Skessuhorn - 16.11.2000, Page 7
L>n£S9ltlUi..
FIMMTUDAGUR 16. NOVEMBER 2000
7
Ósköp væri nú tilveran tilbreyt-
ingarlaus ef menn hefðu ekki eitt-
hvað til að rífast yfir og sem betur fer
finnst alltaf eitthvað nýtt þá annað
sjatlast.
Undanfarin misseri hefur umræða
um innflutning á norskum kúm
valdið pirringi og skjálfta víða í þjóð-
félaginu. Málið er farið að valda
verulegum hita þar sem fólk skipar
sér í tvær andstæðar fylkingar, með
eða á móti. Aldavinir eru farnir að
slást í vondu hvar sem þeir hittast
og heyrst hefur úr fjarlægri sveit þar
sem áður mjög samlynd hjón lentu
sitt hvoru megin víglínunnar, þar
hafi konan alfarið neitað bóndanum
um blíðu sína frá því málið bar fyrst
á góma. Gaf hún þó örlítið eftir þeg-
ar bóndi benti á réttindi, skyldur og
áunnar hefðir, en þó ekki meira en
svo að á bóndann var settur afar
naumur kynlífskvóti, þar sem ástalíf
þeirra hjóna, mun hér eftir verða
bundið við annan hvern hlaupárs-
dag, að því tilskyldu að fullt tungl
fylgi með. Hræðilegt fordæmi þetta.
Aumingja landbúnaðarráðherra
hefur ekki átt sjö dagana sæla und-
anfarið. Ýmist hefur honum verið
skipað að koma strax undan feldin-
um eða liggja sem lengst með breitt
yfir haus. Ráðherra ákvað að koma
undan feldinum. Þá dundu ósköpin
yfir, ráðherranum varð það á í vitna
viðurvist að kyssa belju, og síðan hef-
ur ráðherrann verið kallaður Júdas,
allt vegna þess að einhver æsifrétta-
maðurinn fullyrti að hann hefði heyrt
beljuna muldra að kossinum loknum
“hví svíkur þú afkomanda Huppu frá
Kluftum með kossi?”. Annars finnst
mörgum alltof mikið gert úr þessum
atburði, eins og það sé ekki prívat
mál ráðherrans hvern hann kyssir og
hvar. Nú fer, í þessu innflutnings-
deilumáli eins og svo oft áður þegar
rumpa á einhverju af í hvelli, ekki
saman hugur og hönd. Áhugafólk um
endurheimtingu votlendis heimtar
að fyllt sé upp í skurði, gljúfur, gil og
læki og á sér þann draum æðstan að
innan fárra ára verði landið samfellt
fúafen milli fjalls og fjöru. Eftir því
sem mér skilst eru norsku kýrnar
svo klettþungar að þær sökkva í allt
nema stál og steypu. Ekki er það
fagnaðarefni kúasmölum framtíðar-
innar að ösla keldurnar í klof, auk
þess að rogast með níðþungan
drullutjakk til að losa um þær
norsku, svo þeim verði komið heim
til mjalta. Ýmsir hafa af því áhyggjur
að norsku kýrnar útrými þeim ís-
lensku á tiltölulega stuttum tíma. En
er þá ekki fleira í útrýmingarhættu
en íslenskar kýr?
Það hefur færst í vöxt á undan-
förnum árum að íslenskir karlar
kvongist konum frá Austurlöndum.
Þetta ferli fer ekki í gegnum fóstur-
vísa sem græddir eru í íslenskar
konur sem geymdar eru árum saman
í Hrísey. Nei, ó nei, þær eru fluttar
inn beint. Ef þessar ágætu konur,
austurlenskar, reynast betur en þær
íslensku, er þá ekki íslenska konan í
útrýmingarhættu. Hér þarf að hefja
samanburðarrannsóknir sem fyrst.
Eru þær útlensku með betur upp
borin júgur en þær íslensku, er hægt
að fóðra þær á lambakjöti og ýsu eða
þarf að flytja inn umtalsvert magn af
hrísgrjónum fyrir verðmætan gjald-
eyri? Hér mætti lengi telja. En síðast
og ekki síst, er hætta á að þær setji
kvóta á eiginmenn sína þegar koma
upp deilumál? Og menn líti ekki
glaðan dag nema hlaupársdagur
renni saman við fullt tungl.
Það er spurning.
Bjartmar Hannesson
Hinn árlegi CLÉBf UrAUR
UMFR verður haldinn í
Logalandi næstkomandi
tACCARlÐAC 18. bóV.
Á dagskrá verður DÆGURLAGAKEPPNI ásamt
fleiri óvæntum uppákomum, meðal annars
hinvt geysivÍHScdf Bjartmar Hannesson.
Húsið opnar kl 21:00 og við byrjum á
DÆGURLAGAKEPPNINNI kl 21:30
stundvíslega.
Stuðbandalagið leikur svo fyrir dansi fram á
nótt.
Miðapantanir hjá Jónu í síma .435-1513 og 435-
1177
M/tTUM ÖiLL
Nefndin
f
Iþróttamiðstöðin Borgarnesi
Starfsmenn óskast!
íþróttamiðstöðin í Borgarnesi óskar eftir tveim starfsmönnum
( karli og konu ) í fullt starf.
Starfið er vaktavimia sem felst m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaugarmaimvirki
úti og inni, í íþróttahúsi, auk þrifa, afgreiðslu o.fl.
Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund að upplagi, gott lag á bömum
og unghngum auk áhuga og skilning á íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Lami samkv. launatöflu SFB. Skilyrði fyrir ráðningu er að starfsmaðurinn standist
hæfnipróf sundstaða. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.
Vinnustaðurinn er reyklaus.
• Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni Borgarbraut 11.
• Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 28. nóv. 2000.
• Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna.
Nánari upplýsingar gefur:
Iþrótta- og œskulýðsfulltrúi í síma: 437-1224.
Borgarbraut 61
310 Borgarnes
Sími: 437-1700
Fax: 437-1017
INGI TRYGG VASON hdl.
lögg. fasteigna- og skipasali
Böðvarsgata 2, Borgarnesi.
| Neðri hæð 113,2 ferm. í tvíbýlishúsi og bflskúr 36 ferm. Stofa, gangur og
I borðstofa teppalagt, 2 herb. parketlögð og 1 dúklagt. Eldhús dúklagt, eldri
viðarinnr. Baðherb. flísalagt, kerlaug. Forstofa dúklögð. Geymsla og þvottahús.
j Verð: kr. 10.500.000.
*
Skallagrímsgata 1, Borgarnesi.
íbúð á efstu hæð 120 ferm. Stofa og hol teppalagt. Gangur dúklagður. 4herb.,
3 dúklögð og 1 parketlagt. Eldhús dúklagt, hvít viðarinnr. Baðherb. dúklagt,
kerlaug. Forstofa og stigagangur teppal. Geymsla og þvottahús. Nýtt gler í
hluta hússins. Sér inngangur.
Verð: kr. 8.500.000.
Nýtt á
söluskrá
BORGARBYGGÐ