Skessuhorn - 10.08.2000, Blaðsíða 15
ggESSUHÖEH
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000
15
Fyrsta fjalla-
m araþo n keppnin
Um næstu helgi verður haldið
þriggja sólarhringa langt
fjallamaraþon í nágrenni Húsa-
fells í Borgarfirði. Keppnin sem
haldin er að erlendri fyrirmynd
er sú fyrsta sinnar tegundar hér
á Iandi en gert er ráð fyrir að
hún verði árlegur og alþjóðleg-
ur viðburður í ffamtíðinni. Úti-
lífsmiðstöðin Húsafelli stendur
fyrir keppninni og hefur undir-
búningur staðið yfir í tvö ár.
Útilífsmiðstöðin hóf starfsemi
árið 1998 þegar boðið var upp á
ýmsar nýjungar í útivist á Islandi,
svo sem fossasig og gljúfurgöngur,
en Útilífsmiðstöðin sérhæfn sig í
keppnishaldi útilífsíþrótta og nátt-
úrutengdri ferðaþjónustu. Rekstr-
araðili Útilífsmiðstöðvarinnar er
Bjarni Freyr Bjarnason sem starf-
að hefur s.l. fjögur ár við ferða-
þjónustu á sviði útivistar svo sem
vélsleðaferðir á Langjökli, jeppa-
ferðir um hálendið o.fl. Bjarni er
auk þess skipuleggjandi svokall-
aðrar Brennureiðar hestamannafé-
laganna á Vesturlandi sem í lok á-
gúst fer fram á Kaldármelum.
Brennureiðin var í fyrsta skipti
haldin í fyrra, en þá í Skagafirði og
tóku þar þátt á fjórða hundrað
hestamenn. Bjarni Freyr hefur
stundað nám í ferðamálafræði við
Hólaskóla og Háskóla Islands.
Vaða beljandi jökulár
Þar sem fjallamaraþon er ný í-
þróttagrein hér á landi var Bjarni
Freyr spurður hvað fælist í þessu
sporti. “Fjallamaraþon felst í því
að keppendur þurfa að komast yfir
ákveðið landssvæði á sem
skemmstum tíma og á leiðinni
þurfa þeir að yfirstíga ýmsar
hindranir í landslaginu. Það verð-
ur keppt í þriggja manna liðum og
til að ljúka keppni þurfa liðin að
reiða sig á samstöðu hópsins í
heild jafnt sem frumkvæði einstak-
lingsins. Brautin verður yfir 100
kílómetra löng þar sem keppendur
fara fótgangandi, á hestum, fjalla-
hjólum, vaða beljandi jökulár, síga
niður fossa og til að rata þurfa þeir
að notast við kort og áttavita. Á
leiðinni eru ákveðnir póstar þar
sem liðin þurfa að gefa sig fram til
að fá að halda áfram,” segir Bjarni
Freyr.
Aðstæður frá náttúrunnar hendi
eru kjörnar til fjallamaraþons í ná-
grenni Húsafells og má í því sam-
bandi nefna að fjórir jöklar eru á
svæðinu, Hallmundarhraun með
öllum sínum hraunhellum, fall-
vötn með fossum og flúðum að ó-
gleymdum stærsta birkiskógi á
landinu.
Risa-útilífskeppni
í bígerð
Að sögn Bjarna Freys verður
mikil umfjöllun um keppnina.
Meðal annars er í undirbúningi að
taka keppnina upp íyrir erlendar
sjónvarpsstöðvar.
Bjarni Freyr segir að þetta íyrsta
fjallamaraþon sé einungis byrjun-
in. “Starfsemi sumarsins er liður í
Ermolinskij þjálfari Skallagríms:
Þurfumað
styrkj a liðið
“Það er dagljóst að við þmfum
að styrkja lið okkar verulega fyrir
keppnistímabilið ef við ætlum að
eiga raunhæfa möguleika á að ná
árangri,” segir Alexander Ermol-
inskij, nýráðinn þjálfari Úrvals-
deildarliðs Skallagríms í
körfuknattleik.
