Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 10.08.2000, Blaðsíða 6
6 ^&usunuK.. FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 Biýimi þörf mætt Nú er byggð að rísa í nýju iðnaðar- hverfi í Grundarfirði. Deiliskipulag fyrir hverfið var samþykkt í vor og framkvæmdir við gatnagerð og ný- byggingar eru nú að komast í full- an gang. Svæðið sem um ræðir liggur austan við aðalbyggðina í Grundarfirði á svokölluðu Lambakróarholti í landi Ytri- og Innri Grafar. Deiliskipulag svæðisins var unnið af Erlu Bryndísi Kristjánsdóttur landslagsarkitekt í Grundarfirði fyrir hönd Eyrarsveitar en sveitarfélagið hefiir ffamkvæmda- leyfi frá landeigendum til að skipu- leggja svæðið. I skipulagi svæðisins er gert ráð fyr- ir tveimur megingötum þar sem skil- greindar eru mu sérlóðir auk metra- lóða. Metralóðir þessar eru firnm metrar á lengd en nokkuð misjafiilega breiðar og úthlutað er minnst 6 slík- um í hverju tilfelli. Alls er flatarmál allra lóða svæðisins um 34.000 fer- metrar. Gert er ráð fyrir að nýtingar- hlutfall alls svæðisins verði 0,3. I deiliskipulaginu er hugað sérstaklega að ásýnd svæðisins t.d. með því að setja ákveðin sldlyrði um húsagerð. Efhi úr húsgrunnum og sem verður til við gamagerð verður notað til að reisa manir bæði austan og norðan við hverfið. Þannig verður útsýni til hverfisins ffá Kvemá og ffá veginum inn í bæinn að austan teppt nokkuð. Að sögn Eiðs Bjömssonar, for- martns skipulags- og byggingamefhd- ar Eyrarsveitar, hefur þremur aðilum nú þegar verið úthlutað lóðum í nýja hverfinu. „Vélsmiðjan Berg sf. og Ás- geir Valdimarsson hafa nú þegar haf- ið byggingu húsa í hverfinu en einnig hefur Almennu umhverfisþjónust- unni ehf. verið úthlutað lóðum en það fyrirtæki mun ennffemur sjá um gamagerð svæðisins.” Fram kom í samtali við Eið að þörf fyrir lóðir undir iðnaðarhúsnæði hafi verið orð- in brýn í Grundarfirði og vitað sé um fleiri aðila sem séu að hugsa málið varðandi umsóknir lóða. „Það er nauðsynlegt að hafá svona lóðir til reiðu ef þörf skapast. Skortur á lóðum fyrir iðnaðarhúsnaði var orðinn hamlandi þáttur í uppbyggingu sveit- arfélagsins en nú hefur verið bætt úr því,” sagði Eiður að lokum. EA Eiður Bjömsson fomiaíur skipulags- og byggingamefndar Eyrarsveitar stendur hér við nýbyggingu Vélsmiðjunnar Bergs sf. í nýja hverfinu. - Trúðar, leikir, grín og gaman - Knattspyma, golf, hestar, ratleikur og sprautubolti - Utigrill, brekkusöngur, bryggjuball og fiugeldasýning - Go-kart bílar og reiðhjólarall - Utidansleikur, mjómsveitir á öllum aldri - Tónleikar Jóseps á fimmtudegi - Tónleikar Guitar Islancio á sunnudegi - Listsýningar og dönsk-íslensk messa - Markaðstjald, aksjón, spákona og götuleikhús - Danskur matur, danskt bakkelsi - Fjölbreyttar veitingar og þjónusta - Ovæntar uppákomur um allan bæ - Tilboð í verslunum í Stcftí&i&AólnU á, 'DiuuiÁurtt cCöyccm Stykkishólmi 17. - 2C. ágúst Virkt effirlit skilar árangri Umferð um verslunarmannahelgina Verslunarmannahelgin hefur löngum verið mesta ferðahelgi