Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 21.09.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 S2ESSUHÖBKI Útboð á flutningum um Breiðafjörð: Kostnaðaráædunin óskhyggja ein - segir Guðmundur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðafjarðarferjunnar Baldurs Frá Breiðafirði Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu undafarið um útboð á ferjusiglingum. Breiðafjarðarferj- an Baldur er önnur tveggja ferja sem rekstur á var boðinn út fyrir skömmu. Breiðafjarðarferjan Baldur er eitt elsta fyrirtæki á Is- landi og næst elsta flumingafyrir- tækið á eftir Eimskip. Fyrirtækið var stofnað 1924 og er því til hjá fyrirtækinu áralöng reynsla af þess- um rekstri. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Guðmundur Lárus- son, er ekki sáttur við margt er þetta útboð varðar. “Kostnaðará- ætlum Vegagerðarinnar er bara rugl sem byggt er á einhverri óskhyggju frekar en á raunverulegum kostn- aðaáætlunum. Eg er ákaflega ósáttur við svona vinnubrögð og í raun eru við vænd um bruðl og að hafa farið illa með opinbert fé. Aðstaða við þetta útboð er einstök, bæði Vegagerðin og þau fyrirtæki sem buðu í reksturinn höfðu ekkert annað við að styðjast en ársreikn- inga Baldurs. Þetta hlutafélag er í eigu ríkis, sveitarfélags og einstak- linga og reikningar þess, sundurlið- anir og einstaka liðir eru opinber gögn sem allir hafa aðgang að. Eg man ekki til þess að Vegagerðin hafi nokkurntíma gert nokkrar athuga- semdir við þennan rekstur né óskað skýringa á einu né neinu í honum. Þess vegna kemur það manni á ó- vart að þeir leyfi sér að setja fram í einni tölu kostnaðaráædun sem er í engu samræmi við þær rauntölur sem allir geta lesið út úr þessum reikningum. Það er alveg ljóst að Vegagerðin ædar sér ekki að reka skipið á þeim tölum sem þeir kalla kostnaðaráædun. Og ef þeir æda það ekki er ekki um kostnaðaráæd- un að ræða heldur aðeins óskhyggja sem maður skilur ekki hvað liggur að baki. Ég tel okkur hafa verið gætin í þessum rekstri og gert þetta eins vel og aðstæður leyfðu. Þær breytingar hafa orðið á að áður var þetta ekki bara ferja heldur talsverð ferðamannaþjónusta. Þegar einka- aðilar fóru að gera hér út á ferða- menn var eðlilegt að Baldur dregði sig út úr þeirri samkeppni að því marki sem það var hægt. Eðli málsins er það að við erum að reka hér þjóðveg fyrir almannafé og því óeðlilegt á sínum tíma að vera í samkeppni við einkarekið fyrirtæki Guðmundur Lárussm sem hafði metnað til að byggja hér upp skemmtisiglingar. Það er svo auðvitað kaldhæðnislegt að það verði félaginu að falli, þau samlegð- aráhrif sem felast í því að einkafyr- irtæki yfirtaki aðstöðu Breiðafjarð- arferjunnar og geti þar fyrir al- mannafé sparað í rekstri sínum. Eg er gjörsamlega óhræddur við að menn beri saman rekstrarárangur og reikninga þessara fyrirtækja en ég tel að í nútíma viðskiptaum- hverfi eigi Vegagerðin ekki að kom- ast upp með að opinbera ekki hvað að baki þeirra tölu liggur.” IH Hitaveitan í Dölunum: Sldpt um verktaka Upphaflega stóð til að tengja fyrstu húsin við hita- veitu Dalabyggðar í lok sept- ember en að sögn Einars Mathiesen sveitarstjóra Dala- byggðar liggur fyrir að það verði ekki fyrr en í lok októ- ber. “Það hafa orðið nokkrar tafir vegna vanefhda á verk- samningi hjá verktakanum sem átti að sjá um dreifikerf- ið. Framkvæmdir við lagn- ingu dreifikerfisins hófust í fyrrahaust og hefur lítið mið- að áleiðis á þessu ári. Það varð því að samkomulagi að fenginn yrði nýr aðili til verksins og Tak ehf. tók við því í byrjun september og mun ljúka við það sem eftir er,” segir Einar. GE Tillögur að firamtíðarskipan SSV: S ams tarfsve ttvangur í stað Samtaka sveitarfélaga Opnað fyrir fulltrúa atvinnulífs, félagasamtök ofl. Aðalfimdur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður haldinn að Laugum í Sælingsdal föstudaginn 27. október næstkomandi. Aðal- efhi fundarins verður framtíðar- skipan SSV en samþykkt var á síðasta aðalfundi að gera úttekt á starfsemi samtakanna. Stjórn SSV hefúr kynnt aðildarsveitarfé- lögunum tillögur um ffamtíðar- hlutverk