Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 12.07.2001, Page 6

Skessuhorn - 12.07.2001, Page 6
I 6 FIMMTUDAGUR 28. JXJNÍ 2001 **£S9UtlUr»w Leifshátíð á Eiríksstöðum - fjölskylduskemmtun á söguslóðum 14. -15. júlí Leifsdagar, fjölskylduhátíö Dalamannsins Leifs Eiríkssonar verður haldin að Eiríksstöðum í Haukadal 14.- 15.júlí. Dagskráin hefst kl. 13:00 á laugardag og lýkur á sunnudag. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna • Innlendir og erlendir víkingar • Frœðsla um tilgátuhús og rústir Eiríksstaða • Víkingahúðir • Glíma, axlartök, hryggspenna, laus grip • Skipulagðar gönguferðir um Haukadal • Vopnfimi • Ókeypis veiði í Haukadalsvatni • Víkinga- og ípróttaleikir sögur af víkingaleikjum • Spákona les í spil og rúnir • Dalakútur sprellar með börnunum • Halli Reynis trúbador • Hópreið hestamannafélags Dalamanna • Veitingar aðfornu og nýju • Fjölskylduratleikur • Myntsláttur • Söngur og músík • Fornir leikir • Leikpœttir Verið velkomin í Dalina Nœg tjaldstœði m Leifur Eiríksson .Æmts. fjsiS- VIKING ý-Æ> í^gsy DALABYGGÐ Þúfnabaninn er piikið tæki og vegur um 6,6 tonn. A áninum 1926-8 mun verðgildi hans hafa verið sex til átta jarðir. Bjarni Guðmundsson, safiistjóri búvélasafnsins er hér ásamt ungum safiigesti. Leiðsögn um búvélar Saga þúfnabanans á Hvanneyri Um 70 manns sóttu Búvélasafnið á Hvanneyri heim á íslenskum safhadegi á sunnudaginn var. Af til- efni safnadagsins ákváðu safnamenn á búvélalasafninu að setja upp litla sýningu á þúfnabananum og sögu hans, en þeim áskotnaðist fyrir skemmstu einstök rit um þúfnaban- ann. Ritin eru þrjú og greinir eitt þeirra frá tilurð vélarinnar, hvers vegna hann hafi verið smíðaður upphaflega. I öðru riti eru leiðbein- ingar um notkun hans og loks er eitt ritið svokallaður partalisti. Það var Eirík Eylands sem færði búvélasafn- inu ritin en hann er sonur fyrsta ís- lenska ekils þúfnabanans, Ama G. Eylands. Attatíu ára komuafmæli banans er 22. júlí, en árið 1921 komu sex þúfubanar til landsins. Voru þeir notaðir nokkuð á árunum ffá 1926-1928 og mest í nágrenni Reykjavíkur og Akureyrar. Thor Jensen á Korpúlfsstöðum keypti tvo þessara sex sem fyrst komu og senni- legt er að annar þeirra hafi svo end- að á Hvanneyri. Er það eintak eina sinnar tegundar á Islandi en nýlega fréttist um annað eins í Þýskalandi. Gekk Bjarni Guðmundsson safn- stjóri um svæðið með fólki og sagði sögu gamalla búvéla. Sagði hann m.a. frá því að með þúfnabananum hefði verið hrundið af stað mikilli vélvæðingu í sveitum og var upphaf svokallaðrar vélaaldar. Bjami sagði að vélamar hefðu þróast hratt á þess- um tímum sem hefði skilað okkur hinum fjölhæfúm hjóladráttarvélum. Munir firá Snorrastöðum til vörslu í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla Gunnar Kristjánsson, forntaður safnanefndar Byggðasafiis Snrefell'mga og Hnappdæla, heldur hér ásamt Hauki á söðli móður Hauks. Branddís dóttir Hauks stendur hinmn megin Borgiindarhólmsklukkunar og loks Aldís Sigurðardóttir forstöðumaður Byggðasafitsins. Þann 28. júní sl. fór fram að Snorrastöðum í Kolbeinsstaðar- hreppi afhending gamalla muna til varðveislu í Byggðasafni Snæfell- inga og Hnappdæla. Hafði bóndinn á Snorrastöðum, Haukur Svein- björnsson, frumkvæði að afhend- ingunni ásamt systkinum hans, þeim Elísabetu Jónu, Helgu Stein- unni, Jóhannesi og Kristjáni. Eru flestir munirnir uppmnalega úr búi afa þeirra og ömmu, Jóns Guð- mundssonar og hans frú Sólveigu Magnúsdóttur og segir Haukur það hafa verið vænlegasta kostinn að af- henda munina Byggðasafninu til vörslu. „Með því er verið að forða gömlum og merkilegum munum frá því að glatast og þeim enginn staður tryggari en Byggðasafnið," sagði Haukur af þessu tilefni. Fyrir hönd Byggðasafnsins tóku þau Aldís Sigurðardóttir, forstöðu- maður og Gunnar Kristjánsson, formaður safnanefndarinnar við mununum. Að sögn Aldísar var þar margt merkilegra hluta, m.a. standklukka með pendúl og lóðum, svokölluð Borgundarhólmsklukka, að talið er frá 1780. Borðstofuborð með skúffu frá því fyrir 1883 var á með- al muna, lítill hnöttur frá um 1910, Philips-útvarp frá 1937 og söðull í ágætu ástandi sem móðir Hauks átti á fyrri helmingi síðustu aldar. Þar var einnig skyrsár, smjörmót, lamp- ar, ullarkambar og 70 heimatilbún- ar þvottaklemmur. Eru þá ónefnd 60-70 ára gömul leikföng, en tölu- vert var af þeim. Sagði Aldís að sér- staklega hefði verið gaman að fá þau því eftir því sem hún best vissi ætti safnið engin leikföng. „Það er stórkostlegt að fá svona gjöf, en sár- lega hefur vantað ýmislegt sem við afhendinguna kom í ljós eins og leikföngin og klukkuna,“ sagði Al- dís eftir að hafa farið í gegnum hlutina. Aldís nefndi einnig að ýmsar skemmtilegar bækur hefðu komið í leitirnar, til dæmis „Verð- launasjóður handa vinnuhjúum“ frá 1918 og „Skrá yfir bókasafnið í Stykkishólmi frá 1910“. Áformar Aldís að halda sýningu á mununum um mánaðamótin júlí-ágúst, þegar myndlistasýningunni Fimm sinn- um fimm lýkúr á jarðhæð Norska hússins. smh Nýi grjótgarð- urinnvið Ólafevíkurhöfa Eins og sagt var frá í Skessu- horni fyrir skemmstu hefur Snæ- fellsbær staðið í stórræðum við bryggjuframkvæmdir. Fyrr í sumar var lokið við grjótgarð á Rifi en nú er lokið framkvæmdum við hinn 140 m grjótgarð frá Norðurtanga- bryggju að Olafsbraut í Olafsvík og er þar um mikla bæjarprýði að ræða. Hinn nýi grjótgarður sést hér fyrir miðri mynd.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.