulagsfull- trúa. PO Skipulag Flatahverfis Nýjar lóðir í Borgarbyggð Tvöfalt um- ferðaróhapp

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.