Skessuhorn

Útgáva

Skessuhorn - 25.05.2001, Síða 15

Skessuhorn - 25.05.2001, Síða 15
„itsjunu.. FIMMTUDAGUR 25. MAI 2001 15 - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - íþróttamót Skugga Úrslit á Opnu íþrótta- móti Hestamannafé- lagsins Skugga 19. maí 2001. Síðastliðinn laugardag hélt Hestamannafélagið Skuggi í Borgarnesi opið hestaíþróttamót á svæði félagsins. Úrslit urðu eft- irfarandi: Fjórgangur barna: Stig úr forkeppni 1. Anna Heiða Baldursdóttir Faxa 25,2 stig. 2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skugga 32,2 stig. 3. Flosi Ólafsson Faxa 27,4 stig. Fjórgangur unglinga: 1. Elva Björk Margeirsdóttir Mána 46,6 stig. 2. Sóley Birna Baldursdóttir Faxa 37,8 stig. 3. Elísabet Fjeldsted Faxa 33,7 stig. 4. Guðrún Ósk Ámundadóttir Skugga 35,7 stig. 5. Viggó Sigurðsson Sörla 31,5 stig. Fjórgangur fullorðinna: 1. Haukur Bjarnason Faxa 43,3 stig. 2. Sóley Margeirsdóttir Mána 42,8 stig. 3. Helgi Gissurarson Faxa 40,5 stig. 4. Baldur Björnsson Faxa 39,0 stig. 5. Ólafur Þorgeirsson Skugga 35,5 stig. Fimmgangur fullorðinna: 1. Jakob Sigurðsson Dreyra 54,0 stig. 2. Ámundi Sigurðsson Skugga 51,0 stig. 3. Bjarki Jónasson Skugga 43,5 stig. 4. Oddur Björn Jóhannsson Faxa 46,2 stig. 5. Baldur Björnsson Faxa 43,8 stig. Tölt barna: 1. Anna Heiða Baldursdóttir Faxa 46,4 stig. 2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skugga 46,4 stig. 3. Flosi Ólafsson Faxa 45,2 stig. 4. Heiðar Árni Baldursson Faxa 28,0 stig. Tölt unglinga: 1. Elva Björk Margeirsdóttir Mána 65,2 stig. 2. Sóley Birna Baldursdóttir Faxa 65,6 stig. 3. Elísabet Fjeldsted Faxa 60,,8 stig. 4. Viggó Sigurðsson Sörla 49,2 stig 5. Guðrún Ósk Ámundadóttir Skugga 47,6 stig. Tölt fullorðinna: 1. Gunnar Tryggvason Snæfellingi 78,0 stig. 2. Hallgrímur Jóhannesson Mána 69,2 stig 3. Sóley Margeirsdóttir Mána 68,4 stig. 4. Haukur Bjarnason Faxa 66,4 stig. 5. Helgi Gissurarson Faxa 66,4 stig. Tölt 2 (Slaktaumatölt) 1. Ámundi Sigurðsson Skugga 32,9 stig. 2. Ásberg Jónsson Skugga 23,1 stig. 3. Bjarki Jónasson Skugga 27,8 stig. Gæðingaskeið: Anna Heiða Baldursdóttir sigraði í fjórgangi og tölti í barnaflokki. Mynd: GE 1. Jakob Sigurðsson Dreyra 89,1 stig 2. Ámundi Sigurðsson Skugga 72,6 stig. 3. Bjarki Jónasson Skugga 69,8 stig. 4. Jóhannes Jóhannesson Faxa 63,8 stig. 5. Ásberg Jónsson Skugga 61,7 stig. 150 m. skeið: 1. Ámundi Sigurðsson Skugga 85,2 stig. 2. Jóhannes Jóhannesson Faxa 74,4 stig. 3. Bjarki Jónasson Skugga 70,8 stig. íslensk tvíkeppni:* Barna: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skugga. Unglinga: Elva Björk Margeirsdóttir Mána. Fullorðinna: Sóley Margeirsdóttir. Skeið tvíkeppni:** Fullorðinna: Ámundi Sigurðsson Skugga. Stigahæsti knapi: Barna: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skugga. Unglinga: Elva Björk Margeirsdóttir Mána. Fullorðinna: Ámundi Sigurðsson Skugga. * í íslenskri