Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2000, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 21.09.2000, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 15 Mioaunu^! Hvemig fer leikurinn? Aðalsteirm Snæbjömsson Olafsvík „ÍBV vittrmr 1 - 0“. Þórður Stefánsson Ólafsvík „IBV vinnur 3-2.“ Ragnar Elbergsson Gnmdarfirði „Eg vona að Skagamenn vinni. Þá líklega 1-0.“ Ingimundur Ingimundarson, Borgamesi “3-1 jýrir Vestmannaeyjar.” Svanur Steinarsson Borgamesi, “2-1 Jýrir Vestmannaeyinga. ” Harpa Sif Þráinsdóttir, Akranesi "2-1 jyrir okkur, það cr að segja Skagamenn. ” tílafur Jónsson, Skugamaður. “2-1 fyrir Akranes” Leikreyndir menn í lykilstöðum Þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópi Akurnesinga frá bikarúrslitaleik þessara sömu liða 1996 eru enn til staðar leikreyndir leikmenn í lykilstöðum. Alexander Högnason hefur leikið 451 leik með liðinu frá 1986 og hefur verið einn af bestu mönn- um liðsins á undanförnum árum og á sigursælan og glæsilegan feril að baki. Hann er einn þeirra leik- manna sem leikið hafa með öllum Gunnlaugur Jónsson Flest mörk í sama leikmim Ingvar Elísson skoraði 4 mörk í fyrsta bikarleik Akumesinga gegn Keflavík 1960 en leiknum lauk með 6-0 sigri. Þessir leikmenn hafa skorað þrjú mörk í leikjum liðsins. Hreinn Elliðason í leik gegn Njarðvík 1968. Þeir Pétur Pétursson og Matthías Hall- grímsson þrjú mörk hvor í 6-0 sigri gegn Einherja á Vopnafirði 1978. Guðbjörn Tryggvason gegn Breiðablik í 4-2 sigri í und- anúrslitum 1983. Hörður Jó- hannesson gegn KR 1985. Ari síðar Sveinbjöm Hákonarson í 5- 0 gegn Hveragerði. Þórður Guð- jónsson gegn Val á Reyðarfirði í 7-0 sigri 1992 og Mijhalo Bibercic gegn Víking í 4-1 sigri 1993 og síðast Dejan Stojic gegn U-23 liði Keflavíkur 1995. landsliðum íslands og var íslands- meistari öll árin 1992 til 1996 og þrívegis bikarmeistari 1986,1993 og 1996. Sigurður Jónsson er tvímæla- laust einn besti leikmaður Islands fyrr og síðar og á glæsilegan feril að baki, bæði hérlendis og erlendis. Hann hóf að leika með Akraneslið- inu 1982 þá rétt fimmtán ára gam- all og varð bikarmeistari það ár. Hann var síðan í sigurliði Akranes 1983 og 1984 en það lið náði þeim einstæða árangri að vinna bæði deild og bikar bæði árin. A þeim ámm náði hann einnig öðrum merkum áfanga sem erfitt verður að slá út. Það var þegar hann lék með öllum fjómm landsliðum Is- lands á sama árinu. Leið hans lá síðan í atvinnumennsku, fyrst til Sheffield Wednesday og síðan til Arsenal. Mikil meiðsli Sigurðar settu svip sinn á þetta tímabil og svo fór að hann kom heim að nýju 1992 og lék með Akranesliðinu til 1995 og hann varð Islandsmeistari öil þessi ár og auk þess bikarmeist- ari 1993. Sigurður kom heim á ný í vor en hefur átt við meiðsli að stríða í sumar og því er leikið sem skýldi en enginn efast um styrk hans á vellinum gangi hann heill til skógar. Gunnlaugur Jónsson er í dag einn sterkasti varnarmaður landsins og hefur leikið sérlega vel í sumar. Hann var í landsliðshóp Atla Eð- valdssonar fyrr í sumar og á örugg- lega