Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 10.08.2000, Blaðsíða 1
Skagamenn berskjaldaðir til fótanna þegar haustar? Engin skóverslun á Akranesi Allt stefnir í að Akumesingar verði innan skamms án hefð- bundinnar skóverslunar í fyrsta skiptd svo áratugum skiptir. Báð- ar skóverslanimar á Akranesi munu hætta starfsemi með að- eins nokkurra mánaða millibili. Fyrr á árinu var Skóhorninu lok- að og Betri Búðin hefúr nú tilkynnt að starfsemi hennar verði hætt á næstu vikum. Rekstur beggja versl- ananna hefur verið þungur og hef- ur m.a verið bent á að með breytt- um tíðaranda hafi skóverslun að talsverðu leyti færst inn í íþrótta- vöru- og útilífsverslanir svo og tískuvöruverslanir. Lengstum var aðeins ein skó- verslun á Akranesi, Staðarfell, í sama húsnæði og Betri Búðin er nú í. Skóhornið var opnað snemma á árinu 1996 í Stjórnsýsluhúsinu þannig að skóverslanirnar voru um tíma tvær - en nú er öldin önnur. -SSv. Þessar kindur voru á veginum viS Hafnarjjall í stðustu viku. Þær eru sjálfiagt komnar áfjöll nú með aðstoð Guðmundar smala. Mynd MM Vegir smalaðir Vegagerðin fer nú nýjar leiðir til að fækka slysum vegna lausagöngu búfjár við þjóðvegina. Eins og ný- lega var greint ffá í Skessuhorni verða árlega mörg slys í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi vegna búfjár sem gengur laust á þjóðveg- unum í umdæminu. Nú hefúr Vegagerðin haft forgöngu um að fækka slysum af þessum sökum og ráðið mann til að smala fé af veg- unum og keyra á afrétt. Guð- mundur Guðmundsson á Kaðal- stöðum hefur verið ráðinn til verksins og hefúr hann hund sinn af skosku fjárhundakyni sér til að- stoðar. Nú þegar hefúr á annað htmdrað íjár verið fjarlægt af veg- unum á leiðinni frá Hvalfjarðar- göngum og að Holtavörðuheiði. Þessi tilratm Vegagerðarinnar er til tveggja mánaða og gert er ráð fyrir að smalað verði vikulega. MM Innrás í Borgarfjörðinn frá Mars? Sennilega ekki, en skýjamyndanir geta verið œði sérkennilegar. Myndin var tekin t liðinni viku og sýnir sérkennilegan skýjabólstur sem hélt sigyfir Skessuhomi á einum afmörgum góðviðrisdögum sem verið hafa á Vesturlandi í sumar. _ Mynd EA Þórsnes kaupir Rækjunes Stefnt að sameiningu á næsta ári Nýlega var gengið frá kaupum fyrirtækisins Þórsness ehf. í Stykkishólmi á öðru fyrirtæki þar í bæ, þ.e. Rækjunesi ehf. Saman hafa þessi fyr- irtæki yfir að ráða um 3500 tonna kvóta í Breiðafjarðarhörpuskel og veita ríflega 80 manns vinnu í Stykkishólmi. Fyrirtækið Þórsnes ehf. var stofnað 1955 en hefur verið í eigu núverandi eig- enda síðan 1964. Fyrirtæk- ið stundar útgerð og vinnslu á þorski og hörpu- skel og á bátana Þórsnes, Þórsness II, Bjama Svein og trilluna Jónsnes. Að sögn Kristins Olafs Jóns- sonar stjórnarformanns Þórsness ehf. starfa um 50 manns hjá fyrirtækinu. Rækjunes ehf. hefur aðallega stundað hörpudisksvinnslu auk þess sem það, ásamt dótturfélögum, á yfir 2000 tonna hörpuskelskvóta í Breiðafirði. I Rækjunesi ehf. hefur einnig verið stunduð framleiðsla skyndirétta en hjá fyrirtækinu starfa ríflega 30 manns. Nýr framkvæmdastjóri hjá Rækjunesi ehf. er Eggert Halldórs- son. „Fyrst um sinn munum við reka bæði fyrirtækin að mestu með óbreyttu sniði. Við munum þó hætta framleiðslu á skyndiréttum en ekki er búið að taka á- kvörðun um hvað verður gert við þann tækjakost er þeirri framleiðslu fylgir. A næsta ári er síðan stefht að sameiningu fyrirtækjanna tveggja undir merkjum Þórsness ehf.,” sagði Egg- ert í samtali við blaðamann Skessuhorns nú á dögun- um. A því kvótaári sem nú er að ljúka var leyfð veiði á um 8500 tonnum af hörpuskel í Breiðafirði og er það mikill meirihluti heildarkvóta hér við land. Að sögn þeirra Eggerts og Kxistins Ólafs liggja veiðar á hörpuskel nú niðri en munu hefjast aftur hjá þeim um 15. ágúst. Starfsfólk beggja fyrirtækjanna vinnur þessa dagana að undirbúningi veiða og vinnslu. EA F.v. Kristinn Ólafur Jónsson stjómarformaður Þórsness ehf. og Eggert Halldórsson framkvæmdastjóri Rækjuness ehf. ■samjgMMa ■

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.