Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 22.06.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 25. JUNI 2000 ^Atssunuk 'jóðfegt íjom Knattleikur Lvr^> • (^U1 i Heilir og sælir, lesendur góðir til sjávar og sveita. Sólmánuður Ijóssins Ijóma leggur til og fuglahljóma Þannig upplifum við íslendingar mánuð sólarinnar. Ljómi ljóss og fuglasöngur einkennir þessa hásumartíð. En bara annað hvert ár. Ástæða þess að við sleppum því að njóta þesssara dásemda náttúr- unnar á tveggja ára fresti eru tvær. Þær eru í senn einfaldar, rökrétt- ar og skiljanlegar. Þær eru Evrópukeppnin í knattspyrnu og Heims- meistarakeppnin í knattspyrnu. Knattleikur er okkur íslendingum í blóð borinn. í Egils sögu seg- ir frá þvi að knattleikur var lagður á Hvítárvöllum allfjölmennur á öndverðan vetur; sóttu menn þar til víða um hérað. Heimamenn Skalla-Gríms fóru þangað til leiks margir. Egill hlaut að leika við svein þann, er Grímur hét, sonur Heggs af i Heggsstöðum. Er þeir lékust við, þá var Egill ósterkari; Grímur gerði og þann mun allan, er hann mátti. Þá reiddist Egill og hóf upp knatt- tréð og laust Grím, en Grímur tók hann höndum og keyrði hann nið- ur fall mikið og lék hann heldur illa og kveðst mundu meiða hann, ef | hann kynni sig eigi. Þá hljóp Egill að Grími og rak öxina í höfuð hon- um, svo að þegar stóð í heila. Af þessu má sjá að ekki var búið að finna upp gula spjaldið á dög- um Egils því ef svo hefði verið má heita næsta víst að kappinn hefði fengið að líta það enda var brot hans á Grími Heggsyni fremur gróft. Nútíma knattspyma er nokkuð ffábrugðin knattleik hinum forna en er engu að síður skilgetið afkvæmi hans. Þegar danskir víkingar réðu Englandi iðkuðu þeir gjaman knattleik. Einhveiju sinni tókst innfæddum að vega einn hemaðarlega mikilvægan víking, söguðu af ! honum hausinn (drengilega þó), og notuðu fyrir knött. Komust þeir fljótt að því að mun skemmtilegra var að sparka í snjáldrið á kauða heildur en að beita knatttijám. Þennan dag fundu Englendingar upp knattspymuna og með stuðningi norrænnar þróunaraðstoðar. íþrótt þessari hefur allt frá þeim degi vaxið ásmegin í öllum lönd- um heims, líka hér á íslandi þar sem hún er allra íþrótta vinsælust, bæði að iðkenda- og áhorfendatah. Gildir þá einu þótt íþróttin sé einkum stundað utanhúss í því eilífa hlandveðri og skítarold sem hér er landlægt allan ársins hring. Þrátt fyrir þetta höfum við Frónveijar aldrei nokkm sinni náð þeim árangri að koma landsliði okkar á úrslitakeppni í þessari íþrótt allra íþrótta. Þar er einkum um að kenna því bijóstumkennanlega hnoði sem kallað hefur verið handknattleikur. Bastarður sá er undarleg blanda af knattleik, glímu og hvílubrögðum samkynhneigðra. Íþróttarlíki þetta nýtur nær engra vinsælda erlendis. Það sést á því að fjöldi þeirra sem borguðu sig inn á úrlslitaleik síðustu heims- meistarakeppni í handbolta slagaði ekki upp í mætingu á meðal slak- an fótboltaleik hér á íslandi. Bein sjónvarpsútsending af leiknum naut lítillar athygli og var óvíða sýndur. Viðtalsþátturinn ógurlegi „Maður er nefndur" er vinsælla sjónvarpsefhi, og það á heimsvísu. Erlendis eru það einkum undirmálsmenn sem ekki komast í lið í öðrum hópíþróttum sem leggja stund á handbolta. Með því að senda okkar bestu menn í þessi ósköp náum við stundum þokkalegum ár- angri á stórmótum. Miklum mun væri þó drengilegra að keppa að því að verða fremstur meðal jafningja, fremur en aumingja. En því miður, lítið leggst fyrir góða drengi. Er hér komin helsta ástæða þess að við höfum ekki náð árangri í hinni göfugu íþrótt vaskra kappa sem hundruðir milljóna manna liggja nú límdar yfir þótt á Sól- §. mánuði sé. Verið kært kvödd á fyrsta Þórsdegi í Sólmánuði. Bjarki Már Kaiisson sjálfskipaður þjóðháttafrœðingur (m Akstur á þjóðvegum Penninn j Með hækkandi