Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2000, Qupperneq 10

Skessuhorn - 16.03.2000, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 'joðfegt ()om Gýfrað rnn geitandl Heilir og sælir lesendur góöir til sjávar og sveita. í fornum bókum er sagt frá því er menn komu til íslands aust- an af Noregi og úr fleiri löndum og námu hér land. Þótt ekki þyki skip þeirra stór nú á dögum þá höfðu þeir meðferðis helstu nauð- synjar til að hefja búskap í óbyggðu landi; sauðfé, nautgripi, hænsn, hross og geitur, þræla, hunda og kerlingar. Á umliðnum 11 öldum hefur bústofn þessi aukist mjög og ein- stakar greinar hans vaxið að virðingu. Mest hefur orðið vegur kvenna og þræla sem nú teljast fullgildir menn þökk sé réttindabar- áttu þrælskörunga á borð við Náttfara og kvenskörunga á borð við Bríeti. Nú bendir allt til að næst komi röðin að hundunum, sem stigu mikilvægt skref í réttindabaráttu sinni með píslarvættisdauða tíkarinnar Tínu á umliðnum vetri. Mitt í allri þessari velgengni skýtur því skökku við að geitur eru æði fásénar orðnar. Raunar var ástandið orðið svo slæmt að fyr- ir fjórðungi aldar lá við að stofninn dæi út, enda voru hafrar, brúk- legir til undaneldis, teljandi á fingrum annarrar handar. Skyldleika- rækt háir geitastofninum og garnaveiki í hluta hans háir blöndun við hinn. Síðustu árin hefur það orðið stofninum til lífs að fáein sér- vitur göfugmenni í bændastétt hafa þrjóskast við að hokra með geitur fyrir engin laun önnur en rekstrartapið og erfiðið. En þorri landsmanna kærir sig kollóttan - nennir ekki að gýfra um geitarull. Þótt frændur vorir Norðmenn hafi getið sér heims- fræðgar fyrir Ijúffengan geitaost þá myndu íslendingar aldrei eta slíkt, fyrr leggja þeir sér til munn fornar bækur og skófatnað. Hér á landi er það talið til heimsku að fara í geitarhús að leita ullar. Er þó heimsins dýrasta ull, kasmírullin, afurð geitarinnar. Kasmírull, sem ekki er af geit, er ekki ósvikin vara. Þelið af ís- lensku geitinni er sérdeilis verðmætt, en svo lítið er af því í ullinni, að menn telja ekki borga sig að vinna hana. Geitur eru skemmtileg kvikindi. Þær eru mislyndar, skap- styggar, óstýrilátar og sérlundaðar. Það er mér því fyrirmunað að skilja hversvegna íslendingar finni ekki til nokkurrar samkenndar með kvikindi þessu. Loki Laufeyjarson vissi vel hve gaman má hafa af geitum. Þegar heimsfriðurinn valt á því hvort Ásum tækist að fá Skaða Þjasadóttur jötuns til að hlæja þá batt Loki um skegg geitar nokk- urrar og öðrum enda um hreðjar sér og létu þau ýmsi eftir og skræktu hvort tveggja hátt. Hló þá Skaði og var þá gjör sætt af ásanna hendi við hana. Skemmtiatriði af þessum toga væri til- valið að endurvekja og myndu þau vafalaust gera mikla lukku á þorrablótum og réttarböllum. Einnig gæti bragð þetta gefist vel bændum sem létta vilja þunglyndum húsfreyjum sínum lífið í skammdeginu. Vil ég þó vara áhugasama við að binda of fast. Verið kært kvödd á fjórða Þórsdegi í Góu. Bjarki Már Karlsson sjálfskipaður þjóðháttafi'aðingur Frá tónleikunum í Borgameskirkju. Suzuld námskeið Tónlistarveisla fyrir yngri kynslóðina í Borgarnesi Helgina 4.