Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 17.08.2000, Blaðsíða 4
mmrnmms 4 FIMMTUDAGUR 17. AGUST 2000 Mannbjörg Mótorbáturinn Guðrún 7138 frá Rifi fórst um 6 sjómílur norðvestur af Rifi á sunnudagskvöld þegar eld- ur kom upp í bátnum. Einn maður var um borð og bjargaðist hann um borð í bátinn Ýr sem var fyrstur á staðinn. Reynt var að bjarga bátn- um en það tókst ekki. Að sögn lög- reglunnar í Olafsvík er eklá vitað um eldsupptök. GE Islendingar best tengdir Samkvæmt nýlegum mælingum er talið að um 75% fullorðinna Is- lendinga hafi aðgang að Intemet- inu, en í desember 1999 var sama hlutfall aðeins um 49%. Hvergi í heiminum hefur hlutfall netnotk- unar mælst jafh hátt. Noregur og Bandarílán komast næst íslend- ingum með um 45-50%. Þó eru ekki allir sem nýta sér netaðgang- inn þó þeir hafi bæði tengingar og tölvur, þvf um 15% þeirra sem hafa Internetaðgang nota hann aldrei. Þessi aukning er talin koma í kjölfar þess að bankar, símafyrir- tæki og Internetþjónustuaðilar fóru að bjóða Islendingum ókeyp- is netaðgang, en sú þjónusta var fyrst veitt í byrjun þessa árs. 80% fuOorðinna undir 55 ára hafa nú netaðgang, en einungis þriðjungur þeirra sem em eldri en 55 ára. Yngri nýta Netið mest Eins og við má búast er það ald- urshópurinn i6-24 ára sem notar Netið mest, en tæp 90% Islend- ínga á þessu aldursbili nota það að einhverju leyti. Það fólk ssm notar Netið öðram fremur á Islandi eru þeir sem eru ungir, vel menntaðir, með háar tekjur og búsettir á höf- uðborgarsvæðinu, en einnig eru karlmenn ennþá örlítið líklegri til að nota Netið en konur. I könnunum Gallup kemur fram að um 35% íslenskra netverja hafi verslað á Netinu og spá menn því að sú tala eigi eftir að tvöfaldast fyrir lok þessa árs. I könnun sem fram fór á fréttavef Skessuhoms í liðinni viku kemur fram að rúm- lega helmíngur þátttakenda treyst- ir verslun á Netinu. Segja má að það sé athyglisvert í ljósi þess að slík viðskipti eru talin öruggari heldur en að ganga inn í verslun og greiða fyrir vöra og þjónustu með venjulegu greiðslukorti. Þrátt fyrir að Islendingar hafi verið duglegir að tengjast Netinu, era þeir í samanburði við Banda- ríkjamenn langt á eftir í nýtingu miðilsins. Þannig eru íslensk fyrir- txki talin nýta Netið ómarkvisst sem markaðstæki. Ekkert er þvf talið því til fyrirstöðu að Islend- ingar nýti betur þær aðstæður sem við búum við og staðsetjum okkur sem leiðandi afl í þróun og hag- nýtingu Internetsins. MM Akranesi Oskar eftir starfsmönnum Um er að ræða vinnu í löndunum fiskiskipa og fleira - bæði fóst störf og einstaka landanir Góð laun í boði fyrir duglegt fólk Ahugasamir hafi samband við Þórð Magnússon ísíma 898 5463 Starfskraft vantar til afleysinga I kaffistofu Vegagerðarinnar i Borgarnesi. Um erað ræða 50% starfog þarf viðkomandi að geta byrjað sem fyrst. Upplýsingar gefur Bjarni Johansen ísíma 437-1320 m með fullfermi Höfrangur III, annað frysti- skip HB hf, kom að landi fyrir síðust helgi með fullfermi eða 18.400 kassa sem gera um 410 tonn af afurðum. Helga María landaði einnig í síðustu viku um 293 tonnum af afurðum. K.K. Vel sótt söngnámskeið Acf imdanförnu hefur staðið yfír í Borgamesi smgnámskeið þar sem leiðbeinandi var Maria Teresa Uribe ópenisimgkona. Námskeiðið sóttu 25 manns af Vesturlandi og komust ft'íTÍ að en vildu. Mynditi er tekin á lokatánleikum. námskeiðsins í risi 'óldrunaríbúðanm í Borgarnesi og er af þeim Valgeiri Sigurgeirssyni og Halldáru Friðjánsdáttur sem. sungu dúett. Mynd: GE Sfldamiamiagötur varðaðar Síldarmannagötur eru gömul þjóðleið úr Hvalfjarðarbotni og yfir í Skorradal. A sl. sumri stóðu nokkrir áhuga- samir einstaklingar um