Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2000, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 21.09.2000, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 7 jtttaainui.. Vestlenskir þátttakendur í keppninni um Herra Island a'rið 1999. Herra Vesturland Keppnin um hinn efdrsótta titil “Herra Vesturland” fer fram þann 21. október næstkomandi á Breið- inni á Akranesi. Að sögn Silju All- ansdóttur, ffamkvæmdastjóra keppninnar, býst hún við því að þátttakendur verði á bilinu 10-12. Strákamir úr Vesturlandskeppn- inni hafa átt góðu gengi að fagna í Islandskeppninni undanfarin ár. Arið 1998 hrepptu keppendur af Vesturlandi annað og Ijórða sætið, auk þess sem sá sem var í öðm sæti var kosinn ljósmyndafyrirsæta keppninnar. A síðasta ári vora vest- lensku strákamir svo í fjórða og fimmta sæti. Myndarlegir karlmenn leynast víða og þeir sem telja sig geta bent á líklega þátttakendur er vinsamlega bent á að hafa samband við Silju Allansdóttur í síma 869- 1016. SÓK Málefiii fadaðra í Borgarbyggð - samþykkt að óska eítir viðræðum um yfirtöku Á fundi bæjarstjórnar Borgar- ingi við félagsmálaráðuneytið um byggðar þann 14. september var eftirfarandi tállaga samþykkt. “Á grundvelli niðurstaðna vinnu- hóps um málefni fatlaðra í Borgar- byggð samþykkir bæjarstjórn Borg- arbyggðar að leitað verði eftir samningum við félagsmálaráðu- neytið um yfirtöku sveitarfélagsins á málaflokknum. Bæjarstjóra er falið að óska eftir viðræðum við ráðuneytið um málið í samráði við bæjarráð.” Síðastliðinn vetur skipaði bæjar- stjórn þriggja manna vinnuhóp um það verkefni að skoða hvernig skynsamlegt verði fyrir Borgar- byggð að standa að yfirtöku á mál- efnum fatlaðra. Niðurstaða vinnu- hópsins var að leggja til við bæjar- stjóm að leita sem fyrst eftir samn- yfirtöku á málefnum fatlaðra í sveitarfélaginu. GE Ný stjóm Viðskipta- háskólans Ný stjóm hefúr verið skipuð fyrir Viðskiptaháskólann á Bifröst. I henni sitja: Guðjón Auðunsson, Land- steinum Island, ffá NSS-Holl- vinasamtökum sem er stjómarfor- maður. Armann Þorvaldsson, Kaup- þingi (fúlltrúi Samtaka fjármála- fyritækja). Tryggvi Jónsson, Baugi (full- trúi Samtaka verslunar og þjón- ustu) frá Samtökum atvinnulífsins. Hreggviður Jónsson, Stöð 2, frá Háskólaráði Viðskiptahá- skólans. Páll Ingólfeson, Þorbimi, full- trúi menntamálaráðherra. I tilkynningu frá skólanum seg- ir: “Hlutverk Háskólastjómar er að standa vörð um hlutverk há- skólans og gæta þess að starfeemi hans þjóni settum markmiðum. Stjómin ber ábyrgð á rekstri, fjár- hag og eignum háskólans. Stjóm- inni er ætlað að styrkja enn frekar tengsl skólans við viðskipta- og at- vinnulíf en á það leggur háskólinn sérstaka áherslu í kennslu, rann- sóknum og öllu starfi.” GE endurskoðunar Á fundi byggingarnefndar Akraness nýverið var tekið fyrir bréf ffá Jóni Pálma Pálssyni, bæj- arritara, varðandi undirskriftalista þar sem farið er ffam á að skrúð- garðinum sem stendur á bak við verslunina Ozone á Akranesi verði breytt í bílastæði. Einnig var óskað effir því í óundirrituðu