Mestu munar fýrir Borgnesinga
að Tómas Holton, sem verið hef-
ur burðarás liðsins mörg undan-
farin ár, er hættur körfuknatt-
leiksiðkun og sem stendur bendir
allt til þess að efnilegasti leikmað-
ur liðsins, Hlynur Bæringsson, sé á
leið í skóla erlendis.
Alexander telur að Skallagríms-
menn þurfi að svipast um eftir
leikmönnum jafnt innan lands sem
utan en sjálfur hefur hann verið í
sambandi við rússneska leikmenn
sem hafa hug á að reyna fyrir sér
hér á landi.
-SSv.
Reykjavíkur maraþon:
Hlaup o g menning í einni ferð
Reykjavíkur maraþon fer fram í
sautjánda sinn þann 19. ágúst n.k.
Að sögn Agústar Þorsteinssonar
skipuleggjanda mótsins er búist við
góðri þátttöku þar sem búið er að
færa hlaupið yfir á laugardag sam-
hliða Menningarnótt. Með þessu
fýrirkomulagi er verið að koma til
móts við óskir þeirra sem vilja sam-
eina þessa tvo viðburði. Hátíðar-
höldin hefjast með Reykjavíkur
maraþoni og í framhaldi af því er
hægt að fýlgjast með öllum þeim
fjölmörgu uppákomum og
skemmtiatriðum sem Menning-
arnóttin hefur upp á að bjóða.
Allir þátttakendur í Reykjavíkur
maraþoni fá bol, verðlaunapening,
pastamáltíð, drykki, boðsmiða í
sund og margt fleira.
Fólk á öllum aldri á að geta
fundið vegalengd við sitt hæfi þar
sem hver og einn hleypur á sínum
hraða. Eftirfarandi vegalengdir eru
í boði: 3 km og 7 km
skemmtiskokk hefst kl. 12:00,
maraþon, hálfmaraþon, 10 km og
10 km línuskautahlaup hefst kl.
12:10.
Meðal skráningarstaða er versl-
unin Ozone á Akranesi en þar er
hægt að skrá dagana 14. til 16. á-
gúst n.k. Afhending rásnúmera,
annara gagna og pastaveisla fer
fram í Skautahöllinni, föstudaginn
18. ágúst kl. 18:00 - 21:00.
MM
Birgir Leifur
sigraði á
Canonmótinu
Birgir Leifur Hafþórsson,
kylfingur frá Akranesi, sigraði á
Canon golfmótdnu á Keilisvelli í
Hafharfirði á mánudaginn. Þetta er
eitt sterkasta golffnót sem haldið
hefur verið hérlendis og voru allir
bestu kylfingar landsins mættir. Að
auki kepptu erlendu atvinnumenn-
irnir Patrick Sjöland og Barry
Lane. Birgir Leifur lék 18 holumar
á 72 höggum eða á einu höggi yfir
pari vallarins, og var jafh Ólafi Má
Sigurðssyni sem hann lék bráða-
bana við um sigurinn.
Fyrir skemmstu tók Birgir Leif-
ur þátt í tveggja daga móti í bresku
mótaröðinni og lenti þar í 5.-8.
sæti á tveimur undir pari vallarins.
Lék Birgir Leifur fýrri hringinn á
70 en þann síðari á parinu, eða 72
höggum.
