Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 05.04.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 05.04.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. APRIL 2001 jn£SSlinu>~ Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi Skrifað undir íj óra samninga Síðastliðinn fiinmtudag voru undirritaðir fjónr samningar sem varða sjúkrahúsið og heilsugæslu- stöðina á Akranesi. Margir góðir gestir voru viðstaddir undirritunina sem fram fór í Kirkjuhvoli, meðal annarra Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra. Sigurður Olafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SHA, nýtti tæki- færið og afhenti Guðjóni S. Brjáns- syni eftirmanni sínum, formlega lyklavöld að stofnuninni. Sigurður lét af störfum þennan dag eftir að hafa gegnt starfi sínu sem fram- kvæmdastjóri samfleytt í 36 ár. Hann sló á létta strengi og sagðist vona að Guðjón myndi verða jafh farsæll í starfi og hann sjálfur. Lyk- illinn var örlítið stærri en gengur og gerist, eða tæpur metri að lengd, enda smíðaður sérstaklega fyrir þetta tækifæri. Guðjón sagðist sjá að lykillinn góði væri svo gott sem ónotaður og áætlaði því að allar dyr hefðu ætíð staðið Sigurði opnar sem er eflaust ekki fjarri lagi. Byrjað var á því að undirrita sam- komulag Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins og Sjúkra- hússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi um lausn á fjárhagsvanda stofnunarinnar. SHA fær 20 millj- óna króna viðbótarframlag vegna reksturs á þessu ári í samræmi við samkomulag um árangursstjórnun. Jafnframt fær stofnunin 39,1 millj- ón króna vegna rekstrarhalla á síð- asta ári og 45,5 milljónir króna upp í halla fyrri ára. Samkomulag þetta var undirritað af Ingibjörgu Pálma- dóttur, Guðna Tryggvasyni for- manni stjórnar SHA og nýjum framkvæmdastjóra, Guðjóni S. Brjánssyni. Sömu aðilar undirrituðu því næst samning sem gerður hefur verið um árangursstjórnun. I honum er kveð- ið á um gagnkvæmar skyldur heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins og Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi er lúta að starfssviði, verkefhum, rekstrarumfangi, söfnun upplýs- inga, samskiptum, áætlanagerð og mati á árangri af starfsemi stofnun- arinnar. Viðmiðunarframlag til rekstrar á árinu 2001 er 908,2 millj- ónir króna, en samningurinn gildir til ársloka 2003. Þau Ingibjörg og Guðjón undir- rituðu einnig samkomulag urn starfsemi barnateymis við Heilsu- gæslustöðina á Akranesi, ásamt Reyni Þorsteinssyni, yfirlækni heilsugæslustöðvarinnar. Sam- komulag þetta er framhald þróun- arverkefnis heilsugæslunnar sem unnið var í samvinnu við skólaskrif- stofu sveitarfélagsins og barna- og Margir gervigrasvellir í einum pakka? Iþróttafulltrúi Akraness, Stef- án Már Guðmundsson, hefur lagt til útfærsluhugmyndir að gervigrasvöllum við grunnskól- ana í bænum rneðal annars hvað varðar staðsetningu þeirra. I Brekkubæjarskóla er hugmynd- in að völlurinn verði staðsettur milli skólans og íþróttahússins. Hins vegar koma tvær staðsetn- ingar til greina við Grunda- skóla, annars vegar inni á IA svæðinu og hins vegar á litlum malarbletti sem upphaflega var ætlaður sem skautasvell á vet- urna. Nauðsynlegt er að völlur- inn verði nálægt íþróttamið- stöðinni þar sem heitt frárennsli þarf að nýta til að hita hann upp. Að sögn Stefáns er í um- fjöllun hjá fleiri bæjarfélögum að gera gervigrasvelli, meðal annars Borgarnesi, Mosfells- sveit og Stykkishólmi. Stefán segir það vissan kost því rætt hafí verið um að mögulegt gæti verið að gefa verktökum