Skessuhorn - 22.06.2000, Blaðsíða 7
únmsunui^:
FIMMTUDAGUR 25. JUNI 2000
7
Umtalsverð lækkun rekstrargjalda í Snæfellsbæ
Abrif sameiningar að koma fram
- segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri
Umtalsverð lækkun varð á rekstr-
argjöldum Snæfellsbæjar í hlut-
falli af skatttekjum á árinu 1999
samanborið við 1998 samkvæmt
ársreikningum sveitarfélagsins
sem nú liggja fyrir. Arið 1998
voru almenn rekstrargjöld sveit-
arfélagsins 89% af skatttekjim en
á síðasta ári var hlutfallið 80%.
Skatttekjur Snæfellsbæjar á árinu
1999 voru 357 milljónir króna en
íjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 330
milljónum. Rekstur málaflokka að
frádregnum sértekjum nam 287
milljónum. Heildargjöld voru 376,5
milljónir en áædun gerði ráð fyrir
377 milljónum.
Skuldir sveitarfélagins jukust úr
423 milljónum króna í árslok 1998 í
469 milljónir um síðustu áramót.
Skuldaaukningin skýrist af gjald-
færðri ijárfestíngu íþróttahússins
upp á 73 milljónir
króna.
357 milljónir króna í
skatttekjur. Áætlun 330
milljónir. Rekstur
málaflokka 287 milljón-
ir.
“Eg er að sjálfsögðu
ánægður með að fjár-
hagsáætlun skuli halda
svo vel sem raun ber
vimi,” segir Kristinn
Jónasson bæjarstjóri
Snæfellsbæjar. “Út-
gjaldaramminn stenst nánast hund-
rað prósent en tekjuaukningin er
mun meiri en ráð var fyrir gert. Það
leiddi af sér að lántaka vegna stór-
ffamkvæmda var mun minni en ætl-
að var. Fjárhagsáædun gerði ráð fyr-
ir lántöku upp á 130 milljónir en
reyndin varð 75 milljónir.”
Kristinn kveðst telja
að áhrif sameiningar
sveitarfélaganna sem í
dag mynda Snæfells-
bæ sé að skila sér í
bættri afkomu. “Sam-
legðaráhrif í nýju
sveitarfélagi eru að
koma fram fyrst núna
fyrir alvöru. Þá hafa
ýmsar ráðstafanir ver-
ið gerðar til sparnaðar
án þess að það hafi
komið niður á þjón-
ustu við íbúana. Síðast en ekki síst
hefúr afkoman í sjávarútvegi verið
góð að undanfömu og það hefur að
sjálfsögðu mikil áhrif á afkomu bæj-
arsjóðs í sveitarfélagi þar sem stór
hluti íbúanna lifir á því sem sjórinn
gefúr,” segir Kristinn.
GE
Kristmn Júnasson bœjarsqóri.
Með henni á myndinni eru Stefán Kalmansson bœjarstjóri Borgarbyggðar og Stefán
Gíslason umhverfisstjómunatfræóingur sem hefur umsjón með jarðgerðarverkefni
Borgarhyggðar.
Mynd: GE
Heimajarðgerð
Tuttugu og fjögur heimili í Borg-
arbyggð sóttust eftir þátttöku í
jarðgerðarverkefúi í Borgarbyggð
en í vor var auglýst eftir tuttugu að-
ilum til að stunda heimajarðgerð í
tílratmaskyni. Akveðið hefur verið
að gefa öllum tunsækjendum kost á
að taka þátt í verkefninu og fá þar
til gerða jarðgerðarkassa gegn
vægu gjaldi. Fyrsm kassarnir voru
afhentir þann 16. júní sl. og kom
það í hlut Kolfinnu Jóhannesdótmr
bæjarfulltrúa og formanns Nátt-
úruvemdarráðs að taka við fyrsta
kassanum.
Markmiðið með tilraunaverkefni
í heimajarðgerð er að smðla að
flokkun á lífrænu sorpi og endur-
vinnslu eftir því sem hægt er. A
næsm mánuðum er stefnt að því að
flokkun á lífrænu sorpi verði tekin
upp í leikskólum og grunnskólum í
Borgarbyggð og einnig er vonast til
að fleiri heimili bætist í hópinn
innan tíðar.
GE
Oánægja
með mótor
krossbraut
Nokkur óánægja er meðal starfs-
manna í Ahaldahúsi Snæfellsbæjar
vegna hugsanlegs sandfoks af mót-
orkrossbraut sem nýlega hefúr verið
gerð á Breiðinni.
