Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.03.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 15.03.2001, Blaðsíða 7
 ao£S9Ímiri.L FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 7 Flestir þeir sem hafa haft þolinmæði til þess að lesa það sem undirritaður hefur sett á blað í pistlum sínum, hafa kannski farið að draga þær ályktanir að undirrit- uðum sé í nöp við krata. Eg er löngu kominn yfir það að vera í nöp við krata, mér er hreinlega blóðilla við þessi fyrirbrigði. Eg var svo ljónheppinn að fyrstu átta ár ævi minnar hafði ég aldrei heyrt orðið krati. I dölum Borgarfjarðar upp úr miðri síðustu öld fannst enginn krati og þeir sem vissu hvað orðið þýddi sögðu það aldrei upphátt. En svo fiutti ég til Keflavík- ur og þar var sko mergðin af þessu, ekki einn eða tveir, tíu eða tuttugu, held- ur kratar í hundraðatali ef ekki þúsundir. Mildi að maður skuli hafa sloppið óskaddaður andlega frá þessu öllu saman. Engir dýrkuðu nálægðina við her- inn og Nató meira en krat- arnir og engir voru eins skítlogandi hræddir við Rússa eins og kratarnir. Margir suðurnesjakratar á þessum árum þorðu varla að sofna á kvöldin upp á þau býti að vakna í tætlum næsta morgun eftir sprengjuregn Rússa. Maður gat séð á morgnana hver var krati og hver ekki þeg- ar menn héldu til vinnu sinnar. Kratarnir skjögruðu upp í flugvallarrútuna. Enda unnu þeir flestir hjá Kananum þar sem kröfur um afköst og úthald voru í lágmarki, aðrir vinnustaðir byggðu frekar á vinnuafli sem ekki var orðið vitlaust og vansvefta. Eitt hefur lengi loðað við krata, það er steytingur og heift út í íslenskan land- búnað. Til skamms tíma börðust kratarnir fyrir ó- heftum innflutningi á land- búnaðarvörum. Fyrir nokkrum árum mærðu kratar stöðu Evrópubúa sem fengju kjötmetið fyrir nánast ekki neitt, auk þess byggju þeir við vinnuviku sem væri nánast ekki neitt heldur. Auðvitað föttuðu blessuð krataflónin það ekki, að þeir sem fá matvæli frá kæruleysislega reknum verksmiðjubúum fyrir slikk, fá stundum líka svona sem bónus ýmiskonar óþverra með kjötinu, enda ekki allt kræsilegt sem fór í gegnum skepnuna í lifanda lífi. Ekki er heldur skrítið að vinnu- vika sé stutt þar sem fólk dvelur mestanpart sólar- hringsins á prívatinu vegna ódöngunar sem það fær í sig úr ódýru kjöti. Svo opn- uðust gáttir og kratarnir gátu keypt innflutt kjöt úr kæliborðum íslenskra versl- ana. Kannski ekki ódýrt en alveg ofboðslega útlenskt og nú var gaman að vera krati. En svo þegar kratar um síðustu jól lágu og létu írskar nautalundir meltast innan í sér komu fréttirnar. Mögulegt var að lundirnar góðu væru úr riðubeljum og því stórhættulegar. Nú urðu kratarnir æfir. Hvern- ig gat á því staðið að hér skuli vera selt eitrað út- lenskt kjöt þegar við íslend- ingar framleiðum nánast einir þjóða kjöt sem er hættulaust heilsu manna. Og kratarnir jöguðust og skömmuðust í heila viku þangað til þeim var bent á að þeir hefðu mest af öllum grátið út þennan innflutn- ing, þá þögnuðu þeir en enginn veit hvort þeir náðu að skammast sín af neinu viti. Og svo ætlast þeir til að maður taki þá alvarlega, ég hef minnsta kosti annað þarfara að gera. Bjartmar Hannesson. © s KPMG Endurskoðun hf. Bjarnarbraut 8, Borgarnesi Veitumeinstaklingum, Endurskoðun fyrirtækjumog Reikningsskil sveitarfélögum Skattaráðgjöf og skattskil fjölbreyttaþjónustu, Bókhaldsþjónustu svosem: Launakeyrslur í Tillaga að breytingum á Aðalskipulagi Borgarbyggðar Í997-20Í7 Bæjarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997 - 2017 samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum. SORGARBYGGÐ Um er að rceða eftirfarandi breytingar: 1. Stofnanareitur fyrir Grunnskólann í Borgarnesi er stækkaður. 2. Stofnanareitur í Bjargslandi fyrir nýjan leikskóla er færður til suðurs. 3. Lögun á verslunar- og þjónustureit suðaustan við gatnanrót Snæfellsnesvegar (Ólafsvíkurvegar) og Pjóðvegar 1 er breytt. 4. Athafnasvæði og alniemiu útvistarsvæði norðan megin við Sólbakka, sem sýnt er köflótt á núverandi aðalskipulagi, er breytt að hluta til í iðnaðarsvæði og að hluta til í athafnasvæði. 5. Reiðleið frá hestahverfi við Yindás, sem nú liggur meðfram Þjóvegi 1 til suðursj er breytt þannig að hún færist frá þjóðvegi til vesturs. 6. Litir hafa veríð samræmdir litatöflu í skipulagsreglugerð frá 1998. Skipulagsuppdráttur er sýnir ofangreindar breytingartillögur verður til sýnis á bæjarskrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, Borgarnesi frá og með miðvikudeginum 21.mars 2001 til föstudagsins 20. apríl 2001. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögumar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til þriðjudagsins 8.maí 2001. Skila skal athugasemdum til bæjarverkfræðings á bæjarskrifstofu Borgarbvggðar og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við breytingartillögurnar innan tilskilins frests, teljast samþykkir breytingunum. Borgarnesi 05-03-2001 Bœjarverkfrœðingur Borgarbyggðar. Um helgina: Rjómalöguð súpa og grillaður kjúklingur með hrásalati.frönskum kartöflum og kokteilsósu. Maóemkr.SSO,- Pizzuhlaðborð Á sunnudagskvöldum í mars verður á boðstólum pizzuhlaðborð: Súpa, brauð, pizzur, franskar, brauðstangir og hvítlauksbrauð. Hefst kl. 19:00. M aéeins kr. 650,- pr. monn, 5-lð ára kr. 400,- frítt jj/rir börn undir J úra. Dansleikur Laugardaginn 18. mars verður hörkustuð á dansleik með hljómsveitinni Þúsöld.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.