Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 25.05.2001, Page 2

Skessuhorn - 25.05.2001, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 25. MAI 2001 Miasunu^. 1 Osldljanlegur fréttaflutningur Á forsíðu Skessuhorns þann 17. maí síðastliðinn gat að lesa grein með titlinum „Rekinn fyrir fjar- veru vegna björgunarstarfa". I þessari grein staðfestir Hannes Sigurðsson formaður Björgunar- félags Akraness þá „frétt“ að manni hafi verið sagt upp störfum eítir að hann tók þátt í leit að týndum manni á vegum Björgun- arfélagsins fyrir um tveim vikum síðan. Þessu er hér með vísað al- gerlega á bug. Maðurinn var aldrei rekinn úr starfi, heldur sagði hann upp að eigin ósk. Mér er bæði ljúft og skylt að upplýsa að hann starf- aði hjá fyrirtæki okkar hér á Akra- nesi. Við rekum fámennt og sér- hæft fyrirtæki sem sinnir flestum verkefha sinna í verktöku með ströngum tímafrestum. Þegar maðurinn var ráðinn fyrr í ár var honum gerð grein fyrir að við sæj- um okkur því miður ekki fært að ráða fólk sem af einhverjum á- stæðum þyrfti að vera óvænt frá störfum, vegna þess að nær ó- mögulegt væri að fmna mann í manns stað í okkar sérhæfðu verk. Hann féllst á þessa skilmála. Síðan þegar það gerðist að hann hvarf í leit án þess að tilkynna það og kom til baka degi síðar, þá óskaði ég eftir fundi með honum til að ræða málin. Á þeim fundi tilkynnti hann óvænt uppsögn sína af per- sónulegum ástæðum. Eg harmaði að missa þennan starfskraft sem reynst hafði mjög vel. Það stóð alls ekki til að segja honum upp vegna þessa. Við skildum sáttir eftir þetta. Frétt Skessuhorns er óskiljanleg í ljósi þessa staðreynda. Hér á Akranesi og víðar, er slíkur til- hæfulaus „frétta“flutningur til skaða fyrir okkar fyrirtæki. Flýgur fiskisagan, og allir sem þess leita vita um hvaða fyrirtæki er rætt í þessu máli. Við höfum ekkert að fela og teljum ómaklega að okkur vegið. Ekki síst þar sem fyrirtækið hefur stutt Björgunarfélag Akra- ness bæði fjárhagslega og með ýmsum greiðum á undanförnum árum. í ljósi alls þessa er það því leitt að þurfa að verða fyrir ómak- legum árásum af þessu tagi frá formanni Björgunarfélagsins. Hvorki ritstjóri Skessuhorns sem skrifaður er fyrir greininni, eða formaður Björgunarfélagsins höfðu samband við okkur vegna þessa máls áður en greinin birtist í blaðinu. Okkur þykir undarlegt að hvorugur þeirra skuli hafa séð á- stæðu til að kanna málið betur áður en það varð að „frétt“ í Skessuhorni og síðar þennan sama dag í Ríkisútvarpinu. Virðingarfyllst og með fyrir- fram þökk Akranesi, 17. maí 2001 Sigmjón Runólfsson, forstjóri Sandblásturs Sigurjóns ehf, Akranesi Athugasemd frá stjóm Björgunarfélags Akraness Stjórn Björgunarfélags Akra- ness vill að fram komi að ffétt í síðasta blaði þar sem formaður fé- lagsins staðfestir við blaðamann að félagi í BA hafi tjáð honum að sér hafi verið vikið úr vinnu vegna björgunarstarfa hafi verið vegna framburðar umrædds manns. Viðkomandi aðili hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið og reynst trúverðugur í allri þeirri vinnu og aðgerðum sem hann hef- ur verið þátttakandi í í nafhi fé- lagsins. Umræddur maður hefur ekki viljað draga frásögn sína til baka og harmar BA það að slík deila skuli rísa strax að loknum björgunaraðgerðum félagsins. Stjórn BA hefur ekki í hyggju að tjá sig opinberlega frekar um þetta mál en vonast til að viðkomandi aðilar nái fullum sáttum sem fyrst. Stjórn Björgunarfélags Akra- ness hefur í gegnum tíðina átt mjög gott og farsælt samstarf við viðkomandi vinnuveitanda og vonar að svo verði áfram þó að þennan skugga hafi borið á. Stjórn BA Bijreiðin var óökufær eftir veltuna Bílvelta Bílvelta varð við bæinn Gröf í mönnum en bifreiðin er illa farin Eyja og Miklaholtshreppi síðastlið- eftir byltuna. inn sunnudag. Engin slys urðu á GE Nýstárleg tilraun við Landbúnaðarháskólann Upphitaðir minkahvolpar Reynt að mæta sveiflum í veðurfari Undanfarnar vikur hefur staðið yfir tilraun í Landbúnaðarháskól- anum á Hvanneyri sem miðast að því að auka vaxtarhraða minka- hvolpa á fyrsta æviskeiði þeirra. Tilraunin sem styrkt er af Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins miðar að því að kanna hvort hægt sé að ná betri árangri í minkaeldi með því að hita upp hreiðurkassa minkanna eftir got. „Markmiðið er að hafa jafnara hitastig og draga úr þeim miklu Eiiiar Einarssan landsráðunautur í loó- dýrarækt. hitasveiflum sem hér eru í venju- legu árferði,“ segir Einar Einarsson landsráðunautur í loðdýrarækt. ,VIeð því að hita upp hreiðurkass- ana gerum við okkur von um að hvolpamir vaxi hraðar fyrstu vik- urnar. Ef við fáum gott start drög- um við úr afföllum og því hraðar sem þeir vaxa fyrstu vikurnar því hraustari verða þeir og stærri að hausti. I Danmörku sem við miðum okkur mikið við eru heitari dagar á vorin en hér getum við átt von á frostnóttum fram í maí.