-5. mars sl. var haldið fyrsta fiðlu- og píanónámskeið Is- lenska suzukisambandsins í Borg- arnesi. Þátttakendur voru 46 á aldrinum 5-12 ára. Þeir komu frá Allegro skólanum og Nýja tónlist- arskólanum í Reykjavík auk nem- enda úr suzukideild Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Kennt var eftir suzuki aðferðinni sem kennd er við japanska frum- kvöðulinn Shinichi Suzuki. Aðferð- in byggir ekki síst á jákvæðu hugar- fari. Foreldrar taka þátt í náminu, skemmtilegir leikir eru notaðir við kennsluna og bömin læra eftir eyr- anu uns þau hafa náð valdi á hljóð- færinu. Kennt var á tveimur stöðum; Grannskólanum í Borgarnesi og félagsmiðstöðinni Oðali. Ewa Tosik Warsawiak sá um alla skipu- lagningu námskeiðsins og maður hennar Jacek um undirleik. Auk þeirra voru kennarar frá Reykjavík þau Asdís Stross, Helga Ragnheið- ur Oskarsdóttir, Lilja Hjaltadóttir, Kristinn Orn Kristinsson og Þórdís Stross. Þau era öll sérmenntuð á þessu sviði og er því mikill fengur af þeim fyrir íbúa tónlistarsamfé- lagsins í héraðinu. Námskeiðinu lauk síðan með al- mennum tónleikum í Borgarnes- kirkju sunnudaginn 5. mars. Þar fluttu nemendur og kennarar með- al annars verk eftir mestu snillinga tónsmíða og sýndi listafólkið mikil tilþrif í flutningnum og kunnu áheyrendur vel að meta og fögnuðu með miklu lófataki. MM Úr heita pottinum fyrir vestan: Hver á raforku- fyrirtældn? Raffnagnsveimr ríkisins eiga að baki rútnlega hálfrar aldar gifturíkt starf við uppbyggingu raforkumála í landinu. Raforkulög sem voru sett fyrir rúmlega fimmtíu árum mörk- uðu tímamót í rafvæðingu landsins og með þeim var í senn mótuð stef- na í raforkumálum og komið á heild- stæðri löggjöf til að framfylgja þeirri stefnu. Sú stefna sem sett var með raforkulögunum hefur reynst Is- lendingum farsæl. Með endurskoð- un orkulöggjafarinnar um miðjan sjöunda áratuginn var Landsvirkjun stofhuð af ríki, Reykjavík og Akur- eyrarbæ og Raforkumálaskrifstof- unni breytt í Orkustofnun og RARIK gert að fjárhagslega sjálf- stæðu fyrirtæki f eigu ríkisins. Þar með var að fullu stdgið það skref sem raforkulögin höfðu markað og skilað hafa landsmönnum þeim ár- angri að nærri allri staðbundinni orkunotkun er sinnt af innlendum orkugjöfum. Hlutur endurnýjan- legrar orku er hærri en hjá öðrum ríkjum og loftmengun vegna orku- vinnslunnar óveraleg. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að raforkumarkað- urinn hafi fram að þessu verið ein- okunarmarkaður, allt ffá orkuöflun (virkjun) til dreifingar, fullkomlega vemdaður með einkaleyfi til að sitja einn um nánar tiltekinn markað. Þetta skulu menn hafa í huga þegar upp verður færð markaðshyggja ásamt annarri skipan Evrópubanda- lagsins í þessum málaflokki. Endurskipulagning raforkumála með það fyrir augum að innleiða samkeppni í sölu raforku til notenda að hætti EB hefur verið í brennidepli að undanförnu. Nú er kominn tími til að huga að nútímavæðingu segja þessar tillögur, það á að rnark- aðsvæða raforkuiðnaðinn eins og það er kallað. Fyrsta skrefið í átt að breyttu skipulagi raforkumála er að aðskilja bókhaldslega vinnslu, fhitn- ing, dreifingu og sölu, í reikningum orkufyrirtækja. Flest fyrirtækjanna