KK
/
Urslit á Hamarsvelli
Opna Búnaðarbankamótið fór Einarsson GI og Helgi Dan Steins- öðra sæti. Nándarverðlaun á 1/10
ffam á Hamarsvelli við Borgarnes son GR varð í öðru sæti. I keppni braut hlaut Andri Þór Sigurþórsson
6. ágúst sl. Úrslit urðu þau að í með forgjöf sigraðijón Kr. Jónsson GL en Auðunn Einarsson GI á
keppni án forgjafar sigraði Auðunn GSE og Karl Loftsson GKJ varð í 6/15 braut. MM
■ "■ ■
j
Fossasig í nágrenni Húsafells er meial keppnisgreina í fallamaraþoni um nœstu helgi.
undirbúningi þess að innan
þriggja ára verði haldin hér á landi
stærsta útilífskeppni sem haldin er
árlega í heiminum. Sú keppni
heitir Eco Challenge og er fýrir-
mynd keppninnar sem haldin
verður í nágrenni Húsafells nú um
helgina. Árið 2000 verður Eco
Challenge haldin á eyjunni
Borneo í Malasíu en 1999 var hún
í Patagóníu í Argentínu. Árlega
taka um 250 keppendur frá yfir 30
þjóðlöndum þátt í Eco
Challenge,” segir Bjarni Freyr.
Það verður spennandi að fýlgj-
ast með gangi fjallamaraþonsins
en íþróttagreinin sem slík er talin
ein erfiðasta íþróttagrein sem
keppt er í.
MM
í Borgamesi
Fyrsta skipti sem Norðurlandamót
er haldið utan Reykjavilair
Alls verða rúmlega tvö hundruð
og áttatíu unglingar sem mæta til
leiks í unglingalandskeppni Norð-
urlandanna í ffjálsum sem haldin
verður í flokki 17-22 ára á Skalla-
grímsvelli í Borgamesi dagana 26.
og 2 7. ágúst nk. Þetta er í fýrsta sinn
sem keppnin er haldin hér á landi en
mótið er haldið á hverju ári á Norð-
urlöndunum. Islensku keppendum-
ir verða 20-25 talsins. Islensku
keppendumir verða endanlega vald-
ir 10-12 dögum fýrir mótið á bikar-
keppni FRI1. deild á Kaplakrika 12.
ágúst en það mót er síðasta stórmóti
hér á landi fýrir Norðurlandamótið.
Svíar, Finnar og Norðmenn senda á
milli 60 og 70 keppendur hver þjóð
en Danir senda í kringum 25 kepp-
endur. Auk erlendra keppenda kem-
ur fjöldi gesta og blaðamanna ffá
Norðurlöndunum á mótið.
Mikill uppgangur í
frjálsum
Mildll uppgangur er í frjálsum í-
þróttum á Islandi og þykja einstak-
lingar í Aþenuhópnum svokallaða
(þeir sem stefina á Ólympíuleikana
2004) mjög efnilegir og líklegir til
afreka. Hópurinn er valinn til eins
árs í senn og til þess að komast í
hann þurfa einstaklingar að ná lág-
mörkum sem sett em í hverri grein
fýrir hvem árgang frá 17-22 ára.
MUðað er við að þessir einstakling-
amir nái lágmörkum fýrir EM /
HM
unglinga á mtjánda aldursári og
EM 22 ára og yngri á aldrinum 21-
22 ára.
Keppt í 2 riðliun
Keppt verður í tveim riðlum á
Norðurlandamótinu í Borgamesi.
Greinar í kvennaflokid: 100 - 200 -
400 - 800 - 1500 - 3000 m hlaup,
100-400 m grindarhlaup, 3000 m
hindrunarhlaup, hástökk, stangar-
stökk, langstökk, þrístökk, kúla,
kringla, sleggja, spjót, 5000 m
ganga, 4 x 100 m og 4 x 400 m.
Greinar í karlaflokki em 100 - 200 -
400 - 800 - 1500 5000 m hlaup,
110 og 400 m grindarhlaup, 3000 m
hindrunarhlaup, hástökk, stangar-
stökk, langstökk, þrístökk, kúluvarp,
kringla, sleggja, spjót, 10.000 m
ganga, 4 x 100 m og 4 x 400 m.
Ungmennasamband Borgarfjarð-
ar annast framkvæmd mótsins ásamt
Borgarbyggð og Frjálsíþróttasam-
bandi Islands.
MM