Skessuhorn

Eksemplar

Skessuhorn - 12.07.2001, Side 5

Skessuhorn - 12.07.2001, Side 5
a&iisaijnui.. FIMMTUDAGUR 12. JULI 2001 5 Fékk silfiir á Norðurlanda- móti í pípulagningum Vigfús Baldvin Heimisson, tví- tugur Búðdælingur, hélt til Kaup- mannahafnar fyrir nokkru síðan til þess að keppa á Norðurlandamóti í pipulagningum. Fimm keppendur voru á mótinu, einn frá hverju Norðurlandanna, og svo fór að sá finnski sigraði en Vigfús hafnaði í öðru sæti. „Við fengum teikningar, efni sem við þurftum að nýta sem best, vinnusvæði og verkfæri. Við feng- um ákveðinn tíma á dag til að vinna og markmiðið var að klára verkefn- ið. Dómarar tóku svo tillit til þess hver gerði best, hvort keppendur væru með refsistig eða hefðu þurft aukaefni.“ Verkefnið var enginn barnaleikur en það var að leggja lagnir í óreglulegt átthyrnt her- bergi. Einungis voru notaðar beygjuvélar í kaldbeygingar og keppendur voru lámir hitabeygja svört rör. Einnig átti að tengja sturtutæki, handlaug, klósett, hitara og tvo ofna en annan þeirra átm keppendur að smíða sjálfir. Sigurvegari keppninnar var sá eini sem náði að klára verkefnið. „Eg átti 2-3 tíma eftir til að klára en ég var sé eini sem hafði ekki fengið aukaefni og var ekki með 'nein refsi- stig. Þannig að ég hefði sennilega orðið efstur hefði ég náð að klára.“ Keppendurnir frá Noregi, Sví- þjóð, Danmörku og Finnlandi þurfrn allir að sigra í ýmsum lands- hlutakeppnum og undankeppnum áður en þeir fengu þátttökurétt á Norðurlandamótinu. Það tíðkast hins vegar ekki á Islandi og Vigfús er í raun sá fyrsti til að keppa á mót- inu fyrir íslands hönd. „Rætt hafði verið um að enginn keppandi væri frá íslandi. Meistarinn minn stakk upp á að ég færi og það var sett í gang,“ segir Vigfús en áðumefndur meistari er enginn annar en Borg- nesingurinn Þorgeir Kristófersson. „Þetta er í annað sinn sem Norður- landamótið fer fram en síðast var það í Osló. Hins vegar hefur oft verið haldin heimsmeistarakeppni í pípulagningum.“ Heimsmeistara- keppnin fer einmitt fram nú í sept- ember í Seoul í Suður-Kóreu og Vigfús er sá eini af keppendum Norðurlandamótsins sem fer ekki þangað. „Það fást ekki peningar fyrir því. Félög hinna borga brús- ann en meistara- og sveinafélagið á íslandi treysta sér ekki í það. Kostn- aðurinn er töluverður því nauðsyn- legt er að senda mann úr stjórn fé- lagsins, dómara og sjálfan keppand- ann út. Félögin verða því að kosta Vigfiís Baldviii Heimisson að minnsta kosti þrjá menn til lýkur því í haust. „Eg ætla að klára Kóreu og það kostar ekki minna en sveinsprófið og fara svo beint í 2,5-3 milljónir.“ meistaranám, sennilega í Tækni- Vigfús stefnir að sjálfsögðu á að skólanum. Maður reynir að taka klára nám í pípulagningum en hann þetta allt í einum rykk.