Skessuhorn - 25.05.2001, Qupperneq 14
14
FIMMTUDAGUR 25. MAI 2001
aatEsáUm/*TJ
Karlareib
Hin árlega karlareið Hesta-
mannafélagsins í Grundarfirði var
haldin um helgina. Um 40 karlar
voru mættir og var riðið frá hest-
húsahverfinu og hringinn í kring-
um Stöð og til baka. Eins og nafn-
ið gefur til kynna á hópreið þessari
eru eingöngu karlmenn þátttak-
endur. Að sögn Ragnars Alfreðs-
sonar hestamanns þótti mönnum
vel takast til í ár og allir skemmtu
sér konunglega. SIR
Þessir hressu ungu strákar sáu sér ekki annaðfiert en aðfara með hjólin sín á bíla-
þvottaplan ogþvo þau vandlega efitir að hafia verið í torfierukeppni. Eins og sjá má á
þessum myndum var ekki vanþörfiá því.
Nemendasamband í FVA
Fyrrverandi nemendur í Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akranesi
ráðgera nú að stofna nemendasam-
band. Félagið mun beita sér fyrir
því að fyrrum nemendur hittist og
haldi sambandi við skólann og mun
til dæmis kalla saman þá sem út-
skrifuðust fyrir 10 og 20 árum svo
þeir geti gert sér dagamun og hald-
ið upp á útskriftaraffnælið.
Stofnfundur félagsins verður
haldinn í húsakynnum skólans að
Vogabraut 5 eftir viku, fimmtudag-
inn 31. maí klukkan 20:00. Allir
sem stundað hafa nám við Fjöl-
brautaskóla Vesturlands eru hvattir
til að mæta á fundinn og ganga í
þetta nýja félag. SOK
Kristinn Sigmundsson
á Vesturlandi
Kristinn Sigmundsson óperu-
söngvari er um þessar mundir á
söngferðalagi um Vesturland.
Fyrstu tónleikarnir voru í Reyk-
holti f gær, uppstigningardag.
Næst syngur hann á Akranesi á
sunnudag kl. 17:00 og síðan í O-
lafsvík þriðjudaginn 29. maí
kl. 20.30
(Fréttatilkynning)
Þau Flosi Ólafisson, Bima Hauksdóttir og Lilja Margeirsdóttir brostu sínu blíðasta þegar
þau fiylgdust með afkomendum sínum leika listir sínar á hestaíþróttamóti Skugga í
Borgamesi um síðustu helgi. Mynd:GE
ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR -
Vonbrigði í
Vesturbænum
KR-ÍA: 2-1
Sjálfsagt hafa þeir verið fleiri
sem bjuggust við auðveldum sigri
KR-inga þegar Skagamenn sóttu
þá heim í Frostaskjólið síðastliðið
mánudagskvöld í annarri umferð
Símadeildarinnar. Það var þó ekki
raunin því þótt KR-ingar hafi mar-
ið sigur í leiknum var hann allt
annað en auðveldur og markatal-
an í leikslok segir alls ekki allt um
gang leiksins.
Skagamenn voru mun frískari
allan fyrri hálfleikinn og áttu fjöl-
mörg góð færi. Meðal annars átti
Hjörtur Hjartarson skot í slá.
Skagamenn komust yfir á 41. mín-
útu með glæsilegu marki Grétars
Rafns Steinssonar sem þrumaði
boltanum ( netið af 25 metra færi.
Þess ber að vísu að geta að þeir
léku undan strekkingsvindi sem
setti mark sitt á leikinn en með
réttu hefðu þeir átt að vera tveim-
ur til þremur mörkum yfir í hálfleik.
í síðari hálfleik komust KR-ingar
meira inn í leikinn með dyggri að-
stoð frá vindinum en Skagamenn
vörðust vel og áttu hættulegar
sóknarlotur inn á milli. Jöfnunar-
markið kom á 61. mínúutu og þar
var Einar Þór Daníelsson að verki.
Það var síðan Frakkinn, Moussa
Dagnogo sem skoraði sigurmarkið
eftir mistök í vörn Skagamanna
þegartíu mínúturvoru til leiksloka.