“Okkur finnst það skjóta skökku
við að leggja mótorkrossbraut í
Breiðinni þegar Vegagerðin vinnur
við að reyna að hefta sandfbk hinum
megin við veginn,” sagði Pétur
Bogason verkstjóri í Ahaldahúsinu
þegar blaðamaður Skessuhoms
ræddi við hann. “Eg veit til þess að
margir gamlir starfemenn innan okk-
ar raða era ekki ánægðir með þetta.
Ef það gerir norðanhvell þama í
Breiðinni þá fykur sandurinn upp og
leggst á bíla og gróður. Við höfúm á-
hyggjur af þessu og finnst þetta und-
arleg staðsetning á brautinni.”
Om Tryggvi Johnsen, bæjarverk-
firæðingur hjá Snæfellsbæ, segir
brautinni hafa verið komið fyrir
þama vegna nálægðar við sandnám-
ur á svæðinu. “Það var sett sldlyrði
fyrir því þegar umsókn mótorkross-
manna var samþykkt að þeir sæju um
landgræðslu og sáningu að loldnni
lagningu brautarinnar,” sagði Öm
Tryggvi. “Auðvitað höfúm við á-
hyggjur, en eigum við ekld að bíða til
haustsins og sjá hvemig til tekst”
EE
Sérkennileg umferðarmenning
Umferðarmenning á Akranesi er oft með afar sérstœðum hætti. Blaðamaður Skessuhoms átti leið um Laugarbraut um helgina og stóðst
þá ekki freistinguna að taka þessa mytid. A henni getur að líta sex bifreiðar. Þremur þeirra er lagt öfugt miðað við umferðarstefru og
einni þessara þriggja þar að auki lagt við gangstétt á gatnamótum. Bifreiðin sem er næst okkur til hægri getur hins vegar títt að stöðu
sinni gert, svo lasímrða er hún. Þetta hræ hefur verið á þessum stað í nokkrar vikur án þess að heilbrigðisyftrvöld eða ónnur þar til bær
yfrrvöld hafi séð ástæðu til að hrófla við henni. -SSv.
UPPBOÐ
Þriðjudaginn 4. júlí nk. kl. 14:00,
að Sturlu-Reykjum, Reykholtsdal,
Borgarfjarðarsveit, verður boðið upp eitt
óskilahross, hafi þess ekki verið vitjað af
1 eiganda sínum.
j Um er að ræða rauðblesóttan fullorðinn hest,
I taminn en ómarkaðan.
je
C
3
1 Borgamesi 22. júní 2000
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
V_____________________________________________J
Augíysing
Um deilishipulag í
Kolbeinsstaðurhreppi
Snæfellsnessýsíu
Samkvæmt ákvæðum 18. og 25 gr.
skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
er hér með lýst eftir athugasemdum við
tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöð
að Syðri-Rauðamel Kolbeinsstaðarhreppi.
Tillagan nær til 30 hektara lands skammt
norðan heimreiðar að Syðri-Rauðamel.
Tillagan gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss,
athafnahúsnæðis, tveimur keijum fyrir
seiðaeldi, sveltitjöm, tjöm fyrir klakfisk og
sláturtjöm. Einnig hreinsibúnaði með
hraunfilter.
Tillagan ásamt byggingar og
skipulagsskilmálum liggur frammi hjá
oddvita Kolbeinsstaðarhrepps
Hallkellsstaðarhlíð og skipulagsfulltrúa
Hrossholti frá 22. júní til 20. júlí 2000 á
. venjulegum skrifstofutíma.
S
i
Athugasemdum skal skila fyrir
3. ágúst 2000 og skulu þær vera skriflegar.
Skipulags og byggingarfulltrúi.
i ..1 "i
\fk,„Æ.
JASON hdl.
logg. 'lJasteígna- og skipasali
Borgarbraut 61
310 Borgarnes
Sími: 437-1700
Fax: 437-1017
Nýtt á söluskrá
Skúlagata 19A, Borgarnesi.
íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi, 155 ferm. Forstofa
flísalögð, hol og stofa parketlagt. Eldhús dúklagt,
viðarinnrétting. Baðherbergi dúklagt, flísar á veggjum,
kerlaug/sturta. Þrjú svefnherbergi, eitt dúklagt, tvö
teppalögð. Á neðri hæð er geymsla, sameiginlegt
þvottahús og aukainngangur. Stórar hellulagðar
| svalir/plan.
2
s
I Verð: kr. 12.000.000.