Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 22.06.2000, Blaðsíða 5
SKESSUHÖBKI FIMMTUDAGUR 25. JUNI 2000 5 Fyrirspurn til orðunefndar, sem ákveður hveijir skulu fá hina íslensku fálkaorðu: Ágæta orðunefnd. Fyrir forsetakosningar 1996 gaf verðandi for- seti, herra Ólafur Ragnar Grímsson, sterklega í skyn að hann hefði hug á að beita áhrifum sínum til að hreyta hefðum varðandi veitingu fálkaorð- unnar, þannig að hún yrði ekki jafn innihalds- laust glingur handa embættismönnum og félags- málatröllum og flestum hafði þótt hún vera um langt skeið. Hann talaði um að frekar ætti að veita fálkaorðuna þeim sem einhver raunveruleg afrek hefðu unnið, og nefndi sérstaklega - ef ég man rétt - fólk sem bjargað hefði mannslífum. Vill nú orðu- nefnd upplýsa mig (og þjóðina) um það hvers vegna orðunefnd hefur í vaxandi mæli gengið ger- samlega 1 herhögg við þessar óskir forsetans, svo að fálkaorðuveitingar eru nú aftur orðnar jafn íyr- irsjáanlegar og þær voru - hafi þær þá eitthvað breyst. Þann 17. júní veitti forseti fjórtán einstakling- um fálkaorðuna samkvæmt tillögu orðunefndar. Þar voru fjórir biskupar og vígslubiskupar, for- maður Prestafélagsins, formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar í Reykjavík, organistinn í Reyk- holti, frammákona í KFUK, bæjarstjórinn á Sel- tjamamesi, forseti Alþingis, tveir ráðherrar og tveir listamenn - Rannveig Fríða Bragadóttir söngkona og Vilborg Dagbjartsdóttir ljóðskáld og kennari í áratugi. Getur orðunefhd með góðri samvisku haldið því fram að þessi hópur samsvari þeim ským óskum sem verðandi forseti setti fram í aðdraganda kosninganna fyrir fjórum árum? Vill orðunefnd gera svo vel að skýra mér, sem ís- lendingi, frá því hvað einmitt þetta fólk hefur unnið til þess að það sé heiðrað með fálkaorðu í mínu nafni og annarra landsmanna? Rétt er að taka ffam að ég efast ekki um að allt þetta fólk hafi unnið sín störf gegnum tíðina af samviskusemi og dugnaði. En gaman væri að heyra um raunveraleg afrek sumra þeirra - þau afrek sem Ólafur Ragnar vildi að yrðu að undir- stöðu fálkaorðunnar, frernur en vanaleg embætt- isstörf. Ef orðunefnd svarar því til að það séu hefðir fyrir því að fólk sem gegni stöðum af því tagi sem hér um ræðir hafi fálkaorðuna til að skreyta sig með í boðum, hérlendis og erlendis, þá vil ég fá svar við annarri spurningu: Hefur orðunefnd lát- ið kanna hvort íslenska þjóðin - sem í orði kveðnu veitir fálkaorðuna - hefur einhvern áhuga á að við- halda þeim hefðum? Eða er þetta bara skraut sem þeir sem telja sig vera „heldra fólkið“ í samfélag- inu telur sig verða að hafa til að dingla hvert fram- an í annað í veislunum, án þess að þetta skipti hugsanleg afrek viðkomandi nokkm máli? Hefur orðunefnd lista yfir fólk sem langar í orður og tel- ur sig verða að fá þær, em þær sjálfkrafa veittar tilteknum embættum - og þá, að ósk hvers? Ég hef ekki óskað eftir því, og ég hélt að forseti ís- lands óskaði heldur ekki eftir slíku innihalds- lausu tildri. Vill orðunefnd gera svo vel að svara mér skýrt og skorinort - eftir hvaða reglum fer hún? Og hver hefur sett þær reglur? Og af hveiju er þeim ekki breytt, til að fjöldinn allur af vesalings fólki þurfi ekki að gera sig hlægilegt með því að þrá þetta drasl (því drasl er það þegar það er veitt á þennan hátt) og punta sig síðan með í partíum sem það heldur hvert fyrir annað, til þess að fá sjaldgæf tækifæri til að bera orðurnar sínar? Og einu vil ég alveg sérstaklega fá svar