Skessuhorn - 22.06.2000, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 25. JUNI 2000
SSESSIÍH0BRJ
Eins og meöfylgjandi mynd sýnir glögglega er bifreiöum iöulega lagt viö noröanverö hom Akurgeröis og Kirkjubrautar. Ef vel tekst til
má sjá blómvendi á og viö umferöarskiltiö hægra megin á myndinni. Blómin eru til minningar um unga manninn sem lést í slysinu.
Slysagildra í miðbænum
Banaslys sem varð á gatnamót-
um Akurgerðis og Kirkjubrautar
á Akranesi í síðustu viku hefur
vakið upp þá spumingu hvort
ekki sé ástæða til þess að grípa til
aðgerða á þeim gatnamótum.
Algengt er að bifreiðum sé lagt
vestanmegin á Kirkjubrautinni,
nánast við gatnamótin. Við bif-
reiðastöður á horninu er ökumönn-
um, sem ætla að aka frá Akurgerði
inn á Kirkjubraut til norðurs, byrgð
sýn þannig að veruleg slysahætta
hlýst af. Astæða hlýtur að vera til að
taka harðar á bifreiðastöðum á
þessu horni, þar sem almenn regla
um að ekki megi leggja bifreiðum
nær homi en fjóra metra er iðulega
brotin.
Skúli Lýðsson, bygginga- og
skipulagsfulltrúi Akraneskaupstað-
ar, tekur undir það að ólöglegar bif-
reiðastöður séu víða hreinasta plága
í bænum. Hann vekur hins vegar
athygli á því að á þessu umrædda
horni gildi stöðvunarskylda sem
geri kröfur um ítrustu aðgát þegar
ekið er inn á Kirkjubraut.
“Hvort þetta slys verður til þess
að bifreiðastöður verði bannaðar
lengra frá horni en nú er skal ósagt
látið en það verður að minnsta kosti
skoðað með hvaða hætti bæta má
öryggi á gatnamótunum,” segir
Afram þensla
á vinnumarkaði
Samkvæmt nýútkomnu riti
Vinnumálastofhunar um stöðu og
horfur á vinnumarkaði nú í vor kem-
ur m.a. ffarn að aukin eftdrspum
verður eftír vinnuafli næstu mánuði.
Gildir það um flestar atvinnugreinar,
einkum þó byggingariðnað og iðnað
af ýmsu tagi. Sú eftírspurn birtist
mest á höfuðborgarsvæðinu og á
þeim landssvæðum sem næst liggja
og er þá Suðurland og Vesturland
meðtalin. Reiknað er með viðvar-
andi skorti á vinnuafli í þessum at-
vinnugreinum í sumar og haust.
Aukinni eftirspum er einnig spáð í
fiskvinnslu, samgöngum og flutn-
ingastarfsemi á landsbyggðinni.
I skýrslunni kemur einnig fram að
langtímaatvinnuleysi er meira á höf-
uðborgarsvæðinu en á landsbyggð-
inni og er það einnig meira meðal
kvenna en karla. Líkt og undanfarin
misseri er atvinnuleysi á Vesturlandi
með því minnsta á landinu. MM
Níu punda
uniði
Byrjað var að selja veiðileyfi á
Arnarvatnsheiði um síðustu
helgi. Nokkur umferð veiði-
manna var strax í opnuninni og
fóra flestir í Ulfsvatn. Veiði var
nokkuð góð og meðal annars
veiddist 9 punda urriði í vatninu á
sunnudag. Upplýsingar um veiði
og færð á Arnarvatnsheiði eru
veittar í Þjónustumiðstöðinni í
Húsafelli þar sem veiðileyfi em
einnig seld.
MM
Aðkoma að stjómsýsluhúsinu á Akranesi stórbætt:
Tólf milljóna
króna andlitslyfting
Aökoman aö stjómsýsluhúsinu er nú öll önnur en hún var áöur. Snyrtileg bílastæöi eru
römmuö inn afgrasi vöxnum eyjum. Gangséttin á miöri myndinni vekurþó nokkra
furöu vegfarenda þvt hú?i liggur ekki aö aöalinngangi hússins heldurfi m hjá honum og
endar beint fyrir framati verslunarglugga!
Mikil andlitslyfting hefur verið
gerð á aðkomunni að stjómsýslu-
húsinu við Stillholt að undanfömu.
Skúli Lýðsson, bygginga- og skipu-
lagsfulltrúi, segir í samtali við
Skessuhorn að stefnt sé að því að
framkvæmdum Ijúki um mánaða-
mótin og að heildarkostnaður við
verkið nemi 12 milljónum króna.
Inn- og útakstursleiðum af bíla-
stæðum við götuna hefur verið
breytt mjög til hins betra og lagðar
hafa verið þökur á svæði utan með
stæðunum og myndarlegum trjám
plantað til skrauts. Upphækkuð
hellulögð gangstétt liggur nú frá
aðalinngangi hússins, þvert yfir
bílastæðin, og þjónar um leið hlut-
verki hraðahindrunar en umferð á
svæðinu hefur verið hröð.
Líklegt er að hinar nýju inn- og
útakstursleiðir við stjórnsýsluhúsið
kæti ökumenn mjög því margsinnis
lá við stórslysum við gömlu bráða-
birgðainnkeyrslurnar, þar sem ó-
gemingur var að bílar gætu mæst.
Skúli segir þetta hafa verið bráða-
birgðalausn og staðsetningu inn-
keyrslanna hafa helgast af því hvar
bundið slitlag hafi verið fýrir.
Markmiðið hafi verið að halda
kostnaði í lágmarki. “Aðkomuleið-
um að bílastæðunum hefur nú ver-
ið fækkað úr fjómm í tvær og mér
sýnist vel hafa til tekist,” segir Skúli
Lýðsson. -SSv.
Illa hirt hús á Akranesi
í sigtínu hjá yfirvöldum:
Málningarskortur
fyrir dómstóla?
Þrátt fyrir að mikill meirihluti
bæjarbúa á Akranesi sinni við-
haldi húsa sinna og Ióða af mik-
illi kostgæfni eru alltaf nokkrir
skussar sem ekki láta sér segjast
þrátt fyrir ábendingar og vin-
samleg tilmæli.
Erlendur ferðamaður, sem
blaðamaður Skessuhorns hitti að
máli á Akratorgi fyrir helgina,
undraðist málningarskort og sér-
kennilegt litaval sumra húsa. Hann
bætti því við að sum húsanna virt-
ust að auki að niðurlotum komin.
Ferðamaðurinn er ekki einn um
þetta viðhorf því umhverfis- og
heilbrigðisnefndir Akraneskaup-
staðar hyggja á átak til úrbóta í
þessum efnum á árinu.
Þegar Skessuhorn innti Skúla
Lýðsson, bygginga- og skipulags-
fulltrúa Akraneskaupstaðar, eftir
því hvort ekki væri hægt að skikka
eigendur húsa til þess að mála þau
sagði hann það ekki svo einfalt. “I
þeim tilvikum sem eigendur húsa
era ekki samvinnuþýðir geta mál
oft tekið langan tíma og þurfa jafn-
vel að fara fyrir dómstóla ef beita á
hörku,” segir Skúli. -SSv.
Engar ráðstafanir
Segir framkvæmdastjóri Spalar
Eins og sagt hefur verið frá í
fréttum sá ekki á Hvalfjarðar-
göngunum eftir jarðskjálftann, en
mörgum þótti jarðskjálftar
áhyggjuefni þegar stóð til að þau
yrðu byggð. Að sögn Stefáns
Reynis Kristinssonar, framkvæm-
dastjóra Spalar, kemur þetta þeim
ekki á óvart og þeir hyggjast ekki
gera neinar varúðarráðstafanir.
“Við eram alveg afslappaðir. Þetta
er einn öruggasti staður að vera á í
jarðskjálfta, jarðskjálftabylgjan fer
efrir yfirborðinu en ekki ofan í
jörðina. Það má mikið ganga á áður
en eitthvað gerist þar.” Stefán
neftiir máli sínu til stuðnings að
þegar gífurlegur jarðskjálfti reið
yfir í Japan fyrir nokkrum ámm
voru a.m.k. fimm jarðgöng á
svæðinu sem öll stóðust skjálftann á
meðan hús hmndu til gmnna og
hundruðir þúsunda manna létust.
SÓK
Heimajarðgerðarstöð
fyrir blokldr
Á fundi umhverfisneftidar Akra-
ness sem fram fór fyrir skömmu
kom fram tilboð ffá Vistmönnum
ehf. um miðlæga heimajarðgerðar-
stöð sem hentar blokkum. Nefndin
lýsti yfir áhuga sínum á að skoða
þetta tilboð og vísaði erindinu áffarn
til starfshóps. Að sögn Hraftikels
Proppé, garðyrkjustjóra Akraness,
líkist þetta einna helst þeirri jarð-
gerð sem ffam fer á Hvanneyri.
Hann segist þó ekki eiga von á að
neitt verði gert í málinu að sinni.
“Þetta á að taka til reynslu í
Reykjavík og Hafnarfirði. Ætli við
skoðum ekki bara hvemig sú þróun
gengur og tökum ákvörðun út ffá
því.” SÓK
fíýhurar
Nýfæddir
Vesdendingar eru
boðnir velkomnir í
heiminn um leið og
nýbökuðum for-
eldrum eru færðar
hamingjuóskir.
lö.júní kl 21:36-Meybam-Þyngd:
4080-Lengd:S2 cm. Foreldrar: Elín O-
lafsdóttir og Arnar Páll Eyjólfsson,
Reykjavík. Ljósmóöir: Lára Dóra Odds-
dóttir.
12.júnt kl 19:18-Meybam-
Þyngd:3695-Lengd:53 cm. Foreldrar:
Dóróthea Elísdóttir og Hilmar Þór Há-
konarson, Borgamesi. Ljósmóöir: Bára
Jóseftdóttir.
16.júní kl 12:43-Sveinbam-
Þyngd:3945-Lengd:52 cm. Foreldrar:
Sigrún Ögn Siguröardóttir og Bjami
Þór Traustason, Borgamesi. Ljósmóöir:
Anna Bjómsdóttir.