Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2000, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 17.08.2000, Blaðsíða 18
+1 18 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 ^iusunvu: Fjallamaraþon í Borgarfirði Aðeins eitt lið komst í mark Ifyrsta hluta keppninnar þurftu keppendur aí róa Kanóum efiir etidilöngu Skorradals- vatni. Myndir: GE KB Byggingavörur Borgamesi óskar eftir framtíðarstarfskrafti. Leitað er eftir liprum, jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingi. Starfssvið: Almenn afgreiðslustorf, sala, vörumóttaka, skráning, innkaup og fl. KB Byggingavörur er alhliða byggingavöruverslun með mjög fjölbreytt vöruúrval og breiðan viðskiptamannahóp. Fyrsta opna fjallamaraþonið sem fram fer hér á landi var haldið í Borgarfirði um síðustu helgi. Keppnin fór fram í þriggja manna liðum og þurftu þátttakendur að leggja að baki um 100 kílómetra leið yfir fjöll og fimindi á bátum, hjólum og tveimur jafnfljótum. Fimm lið hófu keppni en aðeins eitt þeirra, lið frá Flugbjörgunarsveit- inni í Reykjavík, komst fullskipað í mark. Keppnin hófst á Skorradalsvami á fösmdag. Þar þurftu keppendur að róa á kajökum eftir endilöngu vatninu. Gekk það fremur brösu- lega þar sem mikill vindur var í Skorradalnum þennan dag og hvolfdi öllum bámnum. Næsti hluti keppninnar var í því fólginn að hjóla frá botni Skorradals að Flrúð- urkörlum á Kaldadal en þar var keppni frestað vegna veðurs á föstudagskvöld. Keppnin hófst aftur í bítið á laugardag og þá var gengið ffá skála Langjökuls í Surtshelli og Draga- gil, upp á Strút og í Flúsafell en þar lauk keppninni. Á leiðinni þurftu fjallagarparnir að fara yfir gil á Kláf, síga niður fossa og vaða jökulár. Aftur að ári Fjallamaraþonið var skipulagt af Útilífsmiðstöðinni í Húsafelli og í samtali við Skessuhorn kvaðst Bjarni Freyr Bjarnason forstöðu- maður hennar ánægður með hvern- ig til tókst. “Það er engin spuming Sigurvegaramir ásamt liðinu sem varð í öðru sæti: Frá vinstri: Asmundur lvarssan starfsmaður, Guðjón Marteinsson, sigurvegari, Vil- berg Sigurjónsson formaður Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, Guðjón Om Bjömsson, sigurvegari, Marteinn Sigurðsson, sigur- vegari, Einar Isfeld Steinarsson, Jónas Rafhsson og Sigurgeir Gunnarsson. Og vatnið reyndist vera blautt. að það verður ffamhald á þessu og ég á von á því að öll liðin sem tóku þátt núna verði með að ári,” segir Bjami. Hann segir að nú þegar hafi erlendir fjallagarpar sýnt áhuga á þátttöku. GE Umsóknir sendist tO: KB Byggingavörur, Egilsgötu 11, 310 Borgamesi, eða í netfang valdimar@kb.is fyrir 25. ágúst 5 I s* li ■■II í næsta nágrenni... Lyf & heilsa er stærsta fyrirtæki landsins á sviði lyfjaverslunar. Við erum öflugt þjónustufyrirtæki sem veitir persónulega og faglega ráðgjöf um allt sem snertir heilsuna. Við kappkostum að vera leiðandi f þjónustu og bjóða nýjungar til hagsbóta fyrir almenning. Þannig vinnum við að því að aðstoða viðskiptavini okkar við að öðlast betri líðan og njóta bættrar heilsu. Við höfum nú opnað nýja og glæsilega verslun á Akranesi og eru verslanir okkar þar með orðnar 18 talsins. Verið velkomin (nýja verslun okkar á Akranesi að Kirkjubraut 50. Við tökum vel á móti ykkur. VLyf&heilsa J APÓTEK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.