Skessuhorn - 21.09.2000, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000
attCssvíiub: i
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgornesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2200
Akronesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgames) 430 2201
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi:
Framkv.stjórí:
Ritstjóri og óbm:
Internetþjónusta:
Bloðamenn:
Auglýsingnr:
Fjórmól:
Prófnrkalestur:
Umbrot:
Prentun:
islensk upplýsingatækni 430 2200
Magnús Magnússon B94 8998
Gisli Einarsson 892 4098
Bjarki Mór Karlsson 899 2298
Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310
Ingi Hans Jónss., Snæfellsn. 895 6811
Hjörtur Hjartarson 864 3228
Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 431 4222
Ásthildur Mognúsdóttir og fleiri
Jölvert
Isofoldarprentsmiðja hf
islensk@islensk.is
ritstjori@skessuhorn.is
internet@islensk.is
sigrun@skessuhorn.is
ingihons@skessuhorn.is
augl@skessuhorn.is
bokhald@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 250 kr.
430 2200
Af
snærisþjófum
og
kortaböðlum
Síðustxr þrjúhundraðu og tuttugu ár eða svo hefur það legið
ljóst fyrir að Skagamönnum væri hreint ekki treystandi. Alla tíð
síðan Jón Hreggviðsson hnuplaði snærisspottanum hefur það
verið á hvers manns vitorði að á Akranesi byggju viðsjálverðir ná-
ungar sem væra ekki allir sem þeir væra séðir.
Mér varð það reyndar nýlega á að gleyma þessari staðreynd eft-
ir öll þessi ár. Ekki svo að skilja að mér hafi fundist allt í lagi með
Skagamenn, öðra nær. Fyrir það fyrsta eiga þeir skammir skyld-
ar fyrir að hafa í tvö ár ekki getað komið í veg fyrir að KR ingar
yrðu Islandsmeistarar í knattspyrnu. Það verður seint fyrirgefið.
Það er reyndar það versta og annað smámunir einir hjá því og
tekur ekki að rifja upp.
Það vora hinsvegar árvökulir og grandvarir blaðamenn Dag-
blaðsins sem fyrir fáum dögum rifjuðu upp vafasama fortíð
Skagamanna og sýndu fram á það svart á hvítu að enn era þar upp
til hópa óffómir menn. Menn máttu svo sem vita það fyrirfram,
og var reyndar á það bent, að það væri glapræði að flytja ábyrga
stofnun á borð við Landmælingar Islands inn í samfélag sem
hefði þetta orð á sér. Það hafði nefnilega komið í ljós samkvæmt
heimildum DV, áreiðanlegum heimildum, að ekki einasta væri
rekstur Landmælinga í kaldakolum eftir rúmlega ársvist á Skag-
anum heldur var og búið að týna og tæta í sundur megnið af kort-
unum sem era jú það sem rekstur þessarar stofnunar snýst alfar-
ið um. Jafnvel lék granur á að hluti af kortunum hefði verið skor-
inn í strimla og búnir til minnismiðir fyrir starfsmenn að skrifa
hjá sér hverju þeir áttu að týna næst.
í ljósi sögunnar ætti þetta ekki að koma á óvart. En svo ég reyni
nú að tína til eitthvað Skagamönnum til málsbóta þá er alveg
hugsanlegt að kortin hefðu getað týnst einhversstaðar annars-
staðar en á Skaganum, ef þau á annað borð era þá týnd en ekki
ótýnd. Samkvæmt mínum upplýsingum og áreiðanlegum heim-
ildum hefur það komið fyrir að ýmislegt hafi týnst í Reykjavík
þau ellefuhundraðtuttuguogsex ár sem hreppurinn hefur verið í
byggð. Eg veit heldur ekki betur en þar hafi Ingólfur Arnarson
riðið á vaðið og týnt einhverjum öndvegis súlum. A síðari árum
hafa menn þar í sveit gengið enn lengra og jafhvel týnt vitinu og
einnig æranni eins og umræddum tíðindamönnum DV er vafa-
lítið kunnugt um.