Grétar Rafn Steinsson var án
efa besti maður leiksins og barðist
eins og Ijón allan tímann. Hann er
útsjónarsamur og skynsamur leik-
maður og hefur greinilega mikinn
metnað til að bera. Þeir Sturlaug-
ur Haraldsson, Hjörtur, Kári Steinn
og Ólafur Þórðar áttu einnig góð-
an leik. í heildina lék liðið vel en
helst var hægt að setja út á varn-
arleikinn sem virtist ekki nógu vel
skipulagður.
Þrátt fyrir að eitt stig sé frekar
rýr uppskera eftir tvær umferðir
ætti Skagaliðið ekki að þurfa að
örvænta miðað við hvernig það
hefur verið að leika. Úrslitin skrif-
ast frekar á frammistöðu heilla-
dísanna heldur en leikmanna sem
hafa sýnt góða takta og gífurlega
baráttu. Það er allt annað að sjá til
liðsins það sem af er mótinu en
allt tímabilið í fyrra
GE
Hafnfirðingar
stela stigi
IA-FH: 2-2
Það er óhætt að segja að FH-
ingar hafi stolið stigum á Skagan-
um þegar liðin mættust í fyrstu
umferð Símadeildarinnar í síð-
ustu viku. Gestirnir jöfnuðu leik-
inn á 94. mínútu eða um það bil
sem Skagamenn voru að byrja
að fagna sætum sigri.
Það voru FHingar sem skoruðu
fyrsta markið á 32. mínútu en þar
var að verki Jón Þ. Stefánsson.
Þremur mínútum síðar fiskaði
Hjörtur Hjartarson vítaspyrnu
sem hann tók sjálfur og skoraði af
öryggi. Staðan í leikhléi var 1-1.
Framan af höfðu FH-ingar haft
frumkvæðið og voru meira með
boltann en eftir jöfnunarmarkið
tóku Skagamenn við sér og náðu
yfirhöndinni á vellinum.
Skagarrrenn byrjuðu síðari hálf-
leikinn af miklum krafti og
pressuðu stíft að marki FH og
áttu ágætis færi. Það var hins-
vegar ekki fyrr en á 81. mínútu
sem þriðja markið leit dagsins
Ijós. Þar var Hjörtur aftur á ferð-
inni og skoraði með glæsilegum
skalla eftir góða fyrirgjöf Unnars
Valgeirssonar. Skömmu síðar var
Hjörtur nálægt því að skora sitt
þriðja mark í leiknum þegar hann
komst einn innfyrir vörnina en
skot hans geigaði.
Flestir héldu að nú væru
heimamenn með pálmann í
höndunum en eins og máltækið
segir: "Leiknum er ekki lokið fyrr
en leiknum er lokið," og þegar
komið var fjórar mínútur yfir
venjulegan leiktíma jafnaði Jó-
hann Möller sem var nýkominn
inni á sem varnarmaður. Sannar-
lega vonbrigði fyrir stuðnings-
menn Skagaliðsins sem fjöl-
menntu á völlinn og studdu vel
við bakið á sínum mönnum. Hins-
vegar þurfa hinir gulu engu að
kvíða fyrir sumarið ef þeir leika á-
fram eins og þeir gerðu í þessum
leik.
Skagamenn voru mun meira
með boltann í leiknum og ógnuðu
ítrekað marki gestanna og höfðu
undirtökin stóran hluta leiksins.
FH-ingar áttu hinsvegar sína
spretti sem dugðu þeim til að
hirða eitt stig úr þessari viður-
eign. Trúlega má skrifa það á
reikning reynsluleysis að Skaga-
menn náðu ekki að halda fengn-
um hlut en þarna mæddi mikið á
ungum og lítt reyndum leikmönn-
um. Þeim verður þó ekki álasað
fyrir sína frammistöðu og liðið var
í heild mun frfskara og skemmti-
Hjörtur braut ísinn svo um munaöi.
legra en í flestum leikjum síðasta
sumars. Bestu menn Skaga-
manna voru þeir Grétar Rafn
Steinsson sem barðist vel allan
tímann og Hjörtur Hjartarson sem
var grimmur í framlínunni og upp-
skar eftir því. Haraldur Hinriksson
var ferskur í fyrri hálfleik en náði
sér ekki almennilega á sírik í
þeim síðari. Ellert Björnsson
sýndi góða takta í sínum fyrsta
deildarleik og var ótrúlega yfir-
vegaður og útsjónarsamur af ekki
reyndari leikmanni. Þá kom Unn-
ar Valgeirsson sterkur inn í síðari
hálfleik.