Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2000, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 21.09.2000, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 Síðastliðið laugardagskvöld var stærsta kókdós í Evrópu vígð með pompi og pragt. Um er að ræða stóra augljsingu sem staðsett er á Hamarsvelli í Borgamesi. Mannvirkið sem nú augljsir þennan vinsæla drykk var áður súrheystum. I stað þess að rífa tuminn kom upp sú hugmynd aðfá honum njtt hlutverk oggerði Golfkliíbbur Borgamess augljsingasamning við Vífilfell tilfimm. ára. Mynd: GE Komræktin í Belgs- holti gengur vel Haraldur Magnússon bóndi í Belgsholti í Melasveit tók upp á þeirri nýjung fyrir þórum árum síð- an að rækta korn á jörð sinni. Hann byrjaði á fimm hekturum en nú er svæðið orðið um 35 hektarar bæði í sandi og mýri. Haraldur segir upp- skeruna í ár vera í góðu meðallagi. “Það er þó breytilegt á milli ára. Eg opnaði nýjan flóa í fyrsta skipti í ár og þar hefði þurft að vera meiri á- burður. Reynslan er ekki alveg komin í botn og auðvitað verður maður að taka mið af hverju landi fyrir sig. Eg er nokkuð ánægður með þetta en ég hefði viljað eyða meiri áburði í þetta stykki sem ég var að taka núna í fyrsta skiptd. Það þarf greinilega meiri áburð þar sem ekki hefur verið tún áður. Eg hef nú ekki verið að vigta þetta nákvæm- lega en mér sýnist þetta vera með betri árum miðað við undanfarin ár.” SÓK Það var sannkallað drullumall í Oddstaðarétt í Lundarreykjadal sem haldin var síðast- liðinn miðvikudag. Mikið vatnsveður hafði verið dagana á undan og á þvífengu bæðifé og menn að kenna eins og sést á þessari mynd. Mynd: GE Frá vinstri: Sigurður Atli Jónsson forstjérri Landshréfa, Btíi Orlygsson forstöðumaður skrifstofu, Birgir Jánsson útibússljári Landsbréfa á Akranesi og Gt'sli Gíslason bæjarstjóri Akraness. Mynd: SÓK Landsbréf á Akranesi Útibú Landsbréfa á Vesturlandi var formlega opnað með pompi og pragt síðastliðinn miðvikudag í Landsbankanum á Akranesi. Eins og áður hefur komið fram í Skessuhomi verður þar veitt verðbréfaþjónusta fyrir íbúa og stofhanir á Vesturlandi. Sérstök áhersla verður lögð á kynn- ingu á þeim möguleikum sem bjóð- ast í rafrænum verðbréfaviðskiptum í Kauphöll Landsbréfa á vefnum. Forstöðumaður skrifstofunnar á Akranesi er Búi Orlygsson, rekstrar- fræðingur. SÓK Við hlaðborðið á Hömrum. Guðlaug Guðmundsdóttir húsfreyja með einn kakóbnísann. Mynd: IH Hlaðborð í réttum Það var svolítið annar bragur á réttum í Eyrarsveit þetta árið en venjulega. Þar hafa menn tekið þá ákvörðun að hætta réttarhaldi í hinni gömlu Grundarrétt og rétta í staðin í fjárhúsunum á Hömrum. Grundarrétt er ákaf- lega fallegt mannvirki hlaðin um síðustu aldamót. Nú bregður hinsvegar svo við að samdráttur í sauðfjárbúskap á undanförnum árum er svo mikill að rekstur fjár í réttina er bara auka krókur. Undanfarin ár hefur fyrst og fremst verið réttað þar vegna barnanna en langt er síðan að mannfólk varð fjölmennara en sauðféð. Það gladdi því gangna- menn sveitarinnar mikið í kalsa- rigningu að komast í fjárhúsin á Hömrum. Þar beið þeirra heitt kaffi og kakó og hlaðborð að hætti húsfreyjunnar á Hömrum. IH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.