bjarta framtíð fyrir sér enda enn leikmaður á besta aldri. Gunn- laugur var einn þeirra ungu leik- manna sem voru að festa sig í sessi á stóm sigurámnum á fyrri part síð- asta áratugar og naut örugglega góðs af þeirri hörðu samkeppni sem hann og aðrir jafhaldrar hans háðu við þá eldri og reyndari í lið- inu. Aðrir leikmenn sem mikið mæðir á eru Kári Steinn Reynisson, Pálmi Haraldsson, Sturlaugur Har- Stórhöföa Halifaxhreppur 0 - Stórhöfði 1 Höfúðlaus her Hali- íáxa skokkaði þjálfara- laus inn á Skeiðvöll (The Shay) síðaslið- inn laugardag og attí þar kappi við andskota dagsins fiá Stóihöfða (Southend). Gestirnir þökkuði gestrisni heimamanna með því að skora eina mark leiksins. Það gerði Ljónvaldur Rögnvaldsson (Leo Roget) á 64. mínútu. Ljónvaldur skoraði eftir liorns])vrnu frá Sterti Hákonssyni (Scott Houghton) en Stórhyfðingar höfðu ekki unnið útileik síð- an 28. desember sl. og segir það allt sem segja þarf um slaka frammistöðu Faxa, einkum á heimavelli. Þótt munurinn sé ekki stór þá var sigur Stórhöfða aldrei í hættu. Aftur á móti átti Lárus Bryti (Lee Butler) annríkt í markinu og kom beinlínis í veg fyrir að ósigur yrði að aftöku. Um þetta orti bráðabirgðaþjálfarinn Þórgnýr Kyrri ('lony Parks): Kröpp gerast kjiir hmttnr hrafna gjör, fleinn hitúfjör, flngtt dreyrug spjör; vort mark fékk að pota viðbjóðitr Skota, trað nipt Nara náttverð ara. Flaug svartttr bolti Surts úr holti Liðbönd mer sliti Lárus Bryti varðskelfi marka vargar í sparka gnúði hrafni á höfuðstafiii. Kom gríðar lcc aj Gjalpar sk<e; battð itlfuvi hræ Ljónmundr of sæ. BMK/JF Þórður heim? Hugsanlegt er að Þórður Þórðarson fyrrverandi markvörður IA sem leik- ið hefur með Norrdköping síðustu 2 ár snúi aftur heim á Skagann fyrir næsta keppnistímabil en hann er með lausan samning í haust. Olafur Þórð- arson staðfesti í samtali við Skessuhorn að það kænji til greina en eklcert væri ákveðið. Ólafur sagði að fleiri mál væru í athugun. “Við komum til með að styrkja liðið fyrir næsta keppnisnmabil, það verður ekki mikil viðbót en eitthvað,” sagði Olafúr. Hann var hinsvegar ekki tilbúinn til að segja á þess- ari stundu hvaða leikmenn væru inni í myndinni. GE Alexander Högnason aldsson og Jóhannes Harðarson sem hafa mikla leikreynslu. Ölafur Þór Gunnarsson hefur leikið sér- lega vel í sumar og síðan færeyski landsliðsmaðurinn Uni Arge sem átt hefúr góða leiki að undanfömu eftir erfið meiðsli í sumar. Þá má nefea yngri leikmennina Reyni Le- ósson, Grétar Steinsson og Andra Karvelsson sem hafa staðið sig vel í sumar. Samantekt: Jón Gunnlaugsson, GE, HH, IH, SÓK. Leikjahæstir Sá leikmaður Akraness sem leik- ið hefur flesta bikarleiki er Jón Al- freðsson sem á árunum 1967 - 1982 lék 44 leiki. Jón varð bikar- meistari 1978 og 1982. I þessum leikjum skoraði Jón 6 mörk. Næst- ur í leikjafjölda er Guðjón Þórðar- son með 42 leiki á ámnum 1972- 1986. Guðjón varð bikarmeistari fimm sinnum 1978, 1982, 1983, 1984 og 1986. Guðjón skoraði í þessum leikjum tvö mörk. Skagamenn enduðu í fimmta sæti Skagamenn mættu Fylkismönn- um á