Skessuhorn - 16.11.2000, Side 5
jatsaunui..
FIíVIMTUDAGUR 16. NOVEMBER 2000
5
Nýr piparsveinn
á Skaganum
í liðinni viku var Jakob Þór Har-
aldsson ráðinn markaðsfulltrúi
Akraneskaupstaðar úr hópi fjórtán
umsækjenda. Jakob er ferðamála-
fræðingur að mennt auk þess sem
hann er með masterspróf í mark-
aðsmálum frá Englandi. Undanfar-
in ár hefur hann verið búsettur á
Seltjarnarnesi og starfað við ferða-
málaráðgjöf og unnið fyrir félags-
þjónustu Reykjavíkurborgar en
áður var hann meðal annars fram-
kvæmdastjóri í Noregi. Blaðamað-
ur Skessuhorns sló á þráðinn til
Jakobs og spurði hvernig honum
litist á nýja starfið.
“Mér líst alveg svakalega vel á
þetta. Eg var áður með ferðamála-
ráðgjöf fyrir Vopnaþarðarhrepp og
á einum mánuði náði maður að
hitta alla sem maður þurfti að hitta
og ræða við flestalla sem skiptu
máli. Eg þekkti meira og minna alla
á svæðinu eftir mánuðinn og var á-
nægður með hvernig ég náði utan
um þetta allt saman. Svo kemur
maður hérna og þá biðu mín tólf
möppur sem ég þarf að lesa og
kynna mér og hér er fullt af fólki
sem ég þarf að kynnast en þetta er
mjög spennandi verkefni. Mig
vantar enn húsnæði en ég er að
vona að bætt verði úr því fljótlega
því það er miklu betra að komast
inn í bæjarfélagið sem allra fyrst.
Ég keyri á
milli eins og
er.”
Jakob segir
að samstarf við
Fjölbrauta-
skóla Vestur-
lands veki á-
huga sinn. “Eg
ætla að reyna
að hafa uppi á
f o r m a n n i
n emendafé-
lagsins því mér
finnst heill-
andi við svona
stað að vinnan
mín felst í því
að skapa
b I ó m 1 e g t
menningarlíf
og skemmti-
legt líf í bæn-
um. Þar hlýtur
FVA að vera mjög skemmtilegur
samstarfsaðili því það er svo ofsa-
lega margt spennandi að gerast þar
sem ég vil gjarnan fylgjast með og
athuga hvernig er sem best hægt að
stilla strengina saman.”
Áhugamál Jakobs eru margvísleg
og hann er staðráðinn í því að láta
Jakob Haraldsson
Sagnafólk
Troðfitllt var á sagnakvöldi í Naifeyrarstofii í Stykkishóhni.
Mynd: IH
Námskeið um söfnun þjóðlegs
fróðleiks í Stykkishólmi var hald-
ið í Grunnskólanum í Stykkis-
hólmi laugardaginn 11. nóvember
síðastliðinn. Þar voru kynntar að-
ferðir við söfnun, varðveislu og
útgáfu þjóðfræðaefhis, jafnt sagna
og kvæða sem þjóðsiða. Þar var
fjallað um skipulag söfnunar, sið-
ferðisleg álitamál og aðferðir við
söfnun, einkum með tilliti til
þeirra mistaka sem fólk þarf að
forðast. Þá var fjallað um þá vinnu
sem á eftir kemur, svo sem við
skráningu og frágang til varð-
veislu og útgáfu.
Tuttugu og tveir sagnaáhuga-
menn víða af Vesturlandi sátu
námskeiðið. Um kvöldið var síðan
haldið sagnakvöld í Narfeyrar-
stofu sem er kaffihús í Stykkis-
hólmi. Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra setti sagnakvöld í
troðfullu húsi og á eftir honum
komu sagnamenn í bland við
söngatriði. Mikil fjölbreytni var í
sagnavali og skemmtu gestir sér
hið besta. Á námskeiðinu kom
fram að söfnunarverkefnin bíða
allt í kringum okkur, innan fjöl-
skyldna jafnt sem meðal vina og
kunningja. Sem dæmi var nefnt að
hægt er að fylgjast með matargerð
á hausti í kringum sláturtíð og
skrá þær fjölskylduhefðir og sögur
sem henni tengjast. Göngur og
réttir bjóða upp á endalausa söfh-
unarmöguleika, sömuleiðis jóla-
undirbúningur, barnaleikir og
unglingamenning af ýmsu tagi.
Sögur af veiðiferðum til sjós og
lands eru einnig mjög lifandi á
vörum fólks. Minningar um
horfna atvinnu- og útgerðarhætti
á Breiðafirði eru gullnáma til
söfhunar s.s. leiðalýsingar um eyj-
arnar í bland við slysa- og ó-
happasögur. Þá var nefnd Hval-
stöðin í Hvalfirði sem nú er orðin
að fortíð sem lifir helst í frásögn-
um og minningum manna.
Nýbúar hafa orðið tilefhi fjöl-
margra sagna, minningar um
skólavist, stríðið, hippatímann og
hvaðeina sem er fólki nógu ofar-
lega í huga til að það segi frá því.
Verkefhi safnarans er að skapa að-
stæður sem laða fram þær sögur
sem fólk segir í eðlilegu umhverfi
og skrá þær um leið.