“ SOK Viðræður milli rfldsins og Norðuráls Samningsaðilar um stækkun Norðuráls upp í 180 þúsund tonn úr 90 þúsund tonnum hafa hafið viðræður sín á milli og er fyrstu umferð þeirra nú lokið. Þeir höfðu sett sér það markmið að meginlínur varðandi skatta-, aðstöðu og orku- mál lægju fyrir um mánaðamótin júní-júlí. Iðnaðar- og fjármálaráðu- neyti hafa lagt fram fyrstu hug- myndir um breytingar á fjárfesting- arsamningi um byggingu og rekst- ur Norðuráls og að því er fram kernur í tilkynningu á heimasíðu Norðuráls telur Ragnar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri, að hugmyndirnar gefi fyrirheit um að áframhald geti orðið á viðræðun- um. Þó sé enn langur vegur ófarinn áður en unnt verður að slá því föstu hvort farið verði út í stækkunina. Samningar við Lands- virkjun á byrjunarstigi Norðurál hefur ákveðið að hefja viðræður við fjármögnunaraðila og birgja til þess að tímaáætlanir standist og gera forráðamenn fyrir- tækisins ráð fyrir að endanleg nið- urstaða liggi fyrir í mars árið 2002. Samningar við Landsvirkjun um orkuverð eru á byrjunarstigi og enn ber nokkuð á milli aðila. Þá liggur ekki fyrir hvort Landsvirkjun fái leyfi til byggingar nauðsynlegra mannvirkja. í tilkynningunni segir að viðræðum verði haldið áfram en ekki er búist við endanlegri niður- stöðu fyrr en ljóst verður hvort hægt verði að afhenda umbeðna orku á viðunandi verði. Viðræður við OR og Rarik Á þeim stutta tíma sem er til stefnu telja forsvarsmenn Norður- áls ósennilegt að unnt verði að ná samningi við aðra en Landsvirkjun um orkuafhendingu frá miðju ári 2004. Viðræður hafa átt sér stað við Orkuveitu Reykjavíkur og Rarik auk þess sem rætt verður við Hita- veitu Suðurnesja. Að mati Norður- áls koma samningar við þessa aðila til álita við stækkun umfram 180 þúsund tonn, verði sýnt fram á við- unandi afhendingaröryggi, m.a. að mati lánastofnana. Áfangaskipting óhagkvæm „Áætlanir Norðuráls gera ráð fyrir stækkun í a.m.k. 240.000 tonn en samkvæmt óskurn stjórnvalda og í ljósi framboðs á raforku hefúr ver- ið ákveðið að miða undirbúning framkvæmda við stækkun í tveimur skrefum. Ljóst er að þessi áfanga- skipting dregur hins vegar úr hag- kvæmni við rekstur álversins þar til fullri stærð er náð. Reynslan hefur sýnt að bygging álvers í tiltölulega litlum áföngum hentar vel íslensku efnahags- og atvinnulífi, sem og orkugeiranum. Ohætt er að full- yrða að þetta fyrirkomulag stuðli að aukinni þátttöku íslenskra verktaka og ráðgjafa í uppbyggingu stór- iðju,“ segir í fyrrnefndri tilkynn- ingu. Sjö meginþættir Undirbúningur að ákvörðun um byggingu nýs áfanga álvers greinist í sjö meginþætti. 1. Forsendur varðandi áætlað orkuverð, magn og tímasetningu þurfa að.liggja fyrir. 2. Áhugi stjórnvalda á verkefninu þarf að vera fyrir hendi. 3. Tæknilegar forsendur þurfa að vera ljósar. 4. Gera þarf samninga við birgja urn helstu aðföng. Stærstu liðir þar eru raforka, súrál og rafskaut. 5. Fyrirtækið þarf að hafa trygg- an aðgang að hæfu vinnuafli og eiga gott samstarf við verkalýðs- félög. 6. Nauðsynlegt er að tryggja lánsfé til nægjanlega langs tíma. 7. Þegar framangreindar for- sendur liggja fyrir er hægt að reikna út hvort stækkun borgar sig. Arni Helgason bjargar sögulegu bréfi Hinn kunni áfengisvarnarfröm- uður Árni Helgason kom á dögun- um í Norska húsið í Stykkishólmi með sögulegt uppboðsbréf í fórum sínum og afhenti það til varðveislu í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla. Bjargaði hann bréfinu frá glötun þegar hann starfaði