hafa þegar tekið upp þessa ný- breytni. Annað skrefið er að stofha félag um meginflutningskerfið - Landsnetið. Sömuleiðis er verið að athuga með hvaða hætti unnt er að greina milli Landsnetsins og dreifi- kerfa og meta kosti og galla þessara kosta og alveg sérstaklega hvort hægt sé að hagnýta breytingamar til verðjöfnunar á flutningskostnaði. Oformleg stefnumótun er að á ár- unum fram til 2004 verði orkufyrir- tækjum breytt í hlutafélög, á árunum 2004 - 2007 verði lokið við að inn- leiða samkeppni til að mæta aukinni raforkuþörf til almenningsnota og loks á árunum 2007 - 2009 verði myndaður orkumarkaður á vegum Landsnetsins. Frjáls samkeppni ríki þá í viðskiptum með raforku. Þessar breytingar þurfa að eiga sér stað í áföngum þar sem fullt tdllit verður tekið til stöðu raforkufyrirtækjanna og þeim veitt nauðsynlegt svigrúm til að laga sig að breyttum aðstæð- um. Umræðan um fluming höfuð- stöðva RARIK frá Reykjavík til Ak- ureyrar þar sem ætlun sé að sameina RARIK og Orkuveiturnar á Akur- eyri samkvæmt áætlun hins nýja iðn- aðarráðherra ffá Eyjafirði er af þess- um meiði kominn. Viðbrögð við þeim tíðindum hafa að sjálfsögðu verið margvísleg og þá auðvitað á grunni hagsmuna hvers og eins sem orð hefur haft. Ekkert hefúr hins- vegar heyrst ffá hinum almenna við- skiptamanni RARIK eða sveitar- stjórnum á orkuveitusvæðum RARIK sem hafa að sjálfsögðu ríkra hagsmuna að gæta um gæði þjónust- unnar og í verðmyndun hennar. Nú er því tímabært að sveitarstjómir á Vesturlandi og þingmenn þeirra taki virkan þátt í umræðunni um ný- skipan raforkumála, þar á meðal með það fyrir augum hvort sveitarfé- lögin á Vesturlandi eigi að vera bein- ir þátttakendur í stofnun þess nýja fyrirtækis sem ráðherra vill stofna á Akureyri til að sinna grundvallar- þjónustu um alla landsbyggð. I væntanlegri umræðu verða menn að hyggja að þeirri eign sem hver not- andi hefúr skapað í ríkisfyrirtækinu RARIK með viðskiptum sínum. Þar verða menn líka að hafa í huga að öll raforkufyrirtæki landsmanna hafa vérið rekin í vemduðu skattlausu umhverfi fram tdl þessa fyrir til- verknað löggjafans. Að breyta slík- um fyrirtækjum í arðskapandi mark- aðsfyrirtæki er á engan hátt í sam- ræmi við fyrri hugmyndir um rekst- ur slíkra fyrirtækja og er þess vegna verulega umhugsunarvert tiltæki og mjög vandasamt verkefni. Ég vill fúllyrða að Alþingismenn okkar ís- lendinga hefðu á sínum tíma ekki skapað skattleysisskilyrði fyrir þessi fyrirtæld ef þá hefði grunað að þeim yrðu settar þær arðsemiskröfur til “eigenda” sem raun ber vitni um Orkuveitur Reykjavíkur en þær skila milljörðum í borgarsjóð á hverju ári í skjóli skattleysis. Það er því knýj- andi nauðsyn að fá að vita hver á hvað, þegar milljarða eignum al- mennings skal skipt fyrir hlutafé. Vesdendingar látdð ekki hlunnfara ykkur. Erling Garðar Jónasson Páll í Greni- gerði skrifar: Penninn Orðsending til ‘Sina” minna úr hópi tófúveiðimanna í Botgarfirði Vegna þrálátra sögusagna um að ég hafi skemmt fyrir öðram tófu- skyttum með því að kveikja í æti fyrir þeim vil ég að efdrfarandi komi fram: Þessar gróusögur eru upplognar og eiga ekki við nein rök að styðjast. Bið