Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2000, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 10.08.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. AGUST 2000 ■.KMni...: ! : W W W. SKESSUHO Borgarnesi: Borgorbraut 49 Sími: (Borgames Akranesi: Suðurgötu 65, 2. hæð Fax: (Borgames) RN.IS og Akrones) 430 2200 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VTRKA DAGA skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is internet@islensk.is sigrun@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is Útgefandi: Islensk upplýsingatækni 430 2200 Framkv.stjóri: Magnús Magnússon 894 8998 Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 892 4098 Internetþjónusta: Bjarki Már Karlsson 899 2298 Blaðamenn: Sigrún Kristjánsd., Akranesi 862 1310 Auglýsingar: Hjörtur Hjartarson 864 3228 Fjármól: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 431 4222 Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdóttir og fleiri Umbrot: Tölvert Prentun: Ísafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla flmmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2200 Húsa- skjól Gísli Einarsson, ritstjóri. Á vordögtim sópaði ég saman föggum mínum og fjölskyldu og flutti búferlum í landnám Skallagríms Kveldúlfssonar. Þá óraði mig ekki fyrir því hvaða afleiðingar sú byggðaröskun myndi hafa fyrir samfélagið. Eg gerði mér því miður ekki nokkra grein fyrir því hvað andlitsfegurð mín og útgeyslun hefði gífurlegt aðdráttarafl eins og nú hefur komið á daginn. Frá þeim degi er ég bar húsbóndastólinn og fjarstýringuna inn í mín nýju híbýli hefur öll byggðaþróun verið á þann veg að allir vilja flytja í Borgarnes. Fyrirtæki af ýmsum stærðum og gerðum hafa nú í hyggju að flytja þangað sína starfsemi og út- ht er fyrir að störfum fjölgi það mikið að ég komist ekki yfir allt saman einn og óstuddur. Því eru líkur á að fleiri kunni að fara að fordæmi okkar Skallagríms heitins og setji sig niður á þessu mjóa og grýtta nesi. Vandamáhð er hinsvegar það að þótt vonandi hafi þetta fólk nóg fyrir stafhi í vinnunni má bú- ast við að það vilji skjótast heim til sín annað veifið. Til þess að svo megi vera þarf fólkið að eiga einhvers staðar heima og þar liggur vandiim. Þótt bæjaryfirvöld hafi árum og áratugum saman hvatt fólk um heim allan til að flytja í þetta ágæta sveitarfélag þá hefur þeim sjálfsagt ekki grunað að neinn tæki það alvarlega. Að minnsta kosti var greinilega ekki gert ráð fyrir að fólk myndi vilja búa í Borgamesi yfir heila nótt. Um leið og ég hafði numið land var allt húsnæði uppurið og þá var farið að huga að því að rista torf og ganga fjömr í leit að reka. Þegar Skallagrímur flutti í Borgarnes var líka skortur á hús- næði og hafði verið síðustu milljón árin í það minnsta. Hann réði bót á því á fáeinum dögum enda hagur maður á jám, tré og kjöt. Skallagrímur þurfti nefnilega ekki að eiga við verk- fræðinga, arkitekta, umhverfisffæðinga né embættismenn af neinu tagi. Hann þurfti ekki að auglýsa svæðisskipulag, aðal- skipulag né deiliskipulag. Hvað þá að ffamkvæma grenndar- kynningu eða umhverfismat. Hann byggði það sem hann vildi, þar sem hann vildi þegar honum bauð svo við að horfa. Það sem bæjaryfirvöld í Borgarbyggð áttuðu sig ekki á var að síðan Skallagrímur stóð í byggingaframkvæmdum hafa orðið ýmsar breytingar á skiplagslögum. Þeir sem áhuga hafa á að flytja í Borgarnes gæm því þurft að standa á Borgarfjarðar- brúnni í einhverja mánuði áður en hægt er að hleypa þeim inn í bæinn. Auðvitað gildir þetta ekki aðeins um Borgames. Oll sveitar- félög á Vesturlandi eiga