Skessuhorn - 22.06.2000, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 25. JUNI 2000
otusunuK:
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgames og Akrones) 430 2200
Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgarnes) 430 2201
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. 430 2200
Framkv.stjóri: Magnús Magnússon 852 8598
Ritstjóri og úbm: Gisli Einarsson 852 4098
Internetþjónusta: Bjarki Múr Karlsson 899 2298
Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310
Egill Egilsson, Snæfellsnesi 894 5038
íþróttafréttaritari: Jónas Freysson (James Fryer)
Auglýsingar: Hjörtur Hjartarson 864 3228
Fjúrmól: Sigurbjörg 8. Ólafsdóttir 431 4222
Prófarkalestur: Asthildur Magnúsdóttir og Magnús Magnússon
Umbrot: Skessuhorn / TölVert
Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf
skessuhorn@skessuhorn.is
ritstjori@skessuhorn.is
vefsmidja@skessuhorn.is
sigrun@skessuhorn.is
egill@skessuhorn.is
augl@skessuhorn.is
bokhald@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 200 kr.
430 2200
Snarrót
og
stálprik
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
Nú á vordög-urn braust ég úr hlekkjum hugarfarsins og hristi
af mér sveitamennskuna sem hefur íþyngt mér öll þessi ár. Eg
pakkaði niður helstu nauðsynjum, konunni og krökkunum og
flutti búferlum í næsta þéttbýli.
Eg hófst strax handa við að njóta þeirra lystisemda sem ég
hef farið á mis við síðustu áratugi staðráðinn í að bæta mér upp
áratuga einangrun í afdölum. Mér kom það fyrst í hug að frá
fæðingu, að minnsta kosti, hef ég búið við þröngan kost í sjón-
varpsmálum. Eg hef í raun ekki haft nema tvo valkosti; kveikt
eða slökkt. Þar að auki voru móttökuskilyrðin í minni sveit
ekki betri en svo að varla var hægt að horfa á ríkissjónvarpið
nema með öðru auganu.
Nú var sumsé rtmnin upp betri tíð og ég réði mér ekki fyrir
tilhlökkun. Eg útvegaði mér umsvifalaust myndlykil og haug
af fjarstýringum. Síðan settist ég í betri stólinn með popp í
þeim tilgangi að horfa á ofbeldi og erótík.
Sú hamingjustund varði þó ekki lengi. Það skipti engu
hversu mjög ég hamaðist á fjarstýringunni. Hvar sem ég leit-
aði í sjónvarpinu kom ég niður á íþróttir.
Eg horfi reyndar ótilneyddur á knattspyrnu, jafnvel
körfuknattleik enda hvorutveggja mjög karlmannlegar íþrótt-
ir. Eg get hinsvegar á engan hátt sætt mig við að mér sé boðið
upp á fímleika, langstökk, þrístökk, hjólreiðar, Hstdans á skaut-
um, tæbó eða teygjuæfingar. Að ekki sé minnst á kappakstur
sem yfirleitt veldur mér svima og ógleði enda byggist hann
upp á því að aka hring eftir hring þar til skrjóðarnir verða
bensínlausir. Þó tekur fyrst steininn úr þegar mér er gert að
horfa á golf í sjónvarpi.
Eg er ekki fordómafullur að upplagi en þó verð ég að segja
að fátt veit ég fánýtara en að berja á snarrótarþúfum með stál-
prikum. Það er að vísu afsakanlegt þó gamalmenni dangli með
stafnum sínum í golfkúlur sér til dægrastyttingar. Hinsvegar er
það forkastanlegt að horfa upp á fullffíska karlmenn rölta um
grundir með höggvopn í hendi á friðartímum.
I tilefni af þúsund ára afmæli kristni á Islandi get ég þó sætt
mig við að þeim sem ekki er sjálffátt stundi golf, svo ffemi að
það sé gert á laun. Eg fordæmi hinsvegar að þessum ósköpum
sé dengt yfir mig þegar ég er búinn að koma mér vel fyrir í
hægindastólnum.
I mótmælaskyni hef ég fest kaup á gömlu reiðhjóli og nú geri
ég þá kröfur til íslenskra sjónvarpsstöðva að gerð verði þrjátíu
þátta sería þar sem ég hjóla um götur bæjarins og aftur til baka.
