Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 22.06.2000, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 25. tbl. 3. árg. 22. júní 2000 Kr. 200 í lausasölu Ertu að tapa stórfé út um gluggana? Fáðu góð ráð hjá okkur og lækkaðu hitareikninginn! Sími 54 54 300 Smiðjuvegi 7, Kópavogi fax 54 54 301 www.gler.is Efnilegar Tilboðin of há en “heiti pollurinn” á Langasandi ekki blásinn af Einfaldari lausna leitað ung- hryssur Síðastliðinn þriðjudag lauk dómum og sýningarhaldi kynbóta- hrossa á Vesturlandi. Vegna fyrir- hugaðs landsmóts hestamanna voru óvenjulega mörg hross færð til dóms á sýningunni sem fram fór á félagssvæði Skugga við Vindás í Borgarnesi. Að sögn Guðmundur Sigurðs- sonar ráðunauts, stóð sýningin yfir í 8 daga, að yfirlitssýningu meðtal- inni, en undanfarin ár hefur þetta sýningarhald tekið um 3 daga. I allt voru 264 kynbótahross dæmd og í heildina voru þau góð sem lýs- ir sér e.t.v. best í því að um 200 þeirra áttu rétt til þátttöku í yfir- litssýningunni sl. þriðjudag. Þar sem þetta var síðasta sýningin á landinu fýrir landsmótið í júlí voru allmargir aðkomumenn sem komu með hross í dóm í Borgarnes, flest- ir af Suðurlandi og úr Reykjavík. “A sýningunni tryggðu 6 vestlensk hross sér þátttökurétt á landsmót- inu og nokkur höfðu tryggt sér þátttökurétt áður. Sýningin var í heildina sterk og sérstaklega var mikið um ungar og efnilegar hryssur á henni. Veðrið var einnig hagstætt sýningardagana og að- staðan í Borgarnesi er góð til sýn- ingarhalds”, sagði Guðmundur Sigurðsson. I næsta tölublaði Skessuhorns verður greint ffá því hvaða hross í eigu Vestlendinga verða fulltrúar landshlutans á landsmótinu hesta- manna í Reykjavík. MM Hugmyndir um “heitan poll” á Langasandi hafa ekki verið lagðar til hliðar að sögn Þor- valdar Vestmann, forstöðu- manns tæknisviðs hjá Akranes- veitu, en verið er að skoða aðrar leiðir en þær sem áætlað var að leggja upp með. Eins og sagt hefur verið frá í Skessuhorni voru uppi hugmyndir um að gera heita lind í grjótvörn- inni við enda Jaðarsbrautar. Tvö til- boð bárust í verkið er það var boð- ið út á sínum tíma. Jón Bjarni Gíslason bauð rífega 7,3 milljónir í verkið en Þróttur ehf. tæplega 8,6 milljónir. Bæði tilboðin voru að sögn Þorvaldar langt yfir því sem upphafleg kostnaðaráætlun Verk- fræðiþjónustu Akraness gerði ráð fýrir. “Við erum að skoða einfaldari aðgerðir sem mér var falið að kanna í kjölfar útboðsins. Sú vinna er í gangi og ættu niðurstöður að geta legið fýrir nú í vikulokin,” segir Þorvaldur. -SSv. Af bekknum á 0 toppinn Júlíus heldur sýningu 0 Sam- eining borgar sig G Hannar ©völl á Græn- landi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.