Skessuhorn - 10.08.2000, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000
^3unu^r
Brúarhlaupið 2000
Ævintýri sem aldrei gleymist
Aftari röðfrá vinstri: Sigríður Ólafsdóttir, Sigríður Ellen Blumenstein, Sigríður Ragn-
arsdóttir.; Ragnheiður Bjömsdóttir.; Guðlaug Sverrisdóttir og Þráinn Þorvaldsson sem
jylgdi hópnum í hlaupinu. Eremri röð: Margrét Þorvaldsdóttir, Bryndís Rósa Jónsdóttir.;
Ingibjörg Bjömsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir og Sif Þráinsdóttir.
Göngin erfiðust
í sumar tók hópur kvenna af
Skaganum þátt í hálfmaraþon-
hlaupi sem varð það fjölmennasta
sem haldið hefur verið. Hlaupaleið-
in var frá Danmörku yfir til Sví-
þjóðar yfir hina nýju Eyrarsunds-
brú. Fyrst var farið í gegnum 4 km.
göng, þá tók við jafhlöng manngerð
eyja, Piparhólmi, og frá honum
brúin sem er rétt tæpir 8 km og að
lokum voru skokkaðir 5 km. í Sví-
þjóð eða 21 km. samtals.
Hlaupadagurinn mikli
Á fimm mínútna fresti frá kl. 10 -
17 voru ræstir um 1250 keppendur
í senn en ríflega 80 þúsund
hlauparar fóru yfir brúna þennan
dag. Það var því ys og þys við
rásmarkið þegar stóra stundin rann
upp og hópnum var gefið merki um
að hlaupa af stað. Eftir þessu höfðu
konurnar beðið í eitt og hálft ár eða
þann tíma sem undirbúningur hafði
staðið. Mikið hafði verið rætt um
hvort undirbúningurinn mundi
skila sér, hvort hann hafi verið næg-
ur og hvemig hlaupið myndi verða.
Einhverjar áhyggjur höfðu konurn-
ar af hæðarmismun sem var 90
metrar en hæðir era eitthvað sem
Skagamenn hafa litla reynslu af.
Samkvæmt skipulaginu áttu þeir
sem hlupu hratt að halda sig lengst
til hægri og þeir sem færu hægast
lengst til vinstri og þar hélt hópur-
inn sig í upphafi en þurfti ekki að
hlaupa lengi til að fara að dreifa sér
á miðjuna.
Fyrst var farið í göngin en þau
reyndust erfiðasti hluti leiðarinnar
vegna hitans þar inni. Var því mik-
ill léttir þegar hópurinn komst á
Piparhólmann og af hólmanum á
brúna. Hæðarmismunurinn sem
hópurinn hélt í upphafi að yrði
honum erfiður fannst ekki auk þess
sem það hjálpaði að sterkur með-
vindur var með hlaupurum. I Sví-
þjóð var hlaupið í gegnum íbúa-
byggð þar sem mikill mannfjöldi
hvatti keppendur. Allan tímann á
meðan á hlaupinu stóð var sungið
og hlegið auk þess sem danskan og
sænskan voru æfðar. Hverjum kíló-
metra var fagnað innilega,
hlauparar hvattir með hrópum og
allir komust í mark á endanum.
Voru konurnar sammála um að það
hefði verið mikið ævintýri að taka
þátt í þessu hlaupi, ævintýri sem
myndi aldrei gleymast.
K.K.
íslensk upplýsingatækni
Ef þú átt síma sem styður WAP
tæknina getur þú lesið Skessuhorn
og skoðað hvað er á döfinni á
Vesturlandi, hvar sem er, hvenær
sem er.
Til að kalla fram Vesturlandswappið
hringir þú í WAP-gátt Landssímans
eða Íslandssíma og velur slóðina:
http://wap. vesturland.is
Vesturlandsvefurinn er kominn í
GSM-símann.
Birkir Snær og Valdís Þóra úr Golfkhíbbnum Leyni urSu tfyrsta og þrií/a sœti áfjöl-
skyldumótinu um sl. helgi. Mynd: K.K.