ég því viðkomandi tjónþola að leggja fram kæru ef þeir telja sig eiga eitthvað sökótt við mig svo það mál verði rekið á rétt- látan og eðlilegan hátt en ekki með rægitungum í skúmaskotum. Eg bendi viðkomandi aðilum einnig á að ef gleymst hefur að kveikja eldinn áður en sagan var send af stað er það enn ekki of seint. Með viðeigandi kveðjum Páll í Grenigerði Meygarb&hom i& Þróun stærð- fræðinnar Þrándur fór á gamals aldri að skoða skólamál og í því sambandi leit hann á stærðfræðipróf sem hann, börn hans og bamabörn höfðu tekið í gegnum tíðina í barna- og samræmdum prófum. Þá sá hann að kennararnir höfðu næstum alltaf verið með sömu spurningarnar á prófunum, en aðeins breytt þeim í samræmi við tíðarandann. Hér eru nokkur dæmi: Arið 1957: Bóndi selur poka af kartöflum fyrir 20 krónur. Fram- leiðslukostnaðurinn er 4/5 af verðinu. Hver er hagnaðurinn? Arið 1967: Bóndi selur poka af kartöflum fyrir 20 krónur. Fram- Ieiðslukostnaðurinn er 16 krónur. Verið nú svo væn að reikna út hagnaðinn. Arið 1977: Bóndi selur mengi kartaflna (A) fyrir mengi peninga (B). B er safhmengi allra hluta í B þar sem gildir að B er ein króna. A strikamengisformi má fá út fjöldann í mengi B með því að teikna tuttugu lítil strik (I I I I I I II III II I I I I I ! I), eitt fyrir hverja króhu. Framleiðslu- kostnaðarmengið (C) er sextán (I I I I I I I I I III I III) lítil strik. Teikníð mynd af menginu C sem hlutmengi af menginu B og gefið lausnarmengið (D) sem sýnír svarið við spurningunni: Hve stórt er hagnaðarmengið? Árið 1987: Bóndi selur poka af kartoflum fyrir 20 krónur. Fram- leiðslukostnaðurinn er 4/5 af því, eða 16 krónur. Hagnaðurinn er 1/5, eða 4 krónur. Strikið undir orðið „kartöflur“. Ræðið! Arið 1997: Bóndi selur poka af kartöflum fyrir 20 krónur. Fram- leiðlukostnaðurinn er 4/5 af verðinu. Notið reiknivél til að reikna út hagnaðinn, gerið fram- leiðslúskýrslu, fyllið út skattfram- talseyðublöð, reiknið út virðis- aukaskatt og nefhið alla þá sjóði sem bóndinn getur sótt um styrki til þegar hann er orðinn gjald- þrota. Árið 2000: Bóndi selur poka af kartöflum fyrir 20 krónur. Fram- leiðslukostnaður er 100 krónur. Neytandi kaupir pokann á 200 krónur sem er 20 sinnum meira en innfluttur poki hefði kostað og greiðir aðrar 200 krónur í skatta sem fara í að borga bóndanum 70 krónur svo hann tapi bara 10 krónum á að selja pokann og 130 krónur sem hverfa í einhverja sjóði og milliliði sem enginn hef- ur lengur tölu á, Spurt er: Hvaða þingmenn verja þetta kerfi og hverjir sjá sér hag í því að kjósa þá á þing? Spáir hrossum Sjaldan hefur verið jafn mikill viðbúnaður í Lundarreykjadaln- um vegna nokkurs atburðar eins og komu Forseta Islands á frum- sýningu Islandsklukkunnar síð- astíiðið Iaugardagskvöld. Forset- inn kom þangað í lögreglufylgd og deginum áður höfðu tveir lög- regluþjónar komið og kannað að- stæður. Tveimur dögum áður hríngdi ónefndur lögregluþjónn í vegagerðina í Borgarnesi og spurðí hvernig færðin yrði upp Lundarreykjadalinn títtnefhdan laugardag. Sá sem kom í símann var fljótur til svars og sagði: “Það verða hross á veginum.”

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.