heimavelli þeirra síðamelndu í Arbænum síðastliðinn laugardag. Leikurinn var mjög þýðingarmikill fyrir Fylkismenn því ef KR-ingar h'efðu tapað fyrir Stjömunni sama dag hefði Arbæjarliðið orðið Is- landsmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þeir mættu því filefldir til leiks og Skagamenn höfðu h'tíð í þá að segja. I leikhléi var staðan 2-0, Fylkismönnum í vil. Hálfdáni Gíslasyni tókst þó að minnka muninn í síðari hálfleik og lokatöl- ur leiksins urðu 2-1. Skagamenn enda því í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig. Það þykir nú vart meira en viðunandi árangur á Skipaskaga og því er vonandi að strákarnir nái að bæta um bemr og sigri Eyjamenn í úrslitum Coca cola bikarsins á Laugardalsvelli á sunnudag. SÓK Sigrar og ósigrar Stærstu sigrar: 14/07 1996 Fylkir 9-2 14/07 1968 Fram b lið. 8-1 18/06 1995 Keflavík U-23 8-1 04/07 1979 Þróttur Neskaupst. 7-0 07/07 1992 Valur Reyðarfirði 7-0 Stærstu ósigrar: 01/10 1966 KR 0-10 07/10 1962 Akureyri 1-8 22/07 1981 Vestmannaeyjar 0-5 24/10 1964 KR 0-4 Bikarmolar Akranesliðið hefur leikið 117 bikarleild frá því fyrsti leikurinn fór fram 2. október 1960. Af þessum leikjum hafa 80 leikir unnist, fjórir endað með jafntefli og 33 tapast. Markatalan er 296 mörk skoruð gegn 170 mörkum andstæðinganna. Sigurður Jónsson hefur alltaf unn- ið titil þegar hann hefur leikið með meistaraflokki IA. Hann varð bikarmeistari með liðinu 82, 83, 84 og 93 og Islandsmeistari 83, 84, 92,93, 94 og 95. IA hefúr hvorki unnið bikarkeppni né Islandsmót ffá 1982 öðru vísi en að annað hvort Ólafur Þórðar- son eða Sigurður Jónsson hafi komið þar við sögu. Skaginn hefur aldrei tapað bikar- leik (úrslitaleik né undankeppni) sem hefur farið í vítaspymukeppni. Það hefúr að vísu ekki gerst nema (jórum sinnum á ferlinum. Skagamenn gista á hóteli nóttina fyrir bikarúrslitaleikinn en það er í þriðja sinn sem sá háttur er hafður á. Þegar liðið varð bikarmeistari 1996 gisti það á Hótel Örk og gaf það góða raun. I fyrra voru KR- ingar hins vegar fyrri til og náðu hótelinu. Skagamenn gistu þá á sögu og virkaði það ekld eins vel. I ár verða þeir hinsvegar á Örkinni og vonandi hefúr það sín áhrif. Ólafur Þórðarson hefúr tekið þátt í sjö bikarúrslitaleikjum sem leik- maður og hampað bikamum í öll sldptin. Sem þjálfarí tók hann þátt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik í fyrra og sá þá á eftír dollunni í fyrsta sinn. Og síðast en ekki síst. markamask- ínan með gangtregðuna, Hjörtur Hjartarson, er smáfríðasti leik- maður sem tekið hefur þátt í bikar- úrlitaleik fyrir hönd IA, samkvæmt upplýsingum frá honum sjálfúm. Þó má geta þess að pilturinn er með ófríðari starfsmönum Skessuhoms! Akraneskaupstaöur Tónmenntakennarar v Brekkubæjarskóli Tónmenntakennara vantar til starfa nú þegar. Um fulla stöbu er að ræða. Umsóknarfrestur er til 22. september. Upplýsingar veita: Ingi Steinar Gunnlaugsson skólastjóri og Ingvar Ingvarsson aðstoðarskólastjóri í síma 431 1938 ] Menningar- j og skólafulltrúi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.