uppbygg- ingu ferðamála á Vesturlandi fyrir því að fyrsti hluti þessarar leiðar, frá Málþing um Björk Næstkomandi laugardag verð- ur málþing um Björk Guð- mundsdóttur tónlistarmann í Reykholti. Yfirskrift málþingsins sem fer ffam í nýjum hátíðarsal í Reykholti er “Veröld Bjarkar”. Fjórir fyrirlesarar fjalla um stöðu Bjarkar á vettvangi íslenskrar menningar, ímyndir og sjálfs- myndir í myndböndum hennar og vangaveltur um textagerð. Málþingið er haldið í tengsl- um við æfingar Kórsins Raddir Evrópu sem syngur lög eftir Björk. GE Umhverfis- verðlaun Umhverfisverðlaun Skessu- horns verða veitt næstkomandi sunnudag og fer afhendingin fram á Eiríksstöðum í Haukadal. Dómnefhd hefur síðustu daga og vikur farið snuðrandi um allt Vesturland og liggja niðurstöður hennar nú fyrir og verða birtar í næsta blaði. GE Lagað efrir hitaveitu Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á malbikun- arffamkvæmdir í Stykkishólmi. Flestar götur bæjarins hafa verið yfirlagðar í sumar og er það lið- ur í lokafrágangi vegna hita- veituframkvæmda. Ohætt er að segja að bærinn han verið allur sundurgrafinn meðan á þeim framkvæmdum stóð en nú er hann að verða kominn í eðlilegt Branná og upp á brún Botnsheiðar- innar, var stikaður. Það var hins veg- ar bara fyrsta skrefið í að endurvekja þessa gömlu leið, því nú stendur til að varða sjálfa heiðina og gera þessa leið öraggari fyrir göngufólk þar sem villugjamt gemr verið á þessu svæði, sér í lagi ef þoka leggst að. Steftit er að því að koma síðan upp upplýsingaskiltum við upphaf leið- arinnar báðum megin og koma þess- ari skemmtilegu leið þar með vel á framfæri til þeirra ferðamanna sem vilja nýta sér þennan möguleika. All- margir þekkja nú orðið Leggjarbrjót ffá Þingvöllum yfir í Hvalfjörð, en Sfldarmannagötur era skemmtileg tenging við þá leið sem skapar fjöl- breytni á þessu svæði. Dagana 1.-3 september nk. stendur til að hefja vörðuhleðsluna og vonandi tekst að varða mikinn hluta leiðarinnar, en það veltur á því hversu margir era tilbúnir til að leggja þessu verkefhi lið. Guðjón Kristinsson frá Dröngum hefur yfir- umsjón með verkinu, en hann var t.d. hleðslumeistari við gerð skála Eiríks og Þjóðhildar í Haukadalnum sem opnaður var sl. vor. Sjálfboða- liðasamtök um náttúravernd, sem samanstanda bæði af fólki úr Reykjavík og annarsstaðar að af landinu, leggja til starfskrafta, en það bráðvantar fólk af Vesturlandi til að leggja verkinu lið. Bækistöð verður á Fitjum í Skorradal og þaðan verður fólki ekið upp á heiðina um línuveg til að stytta ferðir til og ffá. Efht verður til kvöldvöku á laugardagskvöldinu og þannig reynt að blanda saman á- nægjulegri útiveru, vinnu og skemmtun. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í þessu verkefhi geta hringt í Huldu í síma 8932789 til að fá nán- ari upplýsingar og til að láta skrá sig. Nýfeddir Vesdendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum ern ferðar hamingjuóskir. 7. ágúst. kl. 05.28 - Sveinbarn. - Pyngd: 3785 - Lengd: 53 cm - For- eldrar: Elín Kristjánsdóttir og Guð- mundur Magnússon, Borgamesi. Ljás- máðir: Anna Elísabet Jónsdóttir. 6. dgiist. kl. 21.13 - Sveinbarn. - Þyngd: 3755 - Lengd: 54 cm. Foreldr- ar: Valborg Ragnarsdóttir og Einar Þórarinsson, Reykjavík. Ljósmáðir: Erla Björk Olafidóttir. 13. ágúst. kl. 14.46 — Sveinbam. - Þyngd: 3500 - Lengd: 50 cm. Foreldr- ar: Nermina Cruac og Meho Cruac, Ólafsvík. Ljósmóðir: Fanný Berit Sveinbjömsdóttir. 13. ágúst. kl. 10.20 - Sveinbam. - Þyngd: 3435 - Lengd: 53 cm - For- eldrar: Björg Skiíladóttir og Alfreð Friðrik Adamsson, Akranesi. Ljósmóðir: Margrét Bára Jósefidóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.