bréfi að lóðunum við Skólabraut 24 og 16 verði breytt í bílastæði. Nefndin hefúr ákveðið að taka deiliskipulag Akratorgsreits til endurskoðunar og fól byggingar- og skipulagsfull- trúa að áætla kostnað við það verk. Eflaust þykir einhverjum efdrsjá í skrúðgarðinum, en staðreyndin er sú að hann er ekki nýttur sem skyldi auk þess sem staðseming hans gerir það að verkum að skemmdarverk þar era mjög al- geng. Hins vegar hefur bílastæða- skortur í miðbænum lengi verið vandamál. SOK Hvað varð um Olafs- víkurveg? Vegagerð ríkisins gefur reglulega út fréttarit sem heitir Framkvæmdafréttir. I 24. tölu- blaði er auglýst útboð á breikk- un brúar á Langá á Mýrum. Það eitt er svosem frétt fyrir marga og víst er að rnargir munu fagna þessu framtaki. En fleira er athyglisvert við fféttina. Þar kemur fram að brúin tilheyri þjóðvegi 54 sem kallaður er Snæfellsvegur. Ekki er ólíklegt að einhverjir hafi tekið eftir þessu og álitrið að um villu væri að ræða. En í sama blaði er einnig undir liðn- um „fyrirhuguð útboð“ getið um væntanlegt útboð á sama vegi með sama nafni við Ur- riðaá. Á öllum skiltum og kortum heitir þessi vegur hins- vegar Olafsvíkurvegur. Þegar grennslast var fyrir um þessa brejrtingu kom í ljós að þessu var breytt við gerð síðustu vegaáædunar. IH Bervík á skel Vélbáturinn Bervík frá Olafsvík stundar nú skelveiðarfyrir Soffanías Cecilsson frá Grundarfiði. Langt er síðan báturfrá Olafsvík hefur stundað þessar veiðar. Eftir smá byrjunarörðugleika ganga veiðamar vel. Mynd IH Sjúkrahús Akraness óskar eftir læknaritara tii starfa sem fyrst. Möguleiki á húsnæði í starfsmannabústað. Nánari upplýsingar veitir Rósa Mýrdal, skrifstofustjóri lœknaritara, í síma 430 6000. Tek börn í pössun frákl. 12-18 Er í Borgarnesi Upptýsingar ísíma 437 1037, Margrét FUNDARBOÐ Starfshópur menntamálaróðherra vinnur nú að skýrslu og tillögum um eflingu menningarstarfs á landsbyggðinni. Jafnframt því að óskað hefur verið eftir tillögum sveitarstjórna, hefur starfshópurinn haldið fundi með áhugafólki um þennan málaflokk til þess að heyra sjónarmið þess um hvernig beri að efla menningarstarf í viðkomandi landshluta. j Hvað þarf að gera til í að efla menningarstarf á landsbyggðinni ? Opinn fundur með starfshópi menntamálaráðherra verður haldinn í Reykholti mánudaginn 25. september n.k. kl. 16.00. Atvinnuráðgjöf Vesturlands hvetur alla sem starfa að menningarmálum og einnig þá sem hafa áhuga a þessum malaflokki að mœta a fundinn f Reykholti. Betri liðan með aldagamalli aðferð Býð upp á einkatíma í Reiki-heilun Heilunarnámskeið, REIKII, 7.-8. október Hafið samband eða leitið nánari upplýsinga á heimasíðunni minni Björk Jóhannesdóttir, reikimeistari Þórðargötu 12, Borgarnesi Sími 437 2087, netfang stebbiogbjork@isholf.is Heimasíða www.simnet.is/upp/Bjork.htm STflRF I BOÐI Óskum ©ftir að ráða manneskju í hlutastarf til tímabundinna verkefna fprir Byggðasafnið í Borgarnesi. Nánari upplýsingar í síma 437 2127 Safnahús Borgarfjarðar Bjarnarbraut 4-6 310 Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.