samtakanna en þær byggja á áfangaskýrslu sem Sigfús Jónsson og Valtýr Sigurbjamar- son hjá ráðgjafastofunni Nýsi unnu fýrir SSV. I bréfi sem sent var til sveitar- stjómarmanna á Vesturlandi vegna málsins segir að landshlutasamtök á borð við SSV séu í hálfgerðri tdlvist- arkreppu þar sem sveitarfélög í landinu hafi einn öflugan málsvara sem er Samtök íslenskra sveitarfé- laga og því hafi landshlutasamtökin takmörkuðu hlutverki að gegna í hagsmunagæslu. Þá segir að stór sameiginleg verkefni sveitarfélag- anna séu nú þegar bundin í hlutafé- lögum eða byggðasamlögum, önnur en Atvinnuráðgjöf SSV. I ljósi þess er lagt til að í stað SSV verði stofh- aður samstarfsvettvangur Vesmr- lands. Stærri samtök Gert er ráð fyrir að auk sveitarfé- laga á Vesturlandi verði þátttakend- ur ráðuneyti, ríkisstofhanir, samtök atvinnurekenda og launþega, félaga- samtök og fleiri aðilar. Hugmyndin er að samstarfsvettvangurinn verði frjálst samstarf milli sjálfstæðra og óháðra aðila er byggist á opnum og hreinskilnum rökræðum og gagn- kvæmum skilningi á sameiginlegum hagsmunum. Samstarfsvettvangur- inn á að fjalla um málefhi Vestur- lands á sem breiðustum grunni og vinna að eflingu byggðarlaga, at- vinnulífs, menningar, þekkingar og menntunar á svæðinu. Þá er honum ætlað að vinna að sameiginlegri stefnumótun og tillögugerð fyrir Vesturland, svo sem í atvinnumál- um, ferðamálum, samgöngumálum, orkumálum, heilbrigðismálum, menningarmálum ofl. Einnig að vera ráðgefandi og taka þátt í undir- búningi og fjármögnun nýrra sam- starfsverkefna fyrir Vesturland, svo og um breytingar á fyrirkomulagi núverandi samstarfsverkefna. Skipulag samstarfsvettvangsins er þannig hugsað að 5-7 manna stjóm verði kosin á aðalfundi. Aðalfundur verði haldinn árlega með seturétti fulltrúa þeirra 40-50 aðila sem mynda samstarfsvettvanginn. Auk þess verði haldnir samráðsfundir tvisvar á ári. Ef fyrrnefndar tillögur verða sam- þykktar á aðalfundi SSV má búast við að samstarfsvettvangurinn geti orðið að veruleika í lok þessa árs. GE Skoðum þetta með opnum huga - segir Sveinn Kristinsson Akumesingar sögðu sig úr Sam- tökum sveitarfélaga á Vesturlandi síðasta vemr sem kunngugt er. Ur- sögnin á að taka gildi um næsm ára- mót en Sveinn Kristinsson útilokar ekki að breytt fyrirkomulag og stofhun Samstarfevettvangsins geti haft áhrif á þau áform. “Við höfhm að sjálfeögðu skoðað og lesið þessar tillögur og tekið afetöðu til þeirra,” segir Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjómar Akraness. “Það var farið yfir þessi mál á meirihluta- fundi en við erum ekki búin að hitta formann SSV og skýra honum frá okkar sjónarmiðum, \fér finnst það kurteisi að ræða við hann fyrst áður en við ræðum okkar afetöðu opin- berlega. Eg get þó sagt að við erum tílbúin að skoða nýjar hugmyndir með opnum huga en við tökum ekki þátt í SSV eins og það er í dag,” segir Sveinn. GE ' Það er betra að virða biðskylduna! Þrír árekstrar Þrír árekstrar urðu á Akranesi í liðinni viku. Líkamstjón varð í einu tilfelli þegar tveir fólksbílar rákust saman á gatnamótum Ak- ursbrautar og Suðurgötu. Arekst- urinn atvikaðist þannig að annar þeirra var á leið niður Suðurgöt- una þegar sá sem kom af Akurs- brautinni virti ekki biðskyldu með fyrrgreindum afleiðingum. Bílarn- ir vora báðir mikið skemmdir. SÓK Brekkubæjarskóli leigir tölvur Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri Brekkubæjarskóla, hefur fengið leyfi til þess að gera sam- bærilegan samning við Tölvuþjón- ustuna á Akranesi eins og Gmnda- skóli gerði nýverið. Samningurinn felst í leigu á tölvubúnaði en það telst hagkvæmari kostur en að ganga í kaup á tölvum. SÓK 13. september kl 14:22-Meybam- Þyngd:3985-Lengd:51 cm. Foreldrar: Kristjana Jessen og Pétur Jensen, Reykjavík. Ljásmóðir: Lára Dóra Odds- dóttir. Nýfæddir Vesdendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru feerðar hamingjuóskir. 13. september kl 08:58-Meybam- Þyngd:2795-Lengd:49 cm. Foreldrar: Harpa Hrönn Finnbogadóttir og Hafliði Guðjónsson, Akranesi. Ljósmóð- ir: Anna Bjömsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.