Það kom reyndar upp úr dúmum að kortatýnsla og önnur
klúður landmælanna á Akranesi vora hvorki rædd við yfirmenn
eða aðra núverandi starfsmenn stofhunarinnar áður en fréttirnar
birtust í Dagblaðinu. Sjálfsagt hefði það heldur ekki þjónað nein-
um tilgangi þar eð þeir hafa sjálfsagt verið of uppteknir við að
búa til bréfbáta úr hálendi Austurlands eða skutlur úr Snæfells-
nesi í hlutföllunum einn á móti hundrað þúsund.
Eg neita því ekki sem starfandi blaðamaður að gott hneyksli er
gulli betra. Eitt gott hneyksli á dag í bland við smærri skandala er
í raun nauðsynlegt fyrir andann og heilsuna. Arvökulir tíðinda-
menn eru að sjálfsögðu fljótir á staðinn ef einhvers staðar er að
brenna og ekkert óeðlilegt við það. Það er hinsvegar ekki eðlilegt
að þeir kveiki sjálfir í til þess að fá fréttina.
Gísli Einarsson, hneykslaður
Nokkrir vestlenskir ferðaþjónustuaðilar vom þdtttakendur d kaupstefnunni. A myndinni
sést hluti bdss UKV og bds Eiríksstaðanefiidar þar sem formaðurimi sjdlfur; Friðjón
Þórðarson, stóð vaktina dsamt fleirum. Mynd: MM
Vel heppnuð Vestnorden
Ferðakaupstefhan, Vestnorden
Travel Mart 2000, var haldin í Laug-
ardalshöll dagana 13.-15. september
sl. Gert er ráð fyrir að um 500
manns hafi sótt kaupstefnuna. Þar af
voru um 190 erlendir kaupendur og
ferðaheildsalar ásamt yfir 200
sýnendum. Tilgangur kaupstefn-
unnar var að sýna hvað aðildarþjóð-
irnar þrjár; Island, Grænland og
Færeyjar, hafa upp á að bjóða í ferða-
þjónusm.
Á kaupstefhunni var meðal annars
kynnt framboð á ferðamennsku utan
háannatíma en megináhersla hefur
verið lögð á að fjölga ferðamönnum
á þeim tíma. I hópi seljenda voru
m.a. fulltrúar flugfélaga, ferðamála-
Það er eins með Snæfellinga eins
og aðra landsmenn að þeir sýna oft-
ast mikla þolinmæði í sambandi við
endurbæmr á vegakerfinu. Það
'gerir fólk auðvitað með þeirri vissu
að firamundan séu betri dagar. En
langlundargeð íbúa í Snæfellsbæ er
þrotið gagnvart verktakafyrirtækinu
Klæðningu sem annast uppbygg-
ingu vegar fyrir sunnan Fróðár-
heiði. „Það er ekki hægt að bjóða
Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskóla-
stjóri Garðasels á Akranesi, sendi
bæjarráði bréf í liðinni viku fyrir
hönd foreldra, bama og starfsfólks
leikskólans, varðandi umferðarör-
yggi við leikskólann og nágrenni
hans. Að sögn Ingunnar lenh starfs-
maður leikskólans í árekstri á
gatnamótum Garðagrundar og
Lerkigrundar þar sem leikskólinn er
staðsettur. “Hún fór héðan í kaffi og
svo leið og beið og allt í einu sjáum
við að hún hefur lent í hörkuárekstri
á hominu. Búið er að planta trjá-
gróðri við blokkina sem stendur
hægra megin við beygjuna, sem er
náttúrulega hið besta mál, en homið
þama er svo blint vegna þess að gat-
an liggur í boga. Það er mjög erfitt
fyrir fólk sem er á venjulegum fólks-
bíl að sjá bflana sem koma þama
neðan að. Maður er kominn svo
samtaka, hópferðafyrirtækja og hót-
ela. Á kaupstefnunni var einnig lögð
áhersla á að kynna jöklaferðir, hesta-
ferðir, bátsferðir og jeppaferðir svo
eitthvað sé nefnt.