sól og sumri eykst umferð á þjóðvegum lands- ins. Síðustu ár hefur vegakerfið okkar batnað til muna og sífellt er unnið að betri og greiðari sam- göngum. Með þeim eykst líka ökuhraði og með auknum öku- hraða verða slysin verri. Oft er þeirri fullyrðingu fleygt fram að “allir keyri” langt yfir há- markshraða þjóðvega. Sem betur fer er það orðum aukið þó að ekki verði litið fram hjá þeirri staðreynd að “sumir” ökumenn virða ekki reglur um hámarkshraða. Nægir þar að vísa til reynslunnar. Þessi hópur er ekki ýkja stór en verður mjög áberandi í umferðinni hegð- unar sinnar vegna. Við tökum lít- ið eftir þeim sem eru á jöfnum eðli- legum ferðahraða. Þeir ökumenn stunda ekki sífelldan framúrakstur. Síðan eru þeir sem aka hægar ein- hverra hluta vegna og verða því stundum öðrum ökumönnum til tafa. Of hægur tillitslaus akstur er nefhilega ekki síður hættulegur en hraðakstur vegna hættunnar sem fylgir óþörfum ffamúrakstri. Til eru þeir sem stunda svokall- aðan miðlínuakstur, þ.e. aka stöðugt á miðjum vegi líkt og þeir haldi miðlínuna heita svo vegna þess að hún eigi að vera undir miðj- um bílnum en ekki til að skilja að umferð í gagnstæðar áttir. Þessir ökumenn hafa tamið sér venju sem verður mörgum vegfarendum til gremju og óþæginda. Ökumenn stórra bifreiða eru ekki öfundsverðir af hlutskipti sínu Sveinn Ingi Lýðsson á þjóðvegum landsins. Þeir aka breiðum, löngum og þungum bif- reiðum og verða þess vegna að sýna öðrum ökumönnum meiri tillits- semi sem felst fyrst og ffemst í hægari akstri og lipurð við umferð sem á eftir kemur. A þessu sést að mikið reynir á ökumenn stórra bif- reiða sem upp til hópa standa sig með prýði og eru öðrum til eftir- breytni. Samt er það svo að Iítill hópur þeirra stundar aksturslag sem hvorki samrýmist almennu siðferði né landslögum. Það geng- ur ekki að þessir ökumenn aki þess- um stóru bifteiðum eins og smábíl- um um þjóðvegina. A sama hátt þurfa aðrir ökumenn að sýna þess- um stóru bifreiðum tillitssemi og lipurð og gera sér grein fyrir oft erfiðri aðstöðu ökumanna þeirra. Góðir Vesdendingar. I sumar munu margir verða á faraldsfæti á vegum landsins. Sýnum dóm- greind og tillitssemi og ökum af á- byrgð. Þá mun okkur farnast vel því ... .mitt mál er ... .þitt mál. Sveinn Ingi Lýðsson Umferðaröryggisfulltrúi Vesturlands Skólastjóri sendir tóninn Ingi Steinar Gunnaugsson, skólastjóri Brekkubæjarskóla, er ekkert yfir sig hrifinn af ásýnd Akraness í pistli sem hann birtir á vefsetri Akraneskaupstaðar, www.akranes.is. Hann er þeirrar skoðunar að gott sé að búa á Akra- nesi en þar sé líka margt sem betur megi fara. Misljótar byggingar og skortur á fallegum opnum svæðum eru honum hugleikin. I pistii sínum segir Ingi Steinar m.a.: “Af byggingum reistum á síð- ustu fimmtíu árum, öðrum en í- búðarhúsum, er fátt sem gleður augað eða fangar athyglina vegna byggingaffæðilegrar sérstöðu eða sérstakrar reisnar. Myndir þú les- andi góður sýna gestum þínum feg- urð Sementsverksmiðjunnar? Það mannvirki er barn síns tíma en get- um við ekki farið ffam á að það líti þokkalega út, í það minnsta á góð- æristímum? Myndir þú stoltur sýna nýjustu viðbót við Fiskimjölsverk- smiðjuna, sem eigendur reyna þó að láta líta vel út, eða skóla staðar- ins sem upphaflega voru sæmilega stílhreinar byggingar en eru nú skrýmsli ótal viðbygginga? Þú vilt kannski sýna hvernig síðasta við- bygging sjúkrahússins nánast étur listasetrið okkar, það fagra hús, eða reisn ráðhússins okkar með öllu því krumsprangi sem þar er á hlaði.” Ferðamálagull Og hann heldur áffam: “Við tölum um að við þurfum að fá ferðamanna- gull í bæjarsjóð. Eigum við að keppa með sundlaugarrennibrautinni okkar við slík mannvirld í Stykkishólmi, Hveragerði, Akureyri að ónefndri höfuðborginni? Eigum við að keppa við söfhin í Reykjavík með nýjusm byggingu