Gísli Einarsson, íþróttafrœðingur.
Enginn íulltrúi
afVesturlandi
Lífeelexír átappaður
Stóri Kroppur seldur
Jörðin Stóri-Kroppur í Reyk-
holtsdal hefur verið seld. Jörðin
hefur verið mikið í fréttum síðustu
ár vegna deilna um vegastæði fyrir
efri hluta Borgarfjarðarbrautar.
Samkvæmt upplýsingum Skessu-
horns var söluverð jarðarinnar um
45 milljónir króna. Nýir eigendur
munu vera ungt par af Suðurlandi.
Það vekur athygli að fýrir fáum
dögum birtist í Morgunblaðinu
viðtal við Jón Kjartansson fyrrver-
andi eiganda þar sem sagt var að
jörðin væri ekki til sölu.
GE
“Fyrsta hvíta
móðirin” á
Hellnum
Næstkomandi sunnudag verð-
ur afsteypa af listaverki Asmund-
ar Sveinssonar, Fyrsta hvíta
móðirin í Ameríku, afhjúpuð af
forseta Islands herra Olafi Ragn-
ari Grímssyni að Laugarbrekku á
Hellnum. Verkið er sett upp til
minningar utn Guðríði Þor-
bjamardóttur, móður Snorra
Þorfinnssonar sem talinn er vera
fýrstd hvítd maðurinn sem fæðist í
Ameríku. Guðríður er fædd á
Laugarbreldcu á Hellnum fýrir
rúmum þúsund árum og alin upp
þar og á Amarstapa.
GE
Góð karfaveiði
skipa frá HB
Frystiskip Haraldar Böðvars-
sonar hf. hafa veitt um 4.000
tonn af úthafckarfa frá því um
miðjan apríl og er kvóti þeirra
nánast búinn.
Mikil veiði var strax eftdr að
flotinn hélt út á ný eftdr Sjó-
mannadaginn þann 4. júní en
datt svo niður í síðustu viku.
Flotinn hélt sig nánast allur við
landhelgislínuna á Reykjanes-
hryggnum og virðist sem torfan
sem þar var á ferð sé með öllu
uppurin. -SSv
Handrukkarar
Handrukkarar úr Reykjavík
vom á ferð í Borgamesi í síðusm
viku við innheimtuaðgerðir. Eft-
ir kæm ffá íbúa sem þeir „öbbuð-
ust“ uppá vom þeir handteknir í
Reykjavík. Hómðu mennirnir
líkamsmeiðingum ef ekki yrði
við kröfum þeirra. Mennirnir
hafa nú verið handteknir og
færðir til yfirheyrslu hjá lögregl-
unni í Reykjavík. MM
Bjami fékk
fálkaorðuna
Forseti íslands sæmdi á
Þjóðhátíðardaginn 14 Islendinga
heiðursmerki hinnar íslensku
fálkaorðu við hátíðlega athöfn á
Bessastöðum. Meðal þeirra sem
hlum orðuna var Bjarni Guðráðs-
son bóndi í Nesi í Revkholtsdal.
Orðuna hlýtur Bjami fýrir störf
að kirkjutónlist og varðveislu
menningarminja. Auk þess hefur
Bjarni hin síðari ár helgað krafta
sína að stómtn hluta bvggingu
Reykholtskirkju og Snorrastofu
sem vígð verður formlega í lok
næsta mánaðar.
Fótboltinn
marði fréttmar
Metþátttaka var í net-
kosningu Skessuhorns í liðinni
viku. Spurt var um hvort skyldi
hafa forgang í sjónvarpi; fót-
bolti eða fréttir. Málið er ofar-
lega á baugi í þjóðfélaginu nú
sem endranær þegar stórat-
burðir heimsfótbotans standa
yfir. Kosningin var æsispenn-
andi og skipmst fylkingarnar á
um forystu alla vikuna en þegar
upp var staðið vom heldur fleiri
á bandi boltans, eða 152 (51%)
á móti 146 (49%). Þótt
munnurinn sé sannanlega innan
skekkjumarka má með sanni
segja að niðurstaðan sé skýr og
afdráttarlaus, menn em ósam-
mála.
Ný netkosning hóft í gær og
enn er tekist á utn heitt mál.