Skipuleggjendur kaupstefhunnar
telja að horfur í ferðamennsku á
norðurslóðum næsm ár séu góðar. Á
hmabilinu ffá janúar ril aprfl á þessu
ári varð 30% aukning á fjölda ferða-
manna til Islands. Ferðamálaráð ger-
ir ráð fyrir því að gjaldeyristekjur af
ferðaþjónusm verði rúmlega 30
milljarðar á þessu ári en á ársgrund-
velli era tekjur af ferðaþjónusm
rámlega 13% af útflutningstekjum
íslendinga.
fólki upp á svona vinnubrögð,"
sagði einn vegfarenda, „og nú er
mælirinn fullur efrir að hafa þurft að
ferðast um þetta meira og minna ó-
fært í sumar hafa margir orðið fyrir
stórskemmdum af völdum grjótfoks
á bfla s.l. helgi“. Þama vísar vegfar-
andinn til þess að töluvert hvassviðri
var af norðri þessa daga og varla fært
um veginn vegna foks á grjóti og
sandi. IH
langt út á götuna þegar maður sér
bílana og auk þess er umferðin þama
mjög hröð. Hámarkshraðinn er 50
km/klst en það era ekki margir sem
fara eftír því á svona sléttri og langri
göm.” Á Garðaseli era 98 böm og
þar era yfir tuttugu starfsmenn svo
gera má ráð fyrir að þar komi og fari
um hundrað bílar tvisvar sinnum á
dag. “Það er mikið álag á þessum
gamamórnm því auk leikskólans era
hér þrjár blokkir. Ég fór að velta því
fyrir mér hvort engar reglur gilm
um gróður eða girðingar á svona
viðkvæmurn garnamómm en mér
skilst að svo sé ekki. Þessi tré era
náttúralega bara að byrja að vaxa og
þar af leiðandi eiga þau eftir að
skyggja meira á næsta sumar.” Bygg-
ingar- og skipulagsfulltráa var falið
að kanna málið og gera tillögur til
úrbóta. SÓK
Rörin í
Stykkishólmi
Þegar hitaveita var lögð í hús í
Stykkishólmi sóttist Landssím-
inn effir því að leggja Ijósleiðara
í öll hús. Skærgul rör voru því
lögð inn með hitaveituröranum
og í þau dregnir kaplar fyrir hið
nýja símkerfi. Kapalhankir
hanga því uppi í hverju þvotta-
húsi í Hólminum og enginn veit
meira. Fjölmargir hafa gert fyr-
irspurnir til Landssímans um
framhald en engin svör hafa
fengist. Bæjarstjórnin hefur
gert formlega fyrirspurn en
henni hefur ekki heldur verið
svarað.
Líkamsárás
á Akranesi
Tveir ungír piltar réðust á tvo
fullorðna menn á Akranesi að-
fararnótt sunnudags. Árásin átti
sér stað á Báragötu og Suður-
göm. Hópur manns fylgdist með
árásinni og þurfti annað fórnar-
lambanna að leita sér aðhlynn-
ingar á Sjúkrahúsi Akraness þar
sem meðal annars brotnuðu í
honum tennur. Að sögn lögregl-
unnar á Akranesi er málið enn í
rannsókn. SOK
Forseta-
heimsókn
Forseti íslands herra Ólafiir
Ragnar Grímsson mun sækja
Snæfellinga heim dagana 3. og
4. október n.k. Fyrri daginn
heimsækir forsetinn Kolbeins-
staðahrepp, Eyja- og Miklaholts-
hrepp fyrir hádegi og Snæfellsbæ
eftir hádegi. Deginum lýkur með
héraðssamkomu í Ólafsvík.
Síðari daginn heimsækir for-
setinn Eyrarsveit fyrir hádegi og
Helgafellssveit og Stykkishólms-
bæ efrir hádegi. Deginum lýkur
með héraðssamkomu í Stykkis-
hólmi.
Hvasst á
Kjalamesinu
Það var hávaðarok á Kjalar-
nesinu á mánudagsmorgun og
fór vindhraðinn upp í 45 metra á
sekúndu þegar mest var. Víða
mátti sjá bíla utan vegar þar á
meðal einn skólabíl sem hafði
oltið. Ökumaðurinn var einn í
bflnum og slapp hann ómeiddur.
Auk þess hafði lítill sendiferða-
bfll fokið út af veginum og hann
stöðvaðist ekki fyrr en í um 100
metra fjarlægð frá veginum. Bfl-
ar voru þó ekki það eina sem
vindurinn hreif með sér því sum-
arbústaður sem ekki hafði verið
festur á grunn fauk á hliðina.
MM
Óþolandi framkvæmdir
-segja vegfarendur
Gcitnamótm hjd leikskólajium Garðaseli d Akranesi.
Hættuleg gatna-
mót við leikskóla