Skessuhorn - 16.03.2000, Page 8
FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000
Konur á kökuskreyt-
inganámskeiði
Kökugerðarmeistarinn Halldór
Kr. Sigurðsson var með námskeið í
kökuskreytingum síðastliðið mánu-
dagskvöld. Námskeiðið var haldið í
grunnskólanum og var það þölsótt.
A milli 20 og 30 konur fylgdust
með meistaranum. Ekki var að
finna neina karlmenn á námskeið-
inu, annan en leiðbeinandann, en
þeir bíða þess þá væntanlega karl-
arnir að fá að njóta ávaxtanna af
lærdómnum. Það var kvenfélagið
Gleym-mér-ei sem stóð fyrir nám-
skeiðinu. Hjá kvenfélaginu er mikil
uppsveifla um þessar mundir, ung-
ar og hressar konur bætast stöðugt
í hópinn. Búið er að stofha kvenfé-
lagskór sem æfir reglulega undir
stjórn Helgu Þórdísar Guðmunds-
dóttur og haldin verður Góugleði
n.k. föstudagskvöld í Krákunni.
GK
Skammhlaup
Pníðbiíimi keppandi í Skammhlaupi.
Á öskudag fór fram í FVA
“Skammhlaup 2000”. Þetta er í ann-
að sinn sem slík uppákoma er haldin í
skólanum. Nemendum skólans er
skipt í 8 lið sem keppa m.a. í reip-
togi, þýsku, logsuðu, sundi, h'fffæði
söng o.fl. Keppnin er einskonar boð-
hlaup og sigrar það Hð sem leysir
þrautirnar best og á skemmstum
tíma. Keppnin hefst í íþróttahúsinu
við Vesturgötu að morgni, eftir að
keppendur hafa marserað frá Fjöl-
brautaskólanum, henni lýkur svo á sal
skólans með hópatriðum. PO
Menning og listir á
Akranesi árið 2000
Áxið 2000 verður nýtt til hátíðar-
halda af ýmsum toga um allt land.
Reykjavíkurborg -menningarborg
Evrópu árið 2000 hefur riðið á vað-
ið með margháttaðri menningar-
starfsemi frá fyrsta degi ársins.
Höfuðborgin bauð öðrum sveitar-
félögum að taka þátt í menningar-
árinu og er gaman að sjá hve mörg
slógust í hópinn. Akranes er eitt
þeirra og nú á laugardaginn 18.
mars hefst dagskrá ársins með fjöl-
breyttri dagskrá í Bíóhöllinni á
Akranesi. Dagskráin er þannig upp-
byggð að sem flestir finni eitthvað
við sitt hæfi. Tónlist skipar vegleg-
an sess en einnig verður leikfélagið
með upplestur og ljóð verða flutt
svo eitthvað sé nefnt. Þá verða
sýndar teikningar af 7 umhverfis-
listaverkum en í lok maí verða
þessi listaverk orðin raunveruleg og
munu prýða strandlengju Akraness.
Öll tengjast verkin sjávarlist með
einhverjum hætti. Það verður því
forvitnilegt að skoða teikningarnar
í Bíóhöllinni og fara síðan í sumar
og sjá hvernig þau taka sig út
meðfram ströndinni.
Hver listviðburðurinn rekur ann-
an ffam á haust og geta lesendur
Skessuhorns fylgst með auglýsing-
um en einnig hefur verið gefinn út
bæklingur þar sem helstu viðburðir
eru tíundaðir.
Mörg bæjarfélög hafa tekið upp
þann hátt að minna á sérstöðu sína
með einhvers konar hátíðarhöld-
um. Sem dæmi má nefna “Danska
daga” í Stykkishólmi og “Humar-
hátíð á Höfn.” Tilgangurinn er
margháttaður, ekki síst að þjappa
bæjarbúum saman og styrkja ímynd
bæjarins en einnig að þeir sem ætt-
færa sig sem t.d. Hólmara geti
gengið að ákveðnum dögum vísum
þar sem brottfluttir koma á fornar
slóðir. Síðast en ekki síst er tilgang-
urinn að fá í heimsókn þá sem alltaf
hafa ætlað að heimsækja viðkom-
andi stað en aldrei komið því í verk!
Skagamenn hafa ekki enn markað
sér daga í þessu skyni en ef til vill
verða Irskir dagar okkar dagar í
framtíðinni. Akranes er framarlega
í staffófinu og því eru Irskir dagar
snemma árs miðað við aðrar
byggðahátíðir. Dagana 24. - 28.
maí verður írskri menningu gert
hátt undir höfði á Akranesi og mun
það auglýst betur þegar nær dregur.
Við viljum bjóða alla lesendur
Skessuhorns velkomna að njóta
þess sem verður á boðstólum á
Akranesi árið 2000. Sjáumst í Bíó-
höllinni 18. mars.
Helga Gunnarsdáttir, menningar-
og skólafulltrúi Akraness
Arleg Góugleði fór fram í Brúarási um síðustu helgi. Þar var semfyir ?nargt til gamans gert. M.a. voru tveir síungir piparsveinar
kallaðir á svið, bundiðfyrir augu og þeir látnir blása upp þessar forláta plastkonur. Halldóri gekk áberandi betur en Helga á Haukagili
að koma plastkmunni í nothæft ástand. Með á myndinni er Kristrún Snorradóttir (til hœgri).
Mynd MM
Fegurðarsamkeppni Vesturlands
Skessuhorn kynnir 5 síðustu keppendurna í Fegurðarsamkeppni Vesturlands sem fram fer 25. mars
Rut
Garðarsdóttár
Akranesi
Aldur: 18
Foreldrar: Guðrún Pétursdóttir
og Garðar Raffisson
Starf: Nemi í Versló
Ahugamál: Iþróttir, bflar og tón-
list
Steinunn M
Gunnlaugsdóttir
Grundarfirði
Aldur: 17
Foreldrar: Gunnlaugur Þorláks-
son og Þórdís Jeremíasdóttir
Starf: Nemi í Iðnskólanum Rvk.
Áhugamál: Utivist og ferðalög
Helga Björk
Jósefsdóttir
Svarfhóli II
Aldur: 18
Foreldrar: Líney Traustadóttir og
Jósef Jóhann Rafinsson
Starf: Nemi í FVA
Ahugamál: Hestamennska, útivist
og bækur
Kristj ánsdóttir
Akranesi
Aldur: 19
Foreldrar: Ingibjörg Óskarsdóttir
og Kristján Þ. Sigurðsson
Starf: Nemi í FVA
Ahugamál: Tungumál, kvik-
myndir og gitarinn
Jóna Kolbrún
Nikulásdóttir
Akranesi
Aldur: 19
Foreldrar: Margrét Brandsdóttir
og Nikulás Helgi
Starf: Vinnur í Laugafiski
Áhugamál: Vnirnir og unnustinn