tvíkeppni eru lögð saman stig knapa úr tölti og fjór- gangi. ** í skeiðtvíkeppni eru lögð saman stig úr skeiði og fimm- gangi. Lokakvöld hjá Bridge- félagi Akraness Síðasta spilakvöld vetrarins hjá Bridgefélagi Akraness var í liðinni viku. 18 pör mættu til leiks á Breiðinni þar sem spilaður var tví- menningur. Sigurvegarar kvölds- ins urður Leó Jóhannesson og Magnús Magnússon. Önnur verð- laun hlutu Ingi Steinar Gunn- laugsson og Ólafur Grétar Ólafs- son og Hreinn Björnsson og Sig- urður Tómasson hrepptu þriðja sætið. Samkvæmt venju voru af- hent verðlaun fyrir afrek vetrarins sem sigurvegarar hinna ýmsu móta veittu viðtöku. Á vordögum varð Sigurður Halldórsson, elsti spilarinn í fé- laginu, áttræður og minntust spilafélagar hans afmælisins á lokakvöldinu með því að færa honum bikar að gjöf. K.K. Öldungurinn Sigurður Halldórs- son lætur sig aldrei vanta á spila- kvöld hjá Bridgefélagi Akraness. Mynd: K.K. Slök byrjun í 2. deild Selfoss - Skallaarímur: 0-2 Skallagrímsmenn byrjuðu illa í 2. deildinni þegar þeir sóttu Sel- fyssinga heim síðastliðinn föstu- dag. Heimamenn voru heldur sprækari og uppskáru sigur sem verður að teljast nokkuð sann- gjarn. Skallagrímsmenn áttu að vísu góða spretti og liðið lofar nokuð góðu þótt ýmislegt þurfi að laga. Varnarleikurinn var t.d. ekki nógu vel skipulagður og leikmenn virtust almennt frekar áhugalausir og ekki nógu grimm- ir í boltanum. Bestur í liði Skalla- gríms var Guðlaugur Axelsson sem barðist eins og Ijón allan tímann. Næsti leikur Skallagríms er í kvöld gegn Aftureldingu á Borgarnesvelli. GE Körfuknattleikur Fimmtán Vestlendingar í úrtökuhópa fyrir landsliö í síðustu viku var valinn 60 manna úrtökuhópur í landsliðið í körfuknattleik fyrir drengi fædda á árinu 1987 en þeir munu koma saman um næstu helgi til æfinga. Að þessu sinni eiga Vestlendingar níu drengi í hópnum. Fjórir þeirra koma frá ÍA, fjórir frá Snæfelli og einn frá umf. Reykdælum. Þetta eru þeir Birkir Guðjónsson, Bjarki Gunnarsson, Vésteinn Sveinsson og Hallgrímur Stefánsson frá Akra- nesi, Kjartan J. Karvelsson, Guð- mundur Ó. Gunnarsson, Sveinn Björnsson og Daníel Ali Kazmi frá Snæfelli og Kristján Guðmunds- son, umf. Reykdælum. Hallgrímur var einnig valinn til æfinga með drengjalandsliði ís- lands, en þar leika strákar sem fæddir eru árið 1986 og síðar. Hann er þó ekki eini Vestlending- urinn sem komst í þann hóp. Það gerðu einnig þeir Óttar Ágústsson og Magnús Guðmundsson ÍA, Pa- vel Ermolinskij Skallagrími og Arn- ar Guðjónsson, Skúli Þórarinsson og Unnar Bergþórsson, umf. Reykdælum. Það verður spenn- andi að fylgjast með þessum ungu og efnilegu strákum í framtíðinni og af þessu má dærría að efnivið- inn skortir ekki á Vesturlandi, í það minnsta ekki í körfuknattleik. SÓK Svana þriðja best Nú hefur Glímusamband ís- lands gefið út styrkleikalista að af- loknu keppnistímabilinu 2000- 2001. Til