Byggðasafhsins, byggingu þeirrar gerðar sem reist var yfir síld- armjöl í mínum fæðingarbæ og þótti lítt til fegurðarauka? Ekki getum við slegið okkur upp á grænu svæðunum í bænum, en síðustu blettimir hverfa nú hver af öðrum, eða miðbæjartún- inu okkar, á ég að segja skrúðgarðin- um, þar sem nokkrar veiðibjöllur baða sig í regnvatni á vorin undir í- mynduðum trjám. Er þá ótalið gamakerfi bæjarins.” Skólastjórinn segir síðan í niður- lagi greinar sinnar: “Nú er kominn tími til að einhver segi: “Assgoti er karlinn neikvæður. Sá hlýmr að vera í fylu.” En það er ekki svo. Mér líður vel í okkar bæjarfélagi og þykir vænt um það og vil veg þess sem mestan eins og við sjálfeagt öll. Eg tel hins vegar augljóst að við höfum á marg- an hátt verið seinheppin í ákvarðana- töku varðandi mannvirki síðusm ára- mga og mættum hugsa meira um hugtök eins og sérstöðu, fagurffæði og reisn.” -SSv. * Eg bara spurði... Sigurður: Hvað þarf margar konur með fyrirtíðarspennu til að skipta um ljósaperu? Jóna: Eina. EINA!! Og veism AF HVERJU það þarf bara EINA? Af því að enginn annar á þessu heimili KANN að skipta um ljósaperu. Þeir vita ekki einu sinni hvenær Ijósaperan er ÓNÝT. Þeir myndu sitja í myrkrinu í ÞRJÁ DÁGA áður en þeir gæm einu sinni KOM- IST AÐ ÞVI að peran er ónýt. Og þegar þeir væru LOKSINS búnir að komast að því, þá gæm þeir ekki fundið perurnar, þó þær hafi verið I SAMA SKÁPNUM síðastliðin SAUTJÁN ÁR. En ef, fyrir eitt- hvert kraftaverk, þeim tækist að finna perumar, þá væri stóllinn sem þeir dróu innan úr stofu enn á sama staðnum fyrir neðan fjandans per- una TVEIM DÖGUM SEINNA!! OG ÞAR FYRIR NEÐAN VÆRU KRUMPAÐAR UMBÚÐIRNAR UTANAF @*!#$% PERUNNI! OG AF HVERJU?!? AF ÞVÍ AÐ ENGINN í ÞESSU HÚSI FER NOKKURN TLMAN ÚT MEÐ RUSLIÐ!! ÞAÐ ER FURÐA AÐ VIÐ HÖFUM EKKI ÖLL KAFNAÐ í RUSLINU SEM LIGGUR í TUTTUGU METRA HÁUM HRAUKUM UM ÖLL GÓLF. ÞAR ÞYRFTI FIMM HJÁLPARSVEITIR TIL AÐ TAKATIL HÉRNAÍ... Fyrirgefðu, hvað varsm að spyrja um?” A / / / / / Aaaaaa Tveir rosknir vinir, Jón og Hall- dór vora að leika golf einn góðan veðurdag, þegar Halldór sagðist ætla til Sigurgeirs tannlæknis dag- inn eftir til að fá nýtt sett af tönn- um. Jón sagðist hafa gert það sama fyrir tveim árum. „Er það virkilega?" sagði Hall- dór. „Og gerði hann þetta vel?“ Ja, ég var héma á golfvellinum í gær þegar náunginn á brautinni þama fyrir handan sló feilskot sem sveigði hingað yfir,“ sagði Jón. „Kúlan hefiur líklega verið á svosem eins og fjögurhundrað kílómetra hraða þegar hún lenti á eistunum á mér. Það,“ bætti hann við, „var í fyrsta sinn í tvö ár sem mér var ekki illt í tönnunum." Vík Þrír menn, Hallgrímur, Guð- mundur og Jónas eru hjá talmeina- fræðingi að reyna að losna við stamið sem hrjáir þá alveg ferlega. Talmeinaffæðingurinn er forknnar- fögur ung „megabeib" með allt á rétmm stöðum í réttum hlutföllum. Henni gengur samt frekar illa með þá þrjá félagana og það er alveg sama hvað hún reynir, henni tekst ekki að losa um stamið hjá þeim. Að endingu segir hún við þá að hún muni sænga með þeim ef þeim tekst að segja hvar þeir fæddust, án þess að starna. Hallgrímur segir „B-b-bo-bo-ol- ungar-v-v-v-vík“ og sest vonsvikinn niður aftur. Guðmundur segir „B-b-br-br- breiðdalsv-v-v-v-v-vík“ og sest líka niður augsýnilega ekki ánægður. Jónas segir hátt og skýrt „Vík.“ Talmeinafræðingurinn er hissa, en rífur í hann og dregur hann inn í næsta herbergi. Þaðan berast alls kyns hljóð sem samfara era samför- um og eftir rúman hálftíma koma þau ffani affur, stúlkan ánægð á svip, en Jónas með heimslculegt glott á andlitinu. Áður en hún heldur tímanum á- fram spyr talmeinafræðingurinn hvort einhver þeirra þriggja hafi eitthvað til málanna að leggja. Jónas réttir þá upp höndina og seg- ir „I Mý-mý-mý-mý-mýrdai.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.