Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2000, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 17.08.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. AGUST 2000 aitUSVIÍUk: WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgames og Akrones) 430 2200 Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgornes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Úlgefandi: Framkv.stjóri: Ritstjóri og óbm: Internetþjónusta: Bloðomenn: Auglýsingor: Fjórmól: Prófarkolestur: Umbrot: Prentun: íslensk upplýsingutækni 430 2200 Magnús Mognússon 894 8998 Gísli Einorsson 892 4098 Bjarki Mór Karlsson 899 2298 Sigrún Kristjónsd., Akronesi 862 1310 Hjörtur Hjartarson 864 3228 Sigurbjörg 8. Ólofsdóttir 431 4222 Ásthildur Mognúsdóttir og fleiri Tölvert Isafoldarprentsmiðjo hf skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is internet@islensk.is sigrun@skessuhorn.is ougl@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þnðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2200 Kosningar í nánd? Þegar ungur ég var, og það er ekki langt síðan, þóttd það mikill viðburður í minni sveit ef alþingismaður sást tilsýndar á víðavangi. Hvað þá ef menn komust í návígi við hann. Eg ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa því hví- lík hátíðarstund það var að sjá framan í ráðherra. Slíkir viðburðir voru þá yfirleitt fýrirboðar þess að kosningar væru í nánd en einnig gat þetta hent við sérlega fínar jarðarfarir. Oít hafa þingmenn líka verið gagnrýndir fyrir að láta ekki sjá sig í sínum kjördæmum fýrr en daginn fýrir kosningar. Sjálfsagt hef ég í einhverri glópsku tekdð und- ir þá gagnrýni. Hvað sem ég kann að hafa sagt í því sam- bandi þá ét ég það allt ofan í mig aftur. Samkvæmt mínu dagatali eru tæp þrjú ár í kosningar. Samt sem áður hefur svo brugðið við á síðustu vikum og mánuðuðum að hvar sem tveir menn koma saman er að minnsta kostd annar þeirra þingmaður. Hvar sem eitthvað er um að vera, jafnvel hversdagsleg- ustu viðburðir, er ekki þverfótað fyrir þingmönnum. Þeir eru á fótboltaleikjum, myndlistarsýningum, leiksýning- um, í afmælum allra stétta manna, hundasýningum, tón- leikum og jafnvel á Tupperwarekynningum. Hvar sem eitthvað er opnað eða gert í fyrsta sinn eru þingmenn og ráðherrar saman í kippum og í dag er varla tekin í notkun ný fjósaskófla, flatningshnífur eða tölvu- prentari öðru vísi en að minnsta kostd einn ráðherra komi þar einhversstaðar nærri. Það væri nú ekki ástæða til að nefna þetta ef þetta væru bara þessir fimm ágætu þingmenn sem merktir eru Vest- urlandi enda svo sem ekkert óeðlilegt við það í sjálfu sér að rekast á þá í kjördæminu annað veifið. Athyglisverð- ari er skyndilegur áhugi þingmanna Norð-Vesturlands og Vestfjarða á því sem hér er að gerast. Ástandið er hreinlega orðið þannig að maður getur ekki farið á klósettið án þess að eiga á hættu að rekast þar á að minnsta kostd einn þingmann. Því hefur jafnvel flökrað að mér að um skipulagðar ofsóknir sé að ræða. Vitaskuld ber ég takmarkalausa virðingu fýrir þing- mönnum allra kjördæma og efast síst um ágæti þeirra. Til samanburðar má þó geta þess að ég ber takmarka- lausa virðingu tyrir mjólkursúkkulaði og er sannfærður um ágæti þess. Eg horfi þó ekki fram hjá þeirri staðreynd að of mikið magn af mjólkursúkkulaði getur valdið inn- antökum og öðrum kvillum. Gísli Einarsson stjómmálafrœðingur Gísli Einarsson, ritstjóri. Afrakstur fyrsta dags átaksins, þar sem ekið var um Kaldadal og Uxahryggi, var til sýn- is á blaðamannafundi í Oskjuhlíðinni. A myndinni eru talið frá vinstri: Eltas Gíslason, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri sem hefur umsjón með átakinu; Jak- ob Falur Garðarssoti, aðstoðarmaður samgönguráðherra; Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra og Magnús Oddsson, ferðamálastjóri. Hreinsunarátak á hálendisvegnm landsins: Bflinn allan heim Dagana 14. ágúst til 1. septem- ber nk. gengst Ferðamálaráð Is- lands fyrir hreinsun á öllum helstu hálendisvegum landsins. Atakið er framkvæmt undir kjörorðunum “Bílinn allan heim - enga “vara- hluti” á hálendinu.