grundvallar listanum er sætishlutfall og vinningshlutfall glímumanna reiknað út. í karla- flokki er engan Vestlending að finna en Svana Jóhannsdóttir úr Glímufélagi Dalamanna (GFD) sit- ur í þriðja sæti á listanum yfir bestu glímukonur landsins eftir þeim Hildigunni Káradóttur og Soffíu Björnsdóttur úr HSÞ. Sannarlega glæsilegur árangur hjá glímukon- unni ungu úr Dölunum. SÓK Kolbrun vann allar sínar greinar Alþjóðamót Ægis fór fram f Laugardalslaug um helgina en mótið er lokaundirbúningur landsliðsins fyrir Smáþjóðaleik- ana sem fara fram í byrjun júní í San Marínó. Þau Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir og Guðgeir Guð- mundsson frá Akranesi eru meðal þeirra 15 sundmanna sem keppa á mótinu fyrir ís- lands hönd. Þau fóru því á Al- þjóðamótið auk þeirra Birnu Björnsdóttur, Hafdísar Rögnu Rúnarsdóttur, Hildar Magnús- dóttur og Karítasar Jónsdóttur sem allar eru í Sundfélagi Akra- ness. Kolbrún Ýr stóð sig mjög vel á mótinu og vann allar þær fimm greinar sem hún keppti í auk þess sem hún átti stiga- hæsta sund mótsins en Guðgeir var langt frá sínu besta. Guðgeir og Kolbrún hafa nú minnkað æfingaálagið og æfa nú aðeins annan hvern dag í 50 metra lauginni í Laug- ardalnum. Þau halda til San Marínó á laugardag en leikarnir hefjast á mánudag og standa í fjóra daga. Kolbrún kemur til með að keppa í 50, 100 og 800 metra skriðsundi, 100 og 200 metra baksundi og 100 metra flugsundi. Guðgeir mun keppa í 100 og 200 metra flugsundi. SÓK Firmakeppni í síðasta blaði var sagt frá úrslitum í Firmakeppni Hesta- mannafélagsins Skugga. Þar vantaði upplýsingar um úrslit í kvennaflokki. Úrslit urðu eftir- farandi: 1. Aðalheiður Pálsdótt- ir, 2. Pálína Guðmundsdóttir, 3. Malin Elísabet Ram. Þá vill stjórn Skugga koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fyrir- tækja sem studdu félagið vegna keppninnar. GE MOLAR Hið árlega Donnamót í sundi fór fram á síðasta sunnudag í sundlauginni í Borgarnesi. Á mótinu etja sunddeildir Skalla- gríms og ÍA kappi. Sunddeild ÍA sigraði að þessu sinni með töluverðum yfirburðum. ÍA hlaut 333 stig en Skaiiagrímur 48. Rigning og rok gerði kepp- endum erfitt fyrir og fór svo á endanum að síðustu greinarn- ar voru færðar í litiu innilaug- ina. Grétar Rafn Steinsson skor- aði sitt fyrsta mark í efstu deild í leiknum gegn Kfí á mánu- dagskvöidið. Þetta var iíka fyrsta markið sem ÍA skorar á Kfí vellinum síðan 1996 eða þegar Sigurður Jónsson skor- aði seinna mark Skagamanna í 2-3 ósigri. Ósigur Skaga- manna á mánudaginn var sjö- undi tapleikurinn í röð á Kfí- vellinum. Hjörtur J. Hjartarson var bú- inn að skora í öllum þeim átta leikjum sem hann hafði tekið þátt í í vetur og vor, alls 13 mörk, áður en að Kfí leiknum kom. Hjörtur er þó enn einn af þremur markahæstu leik- mönnum Símadeildarinnar með tvö mörk. HJH

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.