“ Minkahvolpar eru ekki nema 7 - 10 grömm að þyngd þegar þeir fæðast og blindir og heyrnar- lausir. Þeir eiga því allt sitt undir móður- inni og því umhverfi sem hún býr við. Því segir Einar að það geti haft mikið að segja ef hægt er að nýta heita vatnið til að draga úr hitasveifl- um. Elísabet Axelsdóttir viktar minnkahvolpa í loðdýrahúsinu á Hvanneyri. Myndir: GE Einfalt og ódýrt Búnaðurinn sem notaður er við tilraunina er einfald- ur og ódýr. Notuð er hitalögn sam- bærileg við þær sem notaðar eru í snjóbræðslukerfi. Leiðslan er leidd undir netkörfu í hreiðurkassanum og hitar hún upp tréhlemm á botn- inum. Tilraunin hófst um miðjan apríl þegar læðurnar voru fluttar í hreið- urkassana. Hvolparnir eru síðan viktaðir sólarhringsgamlir og reglulega eftir það fram á haust. Sömu aðferðir eru hafðar við sam- anburðarhóp sem býr við venjuleg- ar aðstæður. Aðspurður um útkom- una segir Einar að of snemmt sé að segja til um það. „Við vitum að læð- unum líður vel því þær eru mjög makindalegar og flýja ekki úr hreiðrunum. Við bíðum síðan eftir að sjá hvort það er sýnilegur munur á vaxtarhraða heitra og kaldra hópa. Það ætti að liggja fyrir einhver vís- bending við fráfærur og síðan end- anleg niðurstaða í haust. Það þarf hinsvegar að keyra þessa tilraun í einhver ár til að fá marktæka niður- stöðu. Veðrið hefur verið með ein- dæmum gott í vetur og það skekkir tilraunina þar sem útslagið er minna en við vildum fá. Við þekkj- um hinsvegar að munur á vexti hvolpanna getur verið mikill eftir veðurfari og því bindum við vonir við þessa tilraun. Eg sé líka fram á ef niðurstaðan verður jákvæð muni menn nýta sér þessa tækni,“ segir Einar GE Ok á dráttarvél Lést í Akrafjalli Síðastliðinn laugardagsmorg- un var Björgunarfélag Akraness kallað út auk þyrlu Landhelgis- gæslunnar til þess að leita manns sem hafði farið einn til eggja- tínslu í Akrafjalli daginn áður. Maðurinn hafði ekki komið heim til sín um nóttina og var lögreglu því. gert viðvart. Lík mannsins fannst í suðurhlíðum Akrafjalls undir Háahnúk um tíuleytið á laugardag og talið er að hann hafi hrapað til bana. Maðurinn hét Steinar Viggós- son og var búsettur í Hafnar- firði, han.n var 50 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. SÓK Merking- ar bættar Sviðsstjóra fyrirtækjasviðs Akraneskaupstaðar hefur nú verið falið að láta setja upp skilti við gatnamót þjóðvegar og vegar norðan Akrafjalls og merkja leiðina að Höfðaseli og Æðarodda en þær hefur alfarið vantað til þessa. Markaðsfull- trúi Akraness, Rakel Oskars- dóttir, fékk það hlutverk að skoða þann þátt sem snýr að merkingum á götukorti bæjar- ins. SÓK Síðastliðinn sunnudag varð á- rekstur skamint frá Staðará í Stað- arsveit þar sem sendiferðabifreið ók á dráttarvél. Ökumaður dráttar- vélarinnar varð ekki var við sendi- ferðabifreiðina sem reyndi framúr- Öryggisvörður í Borgarnesi kom að innbrotsþjófum sem brotist höfðu inn í GH verkstæðið í Brák- arey síðastliðinn mánudagsmorg- un. Starfsmaður öryggisþjónust- unnar í Borgarnesi var við venjubundið eftirlit um fimm leyt- ið um morguninn þegar hann varð var við grunsamlegar mannaferðir akstur og beygði í veg fyrir hana með áðurgreindum afleiðingum. Ekki urðu slys á mönnum í árekstr- inum en sendiferðabifreiðin er mikið skemind. við verkstæðið. Mennirnir, sem voru þrír saman, flúðu af vettvangi en öryggisvörðurinn gerði lögregl- unni viðvart og var þeim veitt eft- irför. Lögreglan í Reykjavík sat síðan fyrir þjófunum við Hval- fjarðargöngin og flutti þá í fanga- geymslu í Reykjavík. GE GE Innbrot í Borgamesi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.