Skessuhorn - 16.11.2000, Qupperneq 6
6
FIMMTUDAGUR 16. NOVMEMBER 2000
^aiasunui.
Rekstrarfræðingur í ruslið
Rætt við Friðrik Tryggvason í Grundarfirði
Almenna umhverfisþjónustan í
Grundarfirði hefur sótt um 3 lóðir í
nýja iðnaðarsvæðinu á “vesturbakk-
anum”, eins og nýja iðnaðarsvæðið á
vesturbakka Kvernár er stundum
kallað. Það vekur nokkra athygli að
AJmenna umhverfisþjónustan ætlar
sér að byggja upp fullkomna aðstöðu
fyrir gámastöð og endurvinnslu á úr-
gangi og sorpi. Svo virðist sem sveit-
arfélögin séu ekki alveg tilbúin í það
sem gera þarf því þó það hafi endan-
lega verið bannað að brenna sorp um
síðustu áramót má en sjá rjúka frá
eldum á sorphaugum víða á Snæfells-
nesi. Nú er fyrirliggjandi að þeim
sorphaugum sem sveitarfélögin hafa
verið að nota verður lokað um ára-
mótin. Friðrik Tryggvason rekstrar-
fræðingur er ffamkvæmdastjóri og
einn eigenda Almennu umhverfis-
þjónustunnar.
Grunnendurvinnsla
virðist það augljóst að það sé hag-
kvæmara að einn aðili sé að bjóða
upp á heildarlausn heldur en að
sveitarfélagið sé að basla við þetta
sjálft. Þau eru mörg dæmin um hve
mikilli hagkvæmni er hægt að ná
með svona skipulagi, það má nefna
að fólk setur til dæmis gras í sorp-
poka og halda menn að það borgi sig
fýrir sveitarfélagið að keyra því í Fífl-
holt og borga fyrir það 10 krónur á
kílóið. Menn hafa jafnvel reynslu af
því að teppaströngum hefur verið
troðið í blaðagáma og þarf nokkra
fyrirhöfn til. Það er aragrúi af svona
dæmum sem gera það að þessi sorp-
mál eru erfið úrlausnar. Þess vegna er
mönnum nú orðið það alveg ljóst að
þetta er ekkert rekið öðruvísi en með
eftirliti”, segir Friðrik.
Nýr hugsunarháttur
En er ekki hugsunarháttur fólks að
breytast hvað þetta varðar? “Jú, fólk
er tilbúnara nú í dag til að líta á þau
verðmæti sem í þessu liggja. Eg geri
ráð fyrir því að á mínu athafnasvæði
muni til dæmis verða kurlað timbur,
rifnir bílar og rifrildið síðan flokkað
niður í jám, gler o.fl. Nú, síðan er
það bara mitt að reyna að gera mér
úr þessu verðmæti. Það virðist ein-
sætt að best muni að brenna timbur-
kurlið og kynda með því húsnæði
fyritækisins og kannski fleiri á svæð-
inu. Síðan kemur auðvitað jarðgerð
og margt fleira. Allar þessar hug-
myndir lúta að því sama; að eyða
sorpi á þann hátt sem er ódýrast og
best”.
Bara spámaður
“I mínu fyrirtæki er meiningin að
samnýta alla þessa möguleika. Það er
í raun megin spurningin um að ná
fram hagkvæmninni og gera þetta
vel. Það má kannski segja að vanda-
málið sé að maður er bara spámaður.
Og það em ofsalega margir spámenn
í þessum bransa. Þessi litlu sveitarfé-
lög sem við búum í em mjög hentug-
ar einingar. Það er til þess að gera
auðvelt að koma upplýsingum til
fólks og fólk er móttækilegra. Eg
sem rekstrarfræðingur sé í því ákveð-
in spennandi tækifæri að byggja upp
fyrirtæki með metnaðarfullri stefiiu í
þessum málum og láta það standa sig
þannig að þessi þjónusta sé ekki sá
böggull sem hún vissulega er í sam-
félaginu í dag”.
