Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 21.09.2000, Blaðsíða 5
 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 5 Það kom fram í fréttum um daginn að íbú- ar húss eins við Laufásveg í Reykjavík hafa engan stað til að geyma öskutunnur sínar á, þeir búa nefnilega við hliðina á bandaríska sendiráðinu, og þegar íbúar hússins við hliðina á sendiráðinu stíga fæti útíyrir vaskahúsdyr sínar eru þeir í vondum málum. Þeir eru staddir á amerískri grund. Eða svo fullyrti ís- lenskur öryggisvörður sendiráðsins í sjónvarpi um daginn þegar hann sveiaði fréttamanni sjónvarpsstöðvar af amerísku grundinni, aftur yfir á þá íslensku. Þetta var svona dæmigerður öryggisvörður, greinilega upp með sér af því að vera í júníformi, íyllti ágætlega út í búninginn, sennilega týpan sem klárar alltaf matinn sinn, þiggur ábót endalaust og afétur ömmu sína, þó kannski meira óvart en af ásetningi. Það litla sem téður varðmaður gat tjáð sig á málinu ástkæra og ylhýra, benti til að hann hefði á sínum tíma ekki náð að hífa skóla þann sem hann gekk í uppfyrir landsmeðaltalið á sam- ræmdu prófunum. En hvað sem öðru líður virt- ist maðurinn hollur sínum amerísku húsbænd- um, geltir þegar hann á að gelta og bítur þeg- ar hann á að bíta, orðinn einhverskonar líf- rænn róbót eins og flestir eða allir verða sem ganga erinda Ameríkana hér og þar um heim- inn. Þá vitum við það, hvorki fólk eða öskutunnur mega vera í námunda við banda- ríska sendiráðið. Fólk getur nefnilega sett sprengjur í öskutunnurnar og bombað sendi- ráðið í loft upp. Kanar eru nefnilega búnir að sprengja títt og ótt víða um heim lengi, og því skíthræddir um að einhveijir taki upp á því að borga í sama. Það er kannski skiljanlegt meðan Sjálfstæðismenn réðu höfuðborginni að þeir létu útlenskt herveldi teyma sig að endamörk- um aumingjaskapar með skipunum um hvar öskutunnur eigi að vera og hvar ekki. En ekki hefur núverandi meirihluta í borgarstjórn tek- ist að finna lausn á öskutunnuvanda íbúanna við Laufásveg, sem verða enn um sinn að gera moltu úr sorpinu heima í stofu, sitja fyrir ruslabílnum þegar hann á leið hjá, eða laumast með ruslið að næturþeli í tunnur sem eru langt í burtu. Talandi um meirihlutann í borgar- stjórn Reykjavíkur. Það var haldinn dansleikur hér í sveit fyrir skemmstu. Þegar skrallið var rétt að byrja gekk hópur fólks í salinn, andlitin flest kunn af sjónvarpsskjá og ljósmyndum dagblaða, þarna var kominn meirihluti borg- arstjórnar ásamt sekriterum og ráðgjöfum. Einhver við borðið hafði frétt i að borgarstjórn- armeirihlutinn væri á svokölluðum vinnufundi í Reykholti þessa helgi, sjálfsagt að reyna að finna lausn á öskutunnumálinu. Eins og vera ber gekk borgarstjóri fyrstur í salinn, svo for- seti borgarstjórnar, síðan Helgi Pé og á hæla hans herskari af krötum, alltof margir á einum stað fyrir minn smekk. Þegar Helgi Pé gekk í salinn gripu konur þær sem litu Ríómanninn augum andann á lofti og sögðu bæði vá og jesús minn, enda var Helgi kosinn kynþokka- fyllsti maður landsins fyrir að vísu fjöldamörg- um árum síðan. Þetta misskildi nafni hans Hjörvar hrapalega, hélt að kvenfólkið væri að að dást að sér, þandi kassa og sperti stél, þreif borgarstjórann og þaut með hana út á dans- gólfið og söng hástöfum “við drekkum Jameson, við drekkum Jameson” þó svo að hljómsveitin væri að spila Rock around the clock. Nú settist kratastóðið við næsta borð, og ég sem hef heiftarlegt ofnæmi fyrir krötum. Þá