Bæði námskeiðið og sagna-
kvöldið tengjast verkefninu “End-
urreisn sagnahefðar” sem er sam-
starfsverkefni innan Leónar-
dóáætlunar EES. Kennari á nám-
skeiðinu var Gísli Sigurðsson,
fræðimaður á Stofnun Árna
Magnússonar. IH
\
\
\
\
\
\
W
FUNDARLAUN!
Stolið var á athafnasvæði Nesvikurs,
Breiðinni á Rifi:
2 daelum af gerðinni GRINDEX Matador
NYD New line og
1 rafeindavog
Þeim sem veitt geta upplýsingar sem leiða til þess
að málið upplýsist er hér með heitið fundarlaunum
að fjárhæð kr. 300.000.-
Upplýsingar veita:
Hetfji KrLitjáihi.ion aími: 4361561
Helga Hilniaradóttir Ami: 585 5000 / 694 4499
Nedvikur ehf.
\
\
\
\
\
\
\
sér ekki leiðast á Akranesi. “Ég hef
mjög gaman af golfi og hlakka mik-
ið til að prófa golfvöllinn. Éótbolti
er einnig stórt áhugamál og eitt af
þeim símtölum sem ég þarf að
hringja á morgun er einmitt til
knattspyrnudeildar IA. Ég ætla að
athuga hvernig staðan er í “Old
boys” liðinu hjá þeim en ef ég stend
mig vel þar hef ég heyrt að Siggi
Jóns sé hugsanlega á förum. Ég
gæti þá leyst hann af en það er
spurning hvort menn yrðu jafn á-
nægðir með mig eins og hann. Ég
er líka mikill áhugamaður um
bridge og ég mun leita mér að
bridgefélaga og auðvitað að lífs-
förunaut,” segir Jakob og hlær,
“þess vegna vil ég líka ná að flytja
hingað upp eftir og komast inn í
samfélagið.” Jakob segist alveg geta
hugsað sér að setjast að á Akranesi.
“Ég held að þetta sé mjög skemmti-
legur staður til þess að byggja upp
sitt líf og vinna og reyna að láta gott
af sér leiða. Þetta er þriggja ára
samningur sem ég gerði en að vísu
eru þrír reynslumánuðir. Þetta er
mjög krefjandi starf en spennandi á
sama tíma og eftir því sem ég best
veit er það enn í mótun. Ef þetta
gengur allt saman upp hentar það
mér mjög vel og ég sé mikið af
skemmtilegum tækifærum hér.”
Jakob hefur þegar fengið þónokkr-
ar hugmyndir sem hann langar að
koma í framkvæmd. Hann segir þær
þó vera of skammt á veg komnar til
þess að hægt sé að segja frá þeim.
“Fyrstd fundurinn sem ég fór á var út
af Byggðasafninu þar sem á að vera í-
þróttasafh, steinasafn og safh ffá
Landmælingum Islands. Ég nefhdi
það við Þorstein sem er með steinana
að ég vil endilega tengja hann við
fyrirtækið Álfastein og einnig langar
mig að reyna að fá styrk ffá Lands-
steinum sem er tölvufyrirtæki þannig
að þeir myndu styrkja safnið og vinna
með okkur að markaðsmálum og
kynningu. Maður er strax farinn að fá
ýmsar hugmyndir sem mér sýnist að
falli í góðan jarðveg og það er von-
andi að maður geti haldið því áfram.
Mér finnst alls ekki vera aðalatriði að
hugmyndin komi ffá mér heldur
finnst mér mjög mikilvægt að fá hug-
myndir ffá heimafólki líka og hvet
það til að kíkja á mig og segja mér ffá
þeim,” segir Jakob að lokum. Harm
er með aðsetur að Kirkjubraut 3 og
með síma 431 3327 og 862 7127.
SÓK
Akraneskaupstaöur
Somkeppni um nafn á
götur í Flatahverfi
Bæjarráö hefur samþykkt tillögu
byggingarnefndar um aö efna til
samkeppni um nöfn á götur í
Flatahverfi.
Um er að ræða 18 götur í 14 klösum, þar
af eru 3 götur sem mynda hringakstur í
hverfinu. Veitt verður 25000 kr. verðlaun
fyrir bestu hugmyndina. Tillögur skulu
vera merktar dulnefni og skal rétt nafn
fylgja með í lokuðu umslagi.
Tillögur skulu hafa borist til bygginga- og
skipulagsfulltrúa oð Dalbraut 8, fyrir
kl. 12:00 þann 20. nóvember 2000.
Bygginga- og
skipulagsfulltrúi
Verkalýðsfélagjíkraness
Sjúkraíbúð Sjúkrasjóðs Verkalýðsfélags Akraness í
Reykjavík
Sjúkrasjóður VLFA hefur til leigu íbúð í Reykjavík.
íbúðin er fyrst og fremst ætluð félagsmönnum VLFA
sem þurfa að dveljast í Reykjavík vegna veikinda
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagasins
Kirkjubraut 40 eða síma 431-3122.
\
\
\
\
\
w
\
FUNDARLAUN!
Stolið var í október á athafnasvæði Nesvikurs,
Breiðinni á Rifi: Sjónvarpjtœki af gerðinni
UNITED UTV707028”
og TENSAITVR500 vídeó
Þeim sem veitt geta upplýsingar sem leiða til
þess að málið upplýsist er hér með heitið
fundarlaunum að fjárhæð kr. 50.000.-
Upplýsingar veita:
Helgi Krurtjátudon
.iími: 4361561
Helga Hilniaradóttir
dínii: 585 5000 / 694 4499
Neovikur ebf.
\
\
\
\
\
\
\