Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2000, Page 17

Skessuhorn - 17.08.2000, Page 17
SKlSSIJSiOBKI FIMMTUDAGUR 17. AGUST 2000 17 Þetta reyndust vera mjög slungnir vasaþjófar og án þess að ég tæki eft- ir fóru þeir ofan í bakpokann minn og vasa mína á meðan þeir þóttust vera að aðstoða mig. Fólkið nudd- ast við mann og manni er heitt og vill bara komast inn. Eg uppgötvaði ekkert fyrr en ég var komin inn á hótelið. Allt var farið, skólaskír- teini, peningar, krítarkort. Eg varð að taka næstu lest til baka. Æ, þetta var frekar sorglegt. Ég var reyndar sátt við þjónustuna hjá Visa, þeir sendu mér neyðarkort strax. Austur og Vestur “Asíubúar eru mjög ólíkir okkur. Þeir hugsa öðruvísi og leggja áherslu á annað. Þeir horfa á aðra hluti en við og fegurðarmat þeirra er ólíkt okkar. Kínverskar stelpur eiga helst að vera hvítar á hörund. Vinkonu minni ffá Noregi var einu sinni boðið krem sem átti að gera hana hvítari og hún hló sig mátt- lausa því við eyddum löngum stundum í sólabaði til að verða brúnar. Kínverskum karlmönnum finnst sér ógnað af sterkum konum sem redda sér sjálfar. Vala segir að það sé ekki auðvelt að lýsa Kínverjum. “A Islandi verð ég vör við á- kveðna andúð á nýbúum, fólk er tortryggið og finnst fólk af asískum uppruna oft skrítið. Það er fljótt að breytast þegar maður býr með þremur kínverjum í herbergi. Eg man að í fyrri ferðinni minni inn í Kína þá fannst mér ég skilja mál- tækið um manninn sem hættir að kvarta yfir skónum sínum þegar hann sér fótalausa manninn. Þegar maður kemur hingað heim þá býð- ur manni hálfpartinn við þessu fólki sem kvartar yfir því að eiga bara einn jeppa og eiga bara litla íbúð. Eins finnst mér þetta fólk sýna meiri samstöðu. Þrátt fyrir fátækt- ina hjálpar það hvert öðru. Það veit að það þarf að standa saman til að lifa af. Mér finnst náungakærleikur- inn meiri. Það er kannski ekki snið- ugt að setja þetta í blaðið en það eru amerískir krakkar í skólanum sem mér finnst vera ofboðslega hroka- fullir. Það er þetta viðhorf: “Við ráðum öllu og við erum bestir. Æ við bara “núkum” þetta lið, þú veist, ef þeir lenda í vandræðum.“ Þeim finnst þeir vera æðstir og troða hugmyndum sínum upp á Kínverjana sem margar eru ein- hvers konar upphafin mynd af Am- erfloi. Það er verið að reyna að opna Kína en það er sagt að ef allir Kín- verjar fái sér ísskáp fari ósonlagið á þremur árum. Bandaríkjamenn ætla að leggja undir sig kínverska mark- aðinn og fylla hann af amerískum vörum og innprenta Kínverjum liftiaðarhætti sína. Mér finnst það því miður engin framför. Kínverjar eru engu bættari með hamborgara- rassa eða lazyboy-stóla. Þeir verða að fá að halda í sínar hefðir þótt okkur finnist margt skrýtið sem þeir gera. Því miður þá halda allir að ég sé bandarísk af því að ég tala svona sjónvarps-ensku, eins og Simpsons og Friends,” segir Vala og grettir sig. Að brúa bilið “Það er stundum skrítið að hugsa til þess að ég hafi farið þarna út en ég er bara mjög fegin að ég gerði það. Eg held að flestir sem búa í svona litlu samfélagi hafi rosalega gott af því að víkka sjóndeildar- hringinn og ég vildi hvetja alla til að gera það ef þeir hafa aðstöðu tdl. Ekki horfa bara á fréttirnar og slökkva síðan á hungursneyðinni heldur gera sér grein fyrir því að heimurinn er þarna. En maður lær- ir líka að meta sitt heimaland því maður veit ekki hvað maður hefur fyrr en maður fer burtu frá því. Mig langar að hjálpa til við að brúa bilið og leggja mitt af mörkum með því sem ég er að læra í þessum skóla. Bætt samskiptd eru lykillinn að betri heimi, svo að fólk geti komist að einhvers konar málamiðlun. Eins og ég sagði þá er þetta undirbún- ingsnám fyrir annað nám og það er ædast til að maður sæki um háskóla á þessu ári en ég ætla að taka mér frí í eitt ár og fara til Tævan og læra kínversku,” segir Vala Andrésdóttir. KK I helli Injdlaða munksins ásamt Lindu Erlingsen sem kemurfrá Noregi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.