kost á að bjóða í alla þrjá vellina. Bæj- arráð hefur vísað málinu til um- fjöllunar fjárhagsáætlunar ársins Drög að brevtingu Deiliskipulag Akratorgsreits Á síðasta ári var mikið rætt um nauðsyn þess að fjölga bílastæðum í miðbænum á Akranesi. Meðal annars söfnuðu menn undirskrift- um þar sem skorað var á bæjaryf- irvöld að breyta reit þeim sem nefndur hefur verið Akratorgs- reitur í bílastæði. Akratorgsreitur stendur fyrir aftan verslunina Ozone, en hann nýtist ekki sem skyldi að mati þeirra sem skrifuðu sig á listann. Skipulagsnefnd fjallaði nýverið um drög að breytingu á deiliskipulagi Akratorgsreits. Bjarni Vésteinsson, bygginga- fræðingur, mætti á fundinn og kynnti vinnu við endurskoðun þess, en unnið hefur verið að henni í nokkurn tíma. SOK Sigurður Olafsson afhéndir Guðjóni S. Brjánssyni lykilinn góða. I baksýn er Guðni Tryggvason unglingageðdeild Landspítala á ár- unum 1999-2000. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið veitir 2,5 milljónir króna á ári vegna verkefn- isins til ársins 2003. Að lokum undirrituðu Ingibjörg, Guðni og Gísli Gíslason, bæjar- stjóri Akraneskaupstaðar, yfirlýs- ingu þess efnis að næsta verkefni við endurbætur á Sjúkrahúsi Akra- ness væri innrétting á húsnæði fyrir fæðinga- og kvensjúkdómadeild. Deildin mun verða staðsett í austur álmu sjúkrahússins á annarri hæð. í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra muni leggja til við Al- þingi að fjárveitingar til verksins verði ekki lægri fjárhæð en fjárveit- ingar til stofnunarinnar hafi verið að meðaltali á ári síðustu 10 ár. Bæj- arstjórn mun greiða mótframlag sitt eftir því sem Alþingi samþykkir fjárveitingar til verksins og þegar hönnun húsnæðisins er lokið mun HTR beita sér fyrir því að gerður verði samningur milli HTR og Fjármálaráðuneytis annars vegar og Bæjarstjórnar Akraness hins vegar um nánari tilhögun framkvæmda. Fæðingar á SHA hafa aukist ár frá ári og í máli Ingibjargar að und- irritun lokinni kom fram að þegar framkvæmdum á fæðinga- og kven- sjúkdómadeildinni væri lokið yrði þar ein besta aðstaða á landinu. SÓK Frá vinstri Guðni Tiyggvason, Ingibjörg Pálmadóttir og Gísli Gíslason undirrita samningin Mynd: SÓK Það var fríður flokkur garðyrkju- og umhverfisstjóra sem sótti aðalfund samtaka sinna á Akranesi í síðustu viku. Aðalfundur SAMGUS á Akranesi Síðastliðinn föstudag var haldinn árlegur aðalfúndur Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga á Akranesi en það er í fyrsta skipti sem svo er. 19 manns sóttu fundinn sem heppnaðist að sögn þeirra í alla staði vel. Hrafnkell Proppé, umhverfisstjóri Akraness, lét af formennsku á fundinum eftir að hafa gegnt því starfi í eitt ár og Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri á Sauðárkróki var kjörin í hans stað. Að sögn Hrafnkels var mikið fjallað um notkun á útilistaverkum og þau listaverk sem vígð voru á Akranesi síðastliðið sumar í tengslum við verkefnið Sjávarlist skoðuð sérstaklega. SÓK Bátur frá Stykkishólmi Fékk net í skrúfuna Arnar SH 157 sem er í eigu út- gerðar Arnars í Stykkishólmi varð fyrir þeirri óheppni í síðustu viku að fá net í skrúfu og byrjaði að leka með skrúfuþéttingum. Af þeirri ástæðu var hann tekinn á land og þegar blaðamaður Skessuhorns var á ferðinni voru skipverjar á Arnari að draga netin í land. Þess skal get- ið að Árnar SH 157 er einn af fáum netabátum sem er á sjó við strend- ur íslands um þessar mundir en hann var leigður Hafrannsóknar stofnun Islands til netaralls. SIR

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.