IH
Þó bannað hafi verið að brenna sorpi um stðustu áramót loguðu eldar á þessum haugum
á mánudaginn s.I.
Friðrik Trygguason með tcihnngu af athafttasvæði Almennu umhverfisþjónustunnar.
MyndlH
Er venjulegt að einstaklingar standi
að svona rekstri? “Nei algengast er að
sveitarfélögin geri þetta sjálf. Nú
stöndum við ffammi fyrir því að
þurfa að fara að aka með sorp til urð-
unar í Fíflholtum, þar hafa sveitarfé-
lögin á Vesturlandi hafa komið sér
saman um urðunarstað. Eg sé ekld
annað en sveitarstjórinn í Grundar-
firði vilji gera þetta vel og standa að
þessu með sóma. Það þýðir einfald-
lega að menn keyra ekki þangað því
sorpi sem menn geta fargað með öðr-
um hætti. Hugmyndin hjá mér er að
geta tekið við sorpi eins og það kem-
ur frá fyrirtækjum og vera með
grunnendurvinnslu á svæðinu. Hug-
myndin snýst raunverulega um það
að í náinni framtíð verði komið skila-
gjald á allt sorp sem þýðir það að þeir
sem koma með sorp inn á stöðina fara
þaðan með peninga”.
Hagkvæmni
“Ég hef boðið sveitarfélaginu upp
á það að nýta þessa þjónustu, mér
Hæfileikakeppnin á Akranesi
Hátónsbarki í hæfileika-
keppni grunnskólanna á Akra-
nesi var valin Helga Ingibjörg
Guðjónsdóttir úr Brekkubæjar-
skóla sem að mati dómnefndar
söng betur en aðrir hæfileika-
ríkir söngvarar sem stigu á svið
í keppninni. Besta hljómsveitin
var valin Nafnleysa sem kemur
úr Brekkubæjarskóla en hana
skipa Axel Freyr Gíslason, O-
lafur Pétur Pétursson, Arnar
Freyr Jónsson og Vésteinn
Sveinsson. Vegna mistaka féllu
ofanskráðar upplýsingar niður í
frétt Skessuhorns um hæfileika-
keppnina frá fyrri viku en eins
og áður hefur komið fram í
blaðinu var besta atriðið valið
flutningur hljómsveitarinnar
Zakralist og frumlegastir þóttu
“Feitu perrarnir, ekki horfa” úr
Grundaskóla.
K.K.
Til vinstri:
Hátónsbarki hæfileikakeppninnar: Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir.
Að neðan:
Amar Freyr Jónsson í Napileysu blés blús í sax af mikilli innlifim við þétt
undirspil hljómsveitamieðlima.
Myndir: K.K.
Fræðslufundur
✓
IE á Akranesi
Síðastliðið mánudagskvöld var
haldinn fræðslufundur á vegum
íslenskrar erfðagreiningar og Sí-
menntunarmiðstöðvarinnnar í
Fjölbrautaskóla Vesturlands. Fyr-
irlesarar voru þau Kristleifur
Kristjánsson, einn af stoínendum
fyrirtækisins og Sólveig Olafs-
dóttir, sagnfræðinjrur, sem starfar
við ættfræðideild Islenskrar erfða-
greiningar. Aðgangur var ókeypis
og var fundurinn ágætlega sóttur
af bæjarbúum. Eins og fram hefur
komið í fréttum undanfarið er
raðgreiningu alls erfðaefnis
mannsins nýlega lokið og Krist-
leifur gerði fundargestum m.a.
grein fyrir því hvaða þýðingu það
hefði. Einnig fjallaði hann um
helstu viðfangsefni IE og niður-
stöður einstakra rannsókna sem
ÍE hefur staðið fyrir. Sólveig fjall-
aði aðallega um helsta verkefni
ættfræðideildarinnar sem er að
skrá nýja íslendingabók en stefn-
an er að hún verði komin á ver-
aldarvefinn fyrir áramót.
SÓK