“ Helstu stuðn- ingsaðilar átaksins eru Bílaleiga Akureyrar, Hekla, auglýsingastofan StHl, VIS og Olís en framkvæmd þess er í umsjá Ferðamálaráðs. Hreinsunin fer frarn með þeim hætti að starfsmaður frá Ferða- málaráði mun aka á fjórhjóladrifn- um bíl um helstu hálendisvegi landsins með stóra kerru aftan í. Bílstjóranum til halds og trausts verða vösk ungmenni sem munu tína upp alla “bifreiðaafganga” sem á vegi þeirra verða. Kerran verður síðan losuð á endurvinnslustöðvum og öðrum viðeigandi stöðum efrir því sem þurfa þykir. Atakið hófst síðastliðinn mánu- dag og var þá farið um Kaldadal og Uxahryggi. Eins og se'st á myndinni er nýja brúin mun voldugri en sú gamla sem komin var til ára sinna. Mynd: MM Ný brú yfir Grímsá Búið er að taka í notkun nýja brú yfir Grímsá á Borgarfjarðarbraut. Brúin er á vegarkaflanum Hnakkatjarnarlækur - Hestur sem Þríðja deildin Spenna Boltafélagið Bruni fékk slæma'n skell gegn Fjölni í A riðli þriðju deildar Islandsmótsins í knatt- spyrnu á þriðjudagskvöld. Leikur- inn fór fram á heimavelli Fjölnis sem skoraði fimm mörk án þess að gestirnir frá Akranesi næðu að svara fyrir sig. Með ósigrinum minnkuðu vonir Bruna um að komast í úrslitakeppni þriðju deild- ar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þessi félög berjast einmitt um 2. sætið í riðlinum og þar með sæti í úrslitum og eru jöfri að stigum þeg- ar ein umferð er eftir. Fjölnir er hinsvegar með mun betri marka- tölu, 24 mörk í plús, en Bruni hef- ur eitt mark í mínus. Brunamenn á að ljúka við að endurbyggja fyrir haustið. Seinni hlutinn af þeirri leið, frá Hesti að Andakílsárbrú, á að verða tilbúinn haustið 2001. í knattspymu í A riðli verða því að treysta á að Fjölnir tapi stigi í síðasta leiknum en þá mætir liðið HSH á Stykkis- hólmsvelli á laugardag. Það reynir því á nágrannakærleikann því Snæ- fellingar geta ráðið úrslitum um hvort hitt Vesturlandsliðið kemst áffam. Það dugar þó ekki eitt og sér því Bruni þarf að sigra Njarðvík sem trónir á toppi riðilsins. Sá leik- ur fer fram á Akranesvelli. HSH gerði jafntefli, 1-1 gegn Barðaströnd á þriðjudag, og er í fjórða sæti riðilsins með 23 stig. Með sigri á laugardag getur liðið komist í þriðja sætið en það er háð því að Bruni tapi fyrir Njarðvík. GE Fomleifa- uppgröftur við Eiríksstaði Nú nýverið fannst vísir að litlu húsi við fornleifauppgröft að Ei- ríksstöðum í Haukadal. Talið er að húsið sé frá tíundu öld. Smá- hýsi þetta er tengt stærri skála sem talið er að hafi verið bústað- ur Eiríks rauða. Að svo stöddu er ekki vitað til hvers smáhýsið var notað enda rannsóknir á því enn á frumstigi. MM Erlent vinnuafl Um þriðjungur þess vinnuafls sem starfa mun við sauðfjárslátr- un hjá Sláturfélagi Vesturlands í Borgarnesi í haust verður erlent. Fækkun í sveitum héraðsins og aukin samkeppni um vinnuafl eru þess valdandi að undanfarin ár hefur ekki tekist að manna tímabundnar stöður í haustslátr- un, án aðstoðar útlendinga. Af um 70 störfum í sláturhúsinu er gert ráð fyrir að 20 til 25 manns komi erlendis frá. MM Nýtt hverfi Stykkishólmsbær hefur gert samning við Odd Magnússon um jarðvegsframkvæmdir við nýtt íbúðahverfi, Hjallatanga. Níu lóðir verða gerðar bygg- ingahæfar í fyrsta áfanga og er búið að úthluta tveimur þeirra nú þegar að sögn Ola Jóns Gunnarssonar bæjarstjóra. Innbrot í Borgamesi Brotist var inn í verslunina 10 - 11 í Borgarnesi aðfararnótt sunnudags. Að sögn lögreglu uppgötvaðist innbrotið ekki fýrr en um morguninn þar sem þjófa- varnarkerfi verslunarinnar hafði ekki farið í gang. Þjófamir brutu upp hurð á lager verslunarinnar og stálu aðallega tóbaki og drykkjarvörum. Fjögur ung- menni voru handfekin vegna málsins og fannst stærstur hluri ránsfengsins í þeirra fómm. Mál- ið er upplýst. GE Brynjar Karl í Borgames Samkvæmt heimildum Skessu- horns em allar líkur á að Brynjar Karl Sigurðsson fyrrverandi leik- maður og þjálfari IA í körfuknattleik leiki með Skalla- grími í úrvalsdeildinni í vetur. Brynjar verður án efa mikill liðs- styrkur fyrir lærisveina Alexand- ers Ermolinskij þar sem þar er á ferðinni sterkur leikmaður með mikla leikreynslu. Brynjar Karl er hinsvegar þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera sá leikmaður sem hvað oftast hefur fallið úr úr- valsdeildinni, eða fjóram sinnum. GE Á móti Páli Metþátttaka var í net- kosningunni á Skessuhorns- vefrium í síðustu viku. Spurt var: Styður þú Paul Watson og samtökin Sea Shepard? Atkvæði greiddu 469. Já sögðu 92 eða 20% og nei sögðu 377 eða 80%. Páll á því ekki upp á pallborðið hjá lesendum Skessuhoms- vefjarins. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.