sem sýsluskrifari í Stykkishólmi árið 1942. Var um að ræða bréf frá 1879 en á því stendur: Uppboðslýsinp 1 .auvardíipmu htnni 20. desember 1979 Klukkaii 12. um hádegisbil, verði þaS að forfallalausu af undirskrifiiSimi boðið til siilu í Jia shm: 6 (hundrað) í jörðimii Bjamarböfii í Helgafellssveit og 101 alin í jörðivni Kirkiufelli í Eyrar- sveit sem er eign dánarbús Halldóru Jó- hamtesdóttur frá Bjamarhöfii, og verða nefiidar eignir þá seldai; ef hæfilegt boð að áliti skiptaráðanda næst. Uppboðið framfer á fánaahiísinu he'r í Stykkishólmi, og verða þar söluskilmálar birtir Skrifstofu Snæfell og Hnappadalssýslu 1. des- embei: 1879. Sigurður Jónsson með uppboðsbréfið. Bjarnarhöfn, í Helgafellssveit, er landnámsjörð Björns austræna og höfuðból. Núverandi ábúendur þar eru þau Hildibrandur Bjarnason og Herborg Sigríður Sigurðardóttir. Árið 1974 mun Kirkjufell í Eyrar- sveit hafa farið í eyði og tún þar nú einungis nytjað. Þá afhenti Árni einnig heiðurs- rnerki stúkunnar Hildar við þetta tækifæri. Telur Árni að heiðurs- merkið sé líklega frá árunurn 1912- 1920. smh m/m tm. V /> yJ/í/A'A'//// /■? //////'■/"''f/.:////,, y y/f///*// //■’ ■////, /■ ->,/,,'V/fisy/ÍV'//-. / .')';,////// f ^J//,z///,z//ý/............/)y//////// ///y/,'. /y. ,,........- A ,, ///////„ /. .'///,Ay/y,/, ív'a ■/ y,- / /^/i/*/ýAr, fif/r/. ■ y/irymm Uppboðsbréfið fi'á 1879 ,,,,, , ,, , Akraneskaupstaður Bygginga- og skipulagsdeild Auglýsing um deiliskipulag Flatahverfis, klasi 9, Akranesi. Áfundi bæjarstiórnar Akraness þann 24. apríl 2001 var sampykkt tillaga aö aeiliskipulagi Flatahverfis klasa 9 á Akranesi. Tillagan nær til deiliskipulagsreits klasa 9 í Flatahverfi sem afmarkast af byggöasafni/kirkjugaröi, skipulögöum klasa 4 og óskipulögöum klösum 7-8 og 13-14 í Flatahverfi. Flatarmál klasa 9 er 1,7 ha aö stærö. Auglýst hefur veriö eftir athugasemdum skv. 1. og 2. mgr. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 frá og meo föstudeginum 23. februar til og meö föstudeginum 23. mars 2001. Athugasemdafrestur var til föstudagsins 6. apríl 2001. Engar athugasemdir bárust. Framangreint deiliskipulag klasa 9 í Flatahverfi, Akranesi, tekur pegar gildi. Akranes, 9. júií 2001. Magnús Þórbarson, bygginga- og skipulagsfulltrúi Dvaíarhdmiíið Höjði Aksturspjónusta Dvh. Höfði og Akraneskaupstaöur auglýsa hér með nýtt starf laust til umsóknar. Um er aS ræoa 75% starf fró 1. sept. að telja, og er því stjómað fró dvalarheimilinu. SkilyrSi aS umsækjendur hafi meirapróf og æskilegt aS þeir sýni lipurS, þolinmæSi og þjónustulund í starfi þessu. Akstursþjónustan annast akstur sbr. reglur sveitarfélaga um ferSaþjónustu fyrir fatlaSa og reglur Dvh. HöfSa um ferSaþjónustu aldraSra í dagvistun. Þjónustan er veitt alla virka daga vikunnar frá kl. 7.3o til 17.3o meS bifreiS sem uppfyllir kröfur um aSgengi fyrir fatlaSa ásamt lyftuDÚnaSi fyrir hjólastóla o.s.frv. Umsóknarfrestur er til 31. júlí n.k. Umsóknareybublöb fást á skrirstofu Höfba Frekari upplýsingar um starfið veitir Jónas Kjerúlf, húsvörður, i símum 431-2500 og 897-6236 á skrifstofutíma.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.