við: Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra fær stór- riddarakross. Vilborg Dagbjartsdóttir fær ridd- arakross. Virðulega orðunefnd: Ég er þeirrar skoðunar að Vilborg Dagbjartsdóttir sé allrar æm verð. Hún er skáld gott og rómaður kennari. Ég geri enga athugasemd við að hún hafi fengið fálka- orðuna, þó mér sýnist á öllu að listamenn eins og hún séu yfirleitt notaðir til að friða ýmsa þá sem ella kynnu að setja sig upp á móti orðuveitingar- pijálinu. Það er varla hægt að gagnrýna fálkaorðu- veitingu þar sem Vilborg Dagbjartsdóttir fær riddarakross. Enda geri ég það ekki. En hvers vegna fær hún riddarakross en Sólveig dómsmálaráðherra STÓR-riddarakross? Vilhorg hefur hvorttveggja ort og kennt í áratugi, Sólveig hefur verið dóms- málaráðherra í rúmt ár og þó hún hafi vafalaust gert ýmislegt nýtilegt á þeim tíma veit ég ekki til að hún hafi unnið sérstök afrek í þágu íslensku þjóðarinnar. Nema að láta innrétta klósett fyrir átta milljónir. Það er vissulega nokkurt afrek - fær Sólveig stórriddarakrossinn fyrir það, eða eitt- hvað annað? Það hlýtur að vera eitthvað úr því orðunefnd metur eins árs ráðherradóm hennar meira en ævistarf Vilborgar Dagbjartsdóttur - en tojlett-ferðir hennar hafa aldrei kostað skattgreið- endur í landinu krónu. Athugið að þetta er opinber fyrirspurn, sem ég ætlast til að fá svar við - ef orðunefnd getur gefið sér svolitla stund frá mikilvægum störfum sínum við að vega og meta ýmisleg afrek íslendinga. Ég er viss um að Skessuhorn getur séð af svolitlu plássi til að birta hin vafalítið forvitnilegu svör orðanefndar um til dæmis hin mikilfenglegu afrek sóknarnefhdarformannsins í Dómkirkjunni í Reykjavík - og alveg sérstaklega Sólveigar Pét- ursdóttur. Illugi Jökulsson Til sölu verkstæðishús í Reykholti I Reyholti er til sölu 90 fermetra verkstæðishús. Húsið er steinsteypt og upphitað með hveravatni. I húsinu er þriggja fasa rafmagn. Einnig er mögulegt að fú allt húsið keypt en það er samtals 180 fermetrar. Upplýsingar veitir Þórir í síma 894 7740 Hróður frá Refsstöðum verður til afnota í Stóra-Ási, Hálsasveit eftir Landsmót (um lO.júlí) F: Léttir frá Stóra-Ási (fulltrúi Faxa í A-flokk á Landsmót) Ff: Kolfinnur frá Kjarnholtum Fm: Harpa Frá Stóra-Ási M: Rán frá Refsstöðum Mf: Náttfari frá Ytra-Dalsgerði Mm: Litla-Ljót frá Refsstöðum . Dómur, Vindheimamelum 3.6.00 5 vetra. 1 Sköpulag: 8,5- 8,0- 8,0- 8,0- 8,0- 7,5- 7,5- 8,5=7.94 | Hæfileikar: 9,0- 8,5- 5,5- 8,5- 8,5- 8,5- 8,0= 8.16 1 Aðaleink: 8,08 (Fyrir Landsmót verður hann á Þingeyrum í A-Hún.) Hafíð sarnband við: Gísla og Mette s. 452 4361 / 897 7335 s. eða Kolbein og Láru s. 435 1394 GÆTTUAÐHVAR AUGLÝSINGIN ÞÍN LINDIR SKESSUHORN - ENGINNRUSL-PÓSTUR! L Eygló Lind Egilsdóttir Gunnlaugsgötu 4 Borgar- NESI, (LENGST TIL HÆGRIA MYND), FYLLIR FL4LFA ÖLD ÞANN 21. JÚNÍN.K. Hún er A förum til Barcelona í ævintýraferð ásamt göngufélögum, að ganga um þjóðgarða Span- verja í Pyreneafjallgarðinum. Laugardaginn 24. JÚNÍ MUN HÚN FAGNA ÞESSUM TÍMAMÓTUM OG HAFA OPIÐ HÚS FRA KL. 16 OG LEGGJA UNDIR SIG GÖTUNA (A.M.K. Q^eitingastaðurinn við Q^índas hestamannavelli ^ Opið alla daga frá kl. 10:00 Réttur dagsins alla daga kr. 750 Súpa dagsins með brauði kr. 300 Pylsur; hamborgarar, samlokur og ýmsir réttir t.d. svínakótilettur, lambakótilettur o.m.fl. Alltaf eitthvað gott með kaffinu Fallegt útsýni Qi^erið velkomin Q^eitingastaðurinn við Q^índás sími 437 2250 ' / ff'/niuiti i ii i

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.