árs- ins hér á landi, ekki síst á Vestur- landi. Þó virðist umferðarmynstrið vera nokkuð að breytast auk þess sem verslunarmannahelgarumferðin nær ekki til allra svæða landshlutans. Að sögn Sveins Inga Lýðssonar umferðaröryggisfulltrúa Vesturlands fór umferð síðastliðna helgi nokkuð vel ffam. Þó varð bílvelta í Norður- árdal á föstudagskvöld þar sem einn slasaðist og á Fróðaárheiði á laugar- dag en þar urðu sem betur fer engin slys á fólki. Einnig var eitthvað tun smávægilegri óhöpp. „Það var gífur- leg umferð um þjóðveg 1 á föstudag- inn og eins á sunnudag og mánudag. Á Snæfellsnesi og um uppsveitir Borgarfjarðar var líklega ekki meiri umferð heldur en um venjulega helgi en um Dalina var umferð mik- il og tel ég að Unglingalandsmót UMFI fyrir vestan hafi ráðið þar miklu,” sagði Sveinn Ingi í samtali við blaðamann Skessuhoms. Stíft eftirlit Mikið efrirlit var með umferð um Vesturland um helgina og telur Sveinn Ingi að það hafi skilað sér í bættu yfirbragði umferðarinnar, minna hafi borið á hraðakstri og öðmm brotum en oft hafi verið um verslunarmannahelgi. Þetta fékkst staðfest hjá lögreglunni í Borgamesi og hjá lögreglunni í Olafsvík. „Hraðakstur er þó enn of algengur og ég furða mig þrátt fyrir allt á því Sveinn Ingi Lýösson umferðaröryggisfull- trúi Vesturlands. hversu mörg brotin vom miðað við hversu vel aukið eftirlit lögreglunnar þessa helgi var kynnt í fjölmiðlum,” sagði Sveinn. Bil milli bíia of lítið Sveinn Ingi fór víða um Vestur- land um helgina og fylgdist með tunferð. „Eitt er það sem helst veld- ur mér áhyggjum eftir að hafa fylgst með umferðinni um helgina og það er hversu illa menn virðast meðvit- aðir um að hafa nógu langt bil milli bíla. Eg varð var við langar bflalestir þar sem ekið var á 80-100 km hraða en ekki vom nema 3-4 bíllengdir milli bíla. Það er ágætis þumalfing- ursregla að ef þú getur lesið númer- ið á næsta bíl fyrir ff aman þig þá ertu of nálægt honum,” bætti Sveinn Ingi við að lokum. EA MALMIÐNAÐARMAÐUR BORGARNESI StaSa málmiSnaSarmanns hjá vélaverkstæði Vegagerðarinnar í Borgarnesi er laus til umsóknar. Laun skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og SamiSnar. Starfssvið: • Vinna við viðhald bifreiða og véla. Menntunar- og hæfniskröfur: • Sveinspróf í málmiSnaði. • Reynsla af bíla- og vélaviSgerSum æskileg. • GóSir samstarfshæfileikar. Nánari upplýsingar veitir Jón Birgir GuSmundsson í síma 461 4440 frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendiS umsóknir til RáSgarSs á Akureyri eSa í Reykjavík fyrir 14. ágúst n.k. merktar: „VegagerSin - vélaverkstæði Borgarnesi" ''//V/a \ VEGAGERÐIN Góðir dagar fyrir grœna fingur! Sölustabir á Vesturlandi • Kaupféiag Borgfirbinga • Mánablóm, Akranesi • Penninn, Akranesi • Garbyrkjustöbin Lágafell • Hrannarbúb, Grundarfirbi • Sjávarborg, Stykkishólmi 1111 U RÆK'I elif * Háholti 14 • 2/0 Mosf« llsh.«* • Simi: 586 8001 • Fax: 586 8004 • Netfaiig: rit@rit.is • Vefur: www.rit.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.