Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 10.08.2000, Blaðsíða 5
SSæSSlíHöBH FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 5 Bannað er að ganga um Hvalfjarðar- göngin og skyldi engan undra. Hins veg- ar er ekki bannað að ganga frá göngun- um og þótt margur sé þeirrar skoðunar að svo hafi verið gert fyrir um tveim árum þegar göngin voru tekin í notkun þá lítur undirritaður málið þeim augum að svo hafí ekki verið gert fyrr en e.t.v. með útgáfu bæklings nú nýverið um ör- yggi í göngunum og ákvörðun um hert viðbrögð við hraðakstri. Reyndar verða síðustu hnútamir seint eða aldrei endanlega hnýttir varðandi ör- yggismál. Þar er sífelldur áróður nauð- synlegur og eðlilegur ef takast á að koma 1 veg fyrir sfys og tryggja að vegfarendur bregðist rétt við ef og þegar illa fer. Á öðmm vettvangi viðhafði undirrit- aður eftirfarandi orð fyrir réttum tveim ámm: „Leikmanni kemur það spánskt fyrir sjónir þegar jafn vel hefur verið staðið að öllum framkvæmdum og raun ber vitni að nú tæpri viku fyrir opnun skuli íbúum á Vesturlandi og öðmm líklegum not- endum ekki hafa verið sent kynningarrit, jaftivel nokkur, þar sem fjallað væri um öryggi í göngunum, viðbrögð við hættuá- standi (bensínleysi, bilun, sprunginn hjólbarði, árekstur), framkvæmd gjald- töku, sölu á miðum og afsláttarkubbum o.fl.“ Bæklingi var dreift n. júlí 1998, á opnunardegi ganganna, svo ferskum að prentsvertan var varla þurr. Hann fjall- aði um allra helstu atriði í sambandi við gjaldtöku og umferðarljós en fátt annað. í grein undirritaðs fyrir tveim ámm sagði líka: „...ætli heilladísir nokkrar hafi ekki líka vakað yfir mynni Hvalfjarðar þann tíma sem unnið hefur verið á fjarðar- botni. Verða þær vonandi áfram á sveimi.“ Óhætt er að þakka heilladísunum fyr- ir trygga viðvem það sem af er en þess er jafnframt óskað að þær verði áfram hlið- hollar ökumönnum. Fyrir um mánuði varð undirritaður vitni að atviki í göngunum þar sem bíll eldri hjóna hafði stöðvast á leið norður í stóm beygjunni nálægt nyrðri munnan- um vegna bilaðrar kúplingar. Bílstjórinn hafði í örvæntingu sinni reynt að komast á útskot handan við hina akreinina, þrátt fyrir blindbeygju og umferð á móti, en ekki tekist og bíll þeirra hjóna varð því á vegi okkar ökumanna, sem komum að sunnan, kominn hálfa leið yfir tvöföldu línuna á akbrautinni. Það var með blendnum huga að undir- ritaður lagði bíl sínum aftan við bíl hjón- anna og kveikti á viðvörunarljósunum, því mér varð allt í einu ljóst hvað um 70 km hraði, og jafnvel ívið meira, er mikill hraði þegar bíll stendur kyrr á miðri ak- brautinni. Hve auðveldlega gæti ekki annar ökumaður að sunnan eða að norð- an óviljandi búið til brotajárnshrúgu úr kyrrstæðu bílunum og sínum eigin og jafnvel slasað fólk. Sannkallað hættuá- stand! Hrósa ber starfsmanni 1 gjaldskýli fyrir fumlaus viðbrögð við tilkynningu um ástandið en hann lokaði umsvifalaust fyrir umferð í báðar áttir þegar honum varð ljós hættan af þessu ófyrirséða mannamóti í göngunum og kom hann auk þess undir eins til aðstoðar á þjón- ustubíl Spalar. Miðað við þau slys og óhöpp sem verða á yfirborði jarðar við jafnvel mun minni hraða, þótt akstursskilyrði séu mun betri en í göngunum undir Hval- þörð, þá var tími til kominn að eitthvað yrði gert í öryggismálunum á fjarðar- botninum. Vonandi geta heilladísirnir átt von á dyggum stuðningi ökumanna, starfsmanna Spalar og lögreglu í þeirri viðleitni sinni að forðast alvarleg slys í göngunum. Lars H. Andersen /Piatstofan Restaurant FMpWO f'OOdS Jvíatsfofan: Smi43>JZ0ij ^Föstudaaur oj íaumrmqur: Austurfemfáhfaðfaorð frá ff. <q~2i Öpið tif 03 hába y ____________ HARSNyRIING íiáUdo fGILSGÖTU 4 ■ BORGARNfSI Oska eftir hársnyrti í 50-100% starf Upplýsingar í símum 437 1909 og 437 0029 Vildís Afmœlishátíð Búvélasafnsins á Hvanneyri 1940-2000 Landsmót Forrtbílaklúbbsísl Sérstakur heiðursgestur Fornbíladágsins á THvanneyri er Sœmundur Sigmundsson með kiörgripi sína > Z> r- Kertagerö í verstununni Kertatjö Uttarsetiö býður til tóvinnu Kaffisala a staðnum - - Breyting á deiliskipulagi - Auglýst er breyting á deiliskipulagi fyrir sumarhúsasvœði nr. 5 í landi Dagverðarness í Skorradal, Borgarfirði. Á svæðinu er breytt stærðarmörkum húsa. í stað þess að heimilt að byggja 90 m2 hús, þá verður heimilt sé að byggja allt að 120 m2 hús á hveni lóð. . Verða þessar tillögur til sýnis hjá oddvita á I Grund í Skorradal og hjá byggingarfulltrúa, í Kirkjubraut 56, 2. h., Akranesi frá og með 9. ágúst - 5. september 2000. | Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, geta gert s skriflegar athugasemdir. Skulu þær hafa borist eigi I síðar en 20. september 2000 til oddvita eða til byggingarfulltrúa, Bjama V. Þóroddssonar, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögrma innan tilskilins frests tefjast samþykkir henni. íslensk upplýsingatækni ehf. www.islensk.is - islensk@islensk.is Borgarnes - Vefforritun íslensk upplýsingatækni ehf. óskar eftir að ráða vefforritara. Fæmi í HTML forritun ásamst ASP, PHP eða Java nauðsynleg ásamt góðri þekkingu á vensluðum gagnagrunnum. Góð íslensku- og stafsetningarkunnátta mikilvæg. i Umsóknir er einungis hægt að fylla út og senda i af vef ÍUT; www.islensk.is I Nánari upplýsingar um starfið veita Magnús Magnússon 1 eða Bjarki Már Karlsson í síma 430 2200. a. a 5 íslensk upplýsingatækni ehf. er Internet-, frétta- og útgájuþjónusta í Borgarnesi. Fyrirtækið hefur mikil umsvifá sviði vefsmíði og gagnagrunnstengdra veflausna og hýsir lén, vefi, netpóst og gagnagrunna. ÍUT er útgefandi héraðsfréttablaðsins Skessuhorns og annast fréttaþjónustu fyrir RÚV.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.