Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 16.03.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 akUSUÍÍUKÍ Dalamenn á kafi í undirbúningi fyrir hátíðarhöldin í sumar Leðurskór, klæði og vopn eru meðal nýjustu framleiðsluafurða Dalamanna S mínútna sirjfJtal rnílli $óuiakka Borgarnesi og B)|#««aua rGrindayík kostar; aðuins 7 krónur og u aura a ky.öldin Ííajmermaisimkerfino. Miautíin,kosieic;78 autaó kvóidin.og 1.56.Kt. á;di>git'.ti;hvTit,a ianti «:ir. Qt, Upphðfsgjald;et Um síðustu helgi lauk tveggja vikna námskeiði sem handverks- félagið Bolli stóð fyrir í Búðardal í firamleiðslu víkingaklæðnaðar og muna frá tímum Eiríks rauða ogfjölskyldu hans. Um 15 manns sátu námskeiðið en leiðbeinend- ur komu firá Danmörku, þau Eric Zelinke fornleifaffæðingur, eða Eiríkur rauði eins og hann vill sjálfur kalla sig, og Birgit Kryger textflhönnuður firá Rybe Vik- ingcenter. A námskeiðinu kenndu þau þátttakendum að gera muni úr tré og leðri auk klæðskurðar, spjaldvefhaðar og fleira. Þegar blaðamann Skessuhorns bar að garði í kjallara Dalabúðar var mununum sem urðu til á námskeið- inu óðum að fjölga og sýnishorn voru fjölbreytt. Þar gat meðal ann- ars að líta vandaða leðurskó, jurta- litaðan alklæðnað, tréskálar og hnífa. Einn þátttakandi var í óða önn að leggja lokahönd á gerð boga úr sérinnfluttu dönsku elmitré en slíkt er mikið þolinmæðisverk þar sem unnið er með áhöld sambæri- leg þeimsem notuð voru á tímum feðganna Eiríks og Leifs. Prófaði fötín Eric Zelinke er auk fornleifa- fræðinnar sérfræðingur í handverki ffá víkingaöld, þá sérstaklega á sviði leðurvinnslu. Sagðist hann vera einn af fjórum slíkum sérfræðing- um á Norðurlöndum. Meðal annars hefur hann rannsakað klæðnað sem fundist hefur við fornleifauppgröft ffá víkingaöld og stúderað endur- gerð fatnaðar og skóbúnaðar auk spjaldvefnaðar, vopnagerðar og fleira. Erik sagði Dalamenn hafa verið ákaflega fróðleiksfusa nem- endur og gat ekki leynt aðdáun sinni á ýmsum munum sem þeir höfðu gert á meðan á námskeiðinu stóð. Sagði hann greinilegt að heimamenn ætluðu rækilega að sýna umheiminum hvers þeir eru megnugir þegar sögusýningin og hátíð í tilefni landafunda Leifs heppna í Ameríku fer ffarn næsta sumar. Eric segir rysjótta veðráttu und- anfarinna vikna hafa komið sér vel fyrir sig. I versm veðrunum hafi hann farið upp í Haukadal í vík- ingafatnaði sínum og látið reyna á hvernig þau stæðust veðrið. Kom Hluti þátttakendanna og leiðbeinendur á námskeiðinu í Dalabúð. það honum á óvart hversu hlý þau reyndust í kulda og trekki. * Atti sér nafha Eric vill reyndar kalla sig Eirík rauða. Hann segist vera forfallinn aðdáandi nafna síns enda segist L 'mmSSB SOL BAÐ 5 mínútur SIMINN hann hafa áætlun um að skrifa bók um líf hans. Þar ætlar hann m.a. að leiðrétta ýmsan misskilning sem hann segir vera uppi um persónu og líf Eiríks rauða og fjölskyldu hans en Eirík segir hann ekki hafa verið eins slæman mann og sumir vildu halda fram. Segist hann staðráðinn í því að koma með fjöl- skyldu sína og aðra áhugamenn um víkinga- tímann til Islands og taka virkan þátt í vík- ingahátíðum í sumar og ffamvegis því þær segir hann vera sitt líf og jrndi. Myndað í bækling Eftir að námskeiðinu lauk sl. laugardag fór hluti hópsins að Eiríks- stöðum í Haukadal í skálann góða sem þar er nú risinn. Þar stóð til að taka ljósmyndir fyrir væntanlegan bækling sem Eiríksstaðanefnd mun gefa út í tilefni há- tíðarhaldanna næsta sumar. Við það nýttist framleiðslan af nám- skeiðinu vel því ungir sem gamlir voru klæddir upp í ekta víkingaklæðn- að og myndað við að- stæður eins raunveru- legar og kostur er. Erik Zelinke sagði reynslu sína þá að oft væri það erfiðasta skrefið að fá fólk til að klæðast fötum eins og notuð voru á Víkingaöld, sumir væru einfaldlega of feimnir til þess. Slíkt var þó ekki að sjá á þátttak- Myndir: MM endum námskeiðsins og öðrum sem þátt tóku í myndatökunni því allt niður í þriggja ára leikarar skelltu sér í búningana og sám fyrir í skála Eiríks í Haukadalnum. Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálaffæðingur aðstoðar Eiríksstaðanefnd við und- irbúning markaðssetningar hátíðar- Eiríkur rauði, eða Eric Zelinke, við kulnaðan langeld í skála nafna sítisfrá Eiríksstöðum í Haukadal. Óbætt er að segja að þessi eldheiti áhugamaður um víkingatímann gæti hæglega hafa verið uppijyrir 1000 árum síðan. haldanna og stjórnaði hann mynda- tökunni. MM Unnið að spjaldvefnaði. Slíkt er mikið þolinmæðisverk ogjafnvel að dagsverkið nái aðeins örfámn sentimetrum. Borðinn se?n unnið er með er notaður til að skreyta klæði og lýsti það ríkidæmi höjðingja tilfoma að hafa gyllta og silfurlita bekki ísaumáða íjurtalituð fótin.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.