Spurt er hvort leyfa eigi sölu
bjórs og léttvína í matvöru-
verslunum. Ollum er hemilt að
taka þátt í kosningunni en eins
og vera ber getur hver þátt-
takandi aðeins kosið einu sinni.
Slóðin er www.skessuhorn.is
Sveitarstjórnarmenn em ósáttir
við að Vestlendingar skuli ekki
eiga fulltrúa í stjóm Rafmagns-
veima ríkisins. “Það er í reglugerð
að fulltrúi ffá hverjum landsfjórð-
ungi skuli eiga sæti í stjóminni,”
segir Óli Jón Gunnarsson bæjar-
stjóri í Stykkishólmi. “A síðasta að-
alfundi komu inn nýjir menn í stað
Smrlu Böðvarssonar sem gekk út
þegar hann varð ráðherra, og
Magnúsar Stefánssonar. Við höf-
um ritað iðnarráðherra bréf til að
vita hverju þetta sætir en ekki
fengið svör enn,” segir Óli Jón.
EE
Ollum sagt upp
Um síðustu mánaðamót var öllu
starfsfólki á saumastofu 66°N í
Borgamesi sagt upp störfum.
Alls starfa á saumastofunni 9
manns í 7stöðugildum. Upp-
sagnir fólksins taka gildi frá og
með 1. september í haust.
Forsvarsmenn fýrirtækisins hafa
undanfarið verið að fækka fram-
leiðslustöðum og var saumastof-
unni á Akranesi lokað á síðasta ári.
Fyrirtækið hyggst hafa framleiðslu
sína í Reykjavík og Akureyri í fram-
tíðinni auk þess sem framleitt verð-
ur í einu af Balkanskagalöndunum.
MM
Bræðurnir Kristján Þórðarson og
Jón Svavar Þórðarson sem búa fé-
lagsbúi ásamt fjölskyldum sínum að
Ölkeldu í Staðarsveit hafa í hyggju
að bjóða ferðamönnum sem koma
þangað í heimsókn átappað ölkeldu-
vam til kaups. Um er að
ræða tilraun og verður farið
hægt af stað og viðbrögð
manna metin. “Hingað hafa
komið fjögur til fimm þús-
und manns á ári og ef vel
tekst til gæti þetta orðið góð
viðbót við búskapinn,”sagði
Kristján Þórðarson.”Öl-
keldan hefur verið til staðar
ffá upphafi byggðar á þess-
um stað. Það var afi okkar
Gísli Þórðarson sem byrjaði
að byggja og hlaða í kringum
ölkelduna árið 1904 í þeim
eina tilgangi að gera hana
aðgengilegri. An þess að ég
vilji fara með einhverjar ýkj-
ur, þá sjá margir lækninga-
mátt í ölkelduvaminu og
má sem dæmi nefna refa-
skyttuna ffægu, Þórð Hall-
dórsson frá Dagverðará,
sem hefur lofað lækninga-
mátt ölkeldunnar, en sjálfur
hefur hann fengið allt upp í 200 lítra
hjá okkur af ölkelduvatni. Þetta er
eingöngu tilraun hjá okkur bræðr-
unum og við emm ekki með neinar
væntingar í þessum efnum. Þetta er
hugsað sem minjagripur frá bænum
og um leið góður heilsudrykkur,”
sagði Kristján.
A lóð þeirra bræðra er upphaflega
ölkeldan og örstutt ffá henni er
krani með bolla. A lóðinni er
einnig borhola sem upphaflega var
bomð til að leita að heitu vami á
landareigninni. Þegar borað var
niður fýrir 30 metra kom í ljós öl-
kelduvam sem var miklu ferskara og
með meiri kolsým en upphaflega öl-
keldan. “Efnainnihaldið er það sama
og í þeirri upphaflegu en vamið í
síðari holunni hefur lengri geymslu-
tíma þegar það er sett á flöskur. Það
er kolsýran sem gefur ölkeldunni
þetta ferska bragð. Kostnaður er
ekki mikill enn sem komið er, allt er
þetta unnið af okkur bræðmnum í
sjálfboðavinnu. Ef vel gengur steln-
um við að byggingu skála yfir öl-
kelduna, seinna meir,” sagði Krist-
ján að lokum.
EE
Kristján með ölkelduvatn í bolla.