Fjölskyldugolf
á Garðavelli
Á mánudag var haldið opið
fjölskyldumót í golfi á Garðavelli
á Akranesi. Leikinn var 18 holu
höggleikur með forgjöf. 71
keppandi tók þátt í mótinu en
það er svipuð þátttaka og verið
hefur undanfarin ár. Veður var
þokkalegt, suðaustan golukaldi,
skýjað en þurrt. Helstu úrslit
urðu sem hér segir (betri árang-
ur á síðari 9 holunum réð röð í
verðlaunasæti):
KK
Flokkur karla
1. sæti Agiíst H. Valsson GL 63 högg
2. sæti Jón S. Svavarsson GL 70 högg
3. sæti Guömundur Gunnars. GR 70 högg
Flokkur kvenna
1. sæti Anna M. Kokholm GOB 70 högg
2. sæti Hrafhhildur Sigurðard. GL 70 h.
3. sæti Katla Hallsdóttir GL 74 högg
Flokkur unglinga
1. sæti Birkir Snær Guðlaugs. GL 72 högg
2. sæti Þórður Ingijónsson GK 73 högg
3. sæti Valdís Þóra Jónsdóttir GL 73 högg
Hart barist í leik ÍA og Grindavíkurfyrir sk'ömmu. Hér er Uni Arge í kröppum dansi
umkringdur vamarmönnmn IA. Sk '&mmu síðar skonióu Skagamenn tvö mörk og unnu
leikinn2:l. MyndKK
Spennan eykst í Landssímadeildinni:
Fjögurra liða einvígi?
Sparkspekingar rýna nú sem á-
kafast í stöðuna í Landssímadeild
karla í knattspyrnu þegar innan við
þriðjungur er eftir af mótinu.
Fimm lið eiga enn möguleika á tit-
linum en spekingar sem Skessu-
horn hefur rætt við hallast að því að
liðin sem berjist um titilinn verði
fjögur, þar á meðal Skagamenn.
Fylkir leiðir deildina sem fyrr
með 26 stig úr 13 leikjum. Eyja-
menn eru með 23 stig úr 14 leikj-
um, KR 21 stig úr 12, Skagamenn
með 21 úr 14 leikjum og Grindavík
með 20 stig eftir 13 leiki. Fjöl-
margir innbyrðis leikir þessara liða
undir lokin koma til með að hafa
veruleg áhrif á lokastöðuna.
Spekingur sem Skessuhorn
ræddi við setti upp skemmtilegt
dæmi. Lítum fyrst á forsendurnar
fyrir því að það gangi upp, þ.e. úr-
slit eftirfarandi leikja hjá fimm
efstu liðunum:
Fylkir - Fram: Fylkir vinnur
Grindav. - Leiftur: Grindav. vinnur
KR - Breiðablik: KR vinnur
IA - Stjarnn: IA vinnur
KR - Fylkir: KR vinnur
Leiftur - ÍBV: ÍBV vinnur
Breiðabl. - Grindav.: Jafhtefli
Leiftur - KR: KR vinnur
Fylkir - ÍBK: Fylkir vinnur
Grindavík - KR: Jafntefli
ÍBV - Breiðablik: ÍBV vinnur
Fram - IA: IA vinnur
ÍA - ÍBK: ÍA vinnur
Grindav. - Fylkir: Jafntefli
KR - ÍBV: Jafntefli
Fylkir - IA: IA vinnur
ÍBV - Grindavík: ÍBV vinnur
Stjarnan - KR: Jafntefli
Verði úrslitin sem hér segir ná
Fylkismenn aðeins sjö stigum úr
fimm síðustu leikjunum og ljúka
mótinu með 33 stig. Eyjamenn ná
10 stigum úr fjórum leikjum sínum
og ljúka mótinu með 33 stig. KR-
ingar ná 12 stigum úr sex leikjum
sínum og ljúka mótinu með 33 stig.
Skagamenn vinna alla fjóra leiki
sína og ljúka einnig mótinu með 33
stig!
Gangi þessir spádómar eftir þarf
að efna til fjögurra liða aukakeppni
um titilinn en slíkt hefur aldrei
gerst í sögunni. Aðeins einu sinni
hafa tvö lið verið efst og jöfh og
þurft að heyja aukaleik um Islands-
meistaratitilinn. Það var árið 1971
er Keflavík og Vestmannaeyjar
voru efst og jöfn að loknu hefð-
bundnu móti. Eyjamenn hefðu
unnið mótið á mun betri markatölu
hefði það gilt en svo var ekki.
Aukaleik þurfti til og hann unnu
Keflvíkingar örugglega, 4:0.
-SSv.