fékk ég snilldarlega hugmynd. Gunnar í Kross- inum og Snorri í Betel eru að dunda sér við að afhomma menn á samkomum hjá sér. Skyldi ekki vera hægt að afkrata þó ekki væri nema einn Samfylkingarmann? Síðan skellti ég í mig slatta af ofnæmismeðali frá Smirnoff, rölti svo yfir að krataborðinu og gaf mig á tal við Hrann- ar B Arnarson, taldi mestan ávinning af því að snúa honum frá villu síns vegar, enda er þetta gáfulegur piltur, og var auk þess í sveit hér yfir í Hvítársíðu á árum áður. Ekki tókst mér að af- krata manninn enda skortir mig andríki og bænhita fyrrnefndra prédikara. Þegar ég var að snúa frá borðinu kom Hjörvar af dansgólf- inu með útkeyrðan borgarstjórann. Ingibjörg Sólrún sat það sem eftir var kvöldsins og hefur eftir því sem ég best veit lítið komið fram opin- berlega síðan. Þegar ég settist aftur við mitt borð var þar sestur maður sem ekki var þar þegar ég lagði upp í fyrrgreindan afkrötunar- leiðangur. Þetta var Alfreð Þorsteinsson. Hann var að spyija fólkið við borðið hvort ekki væru margir Framsóknarmenn í þessari sveit. Ekki veit ég hvort hrekkir voru í gangi eða bara leið- inlegur misskilningur, að Alfreð var sagt að það væri bara einn Framsóknarmaður í þessari sveit og það væri ég. Fyrst datt mér í hug að flýja út á dansgólfið, en sá að ég væri þar í stórri hættu meðan þessi Hjörvar gengi laus. Ákvað ég því að vera Framsóknarmaður næsta korterið, enda varð Alfreð ólýsanlega glaður að finna þó ekki væri nema einn Framsóknar- mann og jábróður á svæðinu. Sagði hann mér margt um áform sín innan Framsóknarflokks- ins á næstunni. Gaman þætti mörgum Fram- sóknarmanninum að vita hvað hann sagði mér, en ég var beðinn um að þegja, sorrí. Bjartmar Hannesson SIMENNTUNAR MIÐSTÖÐIN NAMSKEIÐ A NÆSTUNNI Grunnnámskeið í tölvuleikni (16 kest) hefjast í næstu viku. Fyrstu tveir hlutar tölvuökuskírteinisins. Varmalandsskóla mánudaginn 25. sept. Grunnskólanum í Búðardal 27. sept. Skráning og uppl. í síma 437 2390 SKÁTAR! Sýning í anddyri Bæjar- og héraðsbókasafnsins 21. september tii 31. október 2000 Héraðsskjalasafnið á Akranesi sýnir skjöl, Ijósmyndir og ýmsa muni úr skátastarfi á Akranesi Hérðsskjalasafnið er opið á mánudögum kl. 16-19 og fimmtudögum 13-16 VERI0 VIÐRÚNIR / / Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsóknum til Húsafriðunarsióðs, sbr. ókvæöi í 47. gr. þjóÖminjalacja fDar sem segir: "Hlutverk Húsafriöunarsjoös er aÖ veita styrki til viÓhalds og endurbóta ó friðuðum húsum oa mannvirkum. Heimilt er aÓ veita styrki til vlohalds annarra húsa en friðaÖra, sem að dómi Húsafriðunarnefndar hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi". Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: 1. Undirbúnings framkvæmda, óætlanaqeroar oq tæknileqrar róðqjafar 2. Framkvæmda til viðhalds og endurbóta 3. Byggingarsögulegra rannsókna og útgófu Deirra 4. Húsakannana Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent ó að leita eftir óliti Húsafriðunarnefndar ríkisins og sækja um styrk óður en framkvæmdir hefjast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en i 1. desember 2000 til o i Húsafriðunarnefndar ríkisins, Lyngósi 7, 210 Garðabæ, ó umsóknareyðublöðum sem bar fóst. s Eyðublöðin verða póstlögð til þeirra sem þess óska. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 22ÓÖ milli kl. 10:30 og 12:00 virka daga. :: •; - '£í: . : T ■ i ■ • . Húsafriðunarnefnd ríkisins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.