Skessuhorn - 12.07.2001, Blaðsíða 16
PÓSTURINN
Þú pantar.
Pósturinn afhendir. Heimsending um allt land
Landflutningar
J? SAMSKÍP
Engjaási 2, 310 Borgarnes, sími 437 2300, fax 437 2310
Nánari upplýsingar í síma 431 1255 (Byggðasafninu)
og 431 5566 /862 3145 (Steinaríki íslands og nýja safnahúsi).
Steinaríki íslands
Steinaríki íslands er fjölbreytt og glæsilegt safn íslenskra
steina. Skipta þeir þúsundum og koma frá öllum lands-
hlutum en hluti steinanna er sagaður og slípaður. í Steina-
ríki íslands er einnig að finna fjölda athyglisverðra
steingervinga. Innan Steinaríkis íslands er sýning sem
tileinkuð er gerð Hvalfjarðarganga, en hún hefur að
geyma stórt líkan sem sýnir legu ganganna undir fjörðinn,
Ijósmyndir, bora, borkjarna og steintegundir er fundust
við gerð þeirra.
Sýningin um sögu íþrótta á íslandi er sú fyrsta sinnar
tegundar á íslandi, en þar verður sögð saga íþrótta
hér á landi, allar viðurkenndar íþróttagreinar kynntar
og helstu afreksmönnum í íþróttum gerð skil.
Þá er hluti sýningarinnar tileinkaður íþróttaiðkun
á Akranesi. Sýningin kemur til með að opna vorið
2002 en fram að þeim tíma verða forvitnilegir munir
er tengjast íþróttaviðburðum íslendinga til sýnis
í anddyri safnahússins.
Sýning Landmælinga Islands
Hvernig verða kortin, loftmyndirnar,
gervitunglamyndirnar og landupplýsingarnar til?
Hver er saga myndarinnar af íslandi sem smám saman
skýrðist fyrir okkur í aldanna rás?
Svarið verður að finna í nýju og vönduðu
safni Landmælinga íslands á Akranesi og áhugaverðum
sýningardeildum sem þar verða. í sérhönnuðu rými
og með nýjustu tækni verður brugðið upp myndum
úr kortasögunni, mæliaðferðir og kortagerðaraðferðir
útskýrðar, brugðið upp sjaldséðum myndum og gömul
og ný tæki sýnd. Þarna má kynnast nokkrum
frumherjum landmælinga og sjá hvernig myndin
af íslandi og kennileitum landsins breyttist og batnaði
í þeirra augum.
Frá júní 2001 fram á vor 2002 verður unnið að
uppsetningu sýningarinnar. Á meðan sýningardeildirnar
mótast og lifna við geta gestir heimsótt litla forsýningu í
anddyri sýningarrýmisins. Þar verða nokkur sýnishorn
úr safninu og gefst gestum tækifæri til á að fylgjast með
þróun og vexti safnsins.
Byggðasafnið
Byggðasafnið að Görðum var stofnað árið 1959.
Safnið varðveitir heildstætt safn muna, er tengjast
búskaparháttum og þjóðlífi fyrri tíðar á Akranesi og
í nærsveitum.. Meðal muna í Byggðasafninu er úrval
sjóminja, skipslíkön, bifreiðir og ýmis áhöld er tilheyra
fortíð og nútíð ásamt mörgum öðrum skemmtilegum
hlutum. Að Görðum er einnig að finna elsta steinsteypta
íbúðarhúsið á íslandi og kútter Sigurfara sem er eina
varðveitta þilskipið hér á landi.
Laugardaginn 14. júlf n.k. gefst Akurnesingum og öðrum gestum tækifæri á að skoða hið
glæsilega safnasvæði að Görðum frá kl. 10:30 - 16:30.
Safnasvæðið er einstakur ævintýraheimur fyrir unga sem aldna til skemmtunar og fróðleiks.
Þann 27. júní s.l. var nýtt safnahús að Görðum tekið í notkun og kemur það til með að hýsa
þrjár sýningar; Steinaríki íslands, sýningu Landmælinga íslands og sýningu um sögu íþrótta
á Islandi ásamt glæsilegri veitingaaðstöðu.
Prentum myndir af i ~ □
diskum og digital ra
FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF.
BRÚARTORGI, 310 BORGARNESI - S. 437-1055