Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 17.08.2000, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 33. tbl. 3. árg. 17. ágúst 2000 Kr. 250 í lausasölu Ertu að tapa stórfé út um gluggana? Fáðu góð ráð hjá okkur og lækkaðu hitareikninginn! Sími 54 54 300 Smiðjuvegi 7, Kópavogi fax 54 54 301 www.gler.is Landbúnaðmráðherra fer mjúkum höndum um fyrstu plöntu Vesturlandsskóga- verkefnisins. Mynd: GE Vesturlandsskógaverkefmð formlega hafið Vesturlandsskógaverkefhinu var formlega hrundið af stað síðast- liðinn föstudag þegar Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra gróðursetti fyrstu plöntuna í Vigdísarlundi á Hvanneyri. Verkefhið sjálft er hinsvegar þegar hafið og í sumar hafa ver- ið gróðursettar um 160 þúsund plöntur á vegum þess. Tuttugu bændur taka þátt í verkefninu í upphafi en að sögn Sigvalda Asgeirssonar fram- kvæmdastjóra þess er gert ráð fyr- ir að þátttakendum fjölgi jafnt og þétt. “Nú þegar hafa um 70 aðilar sótt um þátttöku í almennri skóg- rækt og mun fleiri í skjólbelta- ræktun þannig að áhuginn er mjög mikill á þessu svæði,” segir Sigvaldi. Markmið Vesturlandsskóga- verkefnisins er að gróðursetja í um 5 % af láglendi Vesturlands á næstu 40 árum. Fjárveiting til verkefnisins í ár er 17 milljónir króna en Sigvaldi segir að hún verði aukin jafnt og þétt og þegar verkefnið verði komið í fullan gang megi búast við að kostnaður verði um 130 milljónir á ári. Aukin verkefhi Skúli Alexandersson fomaður Vesturlandsskóga segir að bænda- skógaverkefnin séu það eina sem sé jákvætt að gerast í uppbyggingu á landsbyggðinni í dag. “Við finn- um fyrir því á öllum þeim stöðum þar sem þessi verkefni eru komin vel af stað að þar hefur dregið úr fólksflótta og fólk sem vill búa í hinum dreifðu byggðum fær þarna aukin verkefni,” segir Skúli. GE Kenn^la hugsanlega skert vegna kennaraskorts Astandið aldrei verið verra -segir Ingi Steinar Gunnlaugsson skólastjóri “Þetta er hörmungarástand. Þetta hefur oft verið slæmt en aldrei eins og nú,” segir Ingi Steinar Gunnlaugsson skóla- stjóri Brekkubæjarskóla um skort á kexmurum til starfa. Þar eins og víða annars staðar hefur gengið vægast sagt illa að manna kennarastöður. Ingi Steinar seg- ir að þrátt fyrir að auglýst hafi verið ítrekað eftir umsjónar- kennara á yngra stigi skólans hafi engar umsóknir borist. “Það hefur ekki einu sinni verið liringt og spurt.” Ingi Steinar segir að búið sé að leysa málin að öðru leyti innan skólans meðal annars með því að auka álagið á þá starfsmenn sem fyrir eru. “Starfsfólkið er allt af vilja gert, það vantar ekki, en ef menn eru farnir að kenna of mikið kemur það að sjálfsögðu niður á gæðum kennslunnar. Það hefúr alltaf bitnað á skólun- um þegar þensla hefur verið í þjóð- félaginu þótt ástandið hafi að mínu mati aldrei verið svona slæmt. Við getum einfaldlega ekki keppt við vinnumarkaðinn hvað varðar kaup og kjör. Víða hlýtur þetta ástand að bitna á gæðum kennslunnar. I kennslulögum segir að mennta- málaráðuneytið skuli fylgjast með að gæði kennslunnar séu í lagi en oft endar það með því að þeir gefa út heimild til að ráða nánast hvern sem er í kennslu,” segir Ingi Stein- ar. Hann útilokar ekki að í Brekku- bæjarskóla þurfi að skerða kennslu í vetur vegna skorts á kennurum. “Við höfum ekki nein úrræði og ef ekki tekst að leysa þetta gæti þurft að skerða kennslu,” segir Ingi Steinar að lokum. GE *■* Eiríkur rauði er kominn heim að Eiríksstöðum í Haukadal og tók þátt í hátíðarhöldum þar um síðustu helgi. Sjá bls 8-9. Mynd-.GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.