það á hættu að einhverjir kunni að vilja búa þar í ffamtíðinni. Vesturland er vel í sveit sett og ákjósan- legt til ábúðar fyrir margra hluta sakir. Áratugum saman höf- um við líka beðið algóðan Guð og misgóða pólitíkusa að snúa byggðaþróuninni við en þegar menn biðja og vona verða þeir að gera sér grein fyrir hvað þeir ætla að taka til bragðs ef svo ólíklega vildi til að óskin rættist! Gísli Einarsson, flutningamaður. Vegamálastjóri, sýslumaður Mýra og Borgarjjarðarsýslu, formaður umferðarráðs, og ráð- herrar dóms- og samgöngumála voru viðstödd afhjúpun varúðarskiltisins á Seleyri. MyndMM Ný vamaðarsldlti Stjórnvöld hvetja nú til bættrar umferðarmenningar með sérstök- um merkingum við slysasvæði á þjóðvegum landsins. „Bætt um- ferðarmenning, burt með mann- fórnir,“ er yfirskrift átaks dóms- málaráðherra í sérstöku átaki til bættrar umferðarmenningar. Síð- astliðinn föstudag var formlega af- hjúpað á Seleyri við Borgarfjarðar- brú hið fyrsta af nýjum vegamerkj- um sem sett verða upp við hættu- lega staði við þjóðvegi landsins. Það voru Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra og Sólveig Péturs- dóttir dómsmálaráðherra sem það gerðu. Á nýju skiltunum koma fram að- varanir til ökumanna um hættur sem framundan eru, svo sem krappar beygjur, einbreiðar brýr Fiskaflinn á Vesturlandi var rúm- lega 14.000 tonnum meiri fyrstu sex mánuði ársins en á sama tímabili 1999. Mestu munar um að 10.000 tonnum meira af loðnu og um 4000 tonnum meira af þorski barst að landi til hafna á Vesturlandi auk þess sem 1.500 tonna aukning varð í úthafskarfanum. Skel- og krabba- dýraafli hefur hins vegar dregist saman og á landsvísu er það um Helgina 18. til 20. ágúst nk. verð- ur hrint af stað nýju verkefini í skógrækt hér á landi. Það nefhist aldamótaskógar og er viðamikið gróðursetningarverkefini í tílefhi 70 ára afmælis Skógræktarfélags Islands. Helstu styrktaraðilar þessa verkefiiis eru Búnaðar- banki Islands og Umhverfissjóð- ur verslunarinnar. Grunnhugmyndin á bak við verk- efnið er að gróðursettar verði jafh margar plöntur og fjöldi Islendinga segir til um. Aldamótaskógar eiga í ffamtíðinni að verða útivistarsvæði almennings og er markmið skóg- ræktarfólks að þeir verði þekktir sem slíkir. Aldamótaskógamir verða ræktað- ir á 5 stöðum á landinu. Akveðið hefur verið að á Vesturlandi verði þeir staðsettir í Reykholti, en eig- andi jarðarinnar, Prestssetrasjóður, hefur lagt til landið, alls 150-170 hektara. Það em skógræktarfélögin ffá Hvalfirði, Borgarfirði, Akranesi, Um síðustu mánaðamót hóf Spölur hf að bjóða ökunemum upp á æfingaakstur í Hvalfjarðargöng- um. Okunemar í fylgd með öku- kennara geta nú fengið ókeypis eina ferð undir fjörðinn en í nýrri námskrá fyrir ökukennslu er kveðið eða vegarkafla þar sem slys hafa verið tíð. Texti skiltanna fer eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. I þessum áfanga hafa þessi varnað- armerki verið sett upp á nokkrum stöðum í Borgarfirði, Skagafirði, á Snæfellsnesi, í Olfusi og á Reykja- nesbraut við Kúagerði. Það er Vegagerðin, Umferðar- ráð, ríkislögreglustjóri og dóms- málaráðuneytið sem haft hafa sam- ráð um þessar nýju merkingar. Við afhjúpun skiltisins sagði Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra að engin einföld lausn væri á umferð- arvandanum og það sem til þyrfri væru margháttaðar aðgerðir og víðtæk samstaða. Umræðan þyrfri að vera lifandi og stöðugt þurfi að halda uppi fræðslu, áróðri og sí- virku eftírliti lögreglu. rúm 4 þús. tonn ffá 1999, rúm 18 þús. tonn frá 1998 og tæplega 23 þús. tonn ffá 1997. K.K. Afli á Vesturlandi Janúar-júní 2000 1999 Þorskur 26.685 22.841 Úthafskarfi 3.679 2.089 Loðna 49.052 39.512 Kolmunni 576 221 Samtals 93.410 79.319 Snæfellsnesi og úr Dalasýslu sem standa að gróðursetningunni í Reykholti en fyrirhugað er að hún fari þar ffam laugardaginn 19. ágúst og plantað verði um 10 þúsund plöntum. Það verður Skógræktarfé- lag Borgarfjarðar sem mun hafa um- sjón með aldamótaskóginum í Reykholtí í ffamtíðinni. Að sögn Guðmundar Þorsteinssonar for- manns félagsins eru allir sem áhuga hafa velkomnir til að taka þátt í gróðursetningunni annan laugardag og beinlínis hvattír til að koma. Plöntun hefst klukkan 10 í Reyk- holti og hátíðardagskrá klukkan 14, þar sem plantað verður 70 trjám, einu fyrir hvert ár Skógræktarfélags Islands. Dagskrá verður bæði í tón- um og tali auk þess sem grillveisla verður fyrir þátttakendur. Guð- mundur Þorsteinsson segir að vænt- anlegur skógur í Reykholti verði fjölnytjaskógur, hugsaður til land- bóta en ekki síst fyrir almenning til hollrar útivistar. MM á um að ökumenn þurfi að kunna skil á akstri í jarðgöngum. Að sögn forsvarsmanna Spalar hf vilja þeir gera ökunemum kleift að æfa sig í akstri um Hvalfjarðargöng og auka þar með öryggi allra vegfarenda sem um göngin fara. K.K. Innbrot í Hólminum Tvö innbrot voru framin í Stykkishólmi á laugardagsnótt. Brotist var inn í verslun og stolið þaðan tóbaki og skiptimynt. Einnig var brotist inn í fisk- vinnsluhús og ávísanahefri stolið. MM Úttekt á vinnuskólanum Málefhi vinnuskólans voru rædd á síðasta fúndi bæjarráðs Akraness. Samþykkt var að taka út rekstur hans með það að mark- miði að sjá hvar helstu tekjur og útgjöld vinnuskólans liggja og hvort hægt sé að nýta krafta vinnuskólans betur í þágu bæjar- ins. Gunnar Sigurðsson, bæjar- ráðsmaður, segir fjölmörg græn svæði sem bænum beri að annast, illa hirt eða jafnvel óhirt með öllu og telur hann rétt að skoða hvort málum sé betur komið með öðr- um hætti, það er að segja hvort nauðsynlegt sé að tækja vinnu- skólann betur upp, hvort breyta eigi skipulagi vinnuskólans eða hvort semja skuli við verktaka um hirðingu einstakra svæða innan bæjarlandsins. KK Féll af hestbaki Kona á þrítugsaldri féll af hestbaki við Langá á Mýrum á sunnudag. Hún var hjálmlaus og hlaut höfúðáverka. Var hún flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík. MM Ný hárgreiðslu- stofa á Akranesi Þær Elva Björk Ævarsdóttir og Svava Hrund Guðjónsdóttir, hársnyrtimeistarar, hafa nú í sameiningu opnað nýja hár- greiðslustofú sem hlotíð hefúr nafnið Hár Stfll. Nýja stofan er staðsett á Kirkjubraut 17 þar sem Hárgreiðslustofa Fjólu var áður til húsa. SÓK Skaginnhf á Nor-Fishing 2000 Skaginn hf telcur þátt í sjávarút- vegssýningunni Nor-Fishing 2000 sem opnuð var í gær í Þrándheimi í Noregi. Þar sýnir fyrirtækið nýjan lausffy'sti “Skag- inn Multi-Belt Freezer” sem er verulega fyrirferðarminni en aðr- ar tegundir lausfrysta. Lausffystir Skagans hf. byggir á tveimur nýj- ungum, sem nú eru í einkaleyfis- ferli, fjölbandafærslukerfi og há- Ieíðnireim. I sýningarbásnum geta gestir skoðað myndband með myndum af frystinum við raun- verulegar aðstæður og kynnt sér vinnslugetima. Skaginn er einnig með nýja snyrtilínu fyrir saltfisk- flök á staðnum og sýnir einnig myndband af henni f fullri vinnslu. Nor-Fishing sjávarút- vegssýningin á sér 40 ára langa sögu og í ár taka yfir 900 fyrirtæki frá 30 löndurn þátt í henni. Búist er við 30.000 gestum á sýninguna sem stendur til laugardagsins 12. ágúst. KK. Meiri afli að landi Aldamótaskógar Okunemar æfðir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.