Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.03.2001, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 15.03.2001, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 3 onlissunui. Svana H. Jóhannsdóttir glímumeistari. Freviuglíman Svana varð önnur Síðastliðinn sunnudag fór Freyjuglíman fram í annað sinn í íþróttahúsi Hagaskóla í Reykja- vík. Keppendur voru sex og var keppnin jöfn og spennandi, en sigurvegari síðasta árs, Inga Gerða Pétursdóttir, var ekki með að þessu sinni. Vestlendingar áttu fulltrúa á mótinu í ár, hina bráðefnilegu Svönu H. Jóhanns- dóttur úr Glímufélagi Dala- manna. Fyrir keppnina þóttu þær Hildigunnur Káradóttir eða Soffía K. Björnadóttir líklegastar til sigurs, en þær eru báðar úr HSÞ. Hildigunnur er nýkrýndur Landsglímumeistari í heildar- keppninni en Soffía sigraði á síð- asta Landsglímumóti. En aldrei á að vanmeta Dalamenn. I lok keppninnar stóðu eftir þrjár kon- ur með 4 vinninga hver og þurftu þær að glíma til úrslita. Svo fór að lokum að Hildigunnur stóð uppi sem sigurvegari með sex vinninga en Svana lenti í öðru sæti með fimm. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Dalakon- unni. SÓK Langur biðlisti á leikskóla A fundi skólanefndar í síð- ustu viku kynnti Sigrún Gísladóttir, leikskólafulltrúi, stöðu á biðlistum leikskól- anna í mars. Af börnum sem fædd eru árið 1998 eða fyrr eru 31 barn á lista og börn sem fædd eru árið 1999 eru 88 eða 91% af árganginum. Það eru þau börn sem eru að komast á leikskólaaldurinn í haust. “I haust fara 74 börn úr leikskólum yfir í grunnskóla þannig að ljóst er að við mun- um ekki geta annað eftirspurn eftir leikskólaplássum og biðlisti í haust verður lengri en nokkur undanfarin ár,” segir Helga Gunnarsdóttir, menningar- og skólafulltrúi. Að hennar sögn er þetta ann- að árið í röð sem stór árgang- ur kemur inn í leikskólana en lítill fer út. “Fólk er líka að biðja um meiri þjónustu en áður og aðsókn í sex tíma vistun er mikil á meðan sára- fáir biðja um hálfsdagsvistun. Þetta hefur allt sitt að segja og biðlistarnir lengjast. Þess vegna er því fagnað að bærinn skuli koma til móts við for- eldra með því að greiða niður gjald hjá dagmömmum frá 1. ágúst næstkomandi.” Islandsmeistari í breikdansi Leifiir Eiríksson, breikdansari. Danssamband íslands (DSI) stóð fyrir Islands- meistaramóti í breikdansi um liðna helgi og var mótið haldið í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Keppt var í tveimur flokk- um, 12 ára og yngri og 13 ára og eldri. Leifur Eiríks- son, 15 ára Vestlendingur og nemandi í Heiðarskóla, var keppandi á mótinu og sigraði hann í flokki 13 ára og eldri en keppendur þar voru á aldrinum 15-19 ára. Auk þess gerði hann sér lít- ið fýrir og vann liðakeppn- ina með vini sínum Agli sem keppti í flokki 12 ára og yngri. Leifur segist hafa fengið áhuga á breikdansi í Noregi þar sem hann bjó í 4 ár. I febrúar á síðasta ári byrjaði hann svo að æfa af fullum krafti. Hann segir æfing- arnar ekki mjög skipulagðar. “Eg æfi mig heima á virkum dögum og það er ansi frjálst en ég fer til Reykjavíkur um helgar og æfi þar með breikdanshóp.” Leifur segir að vissulega dansi stelpur líka breikdans þrátt fyrir að aðeins ein hafi verið í keppninni um helgina. “Þær æfa nokkrar með mér en ég veit ekki af hverju þær tóku ekki þátt í mótinu. Ein sú besta var reyndar að dæma og gat þar af leiðandi ekki verið með.” En ætlar hann sjálfur að halda á- fram að dansa? “Já, ekki spurn- ing. Eg er rétt að byrja.” SÓK Stækkun á Kvíabiyggju I þessari viku er að ljúka stækk- un á fangelsinu að Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Viðbyggingin er um 70 fermetrar og samkvæmt upplýsingum frá fangelsismála- stofnun er tilgangurinn með henni að bæta aðstöðu fyrir fanga og starfsfólk. I nýja hlutanum er vel búinn íþróttasalur, yfir- heyrsluherbergi og bókasafn. A Kvíabryggju eru 14 pláss fýr- ir refsifanga og eru þau undan- tekningalítið fullnýtt. GE Open 633 MHz Cel l-c'sú; ö ntel Celeron 633 MHz örgjörvi 128MB SDRAM vinnsluminni 16 radda 3D hljóðstýring 20GB harður diskur Skjástýring á móðurborði 50 hraða geisladrif 17” Pro view skjár Creative SBS 35 hátalarapar 56KV90 mótald Windows 98 MicrosoftWorks Mitsumi PS2 lyklaborð, íslenskað Mitsumi PS2 mús Norton Antivírus HP Desk Jet 930C Alvöru prentari með Ijósmyndagæðum is^öo, + 500 blðð frítt Ath. Lokað laugardaginn 17. mars vegna breytinga á tölvukerfi íslensk r 1 U PPLÝSI NG/ GATÆKN I -upplýst tilvera Hyrnutorgi - 430 2